Kristján handviss um að hvalurinn sé blendingur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. júlí 2018 16:31 Kristján Loftsson er forstjóri Hvals. Vísir/Getty „Ég er algjörleg viss um það að þetta sé blendingshvalur,“ hefur BBC eftir Kristjáni Loftssyni, forstjóra Hvals ehf. sem hefur verið miðpunktur fjölmiðlaumfjöllunar víða um heim eftir að dýraverndunarsamtök sökuðu Hval um að hafa veitt fágætan blending langreyðar og steypireyðar.BBC og Telegraph í Bretlandi og CNN eru meðal fjölmiðla sem fjallað hafa um málið en sérfræðingur sem CNN ræddi við telur víst að hvalurinn sem veiddur var hafi verið steypireyður. Reynist það rétt gæti það haft afleiðingar í för með sér fyrir Hval ehf. þar sem tegundin hefur verið friðuð við Íslandsstrendur frá árinu 1960.Stundin hefur fjallaðum málið síðustu daga þar sem meðal annars er rætt við Gísla Arnór Víkingsson, sjávarlíffræðing hjá Hafrannsóknarstofnun sem segir að af myndum af dæma sé líklegast að um blending langreyðar og steipireyðar sé að ræða en DNA-próf mun leiða endanlega í ljós hvers konar hvalategund var veidd. Þrátt fyrir að slíkur blendingur sé fágætur er hann ekki friðaður og segir Kristján í samtali við CNN að hvalveiðimennirnir þekki muninn á steypireyðum og langreyðum.„Við höfum aldrei veitt steipireyði frá því að þeir voru friðaðir hér. Við sjáum þá í hafinu en þegar við komum að þeim eru þeir svo sérstakir að við látum þá vera,“ hefur CNN eftir Kristjáni.Hefur hann svipaða sögu að segja við The Telegraph í Bretlandi þar sem hann segir að umræddur hvalur hafi hagað sér eins og langreyður enda sé auðvelt að þekkja muninn á hvalategundunum.Segir hann að hvalveiðimennirnir hafi veitt hinn umrædda hval enda talið víst að um langreyði væri að ræða. Þegar þeir tóku hann að bátnum komu hins vegar einkenni í ljós, rákir á kviði hvalsins, sem ekki hafi sést í sjónum. Það stemmi við aðra blendingshvali sem Hvalur hafi veitt.„Þetta er eins og langreyður, þetta hagar sér eins og langreyður,“ er haft eftir Kristjáni. „Þetta var veitt sem langreyður en þetta er líklega blendingshvalur, ég er nokkuð viss um það.“UmfjöllunBBC,TelegraphogCNN. Sjávarútvegur Tengdar fréttir Hvalur 8 dreginn í Hvalfjörð Dráttarbáturinn Magni er nú á leið inn Hvalfjörð með hvalveiðiskipið Hval 8 í dragi. 2. júlí 2018 09:56 Hvalur seldi birgðir af hval fyrir 860 milljónir Hvalur seldi hvalaafurðir fyrir 863 milljónir króna á síðasta rekstrarári félagsins sem lauk í september í fyrra. 4. júlí 2018 06:00 „Hversu oft langar ykkur að sjá þetta?“ Náttúruverndarsamtökin Sea Shepard hafa sent frá sér áróðursmyndband gegn hvalveiðum Hvals hf., sem endurvaktar voru í sumar. 6. júlí 2018 08:04 Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Fleiri fréttir Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Sjá meira
„Ég er algjörleg viss um það að þetta sé blendingshvalur,“ hefur BBC eftir Kristjáni Loftssyni, forstjóra Hvals ehf. sem hefur verið miðpunktur fjölmiðlaumfjöllunar víða um heim eftir að dýraverndunarsamtök sökuðu Hval um að hafa veitt fágætan blending langreyðar og steypireyðar.BBC og Telegraph í Bretlandi og CNN eru meðal fjölmiðla sem fjallað hafa um málið en sérfræðingur sem CNN ræddi við telur víst að hvalurinn sem veiddur var hafi verið steypireyður. Reynist það rétt gæti það haft afleiðingar í för með sér fyrir Hval ehf. þar sem tegundin hefur verið friðuð við Íslandsstrendur frá árinu 1960.Stundin hefur fjallaðum málið síðustu daga þar sem meðal annars er rætt við Gísla Arnór Víkingsson, sjávarlíffræðing hjá Hafrannsóknarstofnun sem segir að af myndum af dæma sé líklegast að um blending langreyðar og steipireyðar sé að ræða en DNA-próf mun leiða endanlega í ljós hvers konar hvalategund var veidd. Þrátt fyrir að slíkur blendingur sé fágætur er hann ekki friðaður og segir Kristján í samtali við CNN að hvalveiðimennirnir þekki muninn á steypireyðum og langreyðum.„Við höfum aldrei veitt steipireyði frá því að þeir voru friðaðir hér. Við sjáum þá í hafinu en þegar við komum að þeim eru þeir svo sérstakir að við látum þá vera,“ hefur CNN eftir Kristjáni.Hefur hann svipaða sögu að segja við The Telegraph í Bretlandi þar sem hann segir að umræddur hvalur hafi hagað sér eins og langreyður enda sé auðvelt að þekkja muninn á hvalategundunum.Segir hann að hvalveiðimennirnir hafi veitt hinn umrædda hval enda talið víst að um langreyði væri að ræða. Þegar þeir tóku hann að bátnum komu hins vegar einkenni í ljós, rákir á kviði hvalsins, sem ekki hafi sést í sjónum. Það stemmi við aðra blendingshvali sem Hvalur hafi veitt.„Þetta er eins og langreyður, þetta hagar sér eins og langreyður,“ er haft eftir Kristjáni. „Þetta var veitt sem langreyður en þetta er líklega blendingshvalur, ég er nokkuð viss um það.“UmfjöllunBBC,TelegraphogCNN.
Sjávarútvegur Tengdar fréttir Hvalur 8 dreginn í Hvalfjörð Dráttarbáturinn Magni er nú á leið inn Hvalfjörð með hvalveiðiskipið Hval 8 í dragi. 2. júlí 2018 09:56 Hvalur seldi birgðir af hval fyrir 860 milljónir Hvalur seldi hvalaafurðir fyrir 863 milljónir króna á síðasta rekstrarári félagsins sem lauk í september í fyrra. 4. júlí 2018 06:00 „Hversu oft langar ykkur að sjá þetta?“ Náttúruverndarsamtökin Sea Shepard hafa sent frá sér áróðursmyndband gegn hvalveiðum Hvals hf., sem endurvaktar voru í sumar. 6. júlí 2018 08:04 Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Fleiri fréttir Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Sjá meira
Hvalur 8 dreginn í Hvalfjörð Dráttarbáturinn Magni er nú á leið inn Hvalfjörð með hvalveiðiskipið Hval 8 í dragi. 2. júlí 2018 09:56
Hvalur seldi birgðir af hval fyrir 860 milljónir Hvalur seldi hvalaafurðir fyrir 863 milljónir króna á síðasta rekstrarári félagsins sem lauk í september í fyrra. 4. júlí 2018 06:00
„Hversu oft langar ykkur að sjá þetta?“ Náttúruverndarsamtökin Sea Shepard hafa sent frá sér áróðursmyndband gegn hvalveiðum Hvals hf., sem endurvaktar voru í sumar. 6. júlí 2018 08:04