Staða Landsbankans góð þó að arðgreiðslur séu hærri en hagnaður Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 26. júlí 2018 17:46 VÍSIR/GVA Hagnaður Landsbankans var 11,6 milljarðar króna eftir skatt á fyrri helmingi þessa árs. Verði staðan svipuð á seinni hluta árs er ljóst að hagnaður ársins verður minni en arðgreiðslur bankans á sama tímabili. Á aðalfundi Landsbankans í mars var samþykkt að bankinn greiddi út arð sem nemur 24,8 milljörðum króna á þessu ári, sömu upphæð og árið áður. Samkvæmt arðgreiðslustefnu bankans er gert ráð fyrir að reglulegar arðgreiðslur verði að jafnaði 60-80% af hagnaði fyrra árs, fyrir utan sérstakar arðgreiðslur „til að auka hagkvæmni í fjármagnsskipan bankans“. Samkvæmt þeirri stefnu var ákveðið að greiða annars vegar rúmlega 15 milljarða arð (78% af hagnaði ársins) og hins vegar sérstakan arð sem nemur tæplega 9,5 milljörðum. Arðgreiðslur bankans frá 2013 eru þá orðnar samtals 131,7 milljarðar króna. Þessar upphæðir renna að mestu í ríkissjóð þar sem ríkið er aðaleigandi bankans. Samkvæmt nýbirtu uppgjöri bankans fyrir fyrri helming 2018 var bæði hagnaður og arðsemi eigin fjár aðeins minni en á sama tímabili í fyrra. Mest virðist muna um eins og hálfs milljarða samdrátt í „öðrum rekstrartekjum“, sem skýrist aðallega af óhagstæðum aðstæðum á verðbréfamörkuðum samkvæmt uppgjörinu. Eigið fé Landsbankans var 232,1 milljarður króna í lok júní og eiginfjárhlutfall 24,1%. Í tilkynningu bankans segir: „Útlán og innlán hjá Landsbankanum jukust talsvert milli tímabila sem endurspeglar bæði vaxandi umsvif í þjóðfélaginu og aukna markaðshlutdeild bankans sem mælist nú 37,9% meðal einstaklinga og 37,1% meðal fyrirtækja. Viðskipti Tengdar fréttir Landsbankinn greiðir út tæpa 25 milljarða í arð Ríkið fær nær allan arðinn í sinn hluti sem langstærsti eigandi bankans. 21. mars 2018 19:30 Ríkið fær 9 milljarða í sérstakri arðgreiðslu frá Landsbankanum Bankaráð Landsbankans, sem er að 98 prósenta hluta í eigu íslenska ríkisins, hefur lagt það til við aðalfund bankans, sem verður haldinn næstkomandi miðvikudag, að greiða sérstaka arðgreiðslu til hluthafa upp á samtals 9.456 milljónir króna. 15. mars 2018 06:00 Bónusgreiðslur hjá Landsbankanum brutu gegn lögum um fjármálafyrirtæki Fjármálaeftirlitið telur að kaupaukagreiðslur sem tíðkuðust í Landsbankanum á árunum 2014-2016 hafi brotið gegn lögum um fjármálafyrirtæki þar sem engu kaupaukakerfi hafi verið til að dreifa hjá bankanum. FME mun hins vegar ekki beita viðurlögum þar sem bankinn hefur þegar brugðist við athugasemdum eftirlitsins að mati þess. 5. apríl 2018 13:56 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Vatnsbúskapurinn fer batnandi Viðskipti innlent Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Sjá meira
Hagnaður Landsbankans var 11,6 milljarðar króna eftir skatt á fyrri helmingi þessa árs. Verði staðan svipuð á seinni hluta árs er ljóst að hagnaður ársins verður minni en arðgreiðslur bankans á sama tímabili. Á aðalfundi Landsbankans í mars var samþykkt að bankinn greiddi út arð sem nemur 24,8 milljörðum króna á þessu ári, sömu upphæð og árið áður. Samkvæmt arðgreiðslustefnu bankans er gert ráð fyrir að reglulegar arðgreiðslur verði að jafnaði 60-80% af hagnaði fyrra árs, fyrir utan sérstakar arðgreiðslur „til að auka hagkvæmni í fjármagnsskipan bankans“. Samkvæmt þeirri stefnu var ákveðið að greiða annars vegar rúmlega 15 milljarða arð (78% af hagnaði ársins) og hins vegar sérstakan arð sem nemur tæplega 9,5 milljörðum. Arðgreiðslur bankans frá 2013 eru þá orðnar samtals 131,7 milljarðar króna. Þessar upphæðir renna að mestu í ríkissjóð þar sem ríkið er aðaleigandi bankans. Samkvæmt nýbirtu uppgjöri bankans fyrir fyrri helming 2018 var bæði hagnaður og arðsemi eigin fjár aðeins minni en á sama tímabili í fyrra. Mest virðist muna um eins og hálfs milljarða samdrátt í „öðrum rekstrartekjum“, sem skýrist aðallega af óhagstæðum aðstæðum á verðbréfamörkuðum samkvæmt uppgjörinu. Eigið fé Landsbankans var 232,1 milljarður króna í lok júní og eiginfjárhlutfall 24,1%. Í tilkynningu bankans segir: „Útlán og innlán hjá Landsbankanum jukust talsvert milli tímabila sem endurspeglar bæði vaxandi umsvif í þjóðfélaginu og aukna markaðshlutdeild bankans sem mælist nú 37,9% meðal einstaklinga og 37,1% meðal fyrirtækja.
Viðskipti Tengdar fréttir Landsbankinn greiðir út tæpa 25 milljarða í arð Ríkið fær nær allan arðinn í sinn hluti sem langstærsti eigandi bankans. 21. mars 2018 19:30 Ríkið fær 9 milljarða í sérstakri arðgreiðslu frá Landsbankanum Bankaráð Landsbankans, sem er að 98 prósenta hluta í eigu íslenska ríkisins, hefur lagt það til við aðalfund bankans, sem verður haldinn næstkomandi miðvikudag, að greiða sérstaka arðgreiðslu til hluthafa upp á samtals 9.456 milljónir króna. 15. mars 2018 06:00 Bónusgreiðslur hjá Landsbankanum brutu gegn lögum um fjármálafyrirtæki Fjármálaeftirlitið telur að kaupaukagreiðslur sem tíðkuðust í Landsbankanum á árunum 2014-2016 hafi brotið gegn lögum um fjármálafyrirtæki þar sem engu kaupaukakerfi hafi verið til að dreifa hjá bankanum. FME mun hins vegar ekki beita viðurlögum þar sem bankinn hefur þegar brugðist við athugasemdum eftirlitsins að mati þess. 5. apríl 2018 13:56 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Vatnsbúskapurinn fer batnandi Viðskipti innlent Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Sjá meira
Landsbankinn greiðir út tæpa 25 milljarða í arð Ríkið fær nær allan arðinn í sinn hluti sem langstærsti eigandi bankans. 21. mars 2018 19:30
Ríkið fær 9 milljarða í sérstakri arðgreiðslu frá Landsbankanum Bankaráð Landsbankans, sem er að 98 prósenta hluta í eigu íslenska ríkisins, hefur lagt það til við aðalfund bankans, sem verður haldinn næstkomandi miðvikudag, að greiða sérstaka arðgreiðslu til hluthafa upp á samtals 9.456 milljónir króna. 15. mars 2018 06:00
Bónusgreiðslur hjá Landsbankanum brutu gegn lögum um fjármálafyrirtæki Fjármálaeftirlitið telur að kaupaukagreiðslur sem tíðkuðust í Landsbankanum á árunum 2014-2016 hafi brotið gegn lögum um fjármálafyrirtæki þar sem engu kaupaukakerfi hafi verið til að dreifa hjá bankanum. FME mun hins vegar ekki beita viðurlögum þar sem bankinn hefur þegar brugðist við athugasemdum eftirlitsins að mati þess. 5. apríl 2018 13:56