Áfram í farbanni eftir að hafa valdið fjöldaárekstri Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. júlí 2018 12:15 Frá vettvangi í júní síðastliðnum. vísir/baldur Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að erlendur karlmaður skuli áfram sæta farbanni, það er til 14. ágúst næstkomandi. Maðurinn er grunaður um að hafa ekið á miklum hraða eftir Reykjanesbraut þann 12. júní síðastliðinn með þeim afleiðingum að hann keyrði á nokkra bíla en lögreglumenn mældu hraða bifreiðarinnar á 136 kílómetra hraða skammt hjá Straumsvík. Skapaði maðurinn mikla hættu fyrir aðra vegfarendur með aksturslagi sínu að mati lögreglu, en í greinargerð lögreglustjóra segir að klukkan 07:43 hafi lögreglu borist tilkynning um svarta bifreið sem ekið var Reykjanesbraut við Voga á Vatnsleysuströnd áleiðis að höfuðborgarsvæðinu. „Samkvæmt tilkynnanda hafi bifreiðinni verið ekið mjög hratt og ógætilega og hafði ökumaður bifreiðarinnar nærri því valdið árekstri vegna aksturslags síns. Á næstu 13 mínútum bárust lögreglu a.m.k. 5 tilkynningar um ofsaakstur samskonar bifreiðar. Greindu tilkynnendur m.a. frá því að ökumaður bifreiðarinnar hefði ekið utan í bifreiðar, auk þess sem hann hefði tekið fram úr öðrum bifreiðum með vítaverðum hætti þannig að hætta hafi skapast fyrir aðra vegfarendur,“ segir í úrskurði héraðsdóms.Skreið út úr bílnum farþegamegin Maðurinn ók svartri Suzuki Swift-bifreið en þegar hann ók framhjá lögreglu við Straumsvík sáu lögreglumenn manninn veifa annarri hönd sinni eins og hann væri að reyna að reka nálæga bíla frá. „Að mati lögreglu hafi skapast við þetta mikil hætta fyrir aðra vegfarendur og þar sem kærði hafi ekið á miðri akbrautinni hafi lögregla þurft að sveigja frá bifreið kærða til að forða árekstri. Lögregla hafi því næst snúið við og hafið eftirför eftir kærða en misst sjónar á kærða vegna þess hve hratt hann hafi ekið. Lögregla hafi ekið áleiðis að Ásholti þar sem sjá mátti að fjölda ökutækja hafði verið ekið út í vegöxlina til að forða árekstri. Er lögregla hafi komið niður að Ásholti hafi lögreglumenn séð reyk leggja frá umferðarþvögu skammt suður af Hlíðartorgi. Þar hafði kærði ekið á nokkra bíla sem hafi setið fastir í umferð. Er lögregla kom á vettvang hafi hún séð kærða skríða út úr bifreið sinni farþegamegin og hafi hann verið handtekinn kl. 07:56,“ segir í úrskurðinum. Flytja þurfti einn ökumann á Landspítalann til aðhlynningar vegna meiðsla en hann hafði hlotið eymsl á hálsi. Þá varð umtalsvert eignatjón vegna háskaaksturs mannsins. Maðurinn mótmælti kröfunni á þeim forsendum að hér á landi væri hann í vinnu og með mun hærri laun en hann fengi í heimalandinu. Því hefði hann enga ástæðu til þess að koma sér úr landi eða undan málsókn. Hvorki Landsréttur né héraðsdómur tóku undir þessi rök mannsins sem eins og áður segir verður áfram í farbanni. Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglan óskar eftir myndböndum af háskaakstri skömmu fyrir tíu bíla áreksturinn Um er að ræða svört Suzuki bifreið. 12. júní 2018 12:29 Einn fluttur á sjúkrahús eftir níu bíla árekstur á Reykjanesbraut Miklar umferðartafir eru nú í Hafnarfirði. 12. júní 2018 08:28 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að erlendur karlmaður skuli áfram sæta farbanni, það er til 14. ágúst næstkomandi. Maðurinn er grunaður um að hafa ekið á miklum hraða eftir Reykjanesbraut þann 12. júní síðastliðinn með þeim afleiðingum að hann keyrði á nokkra bíla en lögreglumenn mældu hraða bifreiðarinnar á 136 kílómetra hraða skammt hjá Straumsvík. Skapaði maðurinn mikla hættu fyrir aðra vegfarendur með aksturslagi sínu að mati lögreglu, en í greinargerð lögreglustjóra segir að klukkan 07:43 hafi lögreglu borist tilkynning um svarta bifreið sem ekið var Reykjanesbraut við Voga á Vatnsleysuströnd áleiðis að höfuðborgarsvæðinu. „Samkvæmt tilkynnanda hafi bifreiðinni verið ekið mjög hratt og ógætilega og hafði ökumaður bifreiðarinnar nærri því valdið árekstri vegna aksturslags síns. Á næstu 13 mínútum bárust lögreglu a.m.k. 5 tilkynningar um ofsaakstur samskonar bifreiðar. Greindu tilkynnendur m.a. frá því að ökumaður bifreiðarinnar hefði ekið utan í bifreiðar, auk þess sem hann hefði tekið fram úr öðrum bifreiðum með vítaverðum hætti þannig að hætta hafi skapast fyrir aðra vegfarendur,“ segir í úrskurði héraðsdóms.Skreið út úr bílnum farþegamegin Maðurinn ók svartri Suzuki Swift-bifreið en þegar hann ók framhjá lögreglu við Straumsvík sáu lögreglumenn manninn veifa annarri hönd sinni eins og hann væri að reyna að reka nálæga bíla frá. „Að mati lögreglu hafi skapast við þetta mikil hætta fyrir aðra vegfarendur og þar sem kærði hafi ekið á miðri akbrautinni hafi lögregla þurft að sveigja frá bifreið kærða til að forða árekstri. Lögregla hafi því næst snúið við og hafið eftirför eftir kærða en misst sjónar á kærða vegna þess hve hratt hann hafi ekið. Lögregla hafi ekið áleiðis að Ásholti þar sem sjá mátti að fjölda ökutækja hafði verið ekið út í vegöxlina til að forða árekstri. Er lögregla hafi komið niður að Ásholti hafi lögreglumenn séð reyk leggja frá umferðarþvögu skammt suður af Hlíðartorgi. Þar hafði kærði ekið á nokkra bíla sem hafi setið fastir í umferð. Er lögregla kom á vettvang hafi hún séð kærða skríða út úr bifreið sinni farþegamegin og hafi hann verið handtekinn kl. 07:56,“ segir í úrskurðinum. Flytja þurfti einn ökumann á Landspítalann til aðhlynningar vegna meiðsla en hann hafði hlotið eymsl á hálsi. Þá varð umtalsvert eignatjón vegna háskaaksturs mannsins. Maðurinn mótmælti kröfunni á þeim forsendum að hér á landi væri hann í vinnu og með mun hærri laun en hann fengi í heimalandinu. Því hefði hann enga ástæðu til þess að koma sér úr landi eða undan málsókn. Hvorki Landsréttur né héraðsdómur tóku undir þessi rök mannsins sem eins og áður segir verður áfram í farbanni.
Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglan óskar eftir myndböndum af háskaakstri skömmu fyrir tíu bíla áreksturinn Um er að ræða svört Suzuki bifreið. 12. júní 2018 12:29 Einn fluttur á sjúkrahús eftir níu bíla árekstur á Reykjanesbraut Miklar umferðartafir eru nú í Hafnarfirði. 12. júní 2018 08:28 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Lögreglan óskar eftir myndböndum af háskaakstri skömmu fyrir tíu bíla áreksturinn Um er að ræða svört Suzuki bifreið. 12. júní 2018 12:29
Einn fluttur á sjúkrahús eftir níu bíla árekstur á Reykjanesbraut Miklar umferðartafir eru nú í Hafnarfirði. 12. júní 2018 08:28