Fyrirtækið Guide to Iceland greiðir 600 milljóna króna arð Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 30. júlí 2018 07:30 Bókunarfyrirtækið Guide to Iceland hefur notið góðs af stríðum straumi ferðamanna til Íslands. Stefán Karlsson Bókunarfyrirtækið Guide to Iceland hagnaðist um 676 milljónir króna á síðasta ári og hefur stjórn félagsins samþykkt að greiða 600 milljóna króna arð til hluthafa. Hagnaður Guide to Iceland jókst töluvert á milli ára en hann var 178 milljónir árið 2016. Það skýrist meðal annars af kröftugum tekjuvexti sem nam hátt í 70 prósent en heildartekjur Guide to Iceland af bókunum námu 4,8 milljörðum króna á árinu 2017. Aukin umsvif bókunarfyrirtækisins komu fram í launakostnaðinum sem jókst úr 248 milljónum í 410 milljónir á sama tíma og starfsmönnum fjölgaði úr 28 í 49. Eignir námu 2,2 milljörðum króna, eigið féð 719 milljónum og eiginfjárhlutfallið var 32,7 prósent. Guide to Iceland var stofnað 2012 og rekur vefsíðuna guidetoiceland.is sem er eins konar markaðstorg fyrir íslenska ferðaþjónustu. Þar koma ferðaþjónustufyrirtæki vörum sínum á framfæri gegn þóknun.Sækja inn á erlenda markaði Davíð Ólafur Ingimarsson, fjármálastjóri og aðstoðarforstjóri Guide to Iceland, segir í samtali við Fréttablaðið að vöxtur síðustu ára sé einsdæmi. „Vöxturinn hefur verið gríðarlegur. Á árunum 2013 til 2016 var tekjuvöxturinn yfir 30 þúsund prósent sem er í raun fordæmalaust hér á Íslandi,“ segir Davíð. Að sögn Davíðs er Guide to Iceland orðið langstærsta markaðstorgið fyrir ferðþjónustu á Íslandi og rekur ástæðurnar. „Við höfum lagt áherslu á þróun hugbúnaðarins og að auka sjálfvirkni þannig að ferðaþjónustufyrirtæki geti stundað viðskipti við okkur umsvifalaust,“ segir Davíð. „Auk þess höfum við notað sterka stöðu markaðstorgsins til að koma í veg fyrir of mikla samþjöppun og einokun á markaðinum með því að koma smærri og meðalstórum fyrirtækjum á framfæri.“ Þá segir Davíð fyrirtækið stefna að því að sækja inn á erlenda markaði. „Við vinnum nú að því að taka saman gögn til að ákveða hvar það verður. Hugbúnaðurinn og viðskiptahugmyndin voru sannreynd á Íslandi og við höfum mikla trú á því að þetta muni gefa góða raun annars staðar í heiminum,“ segir Davíð. Stærstu hluthafar í Guide to Iceland eru Ingólfur Abraham Shahin með 55,3 prósenta hlut í gegnum félagið Djengis, Iurie Belegurschi með 18,5 prósent í gegnum Aurora Capital og Xiaochen Tian með 9,2 prósent í gegnum Chenchen. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Bókunarfyrirtækið Guide to Iceland hagnaðist um 676 milljónir króna á síðasta ári og hefur stjórn félagsins samþykkt að greiða 600 milljóna króna arð til hluthafa. Hagnaður Guide to Iceland jókst töluvert á milli ára en hann var 178 milljónir árið 2016. Það skýrist meðal annars af kröftugum tekjuvexti sem nam hátt í 70 prósent en heildartekjur Guide to Iceland af bókunum námu 4,8 milljörðum króna á árinu 2017. Aukin umsvif bókunarfyrirtækisins komu fram í launakostnaðinum sem jókst úr 248 milljónum í 410 milljónir á sama tíma og starfsmönnum fjölgaði úr 28 í 49. Eignir námu 2,2 milljörðum króna, eigið féð 719 milljónum og eiginfjárhlutfallið var 32,7 prósent. Guide to Iceland var stofnað 2012 og rekur vefsíðuna guidetoiceland.is sem er eins konar markaðstorg fyrir íslenska ferðaþjónustu. Þar koma ferðaþjónustufyrirtæki vörum sínum á framfæri gegn þóknun.Sækja inn á erlenda markaði Davíð Ólafur Ingimarsson, fjármálastjóri og aðstoðarforstjóri Guide to Iceland, segir í samtali við Fréttablaðið að vöxtur síðustu ára sé einsdæmi. „Vöxturinn hefur verið gríðarlegur. Á árunum 2013 til 2016 var tekjuvöxturinn yfir 30 þúsund prósent sem er í raun fordæmalaust hér á Íslandi,“ segir Davíð. Að sögn Davíðs er Guide to Iceland orðið langstærsta markaðstorgið fyrir ferðþjónustu á Íslandi og rekur ástæðurnar. „Við höfum lagt áherslu á þróun hugbúnaðarins og að auka sjálfvirkni þannig að ferðaþjónustufyrirtæki geti stundað viðskipti við okkur umsvifalaust,“ segir Davíð. „Auk þess höfum við notað sterka stöðu markaðstorgsins til að koma í veg fyrir of mikla samþjöppun og einokun á markaðinum með því að koma smærri og meðalstórum fyrirtækjum á framfæri.“ Þá segir Davíð fyrirtækið stefna að því að sækja inn á erlenda markaði. „Við vinnum nú að því að taka saman gögn til að ákveða hvar það verður. Hugbúnaðurinn og viðskiptahugmyndin voru sannreynd á Íslandi og við höfum mikla trú á því að þetta muni gefa góða raun annars staðar í heiminum,“ segir Davíð. Stærstu hluthafar í Guide to Iceland eru Ingólfur Abraham Shahin með 55,3 prósenta hlut í gegnum félagið Djengis, Iurie Belegurschi með 18,5 prósent í gegnum Aurora Capital og Xiaochen Tian með 9,2 prósent í gegnum Chenchen.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent