Tignarmenn og skríll Sif Sigmarsdóttir skrifar 21. júlí 2018 10:00 Fullveldi Íslands var fagnað í vikunni með sérstökum hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum. Heldrafólk landsins kom þar saman og minntist þess að 100 ár voru liðin frá því að sambandslögin voru undirrituð. Fundurinn vakti helst athygli fyrir tvennt: Annars vegar fjarveru sauðsvarts almúgans sem haldið var í öruggri fjarlægð er Almannagjá var lokað og margtuggin myndlíking um gjá milli þings og þjóðar öðlaðist bókstaflega merkingu; hins vegar Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins og alræmdan þjóðernissinna, sem boðið var að ávarpa samkomuna, gjörning sem vafalítið mun teljast smánarblettur á sögu þjóðarinnar er fram líða stundir. Ekki er þetta þó í fyrsta sinn sem tignarmenn þjóðarinnar klúðra málum er þeir hyggjast föðurlegir sýna okkur skrílnum hvernig maður meðhöndlar söguna og menningararfinn. Í haust verða 290 ár liðin frá menningar- og sögulegu stórslysi sem sumir skrifa á yfirlæti elítunnar.Voðalegasti atburður Íslandssögunnar Sagan er miskunnarlaus; hún gleymir okkur flestum – við erum sandkorn sem sagan blæs áhugalaus inn í eilífðina. En sagan er líka dómari og fellir hún oft harða dóma um þá sem hún man eftir. Oft er mjótt á munum milli þess hvort menn séu úrskurðaðir skúrkar eða hetjur. Árni Magnússon prestssonur fæddist að Kvennabrekku í Dölum árið 1663. Hann gekk í skóla í Skálholti og hélt svo til Kaupmannahafnar til frekara náms. Árni var útnefndur prófessor við Hafnarháskóla og helgaði sig því að safna íslenskum handritum sem hann flutti til Danmerkur til rannsókna og varðveislu. Árið 1728 varð einn voðalegasti atburður Íslandssögunnar. Hann átti sér stað í Danmörku. Að kvöldi miðvikudagsins 20. október kom upp eldur í íbúð í miðri Kaupmannahöfn þar sem barn hafði farið ógætilega með kerti (sumir segja þó að foreldrar þess hafi kveikt eldinn og kennt barninu um). Eldurinn breiddist hratt milli húsanna sem flest voru úr timbri. Íslenskir námsmenn í Kaupmannahöfn höfðu uppi á Árna Magnússyni og hvöttu hann til að koma handritasafninu sínu undan. Sem sannur Íslendingur virðist Árni hafa hugsað: „Þetta reddast.“ En þegar eldurinn tók að gleypa í sig heilu göturnar sá Árni að sér. Ásamt nokkrum Íslendingum og þjónustufólki hóf hann að flytja handritasafnið í skjól. Farnar voru fjórar eða fimm ferðir á vagni með skinnhandrit og skjöl áður en hópurinn gafst upp fyrir hitanum frá eldinum. Þegar Árni gekk út úr húsinu í síðasta sinn mælti hann: „Þarna eru þær bækur sem aldrei og hvergi fást slíkar til dómadags.“ Eldurinn logaði í þrjá daga. Tæplega þriðjungur borgarinnar brann til kaldra kola í mesta eldsvoða í sögu Kaupmannahafnar. En skaðinn fyrir Íslendinga var líka mikill. Árna og félögum tókst að bjarga flestum skinnhandritunum sem Árni hafði sankað að sér á Íslandi. Þetta voru helstu gersemar íslenskra bókmennta frá því ritun hófst í landinu. En mikið af bókum, skjölum og pappírum glataðist.Skúrkur eða hetja? Er það viðtekin söguskýring að Árni Magnússon sé hetja sem bjargaði þjóðargersemum Íslendinga, handritunum, úr kámugum krumlum íslenskrar alþýðu sem kunni ekki að fara með þau. Til eru þó þeir sem eru andstæðrar skoðunar og líta á Árna sem skúrk; þjóðin hafi verið búin að varðveita handritin í 500 ár áður en Árni og aðrir handritasafnarar smöluðu þeim úr landi og hún hafi verið fullfær um að gæta þeirra áfram. Var Árni Magnússon skúrkur eða hetja? Dæmi hver fyrir sig. Hins vegar má draga einn lærdóm af fullveldishátíðarhöldum vikunnar: Þegar þess verður minnst 1. desember næstkomandi að 100 ár eru liðin frá því að sambandslögin tóku gildi er alveg óhætt að leyfa okkur almúganum að fagna með. Því ekki einu sinni óbreytt pylsupartí á Lækjartorgi þar sem skríllinn dansar úr takti við JóaPé og Króla með Heinz tómatsósu út á kinn getur orðið jafntaktlaust, getur óhreinkað íslenska arfleifð jafnglæsilega, og hástemmt einkapartí fyrirfólksins á Þingvöllum gerði í vikunni sem leið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Handritasafn Árna Magnússonar Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Fullveldi Íslands var fagnað í vikunni með sérstökum hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum. Heldrafólk landsins kom þar saman og minntist þess að 100 ár voru liðin frá því að sambandslögin voru undirrituð. Fundurinn vakti helst athygli fyrir tvennt: Annars vegar fjarveru sauðsvarts almúgans sem haldið var í öruggri fjarlægð er Almannagjá var lokað og margtuggin myndlíking um gjá milli þings og þjóðar öðlaðist bókstaflega merkingu; hins vegar Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins og alræmdan þjóðernissinna, sem boðið var að ávarpa samkomuna, gjörning sem vafalítið mun teljast smánarblettur á sögu þjóðarinnar er fram líða stundir. Ekki er þetta þó í fyrsta sinn sem tignarmenn þjóðarinnar klúðra málum er þeir hyggjast föðurlegir sýna okkur skrílnum hvernig maður meðhöndlar söguna og menningararfinn. Í haust verða 290 ár liðin frá menningar- og sögulegu stórslysi sem sumir skrifa á yfirlæti elítunnar.Voðalegasti atburður Íslandssögunnar Sagan er miskunnarlaus; hún gleymir okkur flestum – við erum sandkorn sem sagan blæs áhugalaus inn í eilífðina. En sagan er líka dómari og fellir hún oft harða dóma um þá sem hún man eftir. Oft er mjótt á munum milli þess hvort menn séu úrskurðaðir skúrkar eða hetjur. Árni Magnússon prestssonur fæddist að Kvennabrekku í Dölum árið 1663. Hann gekk í skóla í Skálholti og hélt svo til Kaupmannahafnar til frekara náms. Árni var útnefndur prófessor við Hafnarháskóla og helgaði sig því að safna íslenskum handritum sem hann flutti til Danmerkur til rannsókna og varðveislu. Árið 1728 varð einn voðalegasti atburður Íslandssögunnar. Hann átti sér stað í Danmörku. Að kvöldi miðvikudagsins 20. október kom upp eldur í íbúð í miðri Kaupmannahöfn þar sem barn hafði farið ógætilega með kerti (sumir segja þó að foreldrar þess hafi kveikt eldinn og kennt barninu um). Eldurinn breiddist hratt milli húsanna sem flest voru úr timbri. Íslenskir námsmenn í Kaupmannahöfn höfðu uppi á Árna Magnússyni og hvöttu hann til að koma handritasafninu sínu undan. Sem sannur Íslendingur virðist Árni hafa hugsað: „Þetta reddast.“ En þegar eldurinn tók að gleypa í sig heilu göturnar sá Árni að sér. Ásamt nokkrum Íslendingum og þjónustufólki hóf hann að flytja handritasafnið í skjól. Farnar voru fjórar eða fimm ferðir á vagni með skinnhandrit og skjöl áður en hópurinn gafst upp fyrir hitanum frá eldinum. Þegar Árni gekk út úr húsinu í síðasta sinn mælti hann: „Þarna eru þær bækur sem aldrei og hvergi fást slíkar til dómadags.“ Eldurinn logaði í þrjá daga. Tæplega þriðjungur borgarinnar brann til kaldra kola í mesta eldsvoða í sögu Kaupmannahafnar. En skaðinn fyrir Íslendinga var líka mikill. Árna og félögum tókst að bjarga flestum skinnhandritunum sem Árni hafði sankað að sér á Íslandi. Þetta voru helstu gersemar íslenskra bókmennta frá því ritun hófst í landinu. En mikið af bókum, skjölum og pappírum glataðist.Skúrkur eða hetja? Er það viðtekin söguskýring að Árni Magnússon sé hetja sem bjargaði þjóðargersemum Íslendinga, handritunum, úr kámugum krumlum íslenskrar alþýðu sem kunni ekki að fara með þau. Til eru þó þeir sem eru andstæðrar skoðunar og líta á Árna sem skúrk; þjóðin hafi verið búin að varðveita handritin í 500 ár áður en Árni og aðrir handritasafnarar smöluðu þeim úr landi og hún hafi verið fullfær um að gæta þeirra áfram. Var Árni Magnússon skúrkur eða hetja? Dæmi hver fyrir sig. Hins vegar má draga einn lærdóm af fullveldishátíðarhöldum vikunnar: Þegar þess verður minnst 1. desember næstkomandi að 100 ár eru liðin frá því að sambandslögin tóku gildi er alveg óhætt að leyfa okkur almúganum að fagna með. Því ekki einu sinni óbreytt pylsupartí á Lækjartorgi þar sem skríllinn dansar úr takti við JóaPé og Króla með Heinz tómatsósu út á kinn getur orðið jafntaktlaust, getur óhreinkað íslenska arfleifð jafnglæsilega, og hástemmt einkapartí fyrirfólksins á Þingvöllum gerði í vikunni sem leið.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun