Fasteignaverð á ekki heima í mælingunni á verðbólgu Ólafur Margeirsson skrifar 20. júlí 2018 06:00 Húsnæði, þ.e. fasteignum, er, því miður, í daglegu tali ruglað saman við það sem húsnæðið framleiðir, þ.e. (húsa)skjól. Þetta er mjög miður því húsnæðið er eignin sem þarf að vera til staðar til þess að framleiða þjónustuna sem hefur notagildi, þ.e. skjólið.Hví skiptir munurinn máli? Það er mikilvægur munur á þessu þegar kemur að verðbólgumælingu. Á Íslandi er notast m.a. við fasteignaverð, þ.e. eignaverð, til þess að mæla hversu mikill kostnaður fólks er við neysluna á þjónustunni „húsaskjól“. Vandamálið sem það á að leysa að horfa á þróun fasteignaverðs sem hluta af verðbólgu er eftirfarandi: meirihluti Íslendinga framleiða sjálfir húsaskjólið sem þeir neyta með eign sem þeir eiga sjálfir - hvernig mælum við kostnaðinn á þessari neyslu á húsaskjóli? Í Bandaríkjunum hefur málið verið leyst á annan hátt. Þar er horft á leiguverð! Eðlilega, þar sem leiguverð er einmitt verðið á framleiðslunni sem fasteignir gefa af sér, sama hver á þær. Fasteignaverð kemur hvergi nærri verðbólgumælingunni. Til að mæla kostnað vegna húsaskjóls í Bandaríkjunum er fólk sem leigir spurt eftirfarandi spurningar: „Hver er húsaleigan fyrir þitt heimilishald, þ.m.t. gjöld fyrir bílskúr og bílastæði?“ Og fólk sem á húsnæðið sem það býr í fær þessa spurningu: „Ef einhver myndi leigja húsnæðið þitt í dag, hversu mikið heldurðu að þú gætir leigt það á á mánuði án húsgagna, rafmagns og hita?“ Svona er málið leyst í Bandaríkjunum: eigendur fasteigna sem búa í þeim sjálfir eru spurðir að því hversu há leigan væri með húsnæðið ef þeir byggju ekki í því sjálfir. Einfalt!Eignaverð er ekki kostnaður vegna neyslu Húsnæði, á sama hátt og verksmiðja framleiðir t.d. osta, er að gefa af sér (lífsnauðsynlega) þjónustu sem við þurfum öll á að halda, þ.e. húsaskjól. Húsnæði, líkt og ostaverksmiðja, er eign – nánar tiltekið framleiðslufjármagn. Þú neytir ekki ostaverksmiðjunnar og þú neytir ekki heldur húsnæðisins heldur eru þessar eignir að framleiða vörur (fæðu) og þjónustu (húsaskjól) sem þú svo neytir. Þess vegna er íbúðafjárfesting hluti af fjárfestingu í hagkerfinu: fjárfesting, t.d. bygging verksmiðju eða íbúðablokkar, býr ekki til neysluvörur heldur framleiðslufjármagn. Fræðilega á vísitala neysluverðs, sem er grundvöllur verðbólgumælinga, ekki að hafa neitt með eignaverð að gera. Vísitala neysluverðs, eins og Seðlabankinn orðar það sjálfur, "mælir meðalverð vöru og þjónustu á markaði." Meðalverð eigna á ekki að vera meðtalið. Eftir sem áður er eignaverð fasteigna tekið með á Íslandi. Greidd húsaleiga fyrir þjónustuna "skjól", svipað og að greiða fyrir ost, er allt annað mál en að greiða fyrir eignina "fasteign", sem er svipað og að kaupa ostaverksmiðju. Hið fyrra viðkemur neysluverði, hið síðara eignaverði. Og, samkvæmt skilgreiningu Seðlabankans sjálfs hér að ofan, á eignaverð ekki að vera hluti af neysluverðsvísitölunni. Að lokum langar mig til að vitna í skrifstofu vinnumarkaðsgagna (e. Bureau of Labor Statistics) í Bandaríkjunum:„Húsaskjól, þ.e. þjónustan sem fasteignir veita þeim sem í þeim búa, er stór hluti af vörukörfu vísitölu neysluverðs – þ.e. þær vörur og þjónusta sem fólk þarf á að halda til daglegs lífs… Fasteignir eru ekki hluti af vörukörfunni. Líkt og flestar aðrar hagstærðir lítur vísitala neysluverðs á húsnæði sem framleiðslu- eða fjárfestingarfjármagn en ekki sem neysluvöru. Eyðsla til kaupa og endurbóta á fasteignum er fjárfesting en ekki neysla. Húsaskjól, þ.e. þjónustan sem fasteignir búa til, er neyslan sem skiptir máli fyrir vísitölu neysluverðs.“Þess vegna, gott fólk, á fasteignaverð ekki að vera hluti af vísitölu neysluverðs á Íslandi. Lagfærum nú verðbólgumælinguna á Íslandi með þetta í huga: markaðsverð fasteigna á ekki heima í mælingunni á verðbólgu.Höfundur er hagfræðingur. Ítarlegri umfjöllun má finna á patreon.com/olafurmargeirsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Efnahagsmál Húsnæðismál Ólafur Margeirsson Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Húsnæði, þ.e. fasteignum, er, því miður, í daglegu tali ruglað saman við það sem húsnæðið framleiðir, þ.e. (húsa)skjól. Þetta er mjög miður því húsnæðið er eignin sem þarf að vera til staðar til þess að framleiða þjónustuna sem hefur notagildi, þ.e. skjólið.Hví skiptir munurinn máli? Það er mikilvægur munur á þessu þegar kemur að verðbólgumælingu. Á Íslandi er notast m.a. við fasteignaverð, þ.e. eignaverð, til þess að mæla hversu mikill kostnaður fólks er við neysluna á þjónustunni „húsaskjól“. Vandamálið sem það á að leysa að horfa á þróun fasteignaverðs sem hluta af verðbólgu er eftirfarandi: meirihluti Íslendinga framleiða sjálfir húsaskjólið sem þeir neyta með eign sem þeir eiga sjálfir - hvernig mælum við kostnaðinn á þessari neyslu á húsaskjóli? Í Bandaríkjunum hefur málið verið leyst á annan hátt. Þar er horft á leiguverð! Eðlilega, þar sem leiguverð er einmitt verðið á framleiðslunni sem fasteignir gefa af sér, sama hver á þær. Fasteignaverð kemur hvergi nærri verðbólgumælingunni. Til að mæla kostnað vegna húsaskjóls í Bandaríkjunum er fólk sem leigir spurt eftirfarandi spurningar: „Hver er húsaleigan fyrir þitt heimilishald, þ.m.t. gjöld fyrir bílskúr og bílastæði?“ Og fólk sem á húsnæðið sem það býr í fær þessa spurningu: „Ef einhver myndi leigja húsnæðið þitt í dag, hversu mikið heldurðu að þú gætir leigt það á á mánuði án húsgagna, rafmagns og hita?“ Svona er málið leyst í Bandaríkjunum: eigendur fasteigna sem búa í þeim sjálfir eru spurðir að því hversu há leigan væri með húsnæðið ef þeir byggju ekki í því sjálfir. Einfalt!Eignaverð er ekki kostnaður vegna neyslu Húsnæði, á sama hátt og verksmiðja framleiðir t.d. osta, er að gefa af sér (lífsnauðsynlega) þjónustu sem við þurfum öll á að halda, þ.e. húsaskjól. Húsnæði, líkt og ostaverksmiðja, er eign – nánar tiltekið framleiðslufjármagn. Þú neytir ekki ostaverksmiðjunnar og þú neytir ekki heldur húsnæðisins heldur eru þessar eignir að framleiða vörur (fæðu) og þjónustu (húsaskjól) sem þú svo neytir. Þess vegna er íbúðafjárfesting hluti af fjárfestingu í hagkerfinu: fjárfesting, t.d. bygging verksmiðju eða íbúðablokkar, býr ekki til neysluvörur heldur framleiðslufjármagn. Fræðilega á vísitala neysluverðs, sem er grundvöllur verðbólgumælinga, ekki að hafa neitt með eignaverð að gera. Vísitala neysluverðs, eins og Seðlabankinn orðar það sjálfur, "mælir meðalverð vöru og þjónustu á markaði." Meðalverð eigna á ekki að vera meðtalið. Eftir sem áður er eignaverð fasteigna tekið með á Íslandi. Greidd húsaleiga fyrir þjónustuna "skjól", svipað og að greiða fyrir ost, er allt annað mál en að greiða fyrir eignina "fasteign", sem er svipað og að kaupa ostaverksmiðju. Hið fyrra viðkemur neysluverði, hið síðara eignaverði. Og, samkvæmt skilgreiningu Seðlabankans sjálfs hér að ofan, á eignaverð ekki að vera hluti af neysluverðsvísitölunni. Að lokum langar mig til að vitna í skrifstofu vinnumarkaðsgagna (e. Bureau of Labor Statistics) í Bandaríkjunum:„Húsaskjól, þ.e. þjónustan sem fasteignir veita þeim sem í þeim búa, er stór hluti af vörukörfu vísitölu neysluverðs – þ.e. þær vörur og þjónusta sem fólk þarf á að halda til daglegs lífs… Fasteignir eru ekki hluti af vörukörfunni. Líkt og flestar aðrar hagstærðir lítur vísitala neysluverðs á húsnæði sem framleiðslu- eða fjárfestingarfjármagn en ekki sem neysluvöru. Eyðsla til kaupa og endurbóta á fasteignum er fjárfesting en ekki neysla. Húsaskjól, þ.e. þjónustan sem fasteignir búa til, er neyslan sem skiptir máli fyrir vísitölu neysluverðs.“Þess vegna, gott fólk, á fasteignaverð ekki að vera hluti af vísitölu neysluverðs á Íslandi. Lagfærum nú verðbólgumælinguna á Íslandi með þetta í huga: markaðsverð fasteigna á ekki heima í mælingunni á verðbólgu.Höfundur er hagfræðingur. Ítarlegri umfjöllun má finna á patreon.com/olafurmargeirsson
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun