Sú skömm mun lifa með yður lengi er þér reynduð að knésetja ljósmæður Þorleifur Kr. Níelsson skrifar 20. júlí 2018 12:11 Ákall frá fjölskyldu ljósmóðurUndirritaður er eiginmaður ljósmóður. Þessi pistill er ákall frá fjölskyldu ljósmóður. Við höfum ekki heyrt mikið frá fólkinu sem stendur á bakvið ljósmæður en það er ljóst að þetta er hópur sem hefur áhyggjur og fylgist náið með og vonar að kjaradeila ljósmæðra við ríkið leysist hið snarasta. Þann 19. júlí sl. sagði kona undirritaðs upp vinnu sinni sem ljósmóðir á Sjúkrahúsinu á Akureyri vegna óánægju með starfskjör og það hversu illa gengur að semja um kaup og kjör við ríkisvaldið. Vegna skorts á sérfræðistöðum á landsbyggðinni, hafa ljósmæður hingað til, veigrað sér við að segja þar upp störfum. Nú er hins vegar svo komið í þessari ömurlegu deilu, að einnig þær sjá ekki annan kost í stöðunni, en að segja upp störfum. Þær láta ekki bjóða sér þessa lítilsvirðingu lengur og ekki er ólíklegt að uppsögnum fjölgi á næstunni úti á landi.Kjarabarátta ljósmæðra orðin að margslungnu máli Segja má að ljósmæður og ríkið séu í viðskiptastríði. Eins og fram hefur komið undanfarið vinnur enginn slíkt stríð. Allir tapa á endanum. Það er það sem er að gerast í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins. Allir eru að tapa. Samninganefnd ríkisins hefur dregið ljósmæður á asnaeyrum í 10 mánuði. Þessu samningaferli verður eflaust gert skil síðar og það verður forvitnilegt. Hafa ber í huga að hroki, fyrirlitning og fordómar hafa aldrei leitt til góðrar niðurstöðu. Undirritaður hefur dáðst að ljósmæðrum og samstöðu þeirra. Nú þegar deilan virðist vera í rembihnút þá standa ljósmæður saman allar sem ein með formann kjaranefndar þeirra í fararbroddi. Samningatækni samninganefndar ríkisins er að lenda á þéttum ljósmæðravegg sem ekki brotnar svo létt. Ljósmæður virðast styrkjast við hverja raun. Kjaraviðræður ljósmæðra við ríkið, eru að mati undirritaðs, orðnar að mjög langvinnu, margslungnu og pólitísku máli sem snýst um svo miklu meira en kaup og kjör. Þetta mál snýst orðið um það hvaða gildi íslenskt þjóðfélag vill hafa í sínu samfélagi, hvernig viljum við meta mikilvægi starfa og menntunar. Þetta er orðið að kynja- og jafnréttismáli og ekki síst miklu réttlætismáli. Ljósmæður sem ennþá eiga inni ógreidd laun fyrir unna vinnu í verkfalli sínu árið 2015, þrátt fyrir að hafa unnið dómsmál um óréttmæti þess, eru eðlilega reiðar. Nú er beðið dóms Hæstaréttar. Þetta sár er ennþá galopið innan ljósmæðrastéttarinnar.Dæmisaga frá Akureyri Árið 2008 bjuggum við hjónin í Reykjavík og áttum von á okkar fyrsta barni. Við fluttum til Akureyrar um vorið til að vera nær okkar sterkasta stuðningsneti. Þegar við fluttum norður þá datt okkur ekki annað í hug en að konan fengi vinnu sem ljósmóðir á Sjúkrahúsinu á Akureyri eða í það minnsta sem hjúkrunarfræðingur að loknu fæðingarorlofi. Um haustið varð fjármálahrunið og þegar til kom var enga vinnu að fá við hæfi á Akureyri. Niðurskurður og ráðningarbönn blöstu við. Konan minnkaði starfshutfall sitt sem ljósmóðir í Reyjavík og flaug suður, á eigin kostnað, þriðju hverju helgi í langar vinnutarnir. Tíminn leið, réttar sagt átta ár. Árið 2016 fékk konan loksins 70% vinnu sem ljósmóðir á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Nú var hátíð í bæ, starfsöryggi var tryggt og hún komin með starf norðan heiða í samræmi við menntun. Síðan gerist það að ljósmæður fara í réttmæta kjarabaráttu en ekkert semst við ríkið. Konan fékk að lokum nóg og sagði upp vinnu sinni sem ljósmóðir á Akureyri, vinnu sem hún ann mjög mikið og beið eftir í átta ár. Þvílíkt og annað eins! Sem eiginmaður ljósmóður þá finnst undirrituðum þetta forkastanleg staða. Stjórnvöld eru að neyða ljósmæður til að segja upp til að þrýsta á réttmæta kjaraleiðréttingu. Að baki hverri ljósmóður sem segir upp er fjölskylda. Þessar fjölskyldur lifa nú í mikilli óvissu um það hvað framtíðin beri í skauti sér. Þetta er óboðleg staða og algjörlega á ábyrgð ríkisstjórnarinnar.Vaknið ríkisstjórn vaknið Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, þetta er að gerast á þinni vakt! Þú hefur endanlegt vald í þessu máli eins og staðan er í dag. Allt tal um annað er marklaust. Hvað hefur breyst hjá ykkur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra? Hvar eru þau gildi og sú stefna sem þið þykist standa fyrir? Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi. Ríkisstjórn þessa lands ætti að fara semja við ljósmæður. Það er spá undirritaðs að líf ríkisstjórnarinnar geti orðið styttra en stefnt var að ef hún fer ekki að hafa forgangsröðun sína í takt við vilja þjóðarinnar. Það er nefnilega þannig að þjóðin stendur með ljósmæðrum og þið starfið í umboði þjóðarinnar. Þorleifur Kr. Níelsson eiginmaður ljósmóður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Ákall frá fjölskyldu ljósmóðurUndirritaður er eiginmaður ljósmóður. Þessi pistill er ákall frá fjölskyldu ljósmóður. Við höfum ekki heyrt mikið frá fólkinu sem stendur á bakvið ljósmæður en það er ljóst að þetta er hópur sem hefur áhyggjur og fylgist náið með og vonar að kjaradeila ljósmæðra við ríkið leysist hið snarasta. Þann 19. júlí sl. sagði kona undirritaðs upp vinnu sinni sem ljósmóðir á Sjúkrahúsinu á Akureyri vegna óánægju með starfskjör og það hversu illa gengur að semja um kaup og kjör við ríkisvaldið. Vegna skorts á sérfræðistöðum á landsbyggðinni, hafa ljósmæður hingað til, veigrað sér við að segja þar upp störfum. Nú er hins vegar svo komið í þessari ömurlegu deilu, að einnig þær sjá ekki annan kost í stöðunni, en að segja upp störfum. Þær láta ekki bjóða sér þessa lítilsvirðingu lengur og ekki er ólíklegt að uppsögnum fjölgi á næstunni úti á landi.Kjarabarátta ljósmæðra orðin að margslungnu máli Segja má að ljósmæður og ríkið séu í viðskiptastríði. Eins og fram hefur komið undanfarið vinnur enginn slíkt stríð. Allir tapa á endanum. Það er það sem er að gerast í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins. Allir eru að tapa. Samninganefnd ríkisins hefur dregið ljósmæður á asnaeyrum í 10 mánuði. Þessu samningaferli verður eflaust gert skil síðar og það verður forvitnilegt. Hafa ber í huga að hroki, fyrirlitning og fordómar hafa aldrei leitt til góðrar niðurstöðu. Undirritaður hefur dáðst að ljósmæðrum og samstöðu þeirra. Nú þegar deilan virðist vera í rembihnút þá standa ljósmæður saman allar sem ein með formann kjaranefndar þeirra í fararbroddi. Samningatækni samninganefndar ríkisins er að lenda á þéttum ljósmæðravegg sem ekki brotnar svo létt. Ljósmæður virðast styrkjast við hverja raun. Kjaraviðræður ljósmæðra við ríkið, eru að mati undirritaðs, orðnar að mjög langvinnu, margslungnu og pólitísku máli sem snýst um svo miklu meira en kaup og kjör. Þetta mál snýst orðið um það hvaða gildi íslenskt þjóðfélag vill hafa í sínu samfélagi, hvernig viljum við meta mikilvægi starfa og menntunar. Þetta er orðið að kynja- og jafnréttismáli og ekki síst miklu réttlætismáli. Ljósmæður sem ennþá eiga inni ógreidd laun fyrir unna vinnu í verkfalli sínu árið 2015, þrátt fyrir að hafa unnið dómsmál um óréttmæti þess, eru eðlilega reiðar. Nú er beðið dóms Hæstaréttar. Þetta sár er ennþá galopið innan ljósmæðrastéttarinnar.Dæmisaga frá Akureyri Árið 2008 bjuggum við hjónin í Reykjavík og áttum von á okkar fyrsta barni. Við fluttum til Akureyrar um vorið til að vera nær okkar sterkasta stuðningsneti. Þegar við fluttum norður þá datt okkur ekki annað í hug en að konan fengi vinnu sem ljósmóðir á Sjúkrahúsinu á Akureyri eða í það minnsta sem hjúkrunarfræðingur að loknu fæðingarorlofi. Um haustið varð fjármálahrunið og þegar til kom var enga vinnu að fá við hæfi á Akureyri. Niðurskurður og ráðningarbönn blöstu við. Konan minnkaði starfshutfall sitt sem ljósmóðir í Reyjavík og flaug suður, á eigin kostnað, þriðju hverju helgi í langar vinnutarnir. Tíminn leið, réttar sagt átta ár. Árið 2016 fékk konan loksins 70% vinnu sem ljósmóðir á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Nú var hátíð í bæ, starfsöryggi var tryggt og hún komin með starf norðan heiða í samræmi við menntun. Síðan gerist það að ljósmæður fara í réttmæta kjarabaráttu en ekkert semst við ríkið. Konan fékk að lokum nóg og sagði upp vinnu sinni sem ljósmóðir á Akureyri, vinnu sem hún ann mjög mikið og beið eftir í átta ár. Þvílíkt og annað eins! Sem eiginmaður ljósmóður þá finnst undirrituðum þetta forkastanleg staða. Stjórnvöld eru að neyða ljósmæður til að segja upp til að þrýsta á réttmæta kjaraleiðréttingu. Að baki hverri ljósmóður sem segir upp er fjölskylda. Þessar fjölskyldur lifa nú í mikilli óvissu um það hvað framtíðin beri í skauti sér. Þetta er óboðleg staða og algjörlega á ábyrgð ríkisstjórnarinnar.Vaknið ríkisstjórn vaknið Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, þetta er að gerast á þinni vakt! Þú hefur endanlegt vald í þessu máli eins og staðan er í dag. Allt tal um annað er marklaust. Hvað hefur breyst hjá ykkur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra? Hvar eru þau gildi og sú stefna sem þið þykist standa fyrir? Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi. Ríkisstjórn þessa lands ætti að fara semja við ljósmæður. Það er spá undirritaðs að líf ríkisstjórnarinnar geti orðið styttra en stefnt var að ef hún fer ekki að hafa forgangsröðun sína í takt við vilja þjóðarinnar. Það er nefnilega þannig að þjóðin stendur með ljósmæðrum og þið starfið í umboði þjóðarinnar. Þorleifur Kr. Níelsson eiginmaður ljósmóður
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar