Áfram í farbanni eftir að hafa valdið fjöldaárekstri Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. júlí 2018 12:15 Frá vettvangi í júní síðastliðnum. vísir/baldur Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að erlendur karlmaður skuli áfram sæta farbanni, það er til 14. ágúst næstkomandi. Maðurinn er grunaður um að hafa ekið á miklum hraða eftir Reykjanesbraut þann 12. júní síðastliðinn með þeim afleiðingum að hann keyrði á nokkra bíla en lögreglumenn mældu hraða bifreiðarinnar á 136 kílómetra hraða skammt hjá Straumsvík. Skapaði maðurinn mikla hættu fyrir aðra vegfarendur með aksturslagi sínu að mati lögreglu, en í greinargerð lögreglustjóra segir að klukkan 07:43 hafi lögreglu borist tilkynning um svarta bifreið sem ekið var Reykjanesbraut við Voga á Vatnsleysuströnd áleiðis að höfuðborgarsvæðinu. „Samkvæmt tilkynnanda hafi bifreiðinni verið ekið mjög hratt og ógætilega og hafði ökumaður bifreiðarinnar nærri því valdið árekstri vegna aksturslags síns. Á næstu 13 mínútum bárust lögreglu a.m.k. 5 tilkynningar um ofsaakstur samskonar bifreiðar. Greindu tilkynnendur m.a. frá því að ökumaður bifreiðarinnar hefði ekið utan í bifreiðar, auk þess sem hann hefði tekið fram úr öðrum bifreiðum með vítaverðum hætti þannig að hætta hafi skapast fyrir aðra vegfarendur,“ segir í úrskurði héraðsdóms.Skreið út úr bílnum farþegamegin Maðurinn ók svartri Suzuki Swift-bifreið en þegar hann ók framhjá lögreglu við Straumsvík sáu lögreglumenn manninn veifa annarri hönd sinni eins og hann væri að reyna að reka nálæga bíla frá. „Að mati lögreglu hafi skapast við þetta mikil hætta fyrir aðra vegfarendur og þar sem kærði hafi ekið á miðri akbrautinni hafi lögregla þurft að sveigja frá bifreið kærða til að forða árekstri. Lögregla hafi því næst snúið við og hafið eftirför eftir kærða en misst sjónar á kærða vegna þess hve hratt hann hafi ekið. Lögregla hafi ekið áleiðis að Ásholti þar sem sjá mátti að fjölda ökutækja hafði verið ekið út í vegöxlina til að forða árekstri. Er lögregla hafi komið niður að Ásholti hafi lögreglumenn séð reyk leggja frá umferðarþvögu skammt suður af Hlíðartorgi. Þar hafði kærði ekið á nokkra bíla sem hafi setið fastir í umferð. Er lögregla kom á vettvang hafi hún séð kærða skríða út úr bifreið sinni farþegamegin og hafi hann verið handtekinn kl. 07:56,“ segir í úrskurðinum. Flytja þurfti einn ökumann á Landspítalann til aðhlynningar vegna meiðsla en hann hafði hlotið eymsl á hálsi. Þá varð umtalsvert eignatjón vegna háskaaksturs mannsins. Maðurinn mótmælti kröfunni á þeim forsendum að hér á landi væri hann í vinnu og með mun hærri laun en hann fengi í heimalandinu. Því hefði hann enga ástæðu til þess að koma sér úr landi eða undan málsókn. Hvorki Landsréttur né héraðsdómur tóku undir þessi rök mannsins sem eins og áður segir verður áfram í farbanni. Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglan óskar eftir myndböndum af háskaakstri skömmu fyrir tíu bíla áreksturinn Um er að ræða svört Suzuki bifreið. 12. júní 2018 12:29 Einn fluttur á sjúkrahús eftir níu bíla árekstur á Reykjanesbraut Miklar umferðartafir eru nú í Hafnarfirði. 12. júní 2018 08:28 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að erlendur karlmaður skuli áfram sæta farbanni, það er til 14. ágúst næstkomandi. Maðurinn er grunaður um að hafa ekið á miklum hraða eftir Reykjanesbraut þann 12. júní síðastliðinn með þeim afleiðingum að hann keyrði á nokkra bíla en lögreglumenn mældu hraða bifreiðarinnar á 136 kílómetra hraða skammt hjá Straumsvík. Skapaði maðurinn mikla hættu fyrir aðra vegfarendur með aksturslagi sínu að mati lögreglu, en í greinargerð lögreglustjóra segir að klukkan 07:43 hafi lögreglu borist tilkynning um svarta bifreið sem ekið var Reykjanesbraut við Voga á Vatnsleysuströnd áleiðis að höfuðborgarsvæðinu. „Samkvæmt tilkynnanda hafi bifreiðinni verið ekið mjög hratt og ógætilega og hafði ökumaður bifreiðarinnar nærri því valdið árekstri vegna aksturslags síns. Á næstu 13 mínútum bárust lögreglu a.m.k. 5 tilkynningar um ofsaakstur samskonar bifreiðar. Greindu tilkynnendur m.a. frá því að ökumaður bifreiðarinnar hefði ekið utan í bifreiðar, auk þess sem hann hefði tekið fram úr öðrum bifreiðum með vítaverðum hætti þannig að hætta hafi skapast fyrir aðra vegfarendur,“ segir í úrskurði héraðsdóms.Skreið út úr bílnum farþegamegin Maðurinn ók svartri Suzuki Swift-bifreið en þegar hann ók framhjá lögreglu við Straumsvík sáu lögreglumenn manninn veifa annarri hönd sinni eins og hann væri að reyna að reka nálæga bíla frá. „Að mati lögreglu hafi skapast við þetta mikil hætta fyrir aðra vegfarendur og þar sem kærði hafi ekið á miðri akbrautinni hafi lögregla þurft að sveigja frá bifreið kærða til að forða árekstri. Lögregla hafi því næst snúið við og hafið eftirför eftir kærða en misst sjónar á kærða vegna þess hve hratt hann hafi ekið. Lögregla hafi ekið áleiðis að Ásholti þar sem sjá mátti að fjölda ökutækja hafði verið ekið út í vegöxlina til að forða árekstri. Er lögregla hafi komið niður að Ásholti hafi lögreglumenn séð reyk leggja frá umferðarþvögu skammt suður af Hlíðartorgi. Þar hafði kærði ekið á nokkra bíla sem hafi setið fastir í umferð. Er lögregla kom á vettvang hafi hún séð kærða skríða út úr bifreið sinni farþegamegin og hafi hann verið handtekinn kl. 07:56,“ segir í úrskurðinum. Flytja þurfti einn ökumann á Landspítalann til aðhlynningar vegna meiðsla en hann hafði hlotið eymsl á hálsi. Þá varð umtalsvert eignatjón vegna háskaaksturs mannsins. Maðurinn mótmælti kröfunni á þeim forsendum að hér á landi væri hann í vinnu og með mun hærri laun en hann fengi í heimalandinu. Því hefði hann enga ástæðu til þess að koma sér úr landi eða undan málsókn. Hvorki Landsréttur né héraðsdómur tóku undir þessi rök mannsins sem eins og áður segir verður áfram í farbanni.
Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglan óskar eftir myndböndum af háskaakstri skömmu fyrir tíu bíla áreksturinn Um er að ræða svört Suzuki bifreið. 12. júní 2018 12:29 Einn fluttur á sjúkrahús eftir níu bíla árekstur á Reykjanesbraut Miklar umferðartafir eru nú í Hafnarfirði. 12. júní 2018 08:28 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Sjá meira
Lögreglan óskar eftir myndböndum af háskaakstri skömmu fyrir tíu bíla áreksturinn Um er að ræða svört Suzuki bifreið. 12. júní 2018 12:29
Einn fluttur á sjúkrahús eftir níu bíla árekstur á Reykjanesbraut Miklar umferðartafir eru nú í Hafnarfirði. 12. júní 2018 08:28