Vildu ekki beita þvingunum en verða að virkja 17. greinina til að tryggja lágmarksmönnun Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. júlí 2018 20:37 Linda Kristmundsdóttir er framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítalans. Hún segist ekki vilja beita þvingunum en spítalanum sé skylt að tryggja öryggi og lágmarksmönnun. MYND/LANDSPÍTALI „Við vildum helst ekki beita þessari 17. grein en við verðum að gera það núna,“ segir Linda Kristmundsdóttir, framkvæmdastjóri kvenna-og barnasviðs Landspítalans um þau úrræði sem spítalinn neyðist til þess að grípa til í ljósmæðradeilunni til þess að tryggja öryggi skjólstæðinga og grunnmönnun. Samninganefnd ríkisins lagði fram tilboð á samningafundi í gær sem ljósmæður höfnuðu. Þær fara fram á 17-18% launahækkun. Þegar uppsagnir tólf ljósmæðra tóku gildi þann 1. júní fór í gang neyðaráætlun sem hefur dugað til fram til þessa. Í neyðaráætluninni felst að útskrifa konur og nýbura fyrr og nota sjúkrahúsin í nágrannasveitarfélögunum; á Selfossi, Keflavík og Akranesi. „Okkur hefur gengið erfiðlega að manna vaktirnar og þá sérstaklega núna síðustu daga og við sáum fram á að næsta helgi yrði okkur mjög erfið. Við verðum náttúrulega að hafa ákveðna grunnmönnun á vöktunum,“ segir Linda í samtali við fréttastofu. Ljósmæður fara fram á 17-18% launahækkun.fréttablaðið/ernirÍ dag var blásið til fundar með ljósmæðrum á Kvenna- og barnasviði þar sem þeim var tilkynnt að 17. grein laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins væri virkjuð. Linda segir að þau hefðu reynt að forðast það í lengstu lög að beita þvingunum og nauðung en þetta úrræði væri nauðsynlegt til þess að tryggja mönnun um næstu helgi og í næstu viku. „Skylt er starfsmönnum að vinna yfirvinnu sem forstöðumaður telur nauðsynlega. Þó er engum starfsmanni, nema þeim er gegnir lögreglustörfum eða annarri öryggisþjónustu, skylt að vinna meiri yfirvinnu í viku hverri en nemur fimmtungi af lögmæltum vikulegum vinnutíma.“ Yfirvinnubann ljósmæðra tekur gildi á miðvikudaginn að öllu óbreyttu og þá fellur þessi 17. grein út segir Linda, enda sé um skammtímaúrræði að ræða. Linda segir að ástandið á á deildinni sé alvarlegt. Það hafi vantað í fjórar fullar stöður á meðgöngu-og sængurlegudeild áður en þessar tólf uppsagnir tóku gildi. Þá séu auk þess nokkrar ljósmæður í orlofi. „Þetta er bara orðin þung staða. Þetta er vont fyrir alla. Þetta er vont fyrir fjölskyldurnar í landinu og vont fyrir starfsmenn.“Hvernig er hljóðið í skjólstæðingum ykkar?„Já við heyrum það á ófrískum konum og feðrum sem eiga von á barni, jafnvel ömmum og öfum og öllum mögulegum að fólk er bara áhyggjufullt og okkur finnst það leitt og erfitt.“ Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir „Stál í stál“ í kjaradeilu ljósmæðra: Ótímabært að ræða lagasetningu að sögn ráðherra Viðræður ríkissins og ljósmæðra eru stál í stál og enn ber of langt í milli til að grundvöllur sé fyrir miðlunartillögu að sögn ríkissáttasemjara. Heilbrigðisráðherra kveðst reiðubúinn að koma aftur að borðinu þegar samningur sé í sjónmáli en segir ótímabært að ræða íþyngjandi aðgerðir á borð við lagasetningu. 12. júlí 2018 19:00 Sjá enga möguleika á því að koma til móts við kröfur ljósmæðra Fundi milli samninganefnda ljósmæðra og ríkisins lauk laust eftir klukkan fjögur í dag. Fundurinn bar ekki árangur og að óbreyttu verður ekki boðað til nýs fundar að sögn Bryndísar Hlöðversdóttur, ríkissáttasemjara. 11. júlí 2018 20:17 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Fleiri fréttir Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Sjá meira
„Við vildum helst ekki beita þessari 17. grein en við verðum að gera það núna,“ segir Linda Kristmundsdóttir, framkvæmdastjóri kvenna-og barnasviðs Landspítalans um þau úrræði sem spítalinn neyðist til þess að grípa til í ljósmæðradeilunni til þess að tryggja öryggi skjólstæðinga og grunnmönnun. Samninganefnd ríkisins lagði fram tilboð á samningafundi í gær sem ljósmæður höfnuðu. Þær fara fram á 17-18% launahækkun. Þegar uppsagnir tólf ljósmæðra tóku gildi þann 1. júní fór í gang neyðaráætlun sem hefur dugað til fram til þessa. Í neyðaráætluninni felst að útskrifa konur og nýbura fyrr og nota sjúkrahúsin í nágrannasveitarfélögunum; á Selfossi, Keflavík og Akranesi. „Okkur hefur gengið erfiðlega að manna vaktirnar og þá sérstaklega núna síðustu daga og við sáum fram á að næsta helgi yrði okkur mjög erfið. Við verðum náttúrulega að hafa ákveðna grunnmönnun á vöktunum,“ segir Linda í samtali við fréttastofu. Ljósmæður fara fram á 17-18% launahækkun.fréttablaðið/ernirÍ dag var blásið til fundar með ljósmæðrum á Kvenna- og barnasviði þar sem þeim var tilkynnt að 17. grein laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins væri virkjuð. Linda segir að þau hefðu reynt að forðast það í lengstu lög að beita þvingunum og nauðung en þetta úrræði væri nauðsynlegt til þess að tryggja mönnun um næstu helgi og í næstu viku. „Skylt er starfsmönnum að vinna yfirvinnu sem forstöðumaður telur nauðsynlega. Þó er engum starfsmanni, nema þeim er gegnir lögreglustörfum eða annarri öryggisþjónustu, skylt að vinna meiri yfirvinnu í viku hverri en nemur fimmtungi af lögmæltum vikulegum vinnutíma.“ Yfirvinnubann ljósmæðra tekur gildi á miðvikudaginn að öllu óbreyttu og þá fellur þessi 17. grein út segir Linda, enda sé um skammtímaúrræði að ræða. Linda segir að ástandið á á deildinni sé alvarlegt. Það hafi vantað í fjórar fullar stöður á meðgöngu-og sængurlegudeild áður en þessar tólf uppsagnir tóku gildi. Þá séu auk þess nokkrar ljósmæður í orlofi. „Þetta er bara orðin þung staða. Þetta er vont fyrir alla. Þetta er vont fyrir fjölskyldurnar í landinu og vont fyrir starfsmenn.“Hvernig er hljóðið í skjólstæðingum ykkar?„Já við heyrum það á ófrískum konum og feðrum sem eiga von á barni, jafnvel ömmum og öfum og öllum mögulegum að fólk er bara áhyggjufullt og okkur finnst það leitt og erfitt.“
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir „Stál í stál“ í kjaradeilu ljósmæðra: Ótímabært að ræða lagasetningu að sögn ráðherra Viðræður ríkissins og ljósmæðra eru stál í stál og enn ber of langt í milli til að grundvöllur sé fyrir miðlunartillögu að sögn ríkissáttasemjara. Heilbrigðisráðherra kveðst reiðubúinn að koma aftur að borðinu þegar samningur sé í sjónmáli en segir ótímabært að ræða íþyngjandi aðgerðir á borð við lagasetningu. 12. júlí 2018 19:00 Sjá enga möguleika á því að koma til móts við kröfur ljósmæðra Fundi milli samninganefnda ljósmæðra og ríkisins lauk laust eftir klukkan fjögur í dag. Fundurinn bar ekki árangur og að óbreyttu verður ekki boðað til nýs fundar að sögn Bryndísar Hlöðversdóttur, ríkissáttasemjara. 11. júlí 2018 20:17 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Fleiri fréttir Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Sjá meira
„Stál í stál“ í kjaradeilu ljósmæðra: Ótímabært að ræða lagasetningu að sögn ráðherra Viðræður ríkissins og ljósmæðra eru stál í stál og enn ber of langt í milli til að grundvöllur sé fyrir miðlunartillögu að sögn ríkissáttasemjara. Heilbrigðisráðherra kveðst reiðubúinn að koma aftur að borðinu þegar samningur sé í sjónmáli en segir ótímabært að ræða íþyngjandi aðgerðir á borð við lagasetningu. 12. júlí 2018 19:00
Sjá enga möguleika á því að koma til móts við kröfur ljósmæðra Fundi milli samninganefnda ljósmæðra og ríkisins lauk laust eftir klukkan fjögur í dag. Fundurinn bar ekki árangur og að óbreyttu verður ekki boðað til nýs fundar að sögn Bryndísar Hlöðversdóttur, ríkissáttasemjara. 11. júlí 2018 20:17