Sex manna íslensk fjölskylda þurfti að taka lán fyrir gistingu eftir að hafa misst af flugi WOW vegna brunabjöllu Birgir Olgeirsson skrifar 23. júlí 2018 16:13 Hjónin Sandra Ríkey Önnudóttir og Kolbrún Nadira Árnadóttir. Vísir Sex manna fjölskylda þurfti að taka lán til að eiga fyrir hótelgistingu í Edinborg í Skotlandi eftir að hafa verið meinað að fara um borð í flugvél WOW Air á laugardag. Brunabjalla hafði farið í gang á flugvellinum sem varð til þess að fjölskyldan tafðist um 30 mínútur á leið sinni að brottfararhliðinu. Þegar að hliðinu var komið var þeim tilkynnt að þau mættu ekki fara um borð í vélina, þau væru einfaldlega of sein, þrátt fyrir að hafa fengið svör frá flugvallarstarfsmönnum að öllu yrði seinkað eftir að brunakerfið fór af stað og þau myndu komast í vélina. Kolbrún Nadira Árnadóttir segir frá þessu á Facebook-síðu sinni en hún var á ferðalagi til Edinborgar ásamt eiginkonu sinni Söndru Ríkey Önnudóttur og fjórum börnum þeirra.Tilkynnt að vélin myndi ekki fara án þeirra Eftir að hafa verið meinað að fara um borð í vélina var Kolbrúnu og Söndru tilkynnt að finna þyrfti annað flug til Íslands og þær þyrftu að útvega sér sjálfar hótelgistingu fram að brottför. Þeim var tjáð að halda í allar kvittanir en ekkert loforð fékkst um að hótelgistingin yrði endurgreidd. Kolbrún lýsir mikilli ringulreið á flugvellinum þegar brunabjallan fór í gang. Flugvallarstarfsmennirnir tilkynntu öllum að halda kyrru fyrir en Kolbrún segir þær hafa greint þeim frá því að þær væru að verða of seinar í flug og myndu mögulega missa af því ef þær fengju ekki að fara í gegn. „Þau sögðu að allt væri on hold og að flugvélin myndi ekki fara án okkar og allt myndi seinka,“ segir Kolbrún og tekur fram að þær hefðu verið skammt frá landganginum. Þegar þær loksins komust að landganginum var þeim tilkynnt að búið væri að taka farangur þeirra úr vélinni því þær hefðu ekki náð í vélina í tæka tíð. „Vélin var enn við landganginn en flugmaðurinn var búinn að ákveða að hleypa okkur ekki inn,“ segir Kolbrún.„Allir brustu í grát“ Þær reyndu að útskýra mál sitt en fengu ekki að fara um borð. „Allir brustu í grát vegna geðshræringar en okkur var bara bent hvert við ættum að fara og ekki sýnt það eða neitt. Loksins eftir að hafa fundið farangurinn náði ég í WOW og auðvitað bara hægt að tala við einhvern á ensku sem sagði mér eftir langt samtal að hann fyndi ekki bókunina og ég ætti að fara á Switcboard og breyta flugi. Loksins fann ég það og þau sögðu að þeir geta ekki gert neitt fyrir WOW og ég ætti að hringja í þá aftur. Eftir klukkutíma símtal við 2 starfsmenn fengum nýtt flug en ekki fyrr en 24. júlí. Áttum að redda okkur sjálf þangað til og það er ekki víst að við fáum að sitja saman eða hótel endurgreitt,“ skrifar Kolbrún.Börn Kolbrúnar og Söndru.AðsendVísir heyrði í Kolbrúnu fyrr í dag en fjölskyldan er enn í Edinborg og brottför ekki fyrr en á morgun. Hún segist ekki vera leið yfir að vera í Edinborg en leið yfir aðstæðunum sem þær voru settar í með börnin. Hún segir syni sína hafa orðið hrædda við eldvarnirnar og grátið og svo grétu allir þegar í ljós kom að þau fengu ekki að fara í flugvélina. „Svo á maður bara að redda sér með engum fyrirvara gistingu fyrir 6 sem ég gerði og tók lán hjá netgíró til að borga. En ég má víst stofna kröfu en það er ekkert víst að við fáum hótelið endurgreitt,“ segir Kolbrún.Athuga hvort WOW sé bótaskylt Vísir sendi fyrirspurn á WOW Air vegna málsins en í svörum fyrirtækisins kemur fram að þessi tiltekna fjölskylda hefði ekki komist að hliðinu í tæka tíð og því ekki hleypt um borð. Innritun farþega ljúki fimmtán mínútum fyrir brottför. WOW segist hafa tekið tillit til þeirra aðstæðna sem komu upp og færði fjölskylduna strax í næsta flug frá Edinborg en því miður ekki fyrr en á morgun, 24. júlí. Var fjölskyldan beðin um að skila inn kröfu fyrir þeim kostnaði sem hún hefur þurft að leggja út. Þegar henni verður skilað verður farið yfir hvort WOW air sé bótaskylt í þessu tilfelli samkvæmt lögum. Kolbrún tekur fram í samtali við Vísi að hún gat ekki bókað gistingu hvar sem er, verandi með sex manna fjölskyldu og með skömmum fyrirvara. Það var því ekki í boði að fara á ódýrt farfuglaheimili með fjögur börn. Hún tekur einnig fram að hún hefði verið búin að borga fyrir ákveðin sæti í vélinni en nú viti hún ekki hvort þau muni sitja saman eða vera nálægt hvort öðru. Álagið sem myndaðist var þar að auki mikið. „Konan mín er kvíðasjúklingur og flughrædd svo núna kvíðir hún fyrir fluginu á morgun því við eigum engin sæti eða neitt.“ Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
Sex manna fjölskylda þurfti að taka lán til að eiga fyrir hótelgistingu í Edinborg í Skotlandi eftir að hafa verið meinað að fara um borð í flugvél WOW Air á laugardag. Brunabjalla hafði farið í gang á flugvellinum sem varð til þess að fjölskyldan tafðist um 30 mínútur á leið sinni að brottfararhliðinu. Þegar að hliðinu var komið var þeim tilkynnt að þau mættu ekki fara um borð í vélina, þau væru einfaldlega of sein, þrátt fyrir að hafa fengið svör frá flugvallarstarfsmönnum að öllu yrði seinkað eftir að brunakerfið fór af stað og þau myndu komast í vélina. Kolbrún Nadira Árnadóttir segir frá þessu á Facebook-síðu sinni en hún var á ferðalagi til Edinborgar ásamt eiginkonu sinni Söndru Ríkey Önnudóttur og fjórum börnum þeirra.Tilkynnt að vélin myndi ekki fara án þeirra Eftir að hafa verið meinað að fara um borð í vélina var Kolbrúnu og Söndru tilkynnt að finna þyrfti annað flug til Íslands og þær þyrftu að útvega sér sjálfar hótelgistingu fram að brottför. Þeim var tjáð að halda í allar kvittanir en ekkert loforð fékkst um að hótelgistingin yrði endurgreidd. Kolbrún lýsir mikilli ringulreið á flugvellinum þegar brunabjallan fór í gang. Flugvallarstarfsmennirnir tilkynntu öllum að halda kyrru fyrir en Kolbrún segir þær hafa greint þeim frá því að þær væru að verða of seinar í flug og myndu mögulega missa af því ef þær fengju ekki að fara í gegn. „Þau sögðu að allt væri on hold og að flugvélin myndi ekki fara án okkar og allt myndi seinka,“ segir Kolbrún og tekur fram að þær hefðu verið skammt frá landganginum. Þegar þær loksins komust að landganginum var þeim tilkynnt að búið væri að taka farangur þeirra úr vélinni því þær hefðu ekki náð í vélina í tæka tíð. „Vélin var enn við landganginn en flugmaðurinn var búinn að ákveða að hleypa okkur ekki inn,“ segir Kolbrún.„Allir brustu í grát“ Þær reyndu að útskýra mál sitt en fengu ekki að fara um borð. „Allir brustu í grát vegna geðshræringar en okkur var bara bent hvert við ættum að fara og ekki sýnt það eða neitt. Loksins eftir að hafa fundið farangurinn náði ég í WOW og auðvitað bara hægt að tala við einhvern á ensku sem sagði mér eftir langt samtal að hann fyndi ekki bókunina og ég ætti að fara á Switcboard og breyta flugi. Loksins fann ég það og þau sögðu að þeir geta ekki gert neitt fyrir WOW og ég ætti að hringja í þá aftur. Eftir klukkutíma símtal við 2 starfsmenn fengum nýtt flug en ekki fyrr en 24. júlí. Áttum að redda okkur sjálf þangað til og það er ekki víst að við fáum að sitja saman eða hótel endurgreitt,“ skrifar Kolbrún.Börn Kolbrúnar og Söndru.AðsendVísir heyrði í Kolbrúnu fyrr í dag en fjölskyldan er enn í Edinborg og brottför ekki fyrr en á morgun. Hún segist ekki vera leið yfir að vera í Edinborg en leið yfir aðstæðunum sem þær voru settar í með börnin. Hún segir syni sína hafa orðið hrædda við eldvarnirnar og grátið og svo grétu allir þegar í ljós kom að þau fengu ekki að fara í flugvélina. „Svo á maður bara að redda sér með engum fyrirvara gistingu fyrir 6 sem ég gerði og tók lán hjá netgíró til að borga. En ég má víst stofna kröfu en það er ekkert víst að við fáum hótelið endurgreitt,“ segir Kolbrún.Athuga hvort WOW sé bótaskylt Vísir sendi fyrirspurn á WOW Air vegna málsins en í svörum fyrirtækisins kemur fram að þessi tiltekna fjölskylda hefði ekki komist að hliðinu í tæka tíð og því ekki hleypt um borð. Innritun farþega ljúki fimmtán mínútum fyrir brottför. WOW segist hafa tekið tillit til þeirra aðstæðna sem komu upp og færði fjölskylduna strax í næsta flug frá Edinborg en því miður ekki fyrr en á morgun, 24. júlí. Var fjölskyldan beðin um að skila inn kröfu fyrir þeim kostnaði sem hún hefur þurft að leggja út. Þegar henni verður skilað verður farið yfir hvort WOW air sé bótaskylt í þessu tilfelli samkvæmt lögum. Kolbrún tekur fram í samtali við Vísi að hún gat ekki bókað gistingu hvar sem er, verandi með sex manna fjölskyldu og með skömmum fyrirvara. Það var því ekki í boði að fara á ódýrt farfuglaheimili með fjögur börn. Hún tekur einnig fram að hún hefði verið búin að borga fyrir ákveðin sæti í vélinni en nú viti hún ekki hvort þau muni sitja saman eða vera nálægt hvort öðru. Álagið sem myndaðist var þar að auki mikið. „Konan mín er kvíðasjúklingur og flughrædd svo núna kvíðir hún fyrir fluginu á morgun því við eigum engin sæti eða neitt.“
Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent