Lestrargaldur allt árið Guðbjörg R. Þórisdóttir skrifar 26. júlí 2018 07:00 Nú er farið að síga á seinni hluta sumarleyfa nemenda um allt land og ekki seinna vænna að taka sér bók í hönd og hita sig dálítið upp fyrir haustið. Líklegt er að yfir 90% grunnskólanema landsins fari í lesfimipróf í september og þá er gott að vera búinn að æfa sig vel áður en skólinn byrjar því lestrarfærnin, eins og annað sem ekki er þjálfað reglulega, dalar ef lítið eða ekkert er lesið. Ef ekkert hefur verið lesið í þrjá mánuði má reikna með afturför sem því nemur og því eru sumir nemendur ekki búnir að ná fyrri færni aftur fyrr en í nóvember. Fæstir verða glaðir með það að sýna lakari árangur að hausti en að vori svo það er um að gera að spýta í lófana, drífa sig á bókasafnið eða dusta rykið af bókinni sem liggur undir rúmi og byrjað var að lesa. Gott er að lesa í korter á dag og þar sem það eru 96 korter í einum sólarhring verða vonandi fæstir í vandræðum með að finna sér tíma til að lesa. Einnig er gott að lesa fyrstu eða síðustu blaðsíðuna upphátt tvisvar fyrir sjálfan sig á meðan verið er að komast í gang en annars getur hver og einn þjálfað sig eins og honum eða henni líkar best. Lykilatriðið er að lesa og þá er líklegt að allir verði sáttir við frammistöðu sína á lesfimiprófinu í haust. Góð frammistaða á lesfimiprófum ætti þó ekki að vera eina ástæðan fyrir sumarlestri eða lestri allan ársins hring því reglulegur lestur hefur marga kosti í för með sér. Þeir sem eru duglegir að lesa hafa betri málþroska, þeir eru flinkari málnotendur þar sem þeir hafa meiri orðaforða og betri lesskilning en þeir sem lesa lítið eða ekkert. Duglegir lesarar þekkja ritmálið einnig vel og eru því oftast betri í ritun, stafsetningu og málfræði en þeir sem lesa sjaldan. Og þar sem stór hluti náms fer fram í gegnum tungumálið skiptir miklu máli að kunna það vel. Orð eru nefnilega verkfæri hugsunarinnar og sá sem á vel búna verkfærakistu getur byggt flóknari hluti og leyst fjölbreyttari verkefni en sá sem á bara hamar. Svo má ekki gleyma galdri ritmálsins þar sem heimur höfundarins og heimur lesarans mætast. Þar verður til nokkurs konar samtal á forsendum beggja og þegar vel tekst til flytur textinn lesarann á slóðir sem hann þekkir ekki, hann öðlast hlutdeild í reynslu annarra og umburðarlyndi, samhygð og sannleika í veganesti sem endist út lífið. Kostir lestrar eru því óteljandi og því er um að gera að finna nú heppilegt korter til að taka sér bók í hönd!Höfundur er sérfræðingur í læsi hjá Menntamálastofnun Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Íslenska á tækniöld Skóla - og menntamál Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er farið að síga á seinni hluta sumarleyfa nemenda um allt land og ekki seinna vænna að taka sér bók í hönd og hita sig dálítið upp fyrir haustið. Líklegt er að yfir 90% grunnskólanema landsins fari í lesfimipróf í september og þá er gott að vera búinn að æfa sig vel áður en skólinn byrjar því lestrarfærnin, eins og annað sem ekki er þjálfað reglulega, dalar ef lítið eða ekkert er lesið. Ef ekkert hefur verið lesið í þrjá mánuði má reikna með afturför sem því nemur og því eru sumir nemendur ekki búnir að ná fyrri færni aftur fyrr en í nóvember. Fæstir verða glaðir með það að sýna lakari árangur að hausti en að vori svo það er um að gera að spýta í lófana, drífa sig á bókasafnið eða dusta rykið af bókinni sem liggur undir rúmi og byrjað var að lesa. Gott er að lesa í korter á dag og þar sem það eru 96 korter í einum sólarhring verða vonandi fæstir í vandræðum með að finna sér tíma til að lesa. Einnig er gott að lesa fyrstu eða síðustu blaðsíðuna upphátt tvisvar fyrir sjálfan sig á meðan verið er að komast í gang en annars getur hver og einn þjálfað sig eins og honum eða henni líkar best. Lykilatriðið er að lesa og þá er líklegt að allir verði sáttir við frammistöðu sína á lesfimiprófinu í haust. Góð frammistaða á lesfimiprófum ætti þó ekki að vera eina ástæðan fyrir sumarlestri eða lestri allan ársins hring því reglulegur lestur hefur marga kosti í för með sér. Þeir sem eru duglegir að lesa hafa betri málþroska, þeir eru flinkari málnotendur þar sem þeir hafa meiri orðaforða og betri lesskilning en þeir sem lesa lítið eða ekkert. Duglegir lesarar þekkja ritmálið einnig vel og eru því oftast betri í ritun, stafsetningu og málfræði en þeir sem lesa sjaldan. Og þar sem stór hluti náms fer fram í gegnum tungumálið skiptir miklu máli að kunna það vel. Orð eru nefnilega verkfæri hugsunarinnar og sá sem á vel búna verkfærakistu getur byggt flóknari hluti og leyst fjölbreyttari verkefni en sá sem á bara hamar. Svo má ekki gleyma galdri ritmálsins þar sem heimur höfundarins og heimur lesarans mætast. Þar verður til nokkurs konar samtal á forsendum beggja og þegar vel tekst til flytur textinn lesarann á slóðir sem hann þekkir ekki, hann öðlast hlutdeild í reynslu annarra og umburðarlyndi, samhygð og sannleika í veganesti sem endist út lífið. Kostir lestrar eru því óteljandi og því er um að gera að finna nú heppilegt korter til að taka sér bók í hönd!Höfundur er sérfræðingur í læsi hjá Menntamálastofnun
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar