Hið stjórnlausa kerfi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 30. júlí 2018 09:45 Skipulagsslys er orð sem iðulega er notað til að lýsa því þegar ráðist hefur verið í framkvæmdir sem reynast það gallaðar að augljóslega hefði mátt gera betur og forðast tjónið sem af hlaust. Sjaldnast er orðið þó réttnefni því slys eru ekki skipulögð, þau gerast óvart. Skipulagsslysin eru hins vegar áformuð, undirbúin og jafnvel þvinguð í gegn þrátt fyrir andstöðu og ótal varnaðarorð. Ef skynsemi réði för gæti svo ótal margt verið betra í samfélaginu, hlutir sem hafa veruleg áhrif á umhverfi og lífsgæði landsmanna. Hvernig stendur á því að aftur og aftur virðist engu máli skipta hversu augljósir gallarnir eru, áfram er unnið að skipulagsmistökum eða því að viðhalda meingölluðu fyrirkomulagi? Ekki bara í hinum eiginlegu skipulagsmálum heldur á ótal sviðum stjórnmálanna. Hvernig stendur á því að áfram er unnið að byggingu nýs Landspítala við Hringbraut þrátt fyrir að engin af forsendum ákvörðunarinnar eigi lengur við og bent hafi verið á ótal kosti þess að byggja á nýjum stað Hvernig stendur á því að áfram er unnið að því að rústa því litla svæði sem talist gat „gamli bærinn“ í höfuðborg Íslands og byggja þar risavaxna kassa sem ættu betur heima alls staðar annars staðar? Hvernig stendur á því að stjórnvöld nýta ekki einstakt tækifæri til að endurskipuleggja fjármálakerfi landsins svo það geti virkað í þágu almennings og fyrirtækja á Íslandi? Meginþorri almennings gerir sér grein fyrir að það væri hægt að gera miklu betur á öllum þessum sviðum og ótalmörgum öðrum. Hvers vegna ræður ekki vilji almennings? Hvers vegna virkar lýðræðið ekki? Ástæðan er sú að það skortir pólitíska forystu. Of margir stjórnmálamenn veigra sér við að stjórna. Í stað þess að framkvæma lausnir í samræmi við vilja kjósenda er „kerfinu“ eftirlátið að stjórna sér sjálft og gera hlutina áfram eins. Kerfið er sjaldnast hrifið af breytingum. Það er í eðli þess að halda áfram á sömu braut. Það væri hægt að breyta ótrúlega mörgum hlutum til hins betra ef hinn skynsami meirihluti fengi að ráða (þ.e. lýðræðið). Til þess þurfa stjórnmálamenn bara að þora að taka ákvarðanir og stjórna.Höfundur er formaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Mest lesið Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Skoðun Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Sjá meira
Skipulagsslys er orð sem iðulega er notað til að lýsa því þegar ráðist hefur verið í framkvæmdir sem reynast það gallaðar að augljóslega hefði mátt gera betur og forðast tjónið sem af hlaust. Sjaldnast er orðið þó réttnefni því slys eru ekki skipulögð, þau gerast óvart. Skipulagsslysin eru hins vegar áformuð, undirbúin og jafnvel þvinguð í gegn þrátt fyrir andstöðu og ótal varnaðarorð. Ef skynsemi réði för gæti svo ótal margt verið betra í samfélaginu, hlutir sem hafa veruleg áhrif á umhverfi og lífsgæði landsmanna. Hvernig stendur á því að aftur og aftur virðist engu máli skipta hversu augljósir gallarnir eru, áfram er unnið að skipulagsmistökum eða því að viðhalda meingölluðu fyrirkomulagi? Ekki bara í hinum eiginlegu skipulagsmálum heldur á ótal sviðum stjórnmálanna. Hvernig stendur á því að áfram er unnið að byggingu nýs Landspítala við Hringbraut þrátt fyrir að engin af forsendum ákvörðunarinnar eigi lengur við og bent hafi verið á ótal kosti þess að byggja á nýjum stað Hvernig stendur á því að áfram er unnið að því að rústa því litla svæði sem talist gat „gamli bærinn“ í höfuðborg Íslands og byggja þar risavaxna kassa sem ættu betur heima alls staðar annars staðar? Hvernig stendur á því að stjórnvöld nýta ekki einstakt tækifæri til að endurskipuleggja fjármálakerfi landsins svo það geti virkað í þágu almennings og fyrirtækja á Íslandi? Meginþorri almennings gerir sér grein fyrir að það væri hægt að gera miklu betur á öllum þessum sviðum og ótalmörgum öðrum. Hvers vegna ræður ekki vilji almennings? Hvers vegna virkar lýðræðið ekki? Ástæðan er sú að það skortir pólitíska forystu. Of margir stjórnmálamenn veigra sér við að stjórna. Í stað þess að framkvæma lausnir í samræmi við vilja kjósenda er „kerfinu“ eftirlátið að stjórna sér sjálft og gera hlutina áfram eins. Kerfið er sjaldnast hrifið af breytingum. Það er í eðli þess að halda áfram á sömu braut. Það væri hægt að breyta ótrúlega mörgum hlutum til hins betra ef hinn skynsami meirihluti fengi að ráða (þ.e. lýðræðið). Til þess þurfa stjórnmálamenn bara að þora að taka ákvarðanir og stjórna.Höfundur er formaður Miðflokksins.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun