Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - Fjölnir 1-0 │Úrslitin réðust á fyrstu mínútunni Einar Sigurvinsson í Kaplakrika skrifar 30. júlí 2018 22:15 Mark á fyrstu mínútu tryggði FH sigur í kvöld. vísir/bára FH vann 1-0 sigur á Fjölni þegar liðin mættust í 14. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Eina mark leiksins skoraði Robbie Crawford eftir 48 sekúndna leik. Leikurinn var vart farinn af stað þegar FH hafði tekið forystuna. Jákup Ludvig Thomsen kom boltanum þá fyrir markið á Jónatan Ingi Jónsson. Hann kom boltanum á Robbie Crawford sem lagði hann snyrtilega í hægra hornið af stuttu færi. Fjölnismenn lögðu ekki árar í bát og voru í raun töluvert sterkara lið vallarins það sem eftir lifði fyrri hálfleiks. Þeir sóttu stíft að marki heimamanna en FH-ingar vörðust vel. Þar fór fremstur í flokki Eddi Gomes sem spilaði frábærlega í hjarta varnarinnar hjá FH í dag. Í síðari hálfleik sýndu FH-ingar sitt rétta andlit og var þá leikurinn aldrei í hættu. Þeir héldu boltanum vel sín á milli og tókst gestunum varla að skapa sér færi í seinni hálfleiknum. Í blálok leiksins fékk Ægir Jarl Jónasson að líta beint rautt spjald fyrir tæklingu á Viðari Ari Jónssyni, þar sem hann missti alfarið af boltanum.Af hverju vann FH leikinn? FH gerði það sem þurfti til og unnu því að lokum verðskuldaðan sigur. Evrópuleikurinn gegn Hapoel Haifa sat augljóslega í mönnum í fyrri hálfleik, enda voru menn að koma til landsins frá Ísrael fyrir tveimur dögum síðan. Þeir gerðu vel með því að halda markinu hreinu í fyrri hálfleik þegar sóknarleikur Fjölnismanna var sem skæðastur en eftir að FH-ingar voru mættir til leiks í síðari hálfleik var leikurinn í raun aldrei í hættu.Hverjir stóðu upp úr? Eddi Gomes var frábær í vörn FH þar sem hann stöðvaði hverja sóknina af fætur annarri. Við hlið hans átti Guðmundur Kristjánsson einnig mjög góðan leik. Robbie Crawford var manna ferskastur í sókninni hjá FH og gerði vel þegar hann skoraði markið sem skyldi liðin að í kvöld. Í liði Fjölnis var Guðmundur Karl Guðmundsson mjög öflugur á miðjunni.Hvað gekk illa? Enn eina ferðina gengur Fjölnismönnum illa að skora. Þeir fengu tækifærin til þess að jafna leikinn í fyrri hálfleik, en heppnin var ekki með þeim í þetta skiptið.Hvað gerist næst? Á fimmtudaginn spilar FH seinni leikinn gegn Hapoel Haifa í Kaplakrika, en fyrri leikurinn fór 1-1 í Ísrael. FH-ingar eru því í dauðafæri á að komast í 3. umferð í forkeppni Evrópudeildarinnar þar sem liðið mætir annað hvort Atalanta frá Ítalíu eða Sarajevo frá Bosníu og Hersegóvínu. Næsti leikur Fjölnis er heimaleikur gegn fallbyssufóðri Keflavíkur þann 8. ágúst. Ólafur: Þetta ferðalag sat í mönnumÓlafur Kristjánsson, þjálfari FH.S2 Sport„Ég er bara ánægður með að við skyldum hafa náð að landa þessum þremur stigum. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur. Fjölnisliðið er að berjast fyrir lífi sínu í deildinni og eru sprækir,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, eftir sigur sinna manna á Fjölni í kvöld. Eina mark leiksins kom eftir aðeins 48 sekúndna leik, í kjölfarið voru Fjölnismenn hættulegra liðið á vellinum. „Við skorum snemma, það var gott. Svo taka þeir svolítið yfir en við vörðumst vel.“ Fyrir aðeins fjórum dögum síðan lék FH gegn Hapoel Haifa í Ísrael og segir Ólafur að Evrópuleikurinn hafi sett sitt mark á leikinn. „Eins og þú hefur kannski séð á spilamennskunni, þetta langa ferðalag sat í mönnum. Síðasti hópur var að koma klukkan tvö, aðfaranótt laugardagsins. Við notum það ekkert sem afsökun en þetta tekur toll.“ „Það var mjög ánægjulegt að fá þessi þrjú stig. Við spilum góðan leik á móti Blikum í síðustu umferð og töpum 4-1. Það eru ekki gefin nein verðlaun fyrir fegurð, heldur eru það úrslitin. Við einbeittum okkur að því núna.“ Seinni leikur FH og Hapoel Haifa fer fram í Kaplakrika á fimmtudaginn og hefst nú undirbúningur fyrir þann leik. „Núna tekur bara við að jafna sig og vera klárir fyrir fimmtudaginn. Standið á hópnum er gott. Pétur Viðarsson fékk eitthvað í magann og þrír aðrir úr hópnum, sem eru að vísu ekki leikmenn. Annars er þetta bara þreyta og hópurinn er ferskur.“ „Þetta leggst vel í mig. Þetta er gott lið sem við erum að fara að mæta og það verður verðugt verkefni hérna á fimmtudaginn.“ Ólafur Páll: Það er ekki alltaf nóg að spila velÓlafur Páll Snorrason, þjálfari Fjölnis.vísir/bára„Ég er fyrst og fremst svekktur með að hafa gefið þeim eitt mark í forskot, en mér fannst þetta frábær leikur af okkur hálfu, nánast að öllu leiti,“ sagði Ólafur Páll Snorrason, þjálfari Fjölnis í leikslok. Það var ekki liðin mínúta þegar FH-ingar höfðu komist yfir í leiknum. „Ég sá þetta ekki alveg nógu vel, ég var ekki alveg klár. Einbeitingarleysi er kannski klassíska svarið þegar maður fær á sig mark eftir 40 til 50 sekúndur. Það er auðvitað vont að gefa þeim eitt mark í forskot, því að við spiluðum ágætlega eftir þetta.“ „FH er náttúrulega bara frábært fótboltalið og eins og svo oft á þessum árstíma þá gera þeir það sem þarf í Íslandsmótinu til að ná í þrjú stig. Þeir náðu að klóra þessum þremur stigum heim.“ Að loknum 14 umferðum situr Fjölnir í 10 sæti deildarinnar, aðeins einu stigi frá fallsæti. „Við þurfum náttúrlega bara að fara að ná í sigra og stig. Jafnteflin duga orðið lítið í þessari stöðu sem við erum í núna. Við þurfum bara að fara að vinna fótboltaleiki. Hann segist þó ekki hafa áhyggjur af stöðu sinna manna. „Ekki að svo stöddu. Ég sé ennþá einhver stig sem við ættum að geta unnið í þessum leikjum sem eftir eru, þannig að ég er ekkert sérstaklega áhyggjufullur með það.“ „Við erum að spila frábærlega í mörgum að síðustu leikjum, þó við höfum ekki verið að ná í þessi stig sem við viljum. Það kannski veldur áhyggjum, það er ekki alltaf nóg að spila vel.“ Pepsi Max-deild karla
FH vann 1-0 sigur á Fjölni þegar liðin mættust í 14. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Eina mark leiksins skoraði Robbie Crawford eftir 48 sekúndna leik. Leikurinn var vart farinn af stað þegar FH hafði tekið forystuna. Jákup Ludvig Thomsen kom boltanum þá fyrir markið á Jónatan Ingi Jónsson. Hann kom boltanum á Robbie Crawford sem lagði hann snyrtilega í hægra hornið af stuttu færi. Fjölnismenn lögðu ekki árar í bát og voru í raun töluvert sterkara lið vallarins það sem eftir lifði fyrri hálfleiks. Þeir sóttu stíft að marki heimamanna en FH-ingar vörðust vel. Þar fór fremstur í flokki Eddi Gomes sem spilaði frábærlega í hjarta varnarinnar hjá FH í dag. Í síðari hálfleik sýndu FH-ingar sitt rétta andlit og var þá leikurinn aldrei í hættu. Þeir héldu boltanum vel sín á milli og tókst gestunum varla að skapa sér færi í seinni hálfleiknum. Í blálok leiksins fékk Ægir Jarl Jónasson að líta beint rautt spjald fyrir tæklingu á Viðari Ari Jónssyni, þar sem hann missti alfarið af boltanum.Af hverju vann FH leikinn? FH gerði það sem þurfti til og unnu því að lokum verðskuldaðan sigur. Evrópuleikurinn gegn Hapoel Haifa sat augljóslega í mönnum í fyrri hálfleik, enda voru menn að koma til landsins frá Ísrael fyrir tveimur dögum síðan. Þeir gerðu vel með því að halda markinu hreinu í fyrri hálfleik þegar sóknarleikur Fjölnismanna var sem skæðastur en eftir að FH-ingar voru mættir til leiks í síðari hálfleik var leikurinn í raun aldrei í hættu.Hverjir stóðu upp úr? Eddi Gomes var frábær í vörn FH þar sem hann stöðvaði hverja sóknina af fætur annarri. Við hlið hans átti Guðmundur Kristjánsson einnig mjög góðan leik. Robbie Crawford var manna ferskastur í sókninni hjá FH og gerði vel þegar hann skoraði markið sem skyldi liðin að í kvöld. Í liði Fjölnis var Guðmundur Karl Guðmundsson mjög öflugur á miðjunni.Hvað gekk illa? Enn eina ferðina gengur Fjölnismönnum illa að skora. Þeir fengu tækifærin til þess að jafna leikinn í fyrri hálfleik, en heppnin var ekki með þeim í þetta skiptið.Hvað gerist næst? Á fimmtudaginn spilar FH seinni leikinn gegn Hapoel Haifa í Kaplakrika, en fyrri leikurinn fór 1-1 í Ísrael. FH-ingar eru því í dauðafæri á að komast í 3. umferð í forkeppni Evrópudeildarinnar þar sem liðið mætir annað hvort Atalanta frá Ítalíu eða Sarajevo frá Bosníu og Hersegóvínu. Næsti leikur Fjölnis er heimaleikur gegn fallbyssufóðri Keflavíkur þann 8. ágúst. Ólafur: Þetta ferðalag sat í mönnumÓlafur Kristjánsson, þjálfari FH.S2 Sport„Ég er bara ánægður með að við skyldum hafa náð að landa þessum þremur stigum. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur. Fjölnisliðið er að berjast fyrir lífi sínu í deildinni og eru sprækir,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, eftir sigur sinna manna á Fjölni í kvöld. Eina mark leiksins kom eftir aðeins 48 sekúndna leik, í kjölfarið voru Fjölnismenn hættulegra liðið á vellinum. „Við skorum snemma, það var gott. Svo taka þeir svolítið yfir en við vörðumst vel.“ Fyrir aðeins fjórum dögum síðan lék FH gegn Hapoel Haifa í Ísrael og segir Ólafur að Evrópuleikurinn hafi sett sitt mark á leikinn. „Eins og þú hefur kannski séð á spilamennskunni, þetta langa ferðalag sat í mönnum. Síðasti hópur var að koma klukkan tvö, aðfaranótt laugardagsins. Við notum það ekkert sem afsökun en þetta tekur toll.“ „Það var mjög ánægjulegt að fá þessi þrjú stig. Við spilum góðan leik á móti Blikum í síðustu umferð og töpum 4-1. Það eru ekki gefin nein verðlaun fyrir fegurð, heldur eru það úrslitin. Við einbeittum okkur að því núna.“ Seinni leikur FH og Hapoel Haifa fer fram í Kaplakrika á fimmtudaginn og hefst nú undirbúningur fyrir þann leik. „Núna tekur bara við að jafna sig og vera klárir fyrir fimmtudaginn. Standið á hópnum er gott. Pétur Viðarsson fékk eitthvað í magann og þrír aðrir úr hópnum, sem eru að vísu ekki leikmenn. Annars er þetta bara þreyta og hópurinn er ferskur.“ „Þetta leggst vel í mig. Þetta er gott lið sem við erum að fara að mæta og það verður verðugt verkefni hérna á fimmtudaginn.“ Ólafur Páll: Það er ekki alltaf nóg að spila velÓlafur Páll Snorrason, þjálfari Fjölnis.vísir/bára„Ég er fyrst og fremst svekktur með að hafa gefið þeim eitt mark í forskot, en mér fannst þetta frábær leikur af okkur hálfu, nánast að öllu leiti,“ sagði Ólafur Páll Snorrason, þjálfari Fjölnis í leikslok. Það var ekki liðin mínúta þegar FH-ingar höfðu komist yfir í leiknum. „Ég sá þetta ekki alveg nógu vel, ég var ekki alveg klár. Einbeitingarleysi er kannski klassíska svarið þegar maður fær á sig mark eftir 40 til 50 sekúndur. Það er auðvitað vont að gefa þeim eitt mark í forskot, því að við spiluðum ágætlega eftir þetta.“ „FH er náttúrulega bara frábært fótboltalið og eins og svo oft á þessum árstíma þá gera þeir það sem þarf í Íslandsmótinu til að ná í þrjú stig. Þeir náðu að klóra þessum þremur stigum heim.“ Að loknum 14 umferðum situr Fjölnir í 10 sæti deildarinnar, aðeins einu stigi frá fallsæti. „Við þurfum náttúrlega bara að fara að ná í sigra og stig. Jafnteflin duga orðið lítið í þessari stöðu sem við erum í núna. Við þurfum bara að fara að vinna fótboltaleiki. Hann segist þó ekki hafa áhyggjur af stöðu sinna manna. „Ekki að svo stöddu. Ég sé ennþá einhver stig sem við ættum að geta unnið í þessum leikjum sem eftir eru, þannig að ég er ekkert sérstaklega áhyggjufullur með það.“ „Við erum að spila frábærlega í mörgum að síðustu leikjum, þó við höfum ekki verið að ná í þessi stig sem við viljum. Það kannski veldur áhyggjum, það er ekki alltaf nóg að spila vel.“
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti