Korktappar María Bjarnadóttir skrifar 27. júlí 2018 07:00 Í nýlegri bók, Fólkið gegn tækninni, fjallar blaðamaðurinn Jamie Bartlett um áhrif internetsins á lýðræðið. Hann telur ástæðu til að grípa til aðgerða áður en lýðræðið eins og við þekkjum það liðast í sundur. Hann segir sótt að réttindum einstaklinga með hinni hröðu tækniþróun, en ekki síður að stofnunum sem mynda stoðir lýðræðislegra samfélaga. Hann tekur sem dæmi stöðu fjölmiðla sem standi frammi fyrir fjármögnunarvanda sem takmarki getu þeirra til að standa undir hlutverki sínu sem fjórða valdið. Hugsanlega eru þetta engar fréttir. Varla fyrir fjölmiðla. Fjölmiðlar stýra ekki lengur aðgengi að upplýsingum og fréttum. Með netinu hafa einstaklingar aðgang að áður óþekktu umfangi af upplýsingum, þó að það sé óhætt að halda því fram að magn og gæði fari þar ekki alltaf saman. Í krafti tækninnar geta fréttir, upplýsingar og skoðanir á örskotsstundu orðið aðgengilegar öllum, alltaf, alls staðar. Um leið og þessi veruleiki hefur verið valdeflandi og upplýsandi fyrir einstaklinga og hópa, hafa falsfréttir, rangfærslur og lygar fengið vængi og valdið tortryggni, ýtt undir samsæriskenningar og grafið undan trausti í samfélögum manna. Það má vel vera að sumar þeirra séu ekki traustsins verðar hvort eð er. Það er þó óþægilegt að velta þessu fyrir sér í samhengi við rúmlega hálfrar aldar gamlan boðskap stjórnmálaheimspekingsins Hönnuh Arendt. Hún sagði að ef borgarar fljóti um eins og korktappar í ólgusjó, óvissir um hverju megi treysta eða trúa, verði þeir ginnkeyptir fyrir boðskap lýðskrumara. Ætli internetið sé ólgusjór? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu María Bjarnadóttir Tækni Mest lesið Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Í nýlegri bók, Fólkið gegn tækninni, fjallar blaðamaðurinn Jamie Bartlett um áhrif internetsins á lýðræðið. Hann telur ástæðu til að grípa til aðgerða áður en lýðræðið eins og við þekkjum það liðast í sundur. Hann segir sótt að réttindum einstaklinga með hinni hröðu tækniþróun, en ekki síður að stofnunum sem mynda stoðir lýðræðislegra samfélaga. Hann tekur sem dæmi stöðu fjölmiðla sem standi frammi fyrir fjármögnunarvanda sem takmarki getu þeirra til að standa undir hlutverki sínu sem fjórða valdið. Hugsanlega eru þetta engar fréttir. Varla fyrir fjölmiðla. Fjölmiðlar stýra ekki lengur aðgengi að upplýsingum og fréttum. Með netinu hafa einstaklingar aðgang að áður óþekktu umfangi af upplýsingum, þó að það sé óhætt að halda því fram að magn og gæði fari þar ekki alltaf saman. Í krafti tækninnar geta fréttir, upplýsingar og skoðanir á örskotsstundu orðið aðgengilegar öllum, alltaf, alls staðar. Um leið og þessi veruleiki hefur verið valdeflandi og upplýsandi fyrir einstaklinga og hópa, hafa falsfréttir, rangfærslur og lygar fengið vængi og valdið tortryggni, ýtt undir samsæriskenningar og grafið undan trausti í samfélögum manna. Það má vel vera að sumar þeirra séu ekki traustsins verðar hvort eð er. Það er þó óþægilegt að velta þessu fyrir sér í samhengi við rúmlega hálfrar aldar gamlan boðskap stjórnmálaheimspekingsins Hönnuh Arendt. Hún sagði að ef borgarar fljóti um eins og korktappar í ólgusjó, óvissir um hverju megi treysta eða trúa, verði þeir ginnkeyptir fyrir boðskap lýðskrumara. Ætli internetið sé ólgusjór?
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar