Kjærsgaard líkt við frekt barn á Íslandi Garðar Örn Úlfarsson skrifar 24. júlí 2018 06:00 Pia Kjærsgaard í pontu á Þingvöllum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Formaður danska þingsins, Pia Kjærsgaard, fær kaldar kveðjur í leiðara danska dagblaðsins Information í gær, vegna viðbragða sinna við mótmælum íslenskra þingmanna á fullveldishátíðinni í síðustu viku. Leiðarahöfundur, Rune Lykkeberg, aðalritstjóri blaðsins, segir Kjærsgaard vera af þeirri tegund fólks sem setur sig upp á móti elítum af þeirri ástæðu einni að þeir tilheyra ekki elítunni sjálfri og eru móðgaðir þess vegna. Á þetta hafi Kjærsgaard minnt í síðustu viku á Þingvöllum. „Það er rausnarlegt í sjálfu sér að bjóða fulltrúa gamla nýlenduveldisins til að fagna sjálfstæði gömlu nýlendunnar. Hún kom ekki sem umdeildi stjórnmálamaðurinn sem stefndi rithöfundinum sem kallaði hana landráðamann og sem samkvæmt hæstarétti má kalla kynþáttahatara. Kjærsgaard kom sem formaður þingsins,“ segir í leiðaranum. Þá er rakið að formaður Samfylkingarinnar hafi gagnrýnt að Kjærsgaard, sem einn helsti talsmaður útlendingahaturs í Evrópu, fengi aðgang að ræðustólnum á svo mikilvægum degi og að Píratar hafi sniðgengið hátíðarhöldin vegna nærveru hennar. Lykkeberg segir Kjærsgaard ekki hafa brugðist við sem handhafi valds sem hafið væri yfir aðstæðurnar. „Hún sagði ekki að auðvitað ættu þau rétt á sínum skoðunum og að það væri ekki hennar sem Dana að mæla fyrir um hvað mætti hugsa og segja á Íslandi. Hún svaraði á hinn bóginn í bræði að framganga þeirra væri ólýðræðisleg.“ Kjærsgaard hafi sagt Pírata eiga við unglingavandamál að stríða og að jafnaðarmenn á Íslandi fyndu augljóslega ekki eigin fætur. Hún hafi sagt að þetta hefði aldrei gerst í Danmörku þar sem Mette Frederiksen réði í Sósíaldemókrataflokknum. „Formaður þingsins hagaði sér eins og unglingur sem stappar í jörðina og æpir og kallar: „Sjáið þið ekki að ég er orðin fullorðin?“ Ekki sé undarlegt að gagnrýnendur á Íslandi eigi bágt með að skilja á milli Kjærsgaard sem stjórnmálamanns og formanns fyrir þjóðþingið. „Það er aftur á móti skrítið, að Pia Kjærsgaard sérstaklega hafi ekki ekki skilið að áhrifavald er ekki eitthvað sem maður fær með því að bera titil.“ Það sé eitthvað sem maður þurfi að vinna fyrir Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Pia Kjærsgaard ekki móðguð en skýtur á Samfylkinguna "Ég hef verið í stjórnmálum í þrjátíu og fimm ár og er því ýmsu vön.“ 19. júlí 2018 18:01 Pia segir gagnrýni þingmanna fáránlega og til skammar Þetta kemur fram í frétt á vef danska miðilsins TV2 þar sem rætt er við Piu og Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, sem gekk af hátíðarfundinum þegar sú fyrrnefnda tók til máls. 19. júlí 2018 12:52 Skiptar skoðanir Dana um Kjærsgaard-málið Fjölmiðlar í Danmörku hafa sýnt eftirköstum hátíðarfundarins á Þingvöllum mikinn áhuga. Virkir Danir í athugasemdum fara einnig mikinn bæði í útlendingaandúð og skoðanaskiptum um móttökurnar sem Pia fékk hér á landi. 20. júlí 2018 06:00 Elísabet Ronaldsdóttir skilar fálkaorðunni: „Get ekki verið í riddaraklúbbi með kynþáttahatara“ Gerir það eftir að hún komst að því að Pia Kjærsgaard hefði fengið fálkaorðuna. 20. júlí 2018 21:16 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Stefnir í að losunarskuldbindingar náist Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Formaður danska þingsins, Pia Kjærsgaard, fær kaldar kveðjur í leiðara danska dagblaðsins Information í gær, vegna viðbragða sinna við mótmælum íslenskra þingmanna á fullveldishátíðinni í síðustu viku. Leiðarahöfundur, Rune Lykkeberg, aðalritstjóri blaðsins, segir Kjærsgaard vera af þeirri tegund fólks sem setur sig upp á móti elítum af þeirri ástæðu einni að þeir tilheyra ekki elítunni sjálfri og eru móðgaðir þess vegna. Á þetta hafi Kjærsgaard minnt í síðustu viku á Þingvöllum. „Það er rausnarlegt í sjálfu sér að bjóða fulltrúa gamla nýlenduveldisins til að fagna sjálfstæði gömlu nýlendunnar. Hún kom ekki sem umdeildi stjórnmálamaðurinn sem stefndi rithöfundinum sem kallaði hana landráðamann og sem samkvæmt hæstarétti má kalla kynþáttahatara. Kjærsgaard kom sem formaður þingsins,“ segir í leiðaranum. Þá er rakið að formaður Samfylkingarinnar hafi gagnrýnt að Kjærsgaard, sem einn helsti talsmaður útlendingahaturs í Evrópu, fengi aðgang að ræðustólnum á svo mikilvægum degi og að Píratar hafi sniðgengið hátíðarhöldin vegna nærveru hennar. Lykkeberg segir Kjærsgaard ekki hafa brugðist við sem handhafi valds sem hafið væri yfir aðstæðurnar. „Hún sagði ekki að auðvitað ættu þau rétt á sínum skoðunum og að það væri ekki hennar sem Dana að mæla fyrir um hvað mætti hugsa og segja á Íslandi. Hún svaraði á hinn bóginn í bræði að framganga þeirra væri ólýðræðisleg.“ Kjærsgaard hafi sagt Pírata eiga við unglingavandamál að stríða og að jafnaðarmenn á Íslandi fyndu augljóslega ekki eigin fætur. Hún hafi sagt að þetta hefði aldrei gerst í Danmörku þar sem Mette Frederiksen réði í Sósíaldemókrataflokknum. „Formaður þingsins hagaði sér eins og unglingur sem stappar í jörðina og æpir og kallar: „Sjáið þið ekki að ég er orðin fullorðin?“ Ekki sé undarlegt að gagnrýnendur á Íslandi eigi bágt með að skilja á milli Kjærsgaard sem stjórnmálamanns og formanns fyrir þjóðþingið. „Það er aftur á móti skrítið, að Pia Kjærsgaard sérstaklega hafi ekki ekki skilið að áhrifavald er ekki eitthvað sem maður fær með því að bera titil.“ Það sé eitthvað sem maður þurfi að vinna fyrir
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Pia Kjærsgaard ekki móðguð en skýtur á Samfylkinguna "Ég hef verið í stjórnmálum í þrjátíu og fimm ár og er því ýmsu vön.“ 19. júlí 2018 18:01 Pia segir gagnrýni þingmanna fáránlega og til skammar Þetta kemur fram í frétt á vef danska miðilsins TV2 þar sem rætt er við Piu og Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, sem gekk af hátíðarfundinum þegar sú fyrrnefnda tók til máls. 19. júlí 2018 12:52 Skiptar skoðanir Dana um Kjærsgaard-málið Fjölmiðlar í Danmörku hafa sýnt eftirköstum hátíðarfundarins á Þingvöllum mikinn áhuga. Virkir Danir í athugasemdum fara einnig mikinn bæði í útlendingaandúð og skoðanaskiptum um móttökurnar sem Pia fékk hér á landi. 20. júlí 2018 06:00 Elísabet Ronaldsdóttir skilar fálkaorðunni: „Get ekki verið í riddaraklúbbi með kynþáttahatara“ Gerir það eftir að hún komst að því að Pia Kjærsgaard hefði fengið fálkaorðuna. 20. júlí 2018 21:16 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Stefnir í að losunarskuldbindingar náist Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Pia Kjærsgaard ekki móðguð en skýtur á Samfylkinguna "Ég hef verið í stjórnmálum í þrjátíu og fimm ár og er því ýmsu vön.“ 19. júlí 2018 18:01
Pia segir gagnrýni þingmanna fáránlega og til skammar Þetta kemur fram í frétt á vef danska miðilsins TV2 þar sem rætt er við Piu og Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, sem gekk af hátíðarfundinum þegar sú fyrrnefnda tók til máls. 19. júlí 2018 12:52
Skiptar skoðanir Dana um Kjærsgaard-málið Fjölmiðlar í Danmörku hafa sýnt eftirköstum hátíðarfundarins á Þingvöllum mikinn áhuga. Virkir Danir í athugasemdum fara einnig mikinn bæði í útlendingaandúð og skoðanaskiptum um móttökurnar sem Pia fékk hér á landi. 20. júlí 2018 06:00
Elísabet Ronaldsdóttir skilar fálkaorðunni: „Get ekki verið í riddaraklúbbi með kynþáttahatara“ Gerir það eftir að hún komst að því að Pia Kjærsgaard hefði fengið fálkaorðuna. 20. júlí 2018 21:16