Almannagjá milli þings og þjóðar Sverrir Björnsson skrifar 26. júlí 2018 07:00 Í síðustu viku bauð Alþingi sjálfu sér og þjóðinni til hátíðarfundar á Þingvöllum. Útkoman varð einhver pínlegasta athöfn Íslandssögunnar. Þingmenn brunuðu til fundarins á bílastyrkjunum sínum en þjóðin lét ekki sjá sig. Fulltrúar þjóðarinnar voru örfáir langniðurrigndir sumarbústaðabúar úr nærsveitum sem kúrðu handan gjárinnar sem hefðbundið er orðið að hafa milli þings og þjóðar á hátíðisdögum. Gjá sem breikkar og gliðnar eftir því sem launabilið milli yfirstéttar og almennings eykst. Já, þetta var myndrænt og vandræðalegt. Grunaði engan í fílabeinsturninum að Íslendingar eru ekkert fyrir tilgerð og snobb, finnst það í besta falli kátbroslegt? Til að kóróna vandræðaganginn var fasista frá Danmörku boðið að flytja hátíðarræðuna. Það eina sem lyfti athöfninni á hærra plan voru nokkrir mótmælendur með snjóhvíta íslenska fána, auðir stólar Pírata og Helga Vala. Mótmæli eru einn af hornsteinum lýðræðisins, réttur þegnanna til að láta álit sitt í ljós og veita yfirvöldum aðhald. Fýlutónninn í Steingrími, Bjarna og Guðlaugi vegna þess að mótmælin voru úr takt við formsatriði athafnarinnar gerði ekki annað en að dýpka gjána, því flestir aðrir vita að uppgangur fasismans er raunveruleg ógn við lýðræðið og við henni þarf að bregðast hvar sem hún birtist. Helvítis gjáin raskar ró valdhafanna sem sjá almenning helst í mótmælastöðum fyrir utan vinnustað sinn og fyllast ótta, því tvisvar frá hruni hafa mótmælendur sópað þeim út úr húsinu. Þess vegna var eitt af fyrstu verkum ríkisstjórnarinnar að setja hrúgu milljóna í að styrkja Alþingi og flokkana. Þau hefðu getað sparað þjóðinni peninginn, traust verður ekki keypt, það er áunnið. Milljónunum hefði verið betur varið í að hjálpa þeim sem alþingismenn lofsyngja mest í hátíðaræðum sínum, en þessa daga voru komandi kynslóðir í mestu vandræðum með að komast í heiminn og greyjunum hent hingað og þangað um landið í móðurkviði. Ástæðan sú að fjármálaráðherra og ríkisstjórn eru ákveðin í að eitt ríkasta land heims verði áfram láglaunaland. Það er ekki hægt að segja annað en mótmælin hafi tekist vel. Fálkaorðurnar fljúga heim til Bessastaða, Danir eru flestir í sjöunda himni með að fasistinn þeirra var rassskelltur opinberlega á Þingvöllum og samfélagsumræðan er á fullu. Hversu mikið á að láta yfir sig ganga? Hvernig á að taka á fasismanum? Hversu lengi eigum við að vera stillt og prúð í klafa formsatriða þegar okkur ofbýður? Þetta er góð umræða fyrir lýðræðið í landinu. Já, mikilvægi mótmæla fyrir lýðræðið verður seint ofmetið og ágætt að rifja upp núna þegar elskaðasta mótmælanda lýðveldisins, Jóni blessuðum Sigurðssyni, var ekki boðið á Alþingishátíðina 1874. Líklega vegna þess að fáum árum áður stóð hann uppi í hárinu á yfirvöldum og mælti gullkorn íslenskrar mótmælasögu. Orð sem ávallt munu hvetja þjóðina til að láta ekki hvað sem er yfir sig ganga þegjandi og hljóðalaust: „Vér mótmælum allir.“Höfundur er hönnuður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu viku bauð Alþingi sjálfu sér og þjóðinni til hátíðarfundar á Þingvöllum. Útkoman varð einhver pínlegasta athöfn Íslandssögunnar. Þingmenn brunuðu til fundarins á bílastyrkjunum sínum en þjóðin lét ekki sjá sig. Fulltrúar þjóðarinnar voru örfáir langniðurrigndir sumarbústaðabúar úr nærsveitum sem kúrðu handan gjárinnar sem hefðbundið er orðið að hafa milli þings og þjóðar á hátíðisdögum. Gjá sem breikkar og gliðnar eftir því sem launabilið milli yfirstéttar og almennings eykst. Já, þetta var myndrænt og vandræðalegt. Grunaði engan í fílabeinsturninum að Íslendingar eru ekkert fyrir tilgerð og snobb, finnst það í besta falli kátbroslegt? Til að kóróna vandræðaganginn var fasista frá Danmörku boðið að flytja hátíðarræðuna. Það eina sem lyfti athöfninni á hærra plan voru nokkrir mótmælendur með snjóhvíta íslenska fána, auðir stólar Pírata og Helga Vala. Mótmæli eru einn af hornsteinum lýðræðisins, réttur þegnanna til að láta álit sitt í ljós og veita yfirvöldum aðhald. Fýlutónninn í Steingrími, Bjarna og Guðlaugi vegna þess að mótmælin voru úr takt við formsatriði athafnarinnar gerði ekki annað en að dýpka gjána, því flestir aðrir vita að uppgangur fasismans er raunveruleg ógn við lýðræðið og við henni þarf að bregðast hvar sem hún birtist. Helvítis gjáin raskar ró valdhafanna sem sjá almenning helst í mótmælastöðum fyrir utan vinnustað sinn og fyllast ótta, því tvisvar frá hruni hafa mótmælendur sópað þeim út úr húsinu. Þess vegna var eitt af fyrstu verkum ríkisstjórnarinnar að setja hrúgu milljóna í að styrkja Alþingi og flokkana. Þau hefðu getað sparað þjóðinni peninginn, traust verður ekki keypt, það er áunnið. Milljónunum hefði verið betur varið í að hjálpa þeim sem alþingismenn lofsyngja mest í hátíðaræðum sínum, en þessa daga voru komandi kynslóðir í mestu vandræðum með að komast í heiminn og greyjunum hent hingað og þangað um landið í móðurkviði. Ástæðan sú að fjármálaráðherra og ríkisstjórn eru ákveðin í að eitt ríkasta land heims verði áfram láglaunaland. Það er ekki hægt að segja annað en mótmælin hafi tekist vel. Fálkaorðurnar fljúga heim til Bessastaða, Danir eru flestir í sjöunda himni með að fasistinn þeirra var rassskelltur opinberlega á Þingvöllum og samfélagsumræðan er á fullu. Hversu mikið á að láta yfir sig ganga? Hvernig á að taka á fasismanum? Hversu lengi eigum við að vera stillt og prúð í klafa formsatriða þegar okkur ofbýður? Þetta er góð umræða fyrir lýðræðið í landinu. Já, mikilvægi mótmæla fyrir lýðræðið verður seint ofmetið og ágætt að rifja upp núna þegar elskaðasta mótmælanda lýðveldisins, Jóni blessuðum Sigurðssyni, var ekki boðið á Alþingishátíðina 1874. Líklega vegna þess að fáum árum áður stóð hann uppi í hárinu á yfirvöldum og mælti gullkorn íslenskrar mótmælasögu. Orð sem ávallt munu hvetja þjóðina til að láta ekki hvað sem er yfir sig ganga þegjandi og hljóðalaust: „Vér mótmælum allir.“Höfundur er hönnuður
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun