Nýjasta níðyrðið Sif Sigmarsdóttir skrifar 28. júlí 2018 08:00 Árið 1945 birti bandaríska dagblaðið New York Times frétt um splunkunýjan þjóðfélagshóp sem kallaðist unglingar. Í greininni voru talin upp tíu „mannréttindi“ sem blaðinu fannst að þessi hópur ætti að fá. Mannréttindin voru: 1) Rétturinn til að teljast ekki lengur barn 2) Rétturinn til að ráða eigin lífi 3) Rétturinn til að gera mistök og finna út úr hlutunum upp á eigin spýtur 4) Rétturinn til að fá útskýringar á reglum í stað þess að þurfa einfaldlega að hlíta þeim möglunarlaust 5) Rétturinn til að skemmta sér og eiga vini 6) Rétturinn til að efast 7) Rétturinn til rómantíkur 8) Rétturinn til sanngjarnra tækifæra 9) Rétturinn til að fá hjálp þegar á þarf að halda 10) Rétturinn til að skapa sér eigin lífsskoðanir Unglingar hafa alltaf verið til. Samt eru þeir uppfinning sem rekja má til tuttugustu aldar. Samkvæmt Íslenskri orðabók þýðir orðið unglingur „ungur maður á aldrinum frá um 13 til 17–18 ára“. Enginn fer úr því að vera þrettán ára beint í að verða nítján. Fyrstu heimildir um notkun orðsins unglingur í íslensku máli er að finna í rímnahandriti frá 17. öld. Hvernig má það þá vera að unglingar séu nýir af nálinni? Mestalla mannkynssöguna gafst lítill tími fyrir unglingsár. Börn voru látin vinna myrkranna á milli og meðalaldur fólks var lágur. En þegar barnaþrælkun þótti ekki lengur siðferðilega réttlætanleg og meðalaldur fólks tók að hækka skapaðist svigrúm fyrir nýtt æviskeið. Unglingurinn varð til sem sérstakur þjóðfélagshópur með sín eigin einkenni, hugmyndir, smekk, útlit, fjárráð og kröfur. Í meira en hálfa öld hafa unglingar og ungt fólk farið fyrir helstu samfélagsbreytingum, tískustraumum, menningarstefnum og tæknibyltingum sem átt hafa sér stað: Rokkið, Bítlaæðið, blómabörnin, pönkararnir. friðarhreyfingin, mannréttindabaráttan, Gleðigangan, Druslugangan (sem einmitt fer fram í dag). Því æskan býr yfir einstöku óttaleysi. Unglingar eru ævintýragjarnir, tilfinninganæmir og svo fallega hrifnæmir. Æskan er einskis handbendi. Hún er réttsýn, djörf, frjó og sterk. Gott mál. Eða hvað?Daður við forneskjuna Enn er rætt um hátíðarfund Alþingis sem fram fór á Þingvöllum fyrr í mánuðinum þar sem þess var minnst að 100 ár eru liðin frá því að sambandslögin voru undirrituð. Hart hefur verið deilt um Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins og alræmdan þjóðernissinna, sem fékk að ávarpa samkomuna en eins og frægt er orðið sniðgengu þingmenn Pírata fundinn vegna Piu. Í kjölfar fundarins gagnrýndi Pia Pírata. Hún sagði þá haga sér eins og illa upp aldir unglingar. Í liðinni viku skammaði ritstjóri danska blaðsins Information hins vegar Piu. Hann lét hana fá það óþvegið í leiðara blaðsins þar sem hann sagði að það væri hún sem hagaði sér „eins og unglingur sem stappar í jörðina og æpir og kallar“. Frá því að forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, tók við embætti hefur honum gjarnan verið líkt við smábarn. Þarlendir fjölmiðlar hafa hins vegar fært sig upp á skaftið nýverið. Tímaritið New Yorker og dagblaðið Washington Post hafa birt greinar þar sem færð eru rök fyrir því að Trump eigi alls ekki að kalla smábarn – slíkt sé móðgun við smábörn – heldur sé nær lagi að líkja honum við ungling. Það segir margt um samtímann og daður hans við forneskjuna að nýjasta níðyrðið er orðið unglingur. Unglingar eiga betra skilið. En ekki nóg með það. Ef við hin tækjum þá okkur oftar til fyrirmyndar lifðum við kannski ekki á tímum er þröngsýni, fordómar og mannhatur teljast í auknum mæli til dyggða en víðsýni, samkennd og örlæti til lasta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 1945 birti bandaríska dagblaðið New York Times frétt um splunkunýjan þjóðfélagshóp sem kallaðist unglingar. Í greininni voru talin upp tíu „mannréttindi“ sem blaðinu fannst að þessi hópur ætti að fá. Mannréttindin voru: 1) Rétturinn til að teljast ekki lengur barn 2) Rétturinn til að ráða eigin lífi 3) Rétturinn til að gera mistök og finna út úr hlutunum upp á eigin spýtur 4) Rétturinn til að fá útskýringar á reglum í stað þess að þurfa einfaldlega að hlíta þeim möglunarlaust 5) Rétturinn til að skemmta sér og eiga vini 6) Rétturinn til að efast 7) Rétturinn til rómantíkur 8) Rétturinn til sanngjarnra tækifæra 9) Rétturinn til að fá hjálp þegar á þarf að halda 10) Rétturinn til að skapa sér eigin lífsskoðanir Unglingar hafa alltaf verið til. Samt eru þeir uppfinning sem rekja má til tuttugustu aldar. Samkvæmt Íslenskri orðabók þýðir orðið unglingur „ungur maður á aldrinum frá um 13 til 17–18 ára“. Enginn fer úr því að vera þrettán ára beint í að verða nítján. Fyrstu heimildir um notkun orðsins unglingur í íslensku máli er að finna í rímnahandriti frá 17. öld. Hvernig má það þá vera að unglingar séu nýir af nálinni? Mestalla mannkynssöguna gafst lítill tími fyrir unglingsár. Börn voru látin vinna myrkranna á milli og meðalaldur fólks var lágur. En þegar barnaþrælkun þótti ekki lengur siðferðilega réttlætanleg og meðalaldur fólks tók að hækka skapaðist svigrúm fyrir nýtt æviskeið. Unglingurinn varð til sem sérstakur þjóðfélagshópur með sín eigin einkenni, hugmyndir, smekk, útlit, fjárráð og kröfur. Í meira en hálfa öld hafa unglingar og ungt fólk farið fyrir helstu samfélagsbreytingum, tískustraumum, menningarstefnum og tæknibyltingum sem átt hafa sér stað: Rokkið, Bítlaæðið, blómabörnin, pönkararnir. friðarhreyfingin, mannréttindabaráttan, Gleðigangan, Druslugangan (sem einmitt fer fram í dag). Því æskan býr yfir einstöku óttaleysi. Unglingar eru ævintýragjarnir, tilfinninganæmir og svo fallega hrifnæmir. Æskan er einskis handbendi. Hún er réttsýn, djörf, frjó og sterk. Gott mál. Eða hvað?Daður við forneskjuna Enn er rætt um hátíðarfund Alþingis sem fram fór á Þingvöllum fyrr í mánuðinum þar sem þess var minnst að 100 ár eru liðin frá því að sambandslögin voru undirrituð. Hart hefur verið deilt um Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins og alræmdan þjóðernissinna, sem fékk að ávarpa samkomuna en eins og frægt er orðið sniðgengu þingmenn Pírata fundinn vegna Piu. Í kjölfar fundarins gagnrýndi Pia Pírata. Hún sagði þá haga sér eins og illa upp aldir unglingar. Í liðinni viku skammaði ritstjóri danska blaðsins Information hins vegar Piu. Hann lét hana fá það óþvegið í leiðara blaðsins þar sem hann sagði að það væri hún sem hagaði sér „eins og unglingur sem stappar í jörðina og æpir og kallar“. Frá því að forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, tók við embætti hefur honum gjarnan verið líkt við smábarn. Þarlendir fjölmiðlar hafa hins vegar fært sig upp á skaftið nýverið. Tímaritið New Yorker og dagblaðið Washington Post hafa birt greinar þar sem færð eru rök fyrir því að Trump eigi alls ekki að kalla smábarn – slíkt sé móðgun við smábörn – heldur sé nær lagi að líkja honum við ungling. Það segir margt um samtímann og daður hans við forneskjuna að nýjasta níðyrðið er orðið unglingur. Unglingar eiga betra skilið. En ekki nóg með það. Ef við hin tækjum þá okkur oftar til fyrirmyndar lifðum við kannski ekki á tímum er þröngsýni, fordómar og mannhatur teljast í auknum mæli til dyggða en víðsýni, samkennd og örlæti til lasta.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun