Næturstaður forsetahjónanna í London víggirtur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. júlí 2018 16:00 Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er kominn í opinbera heimsókn til Bretlands. Air Force One þota forsetans lenti á Stanstead-flugvelli fyrr í dag. Trump mun dvelja í sendiherrabústað bandaríska sendiherrans í London sem hefur verið víggirtur fyrir komu forsetans. Trump og Melaniu, eiginkonu hans, var flogið með þyrlu til bústaðarins við komuna þar sem þau munu dvelja í nótt. Verktakar hafa undanfarna daga unnið hörðum höndum að því að víggirða bústaðinn og nágrenni. Þá er lögreglan í Bretlandi með mikinn viðbúnað vegna komu forsetans. Forsetahjónin munu reyndar ekki dvelja lengi í London en á morgun er gert ráð fyrir að Trump fundi með Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, auk þess sem að hann mun heilsa upp á Elísabetu Englandsdrottningu og sötra te með henni og öðrum við hirð hennar í Windsor-kastala.Verktakar hafa unnið að því að víggirða sendiherrabústað bandaríska sendiherrans í London.Vísir/GettyBúist er við miklum mótmælum í London vegna komu Trumps og gert er ráð fyrir því að risastórri eftirmynd af barnungum Trump verði flogið yfir London á meðan Trump dvelur á Bretlandi. Trump virðist þó ekki hafa miklar áhyggjur af fyrirhuguðum mótmælum og tjáði hann sig um þau á blaðamannafundi í Brussel á morgun áður en hann yfirgaf leiðtogafund NATO-ríkjanna. „Já, það verða kannski mótmæli en ég held að Bretar, Skotar og Írar, eins og þið vitið á ég fasteignir á Írlandi, ég á fasteignir víða, ég held að þessu fólki líki vel við mig og séu sammála mér í innflytjendamálum,“ sagði Trump. Donald Trump Tengdar fréttir Segir Trump vera „einhyrning á baki einhyrnings á leið yfir regnboga“ í nýrri bók Sean Spicer, fyrrverandi fjölmiðlafulltrúi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur skrifað bók um skammlíft tímabil sitt í þjónustu forsetans. Hann fer afar fögrum orðum um Trump 12. júlí 2018 13:45 Trump lýsti yfir sigri á óvæntum blaðamannafundi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hélt óvæntan blaðamannafund í Brussel í dag, í kjölfar fundar hans með leiðtogum Atlantshafsbandalagsins (NATO). 12. júlí 2018 10:52 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sandra tekin við af Guðbrandi Innlent Fleiri fréttir Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er kominn í opinbera heimsókn til Bretlands. Air Force One þota forsetans lenti á Stanstead-flugvelli fyrr í dag. Trump mun dvelja í sendiherrabústað bandaríska sendiherrans í London sem hefur verið víggirtur fyrir komu forsetans. Trump og Melaniu, eiginkonu hans, var flogið með þyrlu til bústaðarins við komuna þar sem þau munu dvelja í nótt. Verktakar hafa undanfarna daga unnið hörðum höndum að því að víggirða bústaðinn og nágrenni. Þá er lögreglan í Bretlandi með mikinn viðbúnað vegna komu forsetans. Forsetahjónin munu reyndar ekki dvelja lengi í London en á morgun er gert ráð fyrir að Trump fundi með Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, auk þess sem að hann mun heilsa upp á Elísabetu Englandsdrottningu og sötra te með henni og öðrum við hirð hennar í Windsor-kastala.Verktakar hafa unnið að því að víggirða sendiherrabústað bandaríska sendiherrans í London.Vísir/GettyBúist er við miklum mótmælum í London vegna komu Trumps og gert er ráð fyrir því að risastórri eftirmynd af barnungum Trump verði flogið yfir London á meðan Trump dvelur á Bretlandi. Trump virðist þó ekki hafa miklar áhyggjur af fyrirhuguðum mótmælum og tjáði hann sig um þau á blaðamannafundi í Brussel á morgun áður en hann yfirgaf leiðtogafund NATO-ríkjanna. „Já, það verða kannski mótmæli en ég held að Bretar, Skotar og Írar, eins og þið vitið á ég fasteignir á Írlandi, ég á fasteignir víða, ég held að þessu fólki líki vel við mig og séu sammála mér í innflytjendamálum,“ sagði Trump.
Donald Trump Tengdar fréttir Segir Trump vera „einhyrning á baki einhyrnings á leið yfir regnboga“ í nýrri bók Sean Spicer, fyrrverandi fjölmiðlafulltrúi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur skrifað bók um skammlíft tímabil sitt í þjónustu forsetans. Hann fer afar fögrum orðum um Trump 12. júlí 2018 13:45 Trump lýsti yfir sigri á óvæntum blaðamannafundi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hélt óvæntan blaðamannafund í Brussel í dag, í kjölfar fundar hans með leiðtogum Atlantshafsbandalagsins (NATO). 12. júlí 2018 10:52 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sandra tekin við af Guðbrandi Innlent Fleiri fréttir Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Sjá meira
Segir Trump vera „einhyrning á baki einhyrnings á leið yfir regnboga“ í nýrri bók Sean Spicer, fyrrverandi fjölmiðlafulltrúi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur skrifað bók um skammlíft tímabil sitt í þjónustu forsetans. Hann fer afar fögrum orðum um Trump 12. júlí 2018 13:45
Trump lýsti yfir sigri á óvæntum blaðamannafundi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hélt óvæntan blaðamannafund í Brussel í dag, í kjölfar fundar hans með leiðtogum Atlantshafsbandalagsins (NATO). 12. júlí 2018 10:52