Vill flytja inn eistnesk timburhús til bjargar heimilislausum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. júlí 2018 11:09 Kolbrún Baldursdóttir telur að skoða eigi af fullri alvöru að flytja inn eistnesk timburhús. Vísir/Vilhelm Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, vill að skoðað verði af alvöru að auka framboð húsnæðis í Reykjavík með því að flytja inn ódýr og nett timburhús frá Eistlandi. Kolbrún lagði þetta til fyrir hönd flokksins á fundi borgarráðs í gær. Á dögunum fékk Reykjavíkurborg bágt fyrir í áliti umboðsmanns Alþingis á dögunum sem skoðaði úrræði fyrir heimilislausa í borginni. „Heimilislausir hafa verið afgangsstærð borgarinnar árum saman. Heimilislausir eru fjölbreyttur hópur af öllum kynjum, á ólíkum aldri, einstaklingar, öryrkjar, barnafjölskyldur, einstæðir foreldrar og eldri borgarar. Að vera heimilislaus merkir að hafa ekki aðgang að húsnæði að staðaldri á sama stað þar sem viðkomandi getur kallað sitt heimili. Jafnframt þurfa að vera til úrræði fyrir utangarðsfólk s.s. fjölgun smáhýsa og þeir sem óska eftir að búa í húsbílum sínum þurfa framtíðarsvæði nálægt grunnþjónustu,“ segir í bókun við almenna umræðu um málið á fundinum í gær. „Óhætt er að fullyrða að það ríkir ófremdarástand í þessum málum í borginni, sérstaklega þegar kemur að húsnæði fyrir efnaminna og fátækt fólk. Það er verið að byggja í borginni, fasteignir sem í flestum tilfellum verða seldar fyrir upphæðir sem þessum hópum er fyrirmunað að ráða við að greiða. Félagslega íbúðakerfið er í molum í Reykjavík. Á biðlista bíða hundruð fjölskyldna eftir félagslegu húsnæði og mörg dæmi eru um að húsnæði á vegum Félagsbústaða sé ekki viðhaldið sem skyldi.“Kosti fullbúin 16 milljónir króna Kolbrún segir það mat Flokks fólksins að hægt sé að fara ólíkar leiðir í að auka framboð húsnæðis til að gera húsnæðismarkaðinn heilbrigðari. Nefnir hún sem dæmi að í viðtali við verkefnastjóra Kalkþörungaverksmiðju á Bíldudal á RÚV greindi hann frá innfluttum 50 fermetra timburhúsum frá Eistlandi, sem fullbúin kosta 16 milljónir. Leggur Flokkur fólksins til að borgin bregðist við viðvarandi og vaxandi vanda heimilislausra að flytja inn timburhús frá Eistlandi sambærileg þeim sem flutt voru inn á Bíldudal. Með að það markmiði að gefa þeim einstaklingum og fjölskyldum sem búið hafa við viðvarandi óstöðugleika í húsnæðismálum tækifæri til að eignast heimili. „Eins og vitað er hefur lóðarverð í borginni verið hátt og einnig byggingarkostnaður. Leiguverð er jafnframt gríðarhátt og nánast útilokað að lægst launuðu einstaklingarnir og fjölskyldurnar geti verið á leigumarkaði. Grípa þarf til tilfjölbreyttra aðgerða til að mæta þessum mikla húsnæðisvanda sem þessi hópur hefur verið settur í ef vandinn á ekki að taka á sig enn alvarlegri myndir með tilheyrandi afleiðingum. Sérstakar áhyggur eru af börnunum í þeim fjölskyldum sem hafa verið á vergangi kannski árum saman. Með tillögunni um að flytja inn timburhús frá Eistlandi er verið að tala um að reisa húsnæði sem efnaminna fólk hefur ráð á að leigja eða kaupa án þess að skuldsetja sig langt umfram greiðslugetu,“ segir í greinargerð sem fylgir bókuninni. Húsnæðismál Tengdar fréttir Sveitarfélög tryggi heimilislausu fólki ekki fullnægjandi aðstoð 12. júlí 2018 19:30 Vigdís boðar langan fund og segir borgarstjóra flúinn í sumarfrí Dagur B. Eggertsson verður ekki til svara á fundi borgarráðs í dag þar sem hann mun vera farinn í sumarfrí. 19. júlí 2018 12:22 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Mátti minnstu muna að harkalegur árekstur yrði í Þrengslum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Sjá meira
Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, vill að skoðað verði af alvöru að auka framboð húsnæðis í Reykjavík með því að flytja inn ódýr og nett timburhús frá Eistlandi. Kolbrún lagði þetta til fyrir hönd flokksins á fundi borgarráðs í gær. Á dögunum fékk Reykjavíkurborg bágt fyrir í áliti umboðsmanns Alþingis á dögunum sem skoðaði úrræði fyrir heimilislausa í borginni. „Heimilislausir hafa verið afgangsstærð borgarinnar árum saman. Heimilislausir eru fjölbreyttur hópur af öllum kynjum, á ólíkum aldri, einstaklingar, öryrkjar, barnafjölskyldur, einstæðir foreldrar og eldri borgarar. Að vera heimilislaus merkir að hafa ekki aðgang að húsnæði að staðaldri á sama stað þar sem viðkomandi getur kallað sitt heimili. Jafnframt þurfa að vera til úrræði fyrir utangarðsfólk s.s. fjölgun smáhýsa og þeir sem óska eftir að búa í húsbílum sínum þurfa framtíðarsvæði nálægt grunnþjónustu,“ segir í bókun við almenna umræðu um málið á fundinum í gær. „Óhætt er að fullyrða að það ríkir ófremdarástand í þessum málum í borginni, sérstaklega þegar kemur að húsnæði fyrir efnaminna og fátækt fólk. Það er verið að byggja í borginni, fasteignir sem í flestum tilfellum verða seldar fyrir upphæðir sem þessum hópum er fyrirmunað að ráða við að greiða. Félagslega íbúðakerfið er í molum í Reykjavík. Á biðlista bíða hundruð fjölskyldna eftir félagslegu húsnæði og mörg dæmi eru um að húsnæði á vegum Félagsbústaða sé ekki viðhaldið sem skyldi.“Kosti fullbúin 16 milljónir króna Kolbrún segir það mat Flokks fólksins að hægt sé að fara ólíkar leiðir í að auka framboð húsnæðis til að gera húsnæðismarkaðinn heilbrigðari. Nefnir hún sem dæmi að í viðtali við verkefnastjóra Kalkþörungaverksmiðju á Bíldudal á RÚV greindi hann frá innfluttum 50 fermetra timburhúsum frá Eistlandi, sem fullbúin kosta 16 milljónir. Leggur Flokkur fólksins til að borgin bregðist við viðvarandi og vaxandi vanda heimilislausra að flytja inn timburhús frá Eistlandi sambærileg þeim sem flutt voru inn á Bíldudal. Með að það markmiði að gefa þeim einstaklingum og fjölskyldum sem búið hafa við viðvarandi óstöðugleika í húsnæðismálum tækifæri til að eignast heimili. „Eins og vitað er hefur lóðarverð í borginni verið hátt og einnig byggingarkostnaður. Leiguverð er jafnframt gríðarhátt og nánast útilokað að lægst launuðu einstaklingarnir og fjölskyldurnar geti verið á leigumarkaði. Grípa þarf til tilfjölbreyttra aðgerða til að mæta þessum mikla húsnæðisvanda sem þessi hópur hefur verið settur í ef vandinn á ekki að taka á sig enn alvarlegri myndir með tilheyrandi afleiðingum. Sérstakar áhyggur eru af börnunum í þeim fjölskyldum sem hafa verið á vergangi kannski árum saman. Með tillögunni um að flytja inn timburhús frá Eistlandi er verið að tala um að reisa húsnæði sem efnaminna fólk hefur ráð á að leigja eða kaupa án þess að skuldsetja sig langt umfram greiðslugetu,“ segir í greinargerð sem fylgir bókuninni.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Sveitarfélög tryggi heimilislausu fólki ekki fullnægjandi aðstoð 12. júlí 2018 19:30 Vigdís boðar langan fund og segir borgarstjóra flúinn í sumarfrí Dagur B. Eggertsson verður ekki til svara á fundi borgarráðs í dag þar sem hann mun vera farinn í sumarfrí. 19. júlí 2018 12:22 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Mátti minnstu muna að harkalegur árekstur yrði í Þrengslum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Sjá meira
Vigdís boðar langan fund og segir borgarstjóra flúinn í sumarfrí Dagur B. Eggertsson verður ekki til svara á fundi borgarráðs í dag þar sem hann mun vera farinn í sumarfrí. 19. júlí 2018 12:22