Manuela Ósk Harðardóttir, framkvæmdastjóri Miss Universe Iceland, mætti ásamt þremur keppendum í Brennsluna á FM957 í morgun ásamt þremur keppendum, þeim Katrínu Leu Elenudóttur, Sunnevu Sif Jónsdóttur og Huldu Vigdísardóttur.
Sjá einnig: Segir skilyrði um „læknisfræðilega staðfest“ kvenkyn keppenda alþjóðlegar reglur
Stelpurnar sögðu stífar æfingar fyrir keppnina í fullum gangi. Þær voru sammála um að keppnin væri afar lærdómsríkt ferli, þær fái til að mynda æfingu í framkomu, og þvertóku auk þess kímnar fyrir það að Manuela hafi vigtað þær fyrir keppni og haldið að þeim matarplani.
„Við fengum að vita það á fyrsta degi að þessi keppni snýst ekki um það. Það á ekki að heyrast tal um þyngd eða útlitsmynd.“
Arna Ýr Jónsdóttir, Miss Universe Iceland 2017, mun krýna arftaka sinn í Hljómahöllinni í Keflavík þann 21. ágúst næstkomandi klukkan 20. Miðasala fer fram á tix.is.
Hlusta má á viðtalið við Manuelu, Katrínu, Sunnevu og Huldu í heild í spilaranum hér að neðan.