Pia og lýðræðið Guðmundur Steingrímsson skrifar 23. júlí 2018 07:00 Af öllum viðburðum sumarsins — Guns N´ Roses, Arcade Fire, Secret Solstice, Listahátíð — er óhætt að fullyrða að stjórnmálagjörningurinn Pia Kjærsgaard á Þingvöllum verði afdráttarlaust talinn þeirra misheppnaðastur. Viðburðarstjórnendur bjuggust, einhverra hluta vegna, við fimm þúsund manns, en einungis nokkrar hræður mættu. Aðallega var um að ræða erlenda ferðamenn sem voru á Þingvöllum hvort sem er og svo var þarna — ef marka má blöðin — einn mótmælandi, einn fyrrverandi ráðherra og einn fyrrverandi sendiherra. Þetta var klúður. Tilefnið var ágætt, þótt það verði að segjast eins og er að hingað til hefur dagsetningin 18. júlí ekki haft neina sérstaka þýðingu í hugum neins nema þeirra sem eiga afmæli þennan dag, eins og Mandela og Denni frændi. En það var þá sem sagt á þessum degi fyrir hundrað árum sem ný sambandslög um fullveldi Íslands voru samþykkt. Og þá vitum við það.Óbragðið á eftir Það er hins vegar hvergi hoggið í stein að af svona ágætu tilefni þurfi endilega að halda 80 milljón króna fund á Þingvöllum, samþykkja skrítin þingmál og bjóða forseta danska þingsins að halda hátíðarræðu, sérstaklega ekki ef hún er líka ákaflega umdeild fyrir skoðanir sínar á öðrum þjóðum og trúarbrögðum. Það er rosalega margt annað hægt að gera. Til dæmis fannst mér viðburðurinn daginn eftir, þar sem fólk yfir hundrað ára kom saman á Hrafnistu, með litlum tilkostnaði, miklu áhrifameiri. Það má gera meira þannig. Óbragðið eftir Þingvallafundinn er umtalsvert. Hvers vegna gat lykilfólk við stjórn landsins ekki haft meiri skilning á því að koma Piu Kjærsgaard og viðhöfnin í kringum hana var ekki að slá í gegn? Af hverju í ósköpunum datt forystufólk í þann gír að skammast út í þá einstaklinga og stjórnmálasamtök sem töldu ekki ástæðu til að sýna henni sérstaka virðingu? Pia Kjærsgaard hefur ekki áunnið sér mikla virðingu. Kannski á hún skilið svipaða virðingu og hún hefur í kjölfar fundarins sýnt þeim íslensku stjórnmálamönnum sem kusu að hlýða ekki á hana. Sem sagt litla. Kannski á hún skilið jafnmikla virðingu og hún hefur sýnt flóttafólki á stjórnmálaferli sínum. Sem sagt enga. Opið samfélag Í aðdraganda fundarins, og eftirleik, gætti merkilegra röksemda. Reynt var hálfpartinn að skamma fólk til virðingar við Piu. Hún er jú forseti danska þingsins. Hún hefur sótt umboð sitt lýðræðislega. Vissulega á að bera virðingu fyrir lýðræðinu. En hvað er lýðræði? Eins og svo oft áður finnst mér gæta þeirrar hugmyndar, að lýðræði sé kosningar og ekkert meira en það. Svo á að bera virðingu fyrir þeim sem eru kosnir og þegja þess á milli. En það er ekki lýðræði. Lýðræðið er alltaf. Það er virkt. Það er lifandi. Það er á degi hverjum. Í iðandi og opnu samfélagi þar sem ólíkar skoðanir fá að heyrast og dafna er það fullkominn misskilningur um eðli lýðræðis að halda að lýðræði sé bara eitthvað sem maður stundar bak við hengi í Hagaskóla á nokkurra ára, eða mánaða, fresti. Það að íslenskir þingmenn — sem eru jú líka lýðræðislega kjörnir og hafa umboð til sinna verka — kjósi að hlýða ekki á Piu Kjærsgaard og sýna þannig andúð sína á skoðunum hennar, það er birtingarmynd lýðræðis. Mörgum finnst þetta óþolandi, en svona virkar hið opna samfélag. Við látum skoðanir okkar í ljós, hvenær sem okkur sýnist. Fullveldið Annað dæmi: Donald Trump er lýðræðislega kjörinn forseti Bandaríkjanna. Og jú, maður skal bera virðingu fyrir því. En upp að hvaða marki gildir það? Það að hann hafi verið kjörinn breytir því ekki, að Donald Trump er að margra mati talsmaður ógeðslegra skoðana, sundrungar, mannhaturs, fordóma og fávitaskapar. Við lifum á tímum þar sem það er beinlínis ógnarmikilvægt að fólk líti einmitt ekki svo á að Donald Trump eigi rétt á virðingu bara vegna þess að hann var kosinn. Ætti hann að flytja hátíðarræðu? Það finnst mér ekki. Donald Trump og hans stuðningsfólk á að finna fyrir því að stefna hans er ekki almennt viðurkennd. Um hana ríkir engin sátt. Hún er ógeð. Í krafti lýðræðis gefst fólki færi á að segja einmitt það. Alltaf. Sama gildir um Piu Kjærsgaard. Danski þjóðarflokkurinn fékk 21% atkvæða í síðustu þingkosningum í Danmörku, rétt er það. Hann varð annar stærsti flokkurinn. Og jafnaðarmenn tóku upp kynþáttahyggju. Gott og vel. Geri Danir þetta. Verði þeim að góðu. En eigum við að bugta okkur og beygja fyrir því? Mega íslenskir þingmenn ekki láta andúð sína á þessari þróun í ljós, og það á helgireit síns eigin lýðræðis? Þótt Danmörk breytist í einhvers konar rasistaland þarf Ísland ekki að gera það líka. Við erum jú fullvalda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Steingrímsson Secret Solstice Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Skoðun Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Af öllum viðburðum sumarsins — Guns N´ Roses, Arcade Fire, Secret Solstice, Listahátíð — er óhætt að fullyrða að stjórnmálagjörningurinn Pia Kjærsgaard á Þingvöllum verði afdráttarlaust talinn þeirra misheppnaðastur. Viðburðarstjórnendur bjuggust, einhverra hluta vegna, við fimm þúsund manns, en einungis nokkrar hræður mættu. Aðallega var um að ræða erlenda ferðamenn sem voru á Þingvöllum hvort sem er og svo var þarna — ef marka má blöðin — einn mótmælandi, einn fyrrverandi ráðherra og einn fyrrverandi sendiherra. Þetta var klúður. Tilefnið var ágætt, þótt það verði að segjast eins og er að hingað til hefur dagsetningin 18. júlí ekki haft neina sérstaka þýðingu í hugum neins nema þeirra sem eiga afmæli þennan dag, eins og Mandela og Denni frændi. En það var þá sem sagt á þessum degi fyrir hundrað árum sem ný sambandslög um fullveldi Íslands voru samþykkt. Og þá vitum við það.Óbragðið á eftir Það er hins vegar hvergi hoggið í stein að af svona ágætu tilefni þurfi endilega að halda 80 milljón króna fund á Þingvöllum, samþykkja skrítin þingmál og bjóða forseta danska þingsins að halda hátíðarræðu, sérstaklega ekki ef hún er líka ákaflega umdeild fyrir skoðanir sínar á öðrum þjóðum og trúarbrögðum. Það er rosalega margt annað hægt að gera. Til dæmis fannst mér viðburðurinn daginn eftir, þar sem fólk yfir hundrað ára kom saman á Hrafnistu, með litlum tilkostnaði, miklu áhrifameiri. Það má gera meira þannig. Óbragðið eftir Þingvallafundinn er umtalsvert. Hvers vegna gat lykilfólk við stjórn landsins ekki haft meiri skilning á því að koma Piu Kjærsgaard og viðhöfnin í kringum hana var ekki að slá í gegn? Af hverju í ósköpunum datt forystufólk í þann gír að skammast út í þá einstaklinga og stjórnmálasamtök sem töldu ekki ástæðu til að sýna henni sérstaka virðingu? Pia Kjærsgaard hefur ekki áunnið sér mikla virðingu. Kannski á hún skilið svipaða virðingu og hún hefur í kjölfar fundarins sýnt þeim íslensku stjórnmálamönnum sem kusu að hlýða ekki á hana. Sem sagt litla. Kannski á hún skilið jafnmikla virðingu og hún hefur sýnt flóttafólki á stjórnmálaferli sínum. Sem sagt enga. Opið samfélag Í aðdraganda fundarins, og eftirleik, gætti merkilegra röksemda. Reynt var hálfpartinn að skamma fólk til virðingar við Piu. Hún er jú forseti danska þingsins. Hún hefur sótt umboð sitt lýðræðislega. Vissulega á að bera virðingu fyrir lýðræðinu. En hvað er lýðræði? Eins og svo oft áður finnst mér gæta þeirrar hugmyndar, að lýðræði sé kosningar og ekkert meira en það. Svo á að bera virðingu fyrir þeim sem eru kosnir og þegja þess á milli. En það er ekki lýðræði. Lýðræðið er alltaf. Það er virkt. Það er lifandi. Það er á degi hverjum. Í iðandi og opnu samfélagi þar sem ólíkar skoðanir fá að heyrast og dafna er það fullkominn misskilningur um eðli lýðræðis að halda að lýðræði sé bara eitthvað sem maður stundar bak við hengi í Hagaskóla á nokkurra ára, eða mánaða, fresti. Það að íslenskir þingmenn — sem eru jú líka lýðræðislega kjörnir og hafa umboð til sinna verka — kjósi að hlýða ekki á Piu Kjærsgaard og sýna þannig andúð sína á skoðunum hennar, það er birtingarmynd lýðræðis. Mörgum finnst þetta óþolandi, en svona virkar hið opna samfélag. Við látum skoðanir okkar í ljós, hvenær sem okkur sýnist. Fullveldið Annað dæmi: Donald Trump er lýðræðislega kjörinn forseti Bandaríkjanna. Og jú, maður skal bera virðingu fyrir því. En upp að hvaða marki gildir það? Það að hann hafi verið kjörinn breytir því ekki, að Donald Trump er að margra mati talsmaður ógeðslegra skoðana, sundrungar, mannhaturs, fordóma og fávitaskapar. Við lifum á tímum þar sem það er beinlínis ógnarmikilvægt að fólk líti einmitt ekki svo á að Donald Trump eigi rétt á virðingu bara vegna þess að hann var kosinn. Ætti hann að flytja hátíðarræðu? Það finnst mér ekki. Donald Trump og hans stuðningsfólk á að finna fyrir því að stefna hans er ekki almennt viðurkennd. Um hana ríkir engin sátt. Hún er ógeð. Í krafti lýðræðis gefst fólki færi á að segja einmitt það. Alltaf. Sama gildir um Piu Kjærsgaard. Danski þjóðarflokkurinn fékk 21% atkvæða í síðustu þingkosningum í Danmörku, rétt er það. Hann varð annar stærsti flokkurinn. Og jafnaðarmenn tóku upp kynþáttahyggju. Gott og vel. Geri Danir þetta. Verði þeim að góðu. En eigum við að bugta okkur og beygja fyrir því? Mega íslenskir þingmenn ekki láta andúð sína á þessari þróun í ljós, og það á helgireit síns eigin lýðræðis? Þótt Danmörk breytist í einhvers konar rasistaland þarf Ísland ekki að gera það líka. Við erum jú fullvalda.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun