Mugabe snýr baki við gömlum félögum Sighvatur Arnmundsson skrifar 30. júlí 2018 05:30 Robert Mugabe, sem var forseti Simbabve í 37 ár, styður ekki fyrrum samherja sína í kosningunum sem fram fara í dag. Robert Mugabe, fyrrverandi forseti Simbabve, lýsti því yfir í gær að hann myndi ekki styðja fyrrverandi samflokksmenn sína í Zanu-FP flokknum í kosningunum sem fram fara í landinu í dag. Þá verður kosinn nýr forseti auk þess sem kosið verður til beggja deilda þingsins. Mugabe hefur ekkert komið fram opinberlega síðan herinn steypti honum af stóli í nóvember síðastliðnum. Hinn 94 ára gamli Mugabe styður MDC, sem er stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn. Forsetaframbjóðandi MDC er hinn fertugi Nelson Chamisa. Á óvæntum fundi með blaðamönnum sagðist Mugabe ekki geta kosið sinn gamla flokk né þá sem væru við völd þar sem þeir hafi valdið sér miklum kvölum. Fréttaskýrendur telja óljóst hvaða áhrif þetta óvænta útspil Mugabe hafi á niðurstöður kosninganna. Meðal þess sem kom fram hjá Mugabe var að hann telur að herinn hafi framið valdarán í nóvember. Þá sakar hann herinn um að brjóta niður lýðræðið. Hann sagði einnig að ekkert væri hæft í þeim ásökunum að hann hefði ætlað að láta eiginkonu sína, Grace Mugabe, taka við forsetaembættinu. Emmerson Mnangagwa, sem kemur úr Zanu-FP flokknum, hefur setið sem forseti frá því að Mugabe lét af völdum. Búist er við að baráttan muni standa milli hins 75 ára gamla starfandi forseta og Chamisa. Kannanir þykja óáreiðanlegar en samkvæmt þeim hefur sitjandi forseti örlítið forskot á Chamisa. Alls eru tuttugu og þrír frambjóðendur í framboði í forsetakosningunum. Mnangagwa var áður einn nánasti samstarfsmaður Mugabe. Hann sakar Chamisa um að hafa gert samkomulag við Mugabe. Hann segir að þeir sem kjósi Chamisa séu í raun að kjósa Mugabe. Valkosturinn sé nýtt Simbabve undir forystu sinni og ZANU-PF flokksins. Rúmlega 5,6 milljónir Simbabvebúa hafa skráð sig á kjörskrá og er tæpur helmingur þeirra 35 ára eða yngri. Ljóst er að næsta forseta landsins bíða ærin verkefni en landið glímir við ýmis alvarleg vandamál í kjölfar 37 ára valdatíðar Mugabe. Skortur er á fjárfestingum, mennta- og heilbrigðiskerfið er sagt í molum auk þess sem atvinnuleysi er gríðarlegt. Þannig er því jafnvel haldið fram að um 90 prósent séu án vinnu sem leitt hefur til þess að margir hafa yfirgefið landið og leitað vinnu í Suður-Afríku. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Forseti Simbabve óhultur eftir sprengjuárás Háttsettir embættismenn eru sagðir á meðal þeirra sem særðust í sprengingu á kosningafundi forsetans. 23. júní 2018 14:45 Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Simbabve látinn Morgan Tsvangirai lést í Suður-Afríku í gær, 65 ára að aldri. 15. febrúar 2018 08:35 Simbabve vill aftur í Breska samveldið Forseti Simbabve Emmerson Mnangagwa hefur sótt um inngöngu í Breska samveldið, einnig hefur hann boðað til kosninga sem munu fara fram í júlí. 21. maí 2018 15:21 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Fleiri fréttir Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Sjá meira
Robert Mugabe, fyrrverandi forseti Simbabve, lýsti því yfir í gær að hann myndi ekki styðja fyrrverandi samflokksmenn sína í Zanu-FP flokknum í kosningunum sem fram fara í landinu í dag. Þá verður kosinn nýr forseti auk þess sem kosið verður til beggja deilda þingsins. Mugabe hefur ekkert komið fram opinberlega síðan herinn steypti honum af stóli í nóvember síðastliðnum. Hinn 94 ára gamli Mugabe styður MDC, sem er stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn. Forsetaframbjóðandi MDC er hinn fertugi Nelson Chamisa. Á óvæntum fundi með blaðamönnum sagðist Mugabe ekki geta kosið sinn gamla flokk né þá sem væru við völd þar sem þeir hafi valdið sér miklum kvölum. Fréttaskýrendur telja óljóst hvaða áhrif þetta óvænta útspil Mugabe hafi á niðurstöður kosninganna. Meðal þess sem kom fram hjá Mugabe var að hann telur að herinn hafi framið valdarán í nóvember. Þá sakar hann herinn um að brjóta niður lýðræðið. Hann sagði einnig að ekkert væri hæft í þeim ásökunum að hann hefði ætlað að láta eiginkonu sína, Grace Mugabe, taka við forsetaembættinu. Emmerson Mnangagwa, sem kemur úr Zanu-FP flokknum, hefur setið sem forseti frá því að Mugabe lét af völdum. Búist er við að baráttan muni standa milli hins 75 ára gamla starfandi forseta og Chamisa. Kannanir þykja óáreiðanlegar en samkvæmt þeim hefur sitjandi forseti örlítið forskot á Chamisa. Alls eru tuttugu og þrír frambjóðendur í framboði í forsetakosningunum. Mnangagwa var áður einn nánasti samstarfsmaður Mugabe. Hann sakar Chamisa um að hafa gert samkomulag við Mugabe. Hann segir að þeir sem kjósi Chamisa séu í raun að kjósa Mugabe. Valkosturinn sé nýtt Simbabve undir forystu sinni og ZANU-PF flokksins. Rúmlega 5,6 milljónir Simbabvebúa hafa skráð sig á kjörskrá og er tæpur helmingur þeirra 35 ára eða yngri. Ljóst er að næsta forseta landsins bíða ærin verkefni en landið glímir við ýmis alvarleg vandamál í kjölfar 37 ára valdatíðar Mugabe. Skortur er á fjárfestingum, mennta- og heilbrigðiskerfið er sagt í molum auk þess sem atvinnuleysi er gríðarlegt. Þannig er því jafnvel haldið fram að um 90 prósent séu án vinnu sem leitt hefur til þess að margir hafa yfirgefið landið og leitað vinnu í Suður-Afríku.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Forseti Simbabve óhultur eftir sprengjuárás Háttsettir embættismenn eru sagðir á meðal þeirra sem særðust í sprengingu á kosningafundi forsetans. 23. júní 2018 14:45 Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Simbabve látinn Morgan Tsvangirai lést í Suður-Afríku í gær, 65 ára að aldri. 15. febrúar 2018 08:35 Simbabve vill aftur í Breska samveldið Forseti Simbabve Emmerson Mnangagwa hefur sótt um inngöngu í Breska samveldið, einnig hefur hann boðað til kosninga sem munu fara fram í júlí. 21. maí 2018 15:21 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Fleiri fréttir Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Sjá meira
Forseti Simbabve óhultur eftir sprengjuárás Háttsettir embættismenn eru sagðir á meðal þeirra sem særðust í sprengingu á kosningafundi forsetans. 23. júní 2018 14:45
Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Simbabve látinn Morgan Tsvangirai lést í Suður-Afríku í gær, 65 ára að aldri. 15. febrúar 2018 08:35
Simbabve vill aftur í Breska samveldið Forseti Simbabve Emmerson Mnangagwa hefur sótt um inngöngu í Breska samveldið, einnig hefur hann boðað til kosninga sem munu fara fram í júlí. 21. maí 2018 15:21