Óli Kristjáns: Asnalegt að nota það sem afsökun fyrir þessu tapi Magnús Ellert Bjarnason skrifar 22. júlí 2018 22:27 Ólafur á mikið verk fyrir höndum. vísir/bára Fyrr í kvöld tapaði FH með þriggja marka mun gegn Breiðablik, 4-1, og stimplaði sig þar með sennilega úr titilbaráttu Pepsi-deildarinnar. Þjálfari liðsins, Ólafur Kristjánsson, var í leikslok spurður hvað hefði gerst hjá sínu liði í síðari hálfleik. Eftir að Robbie Crawford jafnaði metin á 53. mínútu var ekki sjón að sjá lið FH. Breiðablik gekk á lagið; skoraði þrjú mörk á tiltölulega stuttum kafla og sigldi þægilegum sigri í höfn. „Það sem gerist er í raun það að við byrjum seinni hálfleikinn vel. Við erum að herja á þá og náum að jafna. Síðan eigum við skot sem Gulli ver frábærlega og hélt hann blikanum á floti þar. Eftir það fáum við á okkur annað mark úr föstu leikatriði, sem er mjög fúlt." „Þá þurftum við að reyna að sækja og jafna leikin en þá hlaupa þeir einfaldlega yfir okkur. Við vissum það fyrir leikinn að leikmenn Breiðabliks eru gríðarlega fljótir fram á við og skeinuhættir í skyndisóknum og þeir refsuðu okkur grimmilega í kvöld,” var svar Óla við þeirri spurningu. Voru leikmenn FH þreyttir eftir leikina tvo í forkeppni Evrópudeildarinnar? „Það þýðir ekkert að nota svoleiðis afsökun. Það getur vel verið að það hafi verið einhver þreyta í mínum leikmönnum en það er bara asnalegt að nota það sem afsökun fyrir þessu tapi, “ sagði Ólafur. Geoffrey Castillon var ekki í leikmannahóp FH í kvöld. Hefur hann spilað sinn síðasta leik fyrir liðið „Castillon er í Hollandi. Konan hans er að fara að eiga barn eftir helgina og fékk hann því að fara til Hollands til að vera viðstaddur fæðinguna. Svo sjáum við bara til hvernig þetta verður þegar hann kemur aftur,“ sagði Óli. Það hafa verið orðrómar á kreiki um að Víkingur og fleiri lið hafi lagt fram tilboð í Castillon. Verður Castillon seldur áður en að leikmannaglugginn lokar? „Ég er bara að fókusera á leikina sem við spilum og það sjá aðrir um leikmannamálin. Líkt og ég sagði er ástæðan fyrir því að hann er ekki með í dag að hann er í Hollandi til að vera viðstaddur fæðingu barnsins síns, það er bara eðlilegt að hann fái frí til þess.” Eru titilvonir FH úr sögunni eftir þetta tap? „Það er eitthvað sem við ættum ekki að hugsa um núna, sérstaklega eftir að hafa tapað svona stórt fyrir liði sem er að berjast um titilinn. Þetta var ljótt tap og það er á mína ábyrgð þegar að það gerist. Ég held við ættum að leggja til hliðar í bili allt hjal um titilinn og reyna frekar að reisa okkur fyrir næsta leik,” sagði Óli að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - FH 4-1 | Breiðablik niðurlægði FH Blikar fóru í annað skipti illa með FH á þessu tímabili. 22. júlí 2018 22:30 Gulli: Ég hef alveg átt nokkrar ágætis markvörslur í sumar Það var ekki að sjá í kvöld að Gunnleifur Gunnleifsson (Gulli), markmaður Blika, sé elsti leikmaður Pepsi-deildarinnar. Varði hann nokkrum sinnum frábærlega í síðari hálfleik í stöðunni 1-1 og á hann því stóran þátt í mikilvægum 4-1 stórsigri Breiðabliks á FH í kvöld. 22. júlí 2018 21:30 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Fleiri fréttir Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Sjá meira
Fyrr í kvöld tapaði FH með þriggja marka mun gegn Breiðablik, 4-1, og stimplaði sig þar með sennilega úr titilbaráttu Pepsi-deildarinnar. Þjálfari liðsins, Ólafur Kristjánsson, var í leikslok spurður hvað hefði gerst hjá sínu liði í síðari hálfleik. Eftir að Robbie Crawford jafnaði metin á 53. mínútu var ekki sjón að sjá lið FH. Breiðablik gekk á lagið; skoraði þrjú mörk á tiltölulega stuttum kafla og sigldi þægilegum sigri í höfn. „Það sem gerist er í raun það að við byrjum seinni hálfleikinn vel. Við erum að herja á þá og náum að jafna. Síðan eigum við skot sem Gulli ver frábærlega og hélt hann blikanum á floti þar. Eftir það fáum við á okkur annað mark úr föstu leikatriði, sem er mjög fúlt." „Þá þurftum við að reyna að sækja og jafna leikin en þá hlaupa þeir einfaldlega yfir okkur. Við vissum það fyrir leikinn að leikmenn Breiðabliks eru gríðarlega fljótir fram á við og skeinuhættir í skyndisóknum og þeir refsuðu okkur grimmilega í kvöld,” var svar Óla við þeirri spurningu. Voru leikmenn FH þreyttir eftir leikina tvo í forkeppni Evrópudeildarinnar? „Það þýðir ekkert að nota svoleiðis afsökun. Það getur vel verið að það hafi verið einhver þreyta í mínum leikmönnum en það er bara asnalegt að nota það sem afsökun fyrir þessu tapi, “ sagði Ólafur. Geoffrey Castillon var ekki í leikmannahóp FH í kvöld. Hefur hann spilað sinn síðasta leik fyrir liðið „Castillon er í Hollandi. Konan hans er að fara að eiga barn eftir helgina og fékk hann því að fara til Hollands til að vera viðstaddur fæðinguna. Svo sjáum við bara til hvernig þetta verður þegar hann kemur aftur,“ sagði Óli. Það hafa verið orðrómar á kreiki um að Víkingur og fleiri lið hafi lagt fram tilboð í Castillon. Verður Castillon seldur áður en að leikmannaglugginn lokar? „Ég er bara að fókusera á leikina sem við spilum og það sjá aðrir um leikmannamálin. Líkt og ég sagði er ástæðan fyrir því að hann er ekki með í dag að hann er í Hollandi til að vera viðstaddur fæðingu barnsins síns, það er bara eðlilegt að hann fái frí til þess.” Eru titilvonir FH úr sögunni eftir þetta tap? „Það er eitthvað sem við ættum ekki að hugsa um núna, sérstaklega eftir að hafa tapað svona stórt fyrir liði sem er að berjast um titilinn. Þetta var ljótt tap og það er á mína ábyrgð þegar að það gerist. Ég held við ættum að leggja til hliðar í bili allt hjal um titilinn og reyna frekar að reisa okkur fyrir næsta leik,” sagði Óli að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - FH 4-1 | Breiðablik niðurlægði FH Blikar fóru í annað skipti illa með FH á þessu tímabili. 22. júlí 2018 22:30 Gulli: Ég hef alveg átt nokkrar ágætis markvörslur í sumar Það var ekki að sjá í kvöld að Gunnleifur Gunnleifsson (Gulli), markmaður Blika, sé elsti leikmaður Pepsi-deildarinnar. Varði hann nokkrum sinnum frábærlega í síðari hálfleik í stöðunni 1-1 og á hann því stóran þátt í mikilvægum 4-1 stórsigri Breiðabliks á FH í kvöld. 22. júlí 2018 21:30 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Fleiri fréttir Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - FH 4-1 | Breiðablik niðurlægði FH Blikar fóru í annað skipti illa með FH á þessu tímabili. 22. júlí 2018 22:30
Gulli: Ég hef alveg átt nokkrar ágætis markvörslur í sumar Það var ekki að sjá í kvöld að Gunnleifur Gunnleifsson (Gulli), markmaður Blika, sé elsti leikmaður Pepsi-deildarinnar. Varði hann nokkrum sinnum frábærlega í síðari hálfleik í stöðunni 1-1 og á hann því stóran þátt í mikilvægum 4-1 stórsigri Breiðabliks á FH í kvöld. 22. júlí 2018 21:30