Birtu leynilega upptöku af fundi Trump og Cohen Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. júlí 2018 06:26 Michael Cohen hljóðritaði fundi sína með Donald Trump. VÍSIR/AFP CNN birti í gærkvöldi eina af hinum svokölluðu Cohen-upptökum. Um er að ræða upptökur sem þáverandi lögmaður Bandaríkjaforseta, Michael Cohen, gerði meðan hann starfaði fyrir Donald Trump. Í upptökunni sem opinberuð var í gær má heyra Trump og Cohen ræða um að kaupa réttinn að frásögn Playboy-fyrirsætunnar Karen McDougal. Hún heldur því fram að hún og Trump hafi átt í sambandi fyrir um áratug. Hljóðbrotið má heyra hér að neðan. Núverandi lögmaður Cohen lét CNN upptökuna í té enda segir hann upptökuna sanna að skjólstæðingur sinn hafi ekkert sér til saka unnið. Cohen hafi viljað ganga frá greiðslunni eftir löglegum leiðum á meðan Trump krafðist þess að greiðslan yrði innt af hendi með reiðufé. Samtalið átti sér stað í september árið 2016, um tveimur mánuðum fyrir forsetakosningarnar.Sjá einnig: Segir það „mögulega ólöglegt“ að taka upp skjólstæðing sinnAð endingu var það tímaritið National Enquirer sem keypti réttinn að frásögn McDougal fyrir 150 þúsund dali. Tímaritið keypti réttinn til þess eins að birta ekki frásögnina - aðferð sem reglulega er notuð til að þagga niður í óþægilegum málum. Stjórnandi móðurfyrirtækis tímaritsins er David Pecker, náinn vinur og bandamaður Bandaríkjaforseta. Fyrst var greint frá tilvist Cohen-upptakanna í liðinni viku. Lögmaðurinn var einn nánasti samstarfsmaður Trump en sætir nú lögreglurannsókn vegna grunsamlegra fjármálagjörninga. Talið er að Cohen hafi lofað lögreglunni samstarfsvilja sínum með það fyrir augum að hljóta vægari refsingu. Samstarfsvilji Cohen myndi koma Trump sér illa, í ljósi náins sambands þeirra í gegnum árin. Upptökuna sem birtist á CNN má nálgast hér að neðan. Á henni má heyra brot úr samtali Trump og Cohen. Upptakan er þó nokkuð slitrótt og því erfitt að heyra fullkomlega hvert samhengi samtalsins er. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Segir það „mögulega ólöglegt“ að taka upp skjólstæðing sinn Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tjáð sig um upptöku sem alríkislögreglan lagði hald á. 21. júlí 2018 13:42 Playboy-fyrirsæta fær loks að segja sannleikann um Trump Fyrrum Playboy-fyrirsætan Karen McDougal hefur gert dómssátt sem gerir henni kleift að tjá sig um kynni sín við Donald Trump fyrir rúmum áratug síðan. 18. apríl 2018 23:50 Lögmaður Trump tók hann upp ræða greiðslur til Playboy-fyrirsætu Michael D. Cohen, sem starfað hefur sem lögmaður Trump í fjölda ára, á upptöku þar sem forsetinn ræðir greiðslur til Playboy-fyrirsætu sem segist hafa átt í ástarsambandi við Bandaríkjaforsetann. 20. júlí 2018 16:34 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Sjá meira
CNN birti í gærkvöldi eina af hinum svokölluðu Cohen-upptökum. Um er að ræða upptökur sem þáverandi lögmaður Bandaríkjaforseta, Michael Cohen, gerði meðan hann starfaði fyrir Donald Trump. Í upptökunni sem opinberuð var í gær má heyra Trump og Cohen ræða um að kaupa réttinn að frásögn Playboy-fyrirsætunnar Karen McDougal. Hún heldur því fram að hún og Trump hafi átt í sambandi fyrir um áratug. Hljóðbrotið má heyra hér að neðan. Núverandi lögmaður Cohen lét CNN upptökuna í té enda segir hann upptökuna sanna að skjólstæðingur sinn hafi ekkert sér til saka unnið. Cohen hafi viljað ganga frá greiðslunni eftir löglegum leiðum á meðan Trump krafðist þess að greiðslan yrði innt af hendi með reiðufé. Samtalið átti sér stað í september árið 2016, um tveimur mánuðum fyrir forsetakosningarnar.Sjá einnig: Segir það „mögulega ólöglegt“ að taka upp skjólstæðing sinnAð endingu var það tímaritið National Enquirer sem keypti réttinn að frásögn McDougal fyrir 150 þúsund dali. Tímaritið keypti réttinn til þess eins að birta ekki frásögnina - aðferð sem reglulega er notuð til að þagga niður í óþægilegum málum. Stjórnandi móðurfyrirtækis tímaritsins er David Pecker, náinn vinur og bandamaður Bandaríkjaforseta. Fyrst var greint frá tilvist Cohen-upptakanna í liðinni viku. Lögmaðurinn var einn nánasti samstarfsmaður Trump en sætir nú lögreglurannsókn vegna grunsamlegra fjármálagjörninga. Talið er að Cohen hafi lofað lögreglunni samstarfsvilja sínum með það fyrir augum að hljóta vægari refsingu. Samstarfsvilji Cohen myndi koma Trump sér illa, í ljósi náins sambands þeirra í gegnum árin. Upptökuna sem birtist á CNN má nálgast hér að neðan. Á henni má heyra brot úr samtali Trump og Cohen. Upptakan er þó nokkuð slitrótt og því erfitt að heyra fullkomlega hvert samhengi samtalsins er.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Segir það „mögulega ólöglegt“ að taka upp skjólstæðing sinn Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tjáð sig um upptöku sem alríkislögreglan lagði hald á. 21. júlí 2018 13:42 Playboy-fyrirsæta fær loks að segja sannleikann um Trump Fyrrum Playboy-fyrirsætan Karen McDougal hefur gert dómssátt sem gerir henni kleift að tjá sig um kynni sín við Donald Trump fyrir rúmum áratug síðan. 18. apríl 2018 23:50 Lögmaður Trump tók hann upp ræða greiðslur til Playboy-fyrirsætu Michael D. Cohen, sem starfað hefur sem lögmaður Trump í fjölda ára, á upptöku þar sem forsetinn ræðir greiðslur til Playboy-fyrirsætu sem segist hafa átt í ástarsambandi við Bandaríkjaforsetann. 20. júlí 2018 16:34 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Sjá meira
Segir það „mögulega ólöglegt“ að taka upp skjólstæðing sinn Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tjáð sig um upptöku sem alríkislögreglan lagði hald á. 21. júlí 2018 13:42
Playboy-fyrirsæta fær loks að segja sannleikann um Trump Fyrrum Playboy-fyrirsætan Karen McDougal hefur gert dómssátt sem gerir henni kleift að tjá sig um kynni sín við Donald Trump fyrir rúmum áratug síðan. 18. apríl 2018 23:50
Lögmaður Trump tók hann upp ræða greiðslur til Playboy-fyrirsætu Michael D. Cohen, sem starfað hefur sem lögmaður Trump í fjölda ára, á upptöku þar sem forsetinn ræðir greiðslur til Playboy-fyrirsætu sem segist hafa átt í ástarsambandi við Bandaríkjaforsetann. 20. júlí 2018 16:34