Ólafur Darri í tökum með Jennifer Aniston og Adam Sandler: „Þetta er erfitt líf“ Stefán Árni Pálsson skrifar 26. júlí 2018 10:30 Kvikmyndin Murder Mystery er tekin upp í Kanada og á Ítalíu. „Nú er ég hér á ítölsku ríveríunni. Þetta er erfitt líf,“ segir leikarinn Ólafur Darri Ólafsson í Bítinu á Bylgjunni í morgun en hann er í tökum á gamanmyndinni Murder Mystery á Ítalíu. Með aðalhlutverk í kvikmyndinni fara þau Jennifer Aniston, Adam Sandler, Gemma Arterton og Luke Evans. Murder Mystery var tekin upp í Kanada og nú á Ítalíu. „Ég held að ég þurfi í raun lítið að segja frá því um hvað þessi mynd fjallar, því það liggur í raun og veru í titli myndarinnar, hún heitir nú Murder Mystery. Þetta verður ansi skemmtilegt.“ Ólafur leikur stórt hlutverk í auglýsingu fyrir Reykjavíkurmaraþoninu. „Þetta er í raun og veru í fyrsta skipti sem ég tek á sprett. Ég er meiri labbkall heldur en hlaupkall. Ég var einmitt að taka upp atriði í gær við ströndina og þá var ég að hugsa hvernig ég ætti að undirbúa mig fyrir Reykjavíkurmaraþonið. Maður heyrir svo oft hvað andlegi hlutinn sé stór og mikilvægur. Það tala margir um að hlaupa á vegg og svona. Því er ég rosalega mikið að hugsa um þetta og undirbúa mig andlega,“ segir leikarinn léttur á því. Ólafur segist hafa tekið þátt í maraþoninu einu sinni áður. „Þá hljóp ég tíu kílómetra og það var alveg ótrúlega gaman. Ég hlakka til að fara aftur og þetta var alveg einstök stemning. Fólkið í götunum er í svo mikilli stemningu og svona. Þetta var ótrúlega gaman og mikill fílingur á svæðinu.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni. Bíó og sjónvarp Mest lesið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
„Nú er ég hér á ítölsku ríveríunni. Þetta er erfitt líf,“ segir leikarinn Ólafur Darri Ólafsson í Bítinu á Bylgjunni í morgun en hann er í tökum á gamanmyndinni Murder Mystery á Ítalíu. Með aðalhlutverk í kvikmyndinni fara þau Jennifer Aniston, Adam Sandler, Gemma Arterton og Luke Evans. Murder Mystery var tekin upp í Kanada og nú á Ítalíu. „Ég held að ég þurfi í raun lítið að segja frá því um hvað þessi mynd fjallar, því það liggur í raun og veru í titli myndarinnar, hún heitir nú Murder Mystery. Þetta verður ansi skemmtilegt.“ Ólafur leikur stórt hlutverk í auglýsingu fyrir Reykjavíkurmaraþoninu. „Þetta er í raun og veru í fyrsta skipti sem ég tek á sprett. Ég er meiri labbkall heldur en hlaupkall. Ég var einmitt að taka upp atriði í gær við ströndina og þá var ég að hugsa hvernig ég ætti að undirbúa mig fyrir Reykjavíkurmaraþonið. Maður heyrir svo oft hvað andlegi hlutinn sé stór og mikilvægur. Það tala margir um að hlaupa á vegg og svona. Því er ég rosalega mikið að hugsa um þetta og undirbúa mig andlega,“ segir leikarinn léttur á því. Ólafur segist hafa tekið þátt í maraþoninu einu sinni áður. „Þá hljóp ég tíu kílómetra og það var alveg ótrúlega gaman. Ég hlakka til að fara aftur og þetta var alveg einstök stemning. Fólkið í götunum er í svo mikilli stemningu og svona. Þetta var ótrúlega gaman og mikill fílingur á svæðinu.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira