Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Valur 0-0 │Dýrmætt stig fyrir Fylki Ástrós Ýr Eggertsdóttir í Egilshöllinni skrifar 30. júlí 2018 22:15 Úr fyrri leik liðanna á Hlíðarenda vísir/bára Fylkir náði í gríðarlega mikilvægt stig gegn Íslandsmeisturum Vals í Pepsi deild karla í kvöld. Liðin gerðu markalaust jafntefli í Egilshöllinni. Þrátt fyrir jafnteflið fara Valsmenn á toppinn. Fylkir byrjaði af krafti en Valsmenn tóku fljótt öll völd á vellinum. Þeir voru mun meira með boltann og léku honum oft mjög vel sín á milli án þess þó að skapa sér nein afgerandi færi. Opin marktækifæri Valsmanna mætti telja á fingrum annar handar. Fylkismenn, sem höfðu lekið inn mörkunum í undanförnum leikjum, stóðu vörnina virkilega vel og þegar þeir fengu skyndisóknir voru þær oft mjög hættulegar. Þeir sóttu þó ekki á mörgum mönnum, sérstaklega ekki undir lokin, og því var erfitt fyrir sóknarmennina að búa sér mikið til. Valsmenn sóttu stíft undir lokinn og áttu hættulegt færi í uppbótartíma en markið kom ekki og niðurstaðan markalaust jafntefli.Af hverju varð jafntefli? Valsmenn vantaði að búa sér til almennileg færi. Þeir eru með gríðarleg gæði fram á við og margir af sóknarmönnum þeirra áttu mjög fínan dag, en það vantaði drápseðlið. Sama má segja um Fylkisliðið. Þeir áttu upprennilegar sóknir en það vantaði að klára færin almennilega. Fylkismenn áttu þó líklega fleiri hættuleg skot að marki heldur en Valsarar.Hverjir stóðu upp úr? Þegar Dion Acoff tók á sprettinn var hann óstöðvandi. Það var hálf vont að horfa upp á Elís Rafn Björnsson reyna að stöðva hann því Acoff lék sér að Elís. Hann fékk tvö eða þrjú dauðafæri og hefði líklega geta gert betur í þeim, en annars mjög flottur leikur hjá Acoff. Kristinn Freyr Sigurðsson var einnig mjög öflugur í liði Vals, sérstaklega í fyrri hálfleik. Það rann aðeins af honum í þeim síðari. Í Fylkisliðnu átti Ólafur Ingi Skúlason mjög góða innkomu, en það sást þó undir lokinn að þetta var hans fyrsti leikur í langan tíma. Þá var Daði Ólafsson mjög öflugur í vörninni og lét til sín taka fram á við.Hvað gekk illa? Eins og áður segir þá gekk illa fyrir Valsmenn að búa sér til opin færi. Hér má nefna að Patrick Pedersen var vart sjáanlegur í fremstu línu Íslandsmeistaranna og á löngum köflum gleymdist að hann væri yfir höfuð inni á vellinum. Fylkismenn tóku á stundum ekki alveg nógu góðar ákvarðanir í sókninni.Hvað gerist næst? Valsmenn eiga leik í forkeppni Evrópudeildarinnar á fimmtudag og fari þeir áfram úr því einvígi, sem er nokkuð líklegt, þá hefur það áhrif á næsta deildarleik hjá þeim. Fylkismenn eru hins vegar bara með allan huga við deildina og þar eiga þeir næst leik núna á laugardaginn, í Vestmannaeyjum gegn ÍBV á Þjóðhátíð.Helgi Sig var glaður í lok leiksvísir/andri marinóHelgi: Menn unnu fyrir þessu í dag Þjálfari Fylkismanna, Helgi Sigurðsson, var sáttur við sína menn í dag. „Ég er mjög sáttur. Hrikalega ánægður með framlag leikmannanna í dag í allar 90 mínúturnar.“ „Frábær vinnsla og Valur skapaði lítið af færum í þessum leik. Þeir voru vissulega meira með boltann en okkur var alveg sama um það, við ætluðum bara að vera þéttir fyrir og loka svæðum svo menn hefðu góða hjálparvörn allan tímann.“ „Menn í Fylkisliðinu í dag unnu það vel fyrir þessu að ég tel okkur eiga þetta vel skilið í dag.“ Fylkir hefur lekið inn mörkum að undanförnu, fengið á sig 13 mörk í síðustu 3 leikjum og því var mjög mikilvægt að ná að stoppa í götin. „Það var búið að fara mikið yfir þetta á æfingasvæðinu og svo voru menn tilbúnir í að leggja sig 150 prósent fram eins og ávallt, það vantaði ekkert upp á það í síðustu leikjum. Þetta er bara spurning um einbeitingu og hún var svo sannarlega til staðar í dag.“ „Með örlítilli skynsemi þegar við vorum að vinna boltann á góðum stöðum hefðum við getað skapað jafnvel ennþá meira,“ sagði Helgi Sigurðsson.Ólafur Jóhannesson.vísir/BáraÓli Jóh: Vantaði greddu „Við vorum með yfirhöndina í leiknum en á meðan við skorum ekki þá vinnum við ekki leiki,“ sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, inntur eftir viðbrögðum í leikslok. „Við fengum ekki þau færi sem við þurftum að fá en erfitt að spila á móti þeim. Þeir voru margir til baka og verjast vel.“ Fylkir hafði tapað fimm leikjum í röð og þurfti nauðsynlega að snúa blaðinu við. Var þetta slæmur tímapunktur til þess að mæta þeim? „Nei, það er aldrei slæmur tímapunktur til þess að spila fótboltaleiki svo það hafði ekkert með þetta að gera.“ „Mér fannst við vera með góða stjórn á leiknum og ágætis spilamennska en vantaði fannst mér smá greddu upp á efsta partinum. Það kemur í næsta leik,“ sagði Ólafur Jóhannesson.Ólafur Ingi Skúlason er kominn aftur heimFésbókarsíða FylkisÓlafur Ingi: Var örugglega fyndið að horfa á þetta Ólafur Ingi Skúlason spilaði sinn fyrsta leik fyrir Fylki í Pepsi deild karla í sumar í kvöld þegar liðið náði í jafntefli gegn Íslandsmeisturum Vals í Egilshöllinni. „Það er æðislegt að vera kominn aftur í appelsínugulu treyjuna. Þetta var erfitt, það er langt síðan ég spilaði leik og er nýkominn úr fjölskyldufríi en ákaflega gaman að vera kominn aftur og gott að ná í mikilvægt stig,“ sagði Ólafur eftir leikinn. Hann var einn þeirra 23 leikmanna sem fóru fyrir Íslands hönd á HM í Rússlandi. Hann tók þó ekki þátt í leikjum Íslands og undir lokin mátti sjá að Ólafur var í vandræðum með lappirnar á sér og fékk nokkra krampa. „Ég bara var í bölvuðu basli síðustu 10 mínúturnar með krampa og við vorum í meiðslavandræðum, fóru tveir út af meiddir hjá okkur, þannig að það var ekkert hægt að biðja um skiptingu. Ég þurfti að reyna að þrauka í gegnum þetta en það var hálfgert basl og örugglega mjög fyndið að horfa á þetta. En sem betur fer þá héldum við út og fengum mikilvægt stig.“ Fylkir hafði átt erfitt uppdráttar í deildinni og tapaði síðustu 5 leikjum sínum. Ólafur Ingi vildi þó ekki segja að innkoma hans hafi skipt sköpum í að ná að stoppa í götin. „Að sjálfsögðu ekki. Þetta er liðsíþrótt og við erum hér allir saman. Strákarnir stóðu sig frábærlega en við þurfum að bæta ýmislegt, þurfum að geta haldið boltanum betur, en vinnslan og baráttan algjörlega til fyrirmyndar í dag.“ „Við þurfum að vinna í spilamennskunni og þurfum að þora aðeins meira að halda boltanum. Það kemur með tímanum og við erum kannski ekki með sjálfstraustið alveg í botni núna en það var mikilvægt fyrir okkur að ná í stig í dag,“ sagði Ólafur Ingi Skúlason.Kristinn Freyr SigurðssonBáraKristinn Freyr: Áttum að vinna þennan leik Kristinn Freyr Sigurðsson var ósammála blaðamanni í leikslok með að hann hefði átt góðan leik í kvöld. „Ég var persónulega ekki góður í dag og liðið í heild sinni var ekki gott. Við erum með boltann svona 80-90 prósent af leiknum en erum ekki að skapa okkur neitt.“ „Við gerum ekki nógu vel á síðasta þriðjungnum og við þurfum að gefa aðeins í þar. Við erum ekki sáttir með eitt stig í þessum leik.“ Valsmenn hafa ekki átt í miklum vandræðum með sóknarleikinn í sumar, hvað fór úrskeiðis í dag? „Lið eru farin að pakka ansi vel á móti okkur og það er erfitt að spila á móti þannig liðum. En ég verð að hrósa Fylkismönnum, þeir voru mjög klókir í dag, tefja vel og brjóta vel á okkur þegar við erum að komast í góð upphlaup. En þrátt fyrir það allt þá eigum við að vinna þennan leik,“ sagði Kristinn Freyr Sigurðsson. Pepsi Max-deild karla
Fylkir náði í gríðarlega mikilvægt stig gegn Íslandsmeisturum Vals í Pepsi deild karla í kvöld. Liðin gerðu markalaust jafntefli í Egilshöllinni. Þrátt fyrir jafnteflið fara Valsmenn á toppinn. Fylkir byrjaði af krafti en Valsmenn tóku fljótt öll völd á vellinum. Þeir voru mun meira með boltann og léku honum oft mjög vel sín á milli án þess þó að skapa sér nein afgerandi færi. Opin marktækifæri Valsmanna mætti telja á fingrum annar handar. Fylkismenn, sem höfðu lekið inn mörkunum í undanförnum leikjum, stóðu vörnina virkilega vel og þegar þeir fengu skyndisóknir voru þær oft mjög hættulegar. Þeir sóttu þó ekki á mörgum mönnum, sérstaklega ekki undir lokin, og því var erfitt fyrir sóknarmennina að búa sér mikið til. Valsmenn sóttu stíft undir lokinn og áttu hættulegt færi í uppbótartíma en markið kom ekki og niðurstaðan markalaust jafntefli.Af hverju varð jafntefli? Valsmenn vantaði að búa sér til almennileg færi. Þeir eru með gríðarleg gæði fram á við og margir af sóknarmönnum þeirra áttu mjög fínan dag, en það vantaði drápseðlið. Sama má segja um Fylkisliðið. Þeir áttu upprennilegar sóknir en það vantaði að klára færin almennilega. Fylkismenn áttu þó líklega fleiri hættuleg skot að marki heldur en Valsarar.Hverjir stóðu upp úr? Þegar Dion Acoff tók á sprettinn var hann óstöðvandi. Það var hálf vont að horfa upp á Elís Rafn Björnsson reyna að stöðva hann því Acoff lék sér að Elís. Hann fékk tvö eða þrjú dauðafæri og hefði líklega geta gert betur í þeim, en annars mjög flottur leikur hjá Acoff. Kristinn Freyr Sigurðsson var einnig mjög öflugur í liði Vals, sérstaklega í fyrri hálfleik. Það rann aðeins af honum í þeim síðari. Í Fylkisliðnu átti Ólafur Ingi Skúlason mjög góða innkomu, en það sást þó undir lokinn að þetta var hans fyrsti leikur í langan tíma. Þá var Daði Ólafsson mjög öflugur í vörninni og lét til sín taka fram á við.Hvað gekk illa? Eins og áður segir þá gekk illa fyrir Valsmenn að búa sér til opin færi. Hér má nefna að Patrick Pedersen var vart sjáanlegur í fremstu línu Íslandsmeistaranna og á löngum köflum gleymdist að hann væri yfir höfuð inni á vellinum. Fylkismenn tóku á stundum ekki alveg nógu góðar ákvarðanir í sókninni.Hvað gerist næst? Valsmenn eiga leik í forkeppni Evrópudeildarinnar á fimmtudag og fari þeir áfram úr því einvígi, sem er nokkuð líklegt, þá hefur það áhrif á næsta deildarleik hjá þeim. Fylkismenn eru hins vegar bara með allan huga við deildina og þar eiga þeir næst leik núna á laugardaginn, í Vestmannaeyjum gegn ÍBV á Þjóðhátíð.Helgi Sig var glaður í lok leiksvísir/andri marinóHelgi: Menn unnu fyrir þessu í dag Þjálfari Fylkismanna, Helgi Sigurðsson, var sáttur við sína menn í dag. „Ég er mjög sáttur. Hrikalega ánægður með framlag leikmannanna í dag í allar 90 mínúturnar.“ „Frábær vinnsla og Valur skapaði lítið af færum í þessum leik. Þeir voru vissulega meira með boltann en okkur var alveg sama um það, við ætluðum bara að vera þéttir fyrir og loka svæðum svo menn hefðu góða hjálparvörn allan tímann.“ „Menn í Fylkisliðinu í dag unnu það vel fyrir þessu að ég tel okkur eiga þetta vel skilið í dag.“ Fylkir hefur lekið inn mörkum að undanförnu, fengið á sig 13 mörk í síðustu 3 leikjum og því var mjög mikilvægt að ná að stoppa í götin. „Það var búið að fara mikið yfir þetta á æfingasvæðinu og svo voru menn tilbúnir í að leggja sig 150 prósent fram eins og ávallt, það vantaði ekkert upp á það í síðustu leikjum. Þetta er bara spurning um einbeitingu og hún var svo sannarlega til staðar í dag.“ „Með örlítilli skynsemi þegar við vorum að vinna boltann á góðum stöðum hefðum við getað skapað jafnvel ennþá meira,“ sagði Helgi Sigurðsson.Ólafur Jóhannesson.vísir/BáraÓli Jóh: Vantaði greddu „Við vorum með yfirhöndina í leiknum en á meðan við skorum ekki þá vinnum við ekki leiki,“ sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, inntur eftir viðbrögðum í leikslok. „Við fengum ekki þau færi sem við þurftum að fá en erfitt að spila á móti þeim. Þeir voru margir til baka og verjast vel.“ Fylkir hafði tapað fimm leikjum í röð og þurfti nauðsynlega að snúa blaðinu við. Var þetta slæmur tímapunktur til þess að mæta þeim? „Nei, það er aldrei slæmur tímapunktur til þess að spila fótboltaleiki svo það hafði ekkert með þetta að gera.“ „Mér fannst við vera með góða stjórn á leiknum og ágætis spilamennska en vantaði fannst mér smá greddu upp á efsta partinum. Það kemur í næsta leik,“ sagði Ólafur Jóhannesson.Ólafur Ingi Skúlason er kominn aftur heimFésbókarsíða FylkisÓlafur Ingi: Var örugglega fyndið að horfa á þetta Ólafur Ingi Skúlason spilaði sinn fyrsta leik fyrir Fylki í Pepsi deild karla í sumar í kvöld þegar liðið náði í jafntefli gegn Íslandsmeisturum Vals í Egilshöllinni. „Það er æðislegt að vera kominn aftur í appelsínugulu treyjuna. Þetta var erfitt, það er langt síðan ég spilaði leik og er nýkominn úr fjölskyldufríi en ákaflega gaman að vera kominn aftur og gott að ná í mikilvægt stig,“ sagði Ólafur eftir leikinn. Hann var einn þeirra 23 leikmanna sem fóru fyrir Íslands hönd á HM í Rússlandi. Hann tók þó ekki þátt í leikjum Íslands og undir lokin mátti sjá að Ólafur var í vandræðum með lappirnar á sér og fékk nokkra krampa. „Ég bara var í bölvuðu basli síðustu 10 mínúturnar með krampa og við vorum í meiðslavandræðum, fóru tveir út af meiddir hjá okkur, þannig að það var ekkert hægt að biðja um skiptingu. Ég þurfti að reyna að þrauka í gegnum þetta en það var hálfgert basl og örugglega mjög fyndið að horfa á þetta. En sem betur fer þá héldum við út og fengum mikilvægt stig.“ Fylkir hafði átt erfitt uppdráttar í deildinni og tapaði síðustu 5 leikjum sínum. Ólafur Ingi vildi þó ekki segja að innkoma hans hafi skipt sköpum í að ná að stoppa í götin. „Að sjálfsögðu ekki. Þetta er liðsíþrótt og við erum hér allir saman. Strákarnir stóðu sig frábærlega en við þurfum að bæta ýmislegt, þurfum að geta haldið boltanum betur, en vinnslan og baráttan algjörlega til fyrirmyndar í dag.“ „Við þurfum að vinna í spilamennskunni og þurfum að þora aðeins meira að halda boltanum. Það kemur með tímanum og við erum kannski ekki með sjálfstraustið alveg í botni núna en það var mikilvægt fyrir okkur að ná í stig í dag,“ sagði Ólafur Ingi Skúlason.Kristinn Freyr SigurðssonBáraKristinn Freyr: Áttum að vinna þennan leik Kristinn Freyr Sigurðsson var ósammála blaðamanni í leikslok með að hann hefði átt góðan leik í kvöld. „Ég var persónulega ekki góður í dag og liðið í heild sinni var ekki gott. Við erum með boltann svona 80-90 prósent af leiknum en erum ekki að skapa okkur neitt.“ „Við gerum ekki nógu vel á síðasta þriðjungnum og við þurfum að gefa aðeins í þar. Við erum ekki sáttir með eitt stig í þessum leik.“ Valsmenn hafa ekki átt í miklum vandræðum með sóknarleikinn í sumar, hvað fór úrskeiðis í dag? „Lið eru farin að pakka ansi vel á móti okkur og það er erfitt að spila á móti þannig liðum. En ég verð að hrósa Fylkismönnum, þeir voru mjög klókir í dag, tefja vel og brjóta vel á okkur þegar við erum að komast í góð upphlaup. En þrátt fyrir það allt þá eigum við að vinna þennan leik,“ sagði Kristinn Freyr Sigurðsson.
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti