Leyfi veitt fyrir vindmöstur í Dölunum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 31. júlí 2018 19:00 Meirihluti sveitarstjórnar Dalabyggðar hefur samþykkt að veita fyrirtækinu Storm orku ehf. stöðuleyfi til þess að reista þrjú rannsóknarmöstur í landi Hróðnýjarstaða þar sem meta á kosti þess að byggja upp vindorkuver. Starfshópur á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins vinnur að regluverki um vindorkuver.Fréttastofan fjallaði um fyrirhugað vindorkuver Storm orku í landi Hróðnýjarstaða í lok janúar en þá kvörtuðu íbúar undan því á áformin hefðu lítið sem ekkert verið kynnt heimamönnum.Á opnum íbúafundi sem haldinn var í febrúar gerðu sveitarstjórn og eigendur fyrirtækisins íbúum grein fyrir fyrirætlunum sínum en þær gera ráð fyrir vindorkuveri á um sex hundruð hektara svæði þar sem hægt yrði að reisa allt að fjörutíu vindmyllur sem myndu skila af sér að að 130 MW. Sveitarstjórnin hafði áður verið harðlega gagnrýnd fyrir að hafa skrifað undir viljayfirlýsingu við fyrirtækið áður en umhverfis- og skipulagsnefnd sveitarfélagsins gat tekið afstöðu til málsins vegna skorts á upplýsingum.Í byrjun júlí var óskað eftir því að reisa þrjú möstur í landi Hróðnýjarstaða sem eiga að rannsaka mögulega vindorkuframleiðslu og tók umhverfis og skipulagsnefnd sveitarfélagsins jákvætt í erindið en kallaði aftur eftir betri gögnum. Á sama tíma var lögð fram skýrsla verkfræðistofunnar Eflu , „Vindorka í Dalabyggð“, fram fyrir nefndina en skýrslan var unnin að beiðni Dalabyggðar en með henni vildi sveitarfélagið taka saman viðmið og almennar leiðbeiningar til að nota við stefnumótun vegna nýtingar vindorku innan sveitarfélagsins. Skýrslan var gerð í tengslum við fyrirhugaða endurskoðun aðalskipulags og verður nýtt sem stefnumótun fyrir mögulega nýtingu vindorku í aðalskipulaginu. Nokkrum dögum síðar samþykkti svona sveitarstjórn að þrjú möstur verði reist á landinu en leyfið er veit til tveggja ára. Eigendur Storm orku mega hins vegar ekki ráðast í framkvæmdir fyrr en nákvæm kort með staðsetningum vegslóða og staðsetningum mastra liggja fyrir hjá byggingafulltrúa sem gefur úr leyfi. Þessi tillaga sveitarstjórnarinnar var samþykkt með fjórum atkvæðum gegn þremur.Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarflokkanna segir að setja þurfi lög um vindorkuver ásamt því að vinna með sveitarfélögum leiðbeiningar um skipulagsákvarðanir og leyfisveitingar. Dalabyggð Tengdar fréttir Kynntu vindorkuver fyrir heimamönnum Eigendur Storm Orku kynntu hugmyndir um vindorkuver fyrir heimamönnum í Dalabyggð í gærkvöldi 1. febrúar 2018 19:15 Nýting vindorku er nýtt viðfangsefni í skipulagsgerð hér á landi Starfshópur á vegum umhverfisráðherra vinnur að því að greina hvort fjallað sé með nægjanlegum hætti um vindorkuver í lögum og reglugerðum 23. janúar 2018 18:45 Undirrituðu viljayfirlýsingu um vindorkuver áður en umhverfis- og skipulagsnefnd hafði tekið afstöðu Áform uppi um að reisa þrjátíu til fjörutíu vindmyllur í Dalabyggð, sem geta hver og ein verið allt af 180 metra há 23. janúar 2018 18:45 Langt í að raforkuframleiðsla með vindorku geti hafist í Dölum Húsfyllir var á íbúafundi í Dalabyggð þar sem sveitarstjórn kynnti áform um uppbyggingu vindorkuvers, níu kílómetra utan við Búðardal. 1. febrúar 2018 14:30 Húsfyllir í Dalabúð vegna íbúafundar um vindorkuver Fjárfestar skoða nú kosti þess að byggja upp vindorkuvirkjanir í Dölum. Um milljarða fjárfestingu er að ræða en uppbyggingin hefur lítið sem ekkert verið kynnt íbúum. 31. janúar 2018 20:45 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Meirihluti sveitarstjórnar Dalabyggðar hefur samþykkt að veita fyrirtækinu Storm orku ehf. stöðuleyfi til þess að reista þrjú rannsóknarmöstur í landi Hróðnýjarstaða þar sem meta á kosti þess að byggja upp vindorkuver. Starfshópur á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins vinnur að regluverki um vindorkuver.Fréttastofan fjallaði um fyrirhugað vindorkuver Storm orku í landi Hróðnýjarstaða í lok janúar en þá kvörtuðu íbúar undan því á áformin hefðu lítið sem ekkert verið kynnt heimamönnum.Á opnum íbúafundi sem haldinn var í febrúar gerðu sveitarstjórn og eigendur fyrirtækisins íbúum grein fyrir fyrirætlunum sínum en þær gera ráð fyrir vindorkuveri á um sex hundruð hektara svæði þar sem hægt yrði að reisa allt að fjörutíu vindmyllur sem myndu skila af sér að að 130 MW. Sveitarstjórnin hafði áður verið harðlega gagnrýnd fyrir að hafa skrifað undir viljayfirlýsingu við fyrirtækið áður en umhverfis- og skipulagsnefnd sveitarfélagsins gat tekið afstöðu til málsins vegna skorts á upplýsingum.Í byrjun júlí var óskað eftir því að reisa þrjú möstur í landi Hróðnýjarstaða sem eiga að rannsaka mögulega vindorkuframleiðslu og tók umhverfis og skipulagsnefnd sveitarfélagsins jákvætt í erindið en kallaði aftur eftir betri gögnum. Á sama tíma var lögð fram skýrsla verkfræðistofunnar Eflu , „Vindorka í Dalabyggð“, fram fyrir nefndina en skýrslan var unnin að beiðni Dalabyggðar en með henni vildi sveitarfélagið taka saman viðmið og almennar leiðbeiningar til að nota við stefnumótun vegna nýtingar vindorku innan sveitarfélagsins. Skýrslan var gerð í tengslum við fyrirhugaða endurskoðun aðalskipulags og verður nýtt sem stefnumótun fyrir mögulega nýtingu vindorku í aðalskipulaginu. Nokkrum dögum síðar samþykkti svona sveitarstjórn að þrjú möstur verði reist á landinu en leyfið er veit til tveggja ára. Eigendur Storm orku mega hins vegar ekki ráðast í framkvæmdir fyrr en nákvæm kort með staðsetningum vegslóða og staðsetningum mastra liggja fyrir hjá byggingafulltrúa sem gefur úr leyfi. Þessi tillaga sveitarstjórnarinnar var samþykkt með fjórum atkvæðum gegn þremur.Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarflokkanna segir að setja þurfi lög um vindorkuver ásamt því að vinna með sveitarfélögum leiðbeiningar um skipulagsákvarðanir og leyfisveitingar.
Dalabyggð Tengdar fréttir Kynntu vindorkuver fyrir heimamönnum Eigendur Storm Orku kynntu hugmyndir um vindorkuver fyrir heimamönnum í Dalabyggð í gærkvöldi 1. febrúar 2018 19:15 Nýting vindorku er nýtt viðfangsefni í skipulagsgerð hér á landi Starfshópur á vegum umhverfisráðherra vinnur að því að greina hvort fjallað sé með nægjanlegum hætti um vindorkuver í lögum og reglugerðum 23. janúar 2018 18:45 Undirrituðu viljayfirlýsingu um vindorkuver áður en umhverfis- og skipulagsnefnd hafði tekið afstöðu Áform uppi um að reisa þrjátíu til fjörutíu vindmyllur í Dalabyggð, sem geta hver og ein verið allt af 180 metra há 23. janúar 2018 18:45 Langt í að raforkuframleiðsla með vindorku geti hafist í Dölum Húsfyllir var á íbúafundi í Dalabyggð þar sem sveitarstjórn kynnti áform um uppbyggingu vindorkuvers, níu kílómetra utan við Búðardal. 1. febrúar 2018 14:30 Húsfyllir í Dalabúð vegna íbúafundar um vindorkuver Fjárfestar skoða nú kosti þess að byggja upp vindorkuvirkjanir í Dölum. Um milljarða fjárfestingu er að ræða en uppbyggingin hefur lítið sem ekkert verið kynnt íbúum. 31. janúar 2018 20:45 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Kynntu vindorkuver fyrir heimamönnum Eigendur Storm Orku kynntu hugmyndir um vindorkuver fyrir heimamönnum í Dalabyggð í gærkvöldi 1. febrúar 2018 19:15
Nýting vindorku er nýtt viðfangsefni í skipulagsgerð hér á landi Starfshópur á vegum umhverfisráðherra vinnur að því að greina hvort fjallað sé með nægjanlegum hætti um vindorkuver í lögum og reglugerðum 23. janúar 2018 18:45
Undirrituðu viljayfirlýsingu um vindorkuver áður en umhverfis- og skipulagsnefnd hafði tekið afstöðu Áform uppi um að reisa þrjátíu til fjörutíu vindmyllur í Dalabyggð, sem geta hver og ein verið allt af 180 metra há 23. janúar 2018 18:45
Langt í að raforkuframleiðsla með vindorku geti hafist í Dölum Húsfyllir var á íbúafundi í Dalabyggð þar sem sveitarstjórn kynnti áform um uppbyggingu vindorkuvers, níu kílómetra utan við Búðardal. 1. febrúar 2018 14:30
Húsfyllir í Dalabúð vegna íbúafundar um vindorkuver Fjárfestar skoða nú kosti þess að byggja upp vindorkuvirkjanir í Dölum. Um milljarða fjárfestingu er að ræða en uppbyggingin hefur lítið sem ekkert verið kynnt íbúum. 31. janúar 2018 20:45