Fella niður handtökuskipanir á hendur Katalónunum fimm Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. júlí 2018 06:00 Aðskilnaðarsinnar í Katalóníu hafa ekki gleymt sínu fólki og krefjast þess daglega að ákærur verði felldar niður og fangar leystir úr haldi. Þeir gátu þó fagnað ákvörðuninni sem tekin var í gær. Vísir/Afp Hæstiréttur Spánar felldi í gær niður evrópskar handtökuskipanir á hendur Carles Puigdemont, fyrrverandi forseta katalónsku héraðsstjórnarinnar, og fjórum ráðherrum héraðsstjórnar Puigdemonts. Ákvörðunin var tekin eftir að Þjóðverjar neituðu að framselja Puidgemont. Puigdemont og ráðherrarnir fyrrverandi eiga yfir höfði sér ákæru fyrir uppreisn gegn spænska ríkinu vegna sjálfstæðisyfirlýsingar á síðasta ári og ólöglegra kosninga um sjálfstæði Katalóníu. Þótt handtökuskipanirnar hafi verið felldar niður eru ákærurnar enn í gildi. Þegar ákærurnar voru gefnar út voru Katalónarnir flúnir til Brussel, höfuðborgar Belgíu. Þar eru þrír ráðherrar enn. Puigdemont er sjálfur í Þýskalandi en hann var handtekinn þar er hann kom yfir landamærin frá Danmörku. Hann var þá á leið aftur til Brussel eftir að hafa fundað með þingmönnum í Finnlandi. Einn ráðherra, Clara Ponsatí, fer fyrir dóm í Skotlandi 30. júlí þar sem tekin verður fyrir framsalskrafa Spánverja. Níu ráðherrar eru þó á Spáni, fóru aldrei til Brussel, þar sem þeir mega dúsa í fangelsi. Ekki hefur þó verið kveðinn upp dómur í máli neins ráðherra. Þrjátíu ára fangelsisvist er við uppreisnarbrotinu sem héraðsstjórnin fyrrverandi er sökuð um. Ákvörðun spænska réttarins sýnir, að mati Reuters, þá erfiðleika sem Spánverjar eiga í við að fá önnur Evrópusambandsríki til þess að aðstoða sig við að ná Katalónunum heim. Pablo Llanera, formaður dómsins í málinu, húðskammaði Þjóðverja fyrir að neita að framselja Puigdemont. Sagði þá ekki taka málið alvarlega og að Þjóðverjar væru að grafa undir valdi hæstaréttar Spánar.Carles Puigdemont tók við embætti heimastjórnar Katalóníu snemma árs 2016.Vísir/AFPAamer Anwar, lögmaður Ponsatí, fagnaði fréttum gærdagsins í samtali við Reuters. „Þetta eru stórkostlegar fréttir fyrir skjólstæðing minn og augljóslega einnig fyrir Puigdemont. En sigurinn er ekki í höfn. Nú er spurning hvort spænsk yfirvöld heimili Puigdemont að koma einfaldlega aftur heim til Katalóníu og lýsa yfir sjálfstæði. Ég efast reyndar um það.“ Sjálfur tísti Puigdemont um ákvörðunina og sagði niðurfellinguna sýna fram á hve málstaður Spánverja væri veikur. Nú væri kjörið tækifæri til að krefjast þess að pólitískir fangar yrðu leystir úr haldi. „Það að leysa fangana úr haldi myndi sýna fram á að spænskir dómstólar væru farnir að starfa eins og aðrir evrópskir dómstólar,“ sagði Puigdemont sem er á leið aftur til Belgíu. Margt hefur þó breyst í spænskum stjórnmálum frá því Puigdemont flúði land. Vantraust var samþykkt á ríkisstjórn Lýðflokksins undir forsæti Marianos Rajoy og við tóku sósíalistar með Pedro Sanchez sem forsætisráðherra. Sanchez fundaði nýlega með eftirmanni Puigdemonts, hinum harða aðskilnaðarsinna Quim Torra. Þykir það sýna þíðu í samskiptum yfirvalda á Spáni og í Katalóníu. Sanchez ítrekar þó að atkvæðagreiðslan um sjálfstæði hafi verið ólögleg og að allar hugsanlegar slíkar atkvæðagreiðslur í framtíðinni verði það sömuleiðis. Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Útlagarnir í mál við dómarann Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnar Katalóníu, og fyrrverandi ráðherrar sem eru með honum á flótta í Brussel undan ákæru spænska ríkissaksóknarans, hafa höfðað mál gegn hæstaréttardómaranum Pablo Llarena. 6. júní 2018 06:00 Puigdemont sleppt úr haldi Verður ekki framseldur vegna uppreisnarákæru en mögulega vegna annarra ákæra. 5. apríl 2018 18:07 Þúsundir mótmæla handtöku Puigdemont Um er að ræða sjálfstæðissinna sem vilja sjálfstæði Katalóníu frá Spáni og heita þau því að handtaka Puigdemont, sem var forseti heimastjórnar héraðsins, muni ekki koma í veg fyrir frelsi héraðsins. 25. mars 2018 22:52 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Sjá meira
Hæstiréttur Spánar felldi í gær niður evrópskar handtökuskipanir á hendur Carles Puigdemont, fyrrverandi forseta katalónsku héraðsstjórnarinnar, og fjórum ráðherrum héraðsstjórnar Puigdemonts. Ákvörðunin var tekin eftir að Þjóðverjar neituðu að framselja Puidgemont. Puigdemont og ráðherrarnir fyrrverandi eiga yfir höfði sér ákæru fyrir uppreisn gegn spænska ríkinu vegna sjálfstæðisyfirlýsingar á síðasta ári og ólöglegra kosninga um sjálfstæði Katalóníu. Þótt handtökuskipanirnar hafi verið felldar niður eru ákærurnar enn í gildi. Þegar ákærurnar voru gefnar út voru Katalónarnir flúnir til Brussel, höfuðborgar Belgíu. Þar eru þrír ráðherrar enn. Puigdemont er sjálfur í Þýskalandi en hann var handtekinn þar er hann kom yfir landamærin frá Danmörku. Hann var þá á leið aftur til Brussel eftir að hafa fundað með þingmönnum í Finnlandi. Einn ráðherra, Clara Ponsatí, fer fyrir dóm í Skotlandi 30. júlí þar sem tekin verður fyrir framsalskrafa Spánverja. Níu ráðherrar eru þó á Spáni, fóru aldrei til Brussel, þar sem þeir mega dúsa í fangelsi. Ekki hefur þó verið kveðinn upp dómur í máli neins ráðherra. Þrjátíu ára fangelsisvist er við uppreisnarbrotinu sem héraðsstjórnin fyrrverandi er sökuð um. Ákvörðun spænska réttarins sýnir, að mati Reuters, þá erfiðleika sem Spánverjar eiga í við að fá önnur Evrópusambandsríki til þess að aðstoða sig við að ná Katalónunum heim. Pablo Llanera, formaður dómsins í málinu, húðskammaði Þjóðverja fyrir að neita að framselja Puigdemont. Sagði þá ekki taka málið alvarlega og að Þjóðverjar væru að grafa undir valdi hæstaréttar Spánar.Carles Puigdemont tók við embætti heimastjórnar Katalóníu snemma árs 2016.Vísir/AFPAamer Anwar, lögmaður Ponsatí, fagnaði fréttum gærdagsins í samtali við Reuters. „Þetta eru stórkostlegar fréttir fyrir skjólstæðing minn og augljóslega einnig fyrir Puigdemont. En sigurinn er ekki í höfn. Nú er spurning hvort spænsk yfirvöld heimili Puigdemont að koma einfaldlega aftur heim til Katalóníu og lýsa yfir sjálfstæði. Ég efast reyndar um það.“ Sjálfur tísti Puigdemont um ákvörðunina og sagði niðurfellinguna sýna fram á hve málstaður Spánverja væri veikur. Nú væri kjörið tækifæri til að krefjast þess að pólitískir fangar yrðu leystir úr haldi. „Það að leysa fangana úr haldi myndi sýna fram á að spænskir dómstólar væru farnir að starfa eins og aðrir evrópskir dómstólar,“ sagði Puigdemont sem er á leið aftur til Belgíu. Margt hefur þó breyst í spænskum stjórnmálum frá því Puigdemont flúði land. Vantraust var samþykkt á ríkisstjórn Lýðflokksins undir forsæti Marianos Rajoy og við tóku sósíalistar með Pedro Sanchez sem forsætisráðherra. Sanchez fundaði nýlega með eftirmanni Puigdemonts, hinum harða aðskilnaðarsinna Quim Torra. Þykir það sýna þíðu í samskiptum yfirvalda á Spáni og í Katalóníu. Sanchez ítrekar þó að atkvæðagreiðslan um sjálfstæði hafi verið ólögleg og að allar hugsanlegar slíkar atkvæðagreiðslur í framtíðinni verði það sömuleiðis.
Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Útlagarnir í mál við dómarann Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnar Katalóníu, og fyrrverandi ráðherrar sem eru með honum á flótta í Brussel undan ákæru spænska ríkissaksóknarans, hafa höfðað mál gegn hæstaréttardómaranum Pablo Llarena. 6. júní 2018 06:00 Puigdemont sleppt úr haldi Verður ekki framseldur vegna uppreisnarákæru en mögulega vegna annarra ákæra. 5. apríl 2018 18:07 Þúsundir mótmæla handtöku Puigdemont Um er að ræða sjálfstæðissinna sem vilja sjálfstæði Katalóníu frá Spáni og heita þau því að handtaka Puigdemont, sem var forseti heimastjórnar héraðsins, muni ekki koma í veg fyrir frelsi héraðsins. 25. mars 2018 22:52 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Sjá meira
Útlagarnir í mál við dómarann Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnar Katalóníu, og fyrrverandi ráðherrar sem eru með honum á flótta í Brussel undan ákæru spænska ríkissaksóknarans, hafa höfðað mál gegn hæstaréttardómaranum Pablo Llarena. 6. júní 2018 06:00
Puigdemont sleppt úr haldi Verður ekki framseldur vegna uppreisnarákæru en mögulega vegna annarra ákæra. 5. apríl 2018 18:07
Þúsundir mótmæla handtöku Puigdemont Um er að ræða sjálfstæðissinna sem vilja sjálfstæði Katalóníu frá Spáni og heita þau því að handtaka Puigdemont, sem var forseti heimastjórnar héraðsins, muni ekki koma í veg fyrir frelsi héraðsins. 25. mars 2018 22:52
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent