Svæðið undir níðþungu sviðinu stærsta spurningamerkið Hersir Aron Ólafsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 25. júlí 2018 21:21 Varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir stórtónleika Guns N' Roses á Laugardalsvelli hafa gengið vel og tónleikagesti upp til hópa hafa komið vel fram, þrátt fyrir talsverða ölvun. Vallarstjóri var ekki enn farinn heim eftir gærkvöldið þegar fréttastofa náði af honum tali fyrr í dag enda þarf að undirbúa knattspyrnuleik á morgun. Strax og tónleikunum lauk í kringum miðnætti í gær var hafist handa við frágang. Sérstakt gólf var lagt yfir grasið til að hlífa því sem best.Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri á Laugardalsvelli.Mynd/SkjáskotÞegar fréttastofu bar að garði síðdegis var búið að taka gólfið af hluta vallarins og leit grasið nokkuð vel út, vallarstjórinn segir hins vegar að svæðið sem var undir níþungu sviðinu sé stærsta spurningamerkið – en það verði að skýrast síðar í kvöld. „Ég hafði ekki miklar áhyggjur af þessu svæði þannig séð, þetta voru þrír, fjórir dagar með svona viðurkenndu gólfi en bakslagið getur komið svo sem. Þó það sé grænt núna getur það komið í hausinn á okkur seinna, en þetta lítur nokkuð vel út núna og leikur á morgun,“ segir Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri á Laugardalsvelli. Hann segir því engin grið gefinn, enda verði að vera hægt að spila fótbolta á vellinum eftir sólarhring. „Ég er ekki enn þá farinn heim eftir gærkvöldið og lagði mig í tvo tíma hérna inni í kompu. Svo fáum við aukamannskap á eftir.“Árni Friðleifsson, varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Skjáskot/Stöð2Fjölmennt lið lögreglu stóð vaktina í dalnum í gær, lokaði götum og fylgdist með gangi mála. Einn var handtekinn eftir líkamsárás, en varðstjóri segir að önnur alvarleg atvik hafi ekki komið upp. „Gæslan inni á tónleikasvæðinu vísaði þremur mönnum af svæðinu og miðað við þennan fjölda þá er þetta ekkert til að tala um,“ Árni Friðleifsson, varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir kvöldið hafa verið prófstein á svo umfangsmikið tónleikahald á svæðinu og það hafi heppnast vel. Ekki fékkst viðtal við tónleikahaldara í dag, en þeir höfðu áður gefið út gestafjölda upp á um 25 þúsund manns. Árni segir það líklega ekki fjarri lagi. „Ég verð bara að hrósa tónleikagestum sem komu hérna í gær. Það virtust flestir koma til að skemmta sér og hlusta á rokkbandið og vissulega er einhver ölvun en hún var ekki til neinna vandræða þannig séð.“En skyldi varðstjórinn sjálfur vera hrifinn af rokktónlist? „Jú, jú, þetta var mikill hávaði hérna í gær, það verður að segjast eins og er. En ég er svona meiri diskókóngur heldur en þetta.“ Lögreglumál Tónlist Tengdar fréttir Lögregla þakkar fyrir „stórkostlega sýningu“ Guns N‘ Roses Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti í dag svipmyndir af eftirliti lögreglu á tónleikum Guns N' Roses í gær. 25. júlí 2018 18:31 Sjáðu Guns N´ Roses taka Paradise City og Welcome to the Jungle í Reykjavík Stórtónleikar Guns N´Roses fóru fram á Laugardalsvelli í gærkvöldi og er talið að um 25 þúsund manns hafi séð rokkarana spila í Reykjavík. 25. júlí 2018 13:00 Axl tilfinningaríkur á sviðinu áður en hann flutti lagið sem var tileinkað vini hans Knockin' On Heaven's Door er sögufrægt lag sem Bod Dylan gaf fyrst út árið 1965. Bæði Eric Clapton og Guns N´Roses hafa gefið út mjög vinsælar ábreiður af laginu og tók sveitin lagið á stórtónleikum sínum á Laugardalsvelli í gærkvöldi. 25. júlí 2018 14:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Fleiri fréttir Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Sjá meira
Varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir stórtónleika Guns N' Roses á Laugardalsvelli hafa gengið vel og tónleikagesti upp til hópa hafa komið vel fram, þrátt fyrir talsverða ölvun. Vallarstjóri var ekki enn farinn heim eftir gærkvöldið þegar fréttastofa náði af honum tali fyrr í dag enda þarf að undirbúa knattspyrnuleik á morgun. Strax og tónleikunum lauk í kringum miðnætti í gær var hafist handa við frágang. Sérstakt gólf var lagt yfir grasið til að hlífa því sem best.Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri á Laugardalsvelli.Mynd/SkjáskotÞegar fréttastofu bar að garði síðdegis var búið að taka gólfið af hluta vallarins og leit grasið nokkuð vel út, vallarstjórinn segir hins vegar að svæðið sem var undir níþungu sviðinu sé stærsta spurningamerkið – en það verði að skýrast síðar í kvöld. „Ég hafði ekki miklar áhyggjur af þessu svæði þannig séð, þetta voru þrír, fjórir dagar með svona viðurkenndu gólfi en bakslagið getur komið svo sem. Þó það sé grænt núna getur það komið í hausinn á okkur seinna, en þetta lítur nokkuð vel út núna og leikur á morgun,“ segir Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri á Laugardalsvelli. Hann segir því engin grið gefinn, enda verði að vera hægt að spila fótbolta á vellinum eftir sólarhring. „Ég er ekki enn þá farinn heim eftir gærkvöldið og lagði mig í tvo tíma hérna inni í kompu. Svo fáum við aukamannskap á eftir.“Árni Friðleifsson, varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Skjáskot/Stöð2Fjölmennt lið lögreglu stóð vaktina í dalnum í gær, lokaði götum og fylgdist með gangi mála. Einn var handtekinn eftir líkamsárás, en varðstjóri segir að önnur alvarleg atvik hafi ekki komið upp. „Gæslan inni á tónleikasvæðinu vísaði þremur mönnum af svæðinu og miðað við þennan fjölda þá er þetta ekkert til að tala um,“ Árni Friðleifsson, varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir kvöldið hafa verið prófstein á svo umfangsmikið tónleikahald á svæðinu og það hafi heppnast vel. Ekki fékkst viðtal við tónleikahaldara í dag, en þeir höfðu áður gefið út gestafjölda upp á um 25 þúsund manns. Árni segir það líklega ekki fjarri lagi. „Ég verð bara að hrósa tónleikagestum sem komu hérna í gær. Það virtust flestir koma til að skemmta sér og hlusta á rokkbandið og vissulega er einhver ölvun en hún var ekki til neinna vandræða þannig séð.“En skyldi varðstjórinn sjálfur vera hrifinn af rokktónlist? „Jú, jú, þetta var mikill hávaði hérna í gær, það verður að segjast eins og er. En ég er svona meiri diskókóngur heldur en þetta.“
Lögreglumál Tónlist Tengdar fréttir Lögregla þakkar fyrir „stórkostlega sýningu“ Guns N‘ Roses Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti í dag svipmyndir af eftirliti lögreglu á tónleikum Guns N' Roses í gær. 25. júlí 2018 18:31 Sjáðu Guns N´ Roses taka Paradise City og Welcome to the Jungle í Reykjavík Stórtónleikar Guns N´Roses fóru fram á Laugardalsvelli í gærkvöldi og er talið að um 25 þúsund manns hafi séð rokkarana spila í Reykjavík. 25. júlí 2018 13:00 Axl tilfinningaríkur á sviðinu áður en hann flutti lagið sem var tileinkað vini hans Knockin' On Heaven's Door er sögufrægt lag sem Bod Dylan gaf fyrst út árið 1965. Bæði Eric Clapton og Guns N´Roses hafa gefið út mjög vinsælar ábreiður af laginu og tók sveitin lagið á stórtónleikum sínum á Laugardalsvelli í gærkvöldi. 25. júlí 2018 14:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Fleiri fréttir Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Sjá meira
Lögregla þakkar fyrir „stórkostlega sýningu“ Guns N‘ Roses Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti í dag svipmyndir af eftirliti lögreglu á tónleikum Guns N' Roses í gær. 25. júlí 2018 18:31
Sjáðu Guns N´ Roses taka Paradise City og Welcome to the Jungle í Reykjavík Stórtónleikar Guns N´Roses fóru fram á Laugardalsvelli í gærkvöldi og er talið að um 25 þúsund manns hafi séð rokkarana spila í Reykjavík. 25. júlí 2018 13:00
Axl tilfinningaríkur á sviðinu áður en hann flutti lagið sem var tileinkað vini hans Knockin' On Heaven's Door er sögufrægt lag sem Bod Dylan gaf fyrst út árið 1965. Bæði Eric Clapton og Guns N´Roses hafa gefið út mjög vinsælar ábreiður af laginu og tók sveitin lagið á stórtónleikum sínum á Laugardalsvelli í gærkvöldi. 25. júlí 2018 14:00