Pia og lýðræðið Guðmundur Steingrímsson skrifar 23. júlí 2018 07:00 Af öllum viðburðum sumarsins — Guns N´ Roses, Arcade Fire, Secret Solstice, Listahátíð — er óhætt að fullyrða að stjórnmálagjörningurinn Pia Kjærsgaard á Þingvöllum verði afdráttarlaust talinn þeirra misheppnaðastur. Viðburðarstjórnendur bjuggust, einhverra hluta vegna, við fimm þúsund manns, en einungis nokkrar hræður mættu. Aðallega var um að ræða erlenda ferðamenn sem voru á Þingvöllum hvort sem er og svo var þarna — ef marka má blöðin — einn mótmælandi, einn fyrrverandi ráðherra og einn fyrrverandi sendiherra. Þetta var klúður. Tilefnið var ágætt, þótt það verði að segjast eins og er að hingað til hefur dagsetningin 18. júlí ekki haft neina sérstaka þýðingu í hugum neins nema þeirra sem eiga afmæli þennan dag, eins og Mandela og Denni frændi. En það var þá sem sagt á þessum degi fyrir hundrað árum sem ný sambandslög um fullveldi Íslands voru samþykkt. Og þá vitum við það.Óbragðið á eftir Það er hins vegar hvergi hoggið í stein að af svona ágætu tilefni þurfi endilega að halda 80 milljón króna fund á Þingvöllum, samþykkja skrítin þingmál og bjóða forseta danska þingsins að halda hátíðarræðu, sérstaklega ekki ef hún er líka ákaflega umdeild fyrir skoðanir sínar á öðrum þjóðum og trúarbrögðum. Það er rosalega margt annað hægt að gera. Til dæmis fannst mér viðburðurinn daginn eftir, þar sem fólk yfir hundrað ára kom saman á Hrafnistu, með litlum tilkostnaði, miklu áhrifameiri. Það má gera meira þannig. Óbragðið eftir Þingvallafundinn er umtalsvert. Hvers vegna gat lykilfólk við stjórn landsins ekki haft meiri skilning á því að koma Piu Kjærsgaard og viðhöfnin í kringum hana var ekki að slá í gegn? Af hverju í ósköpunum datt forystufólk í þann gír að skammast út í þá einstaklinga og stjórnmálasamtök sem töldu ekki ástæðu til að sýna henni sérstaka virðingu? Pia Kjærsgaard hefur ekki áunnið sér mikla virðingu. Kannski á hún skilið svipaða virðingu og hún hefur í kjölfar fundarins sýnt þeim íslensku stjórnmálamönnum sem kusu að hlýða ekki á hana. Sem sagt litla. Kannski á hún skilið jafnmikla virðingu og hún hefur sýnt flóttafólki á stjórnmálaferli sínum. Sem sagt enga. Opið samfélag Í aðdraganda fundarins, og eftirleik, gætti merkilegra röksemda. Reynt var hálfpartinn að skamma fólk til virðingar við Piu. Hún er jú forseti danska þingsins. Hún hefur sótt umboð sitt lýðræðislega. Vissulega á að bera virðingu fyrir lýðræðinu. En hvað er lýðræði? Eins og svo oft áður finnst mér gæta þeirrar hugmyndar, að lýðræði sé kosningar og ekkert meira en það. Svo á að bera virðingu fyrir þeim sem eru kosnir og þegja þess á milli. En það er ekki lýðræði. Lýðræðið er alltaf. Það er virkt. Það er lifandi. Það er á degi hverjum. Í iðandi og opnu samfélagi þar sem ólíkar skoðanir fá að heyrast og dafna er það fullkominn misskilningur um eðli lýðræðis að halda að lýðræði sé bara eitthvað sem maður stundar bak við hengi í Hagaskóla á nokkurra ára, eða mánaða, fresti. Það að íslenskir þingmenn — sem eru jú líka lýðræðislega kjörnir og hafa umboð til sinna verka — kjósi að hlýða ekki á Piu Kjærsgaard og sýna þannig andúð sína á skoðunum hennar, það er birtingarmynd lýðræðis. Mörgum finnst þetta óþolandi, en svona virkar hið opna samfélag. Við látum skoðanir okkar í ljós, hvenær sem okkur sýnist. Fullveldið Annað dæmi: Donald Trump er lýðræðislega kjörinn forseti Bandaríkjanna. Og jú, maður skal bera virðingu fyrir því. En upp að hvaða marki gildir það? Það að hann hafi verið kjörinn breytir því ekki, að Donald Trump er að margra mati talsmaður ógeðslegra skoðana, sundrungar, mannhaturs, fordóma og fávitaskapar. Við lifum á tímum þar sem það er beinlínis ógnarmikilvægt að fólk líti einmitt ekki svo á að Donald Trump eigi rétt á virðingu bara vegna þess að hann var kosinn. Ætti hann að flytja hátíðarræðu? Það finnst mér ekki. Donald Trump og hans stuðningsfólk á að finna fyrir því að stefna hans er ekki almennt viðurkennd. Um hana ríkir engin sátt. Hún er ógeð. Í krafti lýðræðis gefst fólki færi á að segja einmitt það. Alltaf. Sama gildir um Piu Kjærsgaard. Danski þjóðarflokkurinn fékk 21% atkvæða í síðustu þingkosningum í Danmörku, rétt er það. Hann varð annar stærsti flokkurinn. Og jafnaðarmenn tóku upp kynþáttahyggju. Gott og vel. Geri Danir þetta. Verði þeim að góðu. En eigum við að bugta okkur og beygja fyrir því? Mega íslenskir þingmenn ekki láta andúð sína á þessari þróun í ljós, og það á helgireit síns eigin lýðræðis? Þótt Danmörk breytist í einhvers konar rasistaland þarf Ísland ekki að gera það líka. Við erum jú fullvalda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Steingrímsson Secret Solstice Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Af öllum viðburðum sumarsins — Guns N´ Roses, Arcade Fire, Secret Solstice, Listahátíð — er óhætt að fullyrða að stjórnmálagjörningurinn Pia Kjærsgaard á Þingvöllum verði afdráttarlaust talinn þeirra misheppnaðastur. Viðburðarstjórnendur bjuggust, einhverra hluta vegna, við fimm þúsund manns, en einungis nokkrar hræður mættu. Aðallega var um að ræða erlenda ferðamenn sem voru á Þingvöllum hvort sem er og svo var þarna — ef marka má blöðin — einn mótmælandi, einn fyrrverandi ráðherra og einn fyrrverandi sendiherra. Þetta var klúður. Tilefnið var ágætt, þótt það verði að segjast eins og er að hingað til hefur dagsetningin 18. júlí ekki haft neina sérstaka þýðingu í hugum neins nema þeirra sem eiga afmæli þennan dag, eins og Mandela og Denni frændi. En það var þá sem sagt á þessum degi fyrir hundrað árum sem ný sambandslög um fullveldi Íslands voru samþykkt. Og þá vitum við það.Óbragðið á eftir Það er hins vegar hvergi hoggið í stein að af svona ágætu tilefni þurfi endilega að halda 80 milljón króna fund á Þingvöllum, samþykkja skrítin þingmál og bjóða forseta danska þingsins að halda hátíðarræðu, sérstaklega ekki ef hún er líka ákaflega umdeild fyrir skoðanir sínar á öðrum þjóðum og trúarbrögðum. Það er rosalega margt annað hægt að gera. Til dæmis fannst mér viðburðurinn daginn eftir, þar sem fólk yfir hundrað ára kom saman á Hrafnistu, með litlum tilkostnaði, miklu áhrifameiri. Það má gera meira þannig. Óbragðið eftir Þingvallafundinn er umtalsvert. Hvers vegna gat lykilfólk við stjórn landsins ekki haft meiri skilning á því að koma Piu Kjærsgaard og viðhöfnin í kringum hana var ekki að slá í gegn? Af hverju í ósköpunum datt forystufólk í þann gír að skammast út í þá einstaklinga og stjórnmálasamtök sem töldu ekki ástæðu til að sýna henni sérstaka virðingu? Pia Kjærsgaard hefur ekki áunnið sér mikla virðingu. Kannski á hún skilið svipaða virðingu og hún hefur í kjölfar fundarins sýnt þeim íslensku stjórnmálamönnum sem kusu að hlýða ekki á hana. Sem sagt litla. Kannski á hún skilið jafnmikla virðingu og hún hefur sýnt flóttafólki á stjórnmálaferli sínum. Sem sagt enga. Opið samfélag Í aðdraganda fundarins, og eftirleik, gætti merkilegra röksemda. Reynt var hálfpartinn að skamma fólk til virðingar við Piu. Hún er jú forseti danska þingsins. Hún hefur sótt umboð sitt lýðræðislega. Vissulega á að bera virðingu fyrir lýðræðinu. En hvað er lýðræði? Eins og svo oft áður finnst mér gæta þeirrar hugmyndar, að lýðræði sé kosningar og ekkert meira en það. Svo á að bera virðingu fyrir þeim sem eru kosnir og þegja þess á milli. En það er ekki lýðræði. Lýðræðið er alltaf. Það er virkt. Það er lifandi. Það er á degi hverjum. Í iðandi og opnu samfélagi þar sem ólíkar skoðanir fá að heyrast og dafna er það fullkominn misskilningur um eðli lýðræðis að halda að lýðræði sé bara eitthvað sem maður stundar bak við hengi í Hagaskóla á nokkurra ára, eða mánaða, fresti. Það að íslenskir þingmenn — sem eru jú líka lýðræðislega kjörnir og hafa umboð til sinna verka — kjósi að hlýða ekki á Piu Kjærsgaard og sýna þannig andúð sína á skoðunum hennar, það er birtingarmynd lýðræðis. Mörgum finnst þetta óþolandi, en svona virkar hið opna samfélag. Við látum skoðanir okkar í ljós, hvenær sem okkur sýnist. Fullveldið Annað dæmi: Donald Trump er lýðræðislega kjörinn forseti Bandaríkjanna. Og jú, maður skal bera virðingu fyrir því. En upp að hvaða marki gildir það? Það að hann hafi verið kjörinn breytir því ekki, að Donald Trump er að margra mati talsmaður ógeðslegra skoðana, sundrungar, mannhaturs, fordóma og fávitaskapar. Við lifum á tímum þar sem það er beinlínis ógnarmikilvægt að fólk líti einmitt ekki svo á að Donald Trump eigi rétt á virðingu bara vegna þess að hann var kosinn. Ætti hann að flytja hátíðarræðu? Það finnst mér ekki. Donald Trump og hans stuðningsfólk á að finna fyrir því að stefna hans er ekki almennt viðurkennd. Um hana ríkir engin sátt. Hún er ógeð. Í krafti lýðræðis gefst fólki færi á að segja einmitt það. Alltaf. Sama gildir um Piu Kjærsgaard. Danski þjóðarflokkurinn fékk 21% atkvæða í síðustu þingkosningum í Danmörku, rétt er það. Hann varð annar stærsti flokkurinn. Og jafnaðarmenn tóku upp kynþáttahyggju. Gott og vel. Geri Danir þetta. Verði þeim að góðu. En eigum við að bugta okkur og beygja fyrir því? Mega íslenskir þingmenn ekki láta andúð sína á þessari þróun í ljós, og það á helgireit síns eigin lýðræðis? Þótt Danmörk breytist í einhvers konar rasistaland þarf Ísland ekki að gera það líka. Við erum jú fullvalda.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun