KR-ingar elstir og með fæsta uppalda í Pepsi-deildinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. júlí 2018 13:30 Pálmi Rafn Pálmason er einn af eldri leikmönnum KR en hann er uppalinn á Húsavík. vísir/bára KR er með lang elsta liðið í Pepsi-deild karla í fótbolta miðað við spilaðar mínútur þegar tólf umferðum er lokið og þá spilar liðið á fæstum uppöldum leikmönnum. Þetta hefur fótboltaáhugamaðurinn og Húsvíkingurinn Leifur Grímsson tekið saman en hann birtir reglulega skemmtilega tölfræði um íslenskan fótbolta og þá helst Pepsi-deildina. KR-liðið er með meðalaldurinn 29,3 ár og er ríflega ári eldra FH-liðið sem er með 28,2 ára meðalaldur. Íslandsmeistarar Vals eru í þriðja sæti með 28,1 árs meðalaldur og Stjarnan rétt á eftir en meðalaldur Garðabæjarliðsins miðað við spilaðar mínútur eru 28 ár.Valsliðið er gamalt en nær árangri.vísir/báraGamlir oftast góðir Það sést greinilega að almennt er hár meðalaldur lykillinn að árangri í Pepsi-deildinni en Valur og Stjarnan eru í tveimur efstu sætum deildarinnar, á sama stað og liðin enduðu í fyrra. FH-liðið hafnaði í þriðja sæti í fyrra og er í fjórða sæti núna með þennan háa meðalaldur en hann er ekki að gera mikið fyrir KR-liðið sem er í sjötta sæti eftir að enda síðasta mót í fjórða sæti og missa af Evrópu í fyrsta sinn í áratug. Blikarnir eru yngsta liðið í toppbaráttunni en meðalaldur Kópavogsliðsins er 25,9 ár. Þrátt fyrir það sem að margir kannski halda er það ekki yngsta liðið en fjögur lið eru yngri miðað við spilaðar mínútur. Fylkir, Víkingur, Fjölnir og ÍBV eru öll fyrir neðan Blikana en Eyjamenn eru yngstir. Meðalaldur ÍBV miðað við spilaðar mínútur er 24,7 ár.Það vantar ekki hjartað í Fylkisliðið enda flestir uppaldir.vísir/báraUppaldir á botninum Þegar kemur að uppöldum leikmönnum tróna Fylkismenn á toppnum er varðar notkun þeirra. Aftur er miðað við spilaðar mínútur. Fylkismenn nota 86 prósent heimamenn, tíu prósent leikmenn sem eru íslenskir en koma frá öðrum liðum og aðeins fjögur prósent Fylkisliðsins eru erlendir leikmenn. Keflavík er í öðru sæti en samt sem áður vel á eftir Fylkisliðinu. Keflavík hefur notast við 71 prósent heimamenn og 27 prósent erlenda leikmenn. Það er ekki alltaf samasem merki milli þess að spila á uppöldum og ná árangri en þetta eru tvö neðstu lið Pepsi-deildarinnar. KR-ingar eru neðstir á listanum með aðeins fjögur prósent heimamenn miðað við spilaðar mínútur. KA-liðið er skammt á undan með ellefu prósent, Grindavík 17 prósent og Valsmenn 18 prósent. Grindavík er með hæst hlutfall erlendra leikmanna eða 49 prósent, þar á eftir koma ÍBV með 44 prósent, FH með 41 prósent og Víkingur með 38 prósent.Eftir 12 umf í Pepsi deild karla. ÍBV með yngsta liðið en KR það langelsta. Fylkir spilar mest á uppöldum #fotboltinet pic.twitter.com/15SNqWpAIu— Leifur Grímsson (@lgrims) July 20, 2018 Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
KR er með lang elsta liðið í Pepsi-deild karla í fótbolta miðað við spilaðar mínútur þegar tólf umferðum er lokið og þá spilar liðið á fæstum uppöldum leikmönnum. Þetta hefur fótboltaáhugamaðurinn og Húsvíkingurinn Leifur Grímsson tekið saman en hann birtir reglulega skemmtilega tölfræði um íslenskan fótbolta og þá helst Pepsi-deildina. KR-liðið er með meðalaldurinn 29,3 ár og er ríflega ári eldra FH-liðið sem er með 28,2 ára meðalaldur. Íslandsmeistarar Vals eru í þriðja sæti með 28,1 árs meðalaldur og Stjarnan rétt á eftir en meðalaldur Garðabæjarliðsins miðað við spilaðar mínútur eru 28 ár.Valsliðið er gamalt en nær árangri.vísir/báraGamlir oftast góðir Það sést greinilega að almennt er hár meðalaldur lykillinn að árangri í Pepsi-deildinni en Valur og Stjarnan eru í tveimur efstu sætum deildarinnar, á sama stað og liðin enduðu í fyrra. FH-liðið hafnaði í þriðja sæti í fyrra og er í fjórða sæti núna með þennan háa meðalaldur en hann er ekki að gera mikið fyrir KR-liðið sem er í sjötta sæti eftir að enda síðasta mót í fjórða sæti og missa af Evrópu í fyrsta sinn í áratug. Blikarnir eru yngsta liðið í toppbaráttunni en meðalaldur Kópavogsliðsins er 25,9 ár. Þrátt fyrir það sem að margir kannski halda er það ekki yngsta liðið en fjögur lið eru yngri miðað við spilaðar mínútur. Fylkir, Víkingur, Fjölnir og ÍBV eru öll fyrir neðan Blikana en Eyjamenn eru yngstir. Meðalaldur ÍBV miðað við spilaðar mínútur er 24,7 ár.Það vantar ekki hjartað í Fylkisliðið enda flestir uppaldir.vísir/báraUppaldir á botninum Þegar kemur að uppöldum leikmönnum tróna Fylkismenn á toppnum er varðar notkun þeirra. Aftur er miðað við spilaðar mínútur. Fylkismenn nota 86 prósent heimamenn, tíu prósent leikmenn sem eru íslenskir en koma frá öðrum liðum og aðeins fjögur prósent Fylkisliðsins eru erlendir leikmenn. Keflavík er í öðru sæti en samt sem áður vel á eftir Fylkisliðinu. Keflavík hefur notast við 71 prósent heimamenn og 27 prósent erlenda leikmenn. Það er ekki alltaf samasem merki milli þess að spila á uppöldum og ná árangri en þetta eru tvö neðstu lið Pepsi-deildarinnar. KR-ingar eru neðstir á listanum með aðeins fjögur prósent heimamenn miðað við spilaðar mínútur. KA-liðið er skammt á undan með ellefu prósent, Grindavík 17 prósent og Valsmenn 18 prósent. Grindavík er með hæst hlutfall erlendra leikmanna eða 49 prósent, þar á eftir koma ÍBV með 44 prósent, FH með 41 prósent og Víkingur með 38 prósent.Eftir 12 umf í Pepsi deild karla. ÍBV með yngsta liðið en KR það langelsta. Fylkir spilar mest á uppöldum #fotboltinet pic.twitter.com/15SNqWpAIu— Leifur Grímsson (@lgrims) July 20, 2018
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira