Lungu borgarinnar Hildur Björnsdóttir skrifar 20. júlí 2018 07:00 Þéttbýlismyndun hefur vaxið á undanliðnum áratugum. Afgerandi meirihluti Evrópubúa er nú búsettur í borgum. Búsetu í þéttu borgarumhverfi fylgja fjölmargir kostir, en búsetan takmarkar gjarnan beinan aðgang að óspilltri náttúru. Hún veldur áreiti með aukinni hljóð- og loftmengun. Það er því hverjum þéttbýlingi nauðsynlegt að eiga greiðan aðgang að grænum svæðum. Þannig má stuðla að bættri andlegri og líkamlegri heilsu en ekki síður bættum loftgæðum. Þetta hefur alþjóðaheilbrigðisstofnunin staðfest. Með hliðsjón af mannfjöldaspám og sífellt þéttari byggð verður hlutverk grænna svæða í borgarlandinu enn veigameira. Það vöknuðu því réttmætar áhyggjur þegar tillögur að deiliskipulagi við Elliðaárnar voru nýverið kynntar í skipulagsráði. Þar urðu ljós þau áform meirihluta borgarstjórnar að hefja umfangsmikla uppbyggingu mannvirkja – og lagningu hátt í 350 bílastæða – á grænu svæði við Elliðaárnar. Í gærdag bárust svo fregnir af lagningu nýrra hitaveitustokka undir Elliðaánum. Framkvæmdin mun óhjákvæmilega leiða af sér mikið umhverfisrask og hafa í för með sér neikvæð áhrif á viðkvæmt lífríki dalsins. Þar bættist grátt ofan á svart. Fjölmargar erlendar borgir hafa staðið frammi fyrir sama freistnivanda – að hefja húsnæðisuppbyggingu á opnum grænum svæðum. Um tíma voru uppi hugmyndir um uppbyggingu húsnæðis í Central Park. Þær tillögur hlutu ekki brautargengi. Sem betur fer. Það er hættulegt að stíga fyrsta skrefið. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn telja rétt að horfið verði frá áformum um uppbyggingu við Elliðaárnar. Við leggjum til að Elliðaárdalurinn og nærliggjandi svæði verði friðlýst eftir ákvæðum náttúruverndarlaga. Núverandi staða Elliðaárdals í skipulagi kemur hvorki í veg fyrir uppbyggingu húsnæðis né lagningu bílastæða í námunda við Elliðaárnar. Þessu þarf að breyta. Stöndum vörð um viðkvæmt lífríki Elliðaárdalsins. Gætum að grænum svæðum í borgarlandinu. Vinnum að bættum loftgæðum og gróðursetjum fleiri tré. Tryggjum að uppbygging svæðanna snúi eingöngu að bættri aðstöðu til útivistar og afþreyingar. Stöndum vörð um veigamikið hlutverk Elliðaárdalsins – og annarra grænna svæða – þau eru lungu borgarinnar.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Hildur Björnsdóttir Mest lesið Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Þéttbýlismyndun hefur vaxið á undanliðnum áratugum. Afgerandi meirihluti Evrópubúa er nú búsettur í borgum. Búsetu í þéttu borgarumhverfi fylgja fjölmargir kostir, en búsetan takmarkar gjarnan beinan aðgang að óspilltri náttúru. Hún veldur áreiti með aukinni hljóð- og loftmengun. Það er því hverjum þéttbýlingi nauðsynlegt að eiga greiðan aðgang að grænum svæðum. Þannig má stuðla að bættri andlegri og líkamlegri heilsu en ekki síður bættum loftgæðum. Þetta hefur alþjóðaheilbrigðisstofnunin staðfest. Með hliðsjón af mannfjöldaspám og sífellt þéttari byggð verður hlutverk grænna svæða í borgarlandinu enn veigameira. Það vöknuðu því réttmætar áhyggjur þegar tillögur að deiliskipulagi við Elliðaárnar voru nýverið kynntar í skipulagsráði. Þar urðu ljós þau áform meirihluta borgarstjórnar að hefja umfangsmikla uppbyggingu mannvirkja – og lagningu hátt í 350 bílastæða – á grænu svæði við Elliðaárnar. Í gærdag bárust svo fregnir af lagningu nýrra hitaveitustokka undir Elliðaánum. Framkvæmdin mun óhjákvæmilega leiða af sér mikið umhverfisrask og hafa í för með sér neikvæð áhrif á viðkvæmt lífríki dalsins. Þar bættist grátt ofan á svart. Fjölmargar erlendar borgir hafa staðið frammi fyrir sama freistnivanda – að hefja húsnæðisuppbyggingu á opnum grænum svæðum. Um tíma voru uppi hugmyndir um uppbyggingu húsnæðis í Central Park. Þær tillögur hlutu ekki brautargengi. Sem betur fer. Það er hættulegt að stíga fyrsta skrefið. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn telja rétt að horfið verði frá áformum um uppbyggingu við Elliðaárnar. Við leggjum til að Elliðaárdalurinn og nærliggjandi svæði verði friðlýst eftir ákvæðum náttúruverndarlaga. Núverandi staða Elliðaárdals í skipulagi kemur hvorki í veg fyrir uppbyggingu húsnæðis né lagningu bílastæða í námunda við Elliðaárnar. Þessu þarf að breyta. Stöndum vörð um viðkvæmt lífríki Elliðaárdalsins. Gætum að grænum svæðum í borgarlandinu. Vinnum að bættum loftgæðum og gróðursetjum fleiri tré. Tryggjum að uppbygging svæðanna snúi eingöngu að bættri aðstöðu til útivistar og afþreyingar. Stöndum vörð um veigamikið hlutverk Elliðaárdalsins – og annarra grænna svæða – þau eru lungu borgarinnar.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar