Kjærsgaard líkt við frekt barn á Íslandi Garðar Örn Úlfarsson skrifar 24. júlí 2018 06:00 Pia Kjærsgaard í pontu á Þingvöllum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Formaður danska þingsins, Pia Kjærsgaard, fær kaldar kveðjur í leiðara danska dagblaðsins Information í gær, vegna viðbragða sinna við mótmælum íslenskra þingmanna á fullveldishátíðinni í síðustu viku. Leiðarahöfundur, Rune Lykkeberg, aðalritstjóri blaðsins, segir Kjærsgaard vera af þeirri tegund fólks sem setur sig upp á móti elítum af þeirri ástæðu einni að þeir tilheyra ekki elítunni sjálfri og eru móðgaðir þess vegna. Á þetta hafi Kjærsgaard minnt í síðustu viku á Þingvöllum. „Það er rausnarlegt í sjálfu sér að bjóða fulltrúa gamla nýlenduveldisins til að fagna sjálfstæði gömlu nýlendunnar. Hún kom ekki sem umdeildi stjórnmálamaðurinn sem stefndi rithöfundinum sem kallaði hana landráðamann og sem samkvæmt hæstarétti má kalla kynþáttahatara. Kjærsgaard kom sem formaður þingsins,“ segir í leiðaranum. Þá er rakið að formaður Samfylkingarinnar hafi gagnrýnt að Kjærsgaard, sem einn helsti talsmaður útlendingahaturs í Evrópu, fengi aðgang að ræðustólnum á svo mikilvægum degi og að Píratar hafi sniðgengið hátíðarhöldin vegna nærveru hennar. Lykkeberg segir Kjærsgaard ekki hafa brugðist við sem handhafi valds sem hafið væri yfir aðstæðurnar. „Hún sagði ekki að auðvitað ættu þau rétt á sínum skoðunum og að það væri ekki hennar sem Dana að mæla fyrir um hvað mætti hugsa og segja á Íslandi. Hún svaraði á hinn bóginn í bræði að framganga þeirra væri ólýðræðisleg.“ Kjærsgaard hafi sagt Pírata eiga við unglingavandamál að stríða og að jafnaðarmenn á Íslandi fyndu augljóslega ekki eigin fætur. Hún hafi sagt að þetta hefði aldrei gerst í Danmörku þar sem Mette Frederiksen réði í Sósíaldemókrataflokknum. „Formaður þingsins hagaði sér eins og unglingur sem stappar í jörðina og æpir og kallar: „Sjáið þið ekki að ég er orðin fullorðin?“ Ekki sé undarlegt að gagnrýnendur á Íslandi eigi bágt með að skilja á milli Kjærsgaard sem stjórnmálamanns og formanns fyrir þjóðþingið. „Það er aftur á móti skrítið, að Pia Kjærsgaard sérstaklega hafi ekki ekki skilið að áhrifavald er ekki eitthvað sem maður fær með því að bera titil.“ Það sé eitthvað sem maður þurfi að vinna fyrir Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Pia Kjærsgaard ekki móðguð en skýtur á Samfylkinguna "Ég hef verið í stjórnmálum í þrjátíu og fimm ár og er því ýmsu vön.“ 19. júlí 2018 18:01 Pia segir gagnrýni þingmanna fáránlega og til skammar Þetta kemur fram í frétt á vef danska miðilsins TV2 þar sem rætt er við Piu og Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, sem gekk af hátíðarfundinum þegar sú fyrrnefnda tók til máls. 19. júlí 2018 12:52 Skiptar skoðanir Dana um Kjærsgaard-málið Fjölmiðlar í Danmörku hafa sýnt eftirköstum hátíðarfundarins á Þingvöllum mikinn áhuga. Virkir Danir í athugasemdum fara einnig mikinn bæði í útlendingaandúð og skoðanaskiptum um móttökurnar sem Pia fékk hér á landi. 20. júlí 2018 06:00 Elísabet Ronaldsdóttir skilar fálkaorðunni: „Get ekki verið í riddaraklúbbi með kynþáttahatara“ Gerir það eftir að hún komst að því að Pia Kjærsgaard hefði fengið fálkaorðuna. 20. júlí 2018 21:16 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fleiri fréttir Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Sjá meira
Formaður danska þingsins, Pia Kjærsgaard, fær kaldar kveðjur í leiðara danska dagblaðsins Information í gær, vegna viðbragða sinna við mótmælum íslenskra þingmanna á fullveldishátíðinni í síðustu viku. Leiðarahöfundur, Rune Lykkeberg, aðalritstjóri blaðsins, segir Kjærsgaard vera af þeirri tegund fólks sem setur sig upp á móti elítum af þeirri ástæðu einni að þeir tilheyra ekki elítunni sjálfri og eru móðgaðir þess vegna. Á þetta hafi Kjærsgaard minnt í síðustu viku á Þingvöllum. „Það er rausnarlegt í sjálfu sér að bjóða fulltrúa gamla nýlenduveldisins til að fagna sjálfstæði gömlu nýlendunnar. Hún kom ekki sem umdeildi stjórnmálamaðurinn sem stefndi rithöfundinum sem kallaði hana landráðamann og sem samkvæmt hæstarétti má kalla kynþáttahatara. Kjærsgaard kom sem formaður þingsins,“ segir í leiðaranum. Þá er rakið að formaður Samfylkingarinnar hafi gagnrýnt að Kjærsgaard, sem einn helsti talsmaður útlendingahaturs í Evrópu, fengi aðgang að ræðustólnum á svo mikilvægum degi og að Píratar hafi sniðgengið hátíðarhöldin vegna nærveru hennar. Lykkeberg segir Kjærsgaard ekki hafa brugðist við sem handhafi valds sem hafið væri yfir aðstæðurnar. „Hún sagði ekki að auðvitað ættu þau rétt á sínum skoðunum og að það væri ekki hennar sem Dana að mæla fyrir um hvað mætti hugsa og segja á Íslandi. Hún svaraði á hinn bóginn í bræði að framganga þeirra væri ólýðræðisleg.“ Kjærsgaard hafi sagt Pírata eiga við unglingavandamál að stríða og að jafnaðarmenn á Íslandi fyndu augljóslega ekki eigin fætur. Hún hafi sagt að þetta hefði aldrei gerst í Danmörku þar sem Mette Frederiksen réði í Sósíaldemókrataflokknum. „Formaður þingsins hagaði sér eins og unglingur sem stappar í jörðina og æpir og kallar: „Sjáið þið ekki að ég er orðin fullorðin?“ Ekki sé undarlegt að gagnrýnendur á Íslandi eigi bágt með að skilja á milli Kjærsgaard sem stjórnmálamanns og formanns fyrir þjóðþingið. „Það er aftur á móti skrítið, að Pia Kjærsgaard sérstaklega hafi ekki ekki skilið að áhrifavald er ekki eitthvað sem maður fær með því að bera titil.“ Það sé eitthvað sem maður þurfi að vinna fyrir
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Pia Kjærsgaard ekki móðguð en skýtur á Samfylkinguna "Ég hef verið í stjórnmálum í þrjátíu og fimm ár og er því ýmsu vön.“ 19. júlí 2018 18:01 Pia segir gagnrýni þingmanna fáránlega og til skammar Þetta kemur fram í frétt á vef danska miðilsins TV2 þar sem rætt er við Piu og Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, sem gekk af hátíðarfundinum þegar sú fyrrnefnda tók til máls. 19. júlí 2018 12:52 Skiptar skoðanir Dana um Kjærsgaard-málið Fjölmiðlar í Danmörku hafa sýnt eftirköstum hátíðarfundarins á Þingvöllum mikinn áhuga. Virkir Danir í athugasemdum fara einnig mikinn bæði í útlendingaandúð og skoðanaskiptum um móttökurnar sem Pia fékk hér á landi. 20. júlí 2018 06:00 Elísabet Ronaldsdóttir skilar fálkaorðunni: „Get ekki verið í riddaraklúbbi með kynþáttahatara“ Gerir það eftir að hún komst að því að Pia Kjærsgaard hefði fengið fálkaorðuna. 20. júlí 2018 21:16 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fleiri fréttir Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Sjá meira
Pia Kjærsgaard ekki móðguð en skýtur á Samfylkinguna "Ég hef verið í stjórnmálum í þrjátíu og fimm ár og er því ýmsu vön.“ 19. júlí 2018 18:01
Pia segir gagnrýni þingmanna fáránlega og til skammar Þetta kemur fram í frétt á vef danska miðilsins TV2 þar sem rætt er við Piu og Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, sem gekk af hátíðarfundinum þegar sú fyrrnefnda tók til máls. 19. júlí 2018 12:52
Skiptar skoðanir Dana um Kjærsgaard-málið Fjölmiðlar í Danmörku hafa sýnt eftirköstum hátíðarfundarins á Þingvöllum mikinn áhuga. Virkir Danir í athugasemdum fara einnig mikinn bæði í útlendingaandúð og skoðanaskiptum um móttökurnar sem Pia fékk hér á landi. 20. júlí 2018 06:00
Elísabet Ronaldsdóttir skilar fálkaorðunni: „Get ekki verið í riddaraklúbbi með kynþáttahatara“ Gerir það eftir að hún komst að því að Pia Kjærsgaard hefði fengið fálkaorðuna. 20. júlí 2018 21:16