Trump tilnefndi heittrúaðan kaþólikka Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. júlí 2018 05:58 Bandaríkjaforseti tekur hér í hönd Brett Kavanaugh í gærkvöldi. Vísir/Ap Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt Brett Kavanaugh sem nýjan dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna. Forsetinn tilkynnti um val sitt á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gærkvöldi þar sem hann lýsti Kavanaugh sem „frábærum lögfræðingi.“ Verði hann samþykktur mun hann fylla í skarð hæstaréttadómarans Anthony Kennedy, sem tilkynnti óvænt í síðasta mánuði að hann ætlaði að setjast í helgan stein. Hinn tilnefndi starfar við áfrýjunardómstól í höfuðborginni og var ráðgjafi George W. Bush þegar hann gegndi embætti forseta. Ætla má að nú hefjist mikil átök í bandarískum stjórnmálum því öldungadeild Bandaríkjaþings þarf að samþykkja tilnefningu forsetans. Hæstaréttardómarar eru skipaðir ævilangt og hafa úrskurðir þeirra haft mikil áhrif á þróun dóms- og félagsmála í landinu. Þannig getur Kavanaugh, verði hann samþykktur, mótað Bandaríkin löngu eftir að embættistíð Donald Trump lýkur.Sjá einnig: Tímabil frjálslyndis líður undir lok með dómaraskipan Trumps Andstæðingar forsetans óttast um afdrif frjálslyndra úrskurða réttarins í gegnum árin; eins og þegar kemur að fóstureyðingum, samkynja hjónaböndum og innflytjendastefnu Bandaríkjanna. Þær áhyggjur eru ekki alveg úr lausu lofti gripnar. Kavanaugh er lýst sem heittrúuðum kaþólikka sem skrifað hefur fræðigrein um að ekki ætti að vera hægt að rannsaka meint lögbrot Bandaríkjaforseta meðan þeir gegna embætti. Greinendur telja að fræðigreinin hafi spilað stóran þátt í tilnefningunni, enda kunni Kavanaugh að þurfa að dæma um mál sem upp koma vegna rannsóknar Roberts Mueller á íhlutun Rússa í forsetakosningunum árið 2016. Þá lýsti hann sig andsnúinn því á dögunum að ólölegur innflytjandi á unglingsaldri fengi að undirgangast fóstureyðingu. Tilnefningin fer nú fyrir bandaríska þingið og vonast forsetinn til að hún verði samþykkt áður en gengið verður til þingkosninga í nóvember. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Tímabil frjálslyndis líður undir lok með dómaraskipan Trumps Skipan dómara við hæstarétt Bandaríkjanna getur haft mótandi áhrif á samfélagið allt næstu áratugi. Í þessari fréttaskýringu er farið yfir sögulega þýðingu hæstaréttar og hvernig sveiflur í hugmyndafræði dómara fyrr á árum hafa enn djúpstæð áhrif í dag. 28. júní 2018 15:00 Bandarískur hæstaréttardómari sest í helgan stein Líklegt er að Hæstiréttur Bandaríkjanna taki sveiflu til hægri því Trump forseti færi nú tækifæri til að skipa íhaldsmann í réttinn. Íhaldsmenn kæmust þá í meirihluta í réttinum. 27. júní 2018 18:20 Ákvörðun Kennedys sending af himnum fyrir Repúblikana Það stefnir í hörð átök í bandarískum stjórnmálum í kjölfar ákvörðunar hæstaréttardómarans Anthonys Kennedy um að láta af störfum í sumar. Friðjón R. Friðjónsson, almannatengill og áhugamaður um bandarísk stjórnmál, segir ákvörðunina himnasendingu fyrir Repúblikana. Reiknað er með skipun íhaldsmanns. 29. júní 2018 06:00 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt Brett Kavanaugh sem nýjan dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna. Forsetinn tilkynnti um val sitt á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gærkvöldi þar sem hann lýsti Kavanaugh sem „frábærum lögfræðingi.“ Verði hann samþykktur mun hann fylla í skarð hæstaréttadómarans Anthony Kennedy, sem tilkynnti óvænt í síðasta mánuði að hann ætlaði að setjast í helgan stein. Hinn tilnefndi starfar við áfrýjunardómstól í höfuðborginni og var ráðgjafi George W. Bush þegar hann gegndi embætti forseta. Ætla má að nú hefjist mikil átök í bandarískum stjórnmálum því öldungadeild Bandaríkjaþings þarf að samþykkja tilnefningu forsetans. Hæstaréttardómarar eru skipaðir ævilangt og hafa úrskurðir þeirra haft mikil áhrif á þróun dóms- og félagsmála í landinu. Þannig getur Kavanaugh, verði hann samþykktur, mótað Bandaríkin löngu eftir að embættistíð Donald Trump lýkur.Sjá einnig: Tímabil frjálslyndis líður undir lok með dómaraskipan Trumps Andstæðingar forsetans óttast um afdrif frjálslyndra úrskurða réttarins í gegnum árin; eins og þegar kemur að fóstureyðingum, samkynja hjónaböndum og innflytjendastefnu Bandaríkjanna. Þær áhyggjur eru ekki alveg úr lausu lofti gripnar. Kavanaugh er lýst sem heittrúuðum kaþólikka sem skrifað hefur fræðigrein um að ekki ætti að vera hægt að rannsaka meint lögbrot Bandaríkjaforseta meðan þeir gegna embætti. Greinendur telja að fræðigreinin hafi spilað stóran þátt í tilnefningunni, enda kunni Kavanaugh að þurfa að dæma um mál sem upp koma vegna rannsóknar Roberts Mueller á íhlutun Rússa í forsetakosningunum árið 2016. Þá lýsti hann sig andsnúinn því á dögunum að ólölegur innflytjandi á unglingsaldri fengi að undirgangast fóstureyðingu. Tilnefningin fer nú fyrir bandaríska þingið og vonast forsetinn til að hún verði samþykkt áður en gengið verður til þingkosninga í nóvember.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Tímabil frjálslyndis líður undir lok með dómaraskipan Trumps Skipan dómara við hæstarétt Bandaríkjanna getur haft mótandi áhrif á samfélagið allt næstu áratugi. Í þessari fréttaskýringu er farið yfir sögulega þýðingu hæstaréttar og hvernig sveiflur í hugmyndafræði dómara fyrr á árum hafa enn djúpstæð áhrif í dag. 28. júní 2018 15:00 Bandarískur hæstaréttardómari sest í helgan stein Líklegt er að Hæstiréttur Bandaríkjanna taki sveiflu til hægri því Trump forseti færi nú tækifæri til að skipa íhaldsmann í réttinn. Íhaldsmenn kæmust þá í meirihluta í réttinum. 27. júní 2018 18:20 Ákvörðun Kennedys sending af himnum fyrir Repúblikana Það stefnir í hörð átök í bandarískum stjórnmálum í kjölfar ákvörðunar hæstaréttardómarans Anthonys Kennedy um að láta af störfum í sumar. Friðjón R. Friðjónsson, almannatengill og áhugamaður um bandarísk stjórnmál, segir ákvörðunina himnasendingu fyrir Repúblikana. Reiknað er með skipun íhaldsmanns. 29. júní 2018 06:00 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Tímabil frjálslyndis líður undir lok með dómaraskipan Trumps Skipan dómara við hæstarétt Bandaríkjanna getur haft mótandi áhrif á samfélagið allt næstu áratugi. Í þessari fréttaskýringu er farið yfir sögulega þýðingu hæstaréttar og hvernig sveiflur í hugmyndafræði dómara fyrr á árum hafa enn djúpstæð áhrif í dag. 28. júní 2018 15:00
Bandarískur hæstaréttardómari sest í helgan stein Líklegt er að Hæstiréttur Bandaríkjanna taki sveiflu til hægri því Trump forseti færi nú tækifæri til að skipa íhaldsmann í réttinn. Íhaldsmenn kæmust þá í meirihluta í réttinum. 27. júní 2018 18:20
Ákvörðun Kennedys sending af himnum fyrir Repúblikana Það stefnir í hörð átök í bandarískum stjórnmálum í kjölfar ákvörðunar hæstaréttardómarans Anthonys Kennedy um að láta af störfum í sumar. Friðjón R. Friðjónsson, almannatengill og áhugamaður um bandarísk stjórnmál, segir ákvörðunina himnasendingu fyrir Repúblikana. Reiknað er með skipun íhaldsmanns. 29. júní 2018 06:00