Heimaland hinna frjálsu og huguðu Þórlindur Kjartansson skrifar 13. júlí 2018 07:00 Þegar Róbert Þórir Sigurðsson ætlaði að skjótast út af hótelinu sínu í New York til þess að sækja tjaldið sitt var honum giftusamlega bjargað af árvökulum starfsmanni. Hann var nefnilega næstum því búinn að fara sér að voða. Það var talið stórhættulegt að fara út á götu þennan dag vegna þess að spurnir höfðu borist af því að sprengja væri á gangstéttinni. Róbert var nú ekki þakklátari fyrir lífgjöfina en svo að hann reyndi að benda hótelstarfsmanninum á að böggullinn sem talið var að innihéldi sprengju var í raun og veru sakleysislegt útilegutjald sem Róbert sjálfur hafði skilið eftir á gangstéttinni. En hótelstarfsmaðurinn hafði sem betur fer vit fyrir Íslendingnum og það var ekki fyrr en eftir umtalsverða rannsókn og afskipti nokkurra tuga lögregluþjóna sem Róberti var leyft að kippa inn pakkanum með tjaldinu. Við svona lífshættulegar aðstæður er mikilvægt að öllum verkferlum sé fylgt af trúmennsku og hvers konar tuð um skýringar hlutanna séu látnar lönd og leið.Æsileg örlög tjaldsFréttin af hinu hættulega útilegutjaldi Róberts fór víða í vikunni. Og jafnvel þótt þessi böggull hafi alls ekki verið sprengja þegar allt kom til alls, þá má ekki gera lítið úr þeirri staðreynd að þangað til annað kom í ljós þá var böggullinn mjög líklega sprengja og það er æsilegri uppákoma í tilveru sakleysislegs útilegutjalds heldur en gengur og gerist. Í Bandaríkjunum, og víðar á Vesturlöndum, dynur áróður á fólki um að allir þurfi að sýna stöðuga árvekni í baráttu okkar gegn hryðjuverkum. Það er þess vegna ekki skrýtið að þegar fólk sér böggul standa á stétt þá hafi það ekki bara grun um að það gæti verið sprengja—heldur virðist fólk halda að það hljóti að vera sprengja. Hvað annað gæti það svo sem verið? Líklega sprengja Óttinn við hryðjuverk er nú til dags orðinn svo inngróinn í menningu Vesturlanda að hann hefur margvísleg áhrif á okkur á hverjum degi. Þetta hefur gerst jafnvel þótt heilbrigð skynsemi ætti að hafa kennt okkur að jafnvel grunsamlegir bögglar sem skildir eru eftir á gagnstéttum stórborga séu að öllum líkindum sárasaklausir en ekki stórhættulegir. En tilfinningarnar segja fólki annað því í frétta- og bíómyndum er auðvitað nánast öruggt að böggullinn sé einmitt stórhættulegur en ekki sárasaklaus. Við þetta bætist ákveðin hamfarastemning sem fólki finnst spennandi. Í bandarískri menningu er til staðar ákveðin dýrkun á stórkarlalegum aðgerðum hers og lögreglu. Fólk fílar að sjá lögguna mæta, helst gráa fyrir járnum í SWAT-búningi, loka stórum svæðum, hrópa valdsmannslegar skipanir til vegfarenda, senda svo róbóta eða sprengjusérfræðinga til þess að aftengja tjaldið áður en það springur. Það mun hafa gerst eftir árásirnar á tvíburaturnana 2001 að lögregluumdæmi í Bandaríkjunum fengu sífellt rýmri fjárheimildir til þess að kaupa vopn og stríðstæki. Fyrir vikið geta lögreglumenn á jafnvel tíðindasnauðustu svæðum landsins?þar sem hryðjuverkamenn myndu aldrei láta sér detta í hug að heimsækja—fengið útrás fyrir vopna- og valdsmannsblæti sitt með því að mæta í útköll á bryndrekum og útbúnir eins og sérsveitarmenn í sjóhernum. Frjáls og huguð? Þessi taugaveiklun vegna hryðjuverkahættu og vopnablæti lögreglunnar er algjörlega úr takti við umfang ógnarinnar. Hins vegar hefur stjórnvöldum í samvinnu við hergagna- og eftirlitsiðnaðinn tekist að búa svo um hnútana að fólk samþykkir ýmis konar afskipti og inngrip í líf sitt í nafni meira öryggis. Þannig fagna til dæmis íbúar Boston öllu frelsinu sínu á 4. júlí að þeir safnast saman við bakka Charles árinnar og horfa í öruggri fjarlægð á flugelda sem sérhæfðir skotmenn senda á loft í nafni hinna opinberu hátíðarhalda—og yfir hinum frelsiselskandi mannfjölda svífa lögregludrónar sem streyma stöðugt myndefni til lögreglumanna í brynheldum njósnabílum. Þar sitja lögreglumenn tilbúnir til þess að senda þungvopnuðu sérsveitirnar á vettvang ef eitthvað grunsamlegt gerist. Þjóðsöngur Bandaríkjanna lofsyngur heimaland hinna frjálsu og huguðu—„land of the free and the home of the brave“. Það var líka frelsisþráin sem var tilefni og tilgangur þess að Bandaríkin urðu sjálfstætt land. Virðing fyrir einstaklingnum og réttindum hans til þess að fá að vera í friði frá óþörfum afskiptum annarra manna eða stjórnvalda. En þeir sem stofnsettu Bandaríkin gerðu sér líka grein fyrir því að því fylgir áhætta að búa í frjálsu samfélagi. Enda sagði Benjamin Franklin, einn helsti hugmyndasmiður síns tíma, að sá sem vildi fórna frelsi sínu fyrir tímabundið öryggi ætti hvorki skilið að njóta frelsis né öryggis. Samfélag þar sem lögreglan tekur stöðugt myndir af saklausu fólki er komið býsna langt frá því að geta kallast alveg frjálst—og þegar fólki dettur fyrst af öllu í hug sprengja þegar það sér sakleysislegan böggul á gangstétt þá illa komið fyrir hughreystinni líka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Tengdar fréttir Sprengjusveit ræst út og götum lokað á Manhattan vegna gleymsku Íslendings Íslendingur fékk heldur betur að kenna á því fyrir að hafa gleymt pakka fyrir utan hótel í Manhattan. 10. júlí 2018 22:37 Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Þegar Róbert Þórir Sigurðsson ætlaði að skjótast út af hótelinu sínu í New York til þess að sækja tjaldið sitt var honum giftusamlega bjargað af árvökulum starfsmanni. Hann var nefnilega næstum því búinn að fara sér að voða. Það var talið stórhættulegt að fara út á götu þennan dag vegna þess að spurnir höfðu borist af því að sprengja væri á gangstéttinni. Róbert var nú ekki þakklátari fyrir lífgjöfina en svo að hann reyndi að benda hótelstarfsmanninum á að böggullinn sem talið var að innihéldi sprengju var í raun og veru sakleysislegt útilegutjald sem Róbert sjálfur hafði skilið eftir á gangstéttinni. En hótelstarfsmaðurinn hafði sem betur fer vit fyrir Íslendingnum og það var ekki fyrr en eftir umtalsverða rannsókn og afskipti nokkurra tuga lögregluþjóna sem Róberti var leyft að kippa inn pakkanum með tjaldinu. Við svona lífshættulegar aðstæður er mikilvægt að öllum verkferlum sé fylgt af trúmennsku og hvers konar tuð um skýringar hlutanna séu látnar lönd og leið.Æsileg örlög tjaldsFréttin af hinu hættulega útilegutjaldi Róberts fór víða í vikunni. Og jafnvel þótt þessi böggull hafi alls ekki verið sprengja þegar allt kom til alls, þá má ekki gera lítið úr þeirri staðreynd að þangað til annað kom í ljós þá var böggullinn mjög líklega sprengja og það er æsilegri uppákoma í tilveru sakleysislegs útilegutjalds heldur en gengur og gerist. Í Bandaríkjunum, og víðar á Vesturlöndum, dynur áróður á fólki um að allir þurfi að sýna stöðuga árvekni í baráttu okkar gegn hryðjuverkum. Það er þess vegna ekki skrýtið að þegar fólk sér böggul standa á stétt þá hafi það ekki bara grun um að það gæti verið sprengja—heldur virðist fólk halda að það hljóti að vera sprengja. Hvað annað gæti það svo sem verið? Líklega sprengja Óttinn við hryðjuverk er nú til dags orðinn svo inngróinn í menningu Vesturlanda að hann hefur margvísleg áhrif á okkur á hverjum degi. Þetta hefur gerst jafnvel þótt heilbrigð skynsemi ætti að hafa kennt okkur að jafnvel grunsamlegir bögglar sem skildir eru eftir á gagnstéttum stórborga séu að öllum líkindum sárasaklausir en ekki stórhættulegir. En tilfinningarnar segja fólki annað því í frétta- og bíómyndum er auðvitað nánast öruggt að böggullinn sé einmitt stórhættulegur en ekki sárasaklaus. Við þetta bætist ákveðin hamfarastemning sem fólki finnst spennandi. Í bandarískri menningu er til staðar ákveðin dýrkun á stórkarlalegum aðgerðum hers og lögreglu. Fólk fílar að sjá lögguna mæta, helst gráa fyrir járnum í SWAT-búningi, loka stórum svæðum, hrópa valdsmannslegar skipanir til vegfarenda, senda svo róbóta eða sprengjusérfræðinga til þess að aftengja tjaldið áður en það springur. Það mun hafa gerst eftir árásirnar á tvíburaturnana 2001 að lögregluumdæmi í Bandaríkjunum fengu sífellt rýmri fjárheimildir til þess að kaupa vopn og stríðstæki. Fyrir vikið geta lögreglumenn á jafnvel tíðindasnauðustu svæðum landsins?þar sem hryðjuverkamenn myndu aldrei láta sér detta í hug að heimsækja—fengið útrás fyrir vopna- og valdsmannsblæti sitt með því að mæta í útköll á bryndrekum og útbúnir eins og sérsveitarmenn í sjóhernum. Frjáls og huguð? Þessi taugaveiklun vegna hryðjuverkahættu og vopnablæti lögreglunnar er algjörlega úr takti við umfang ógnarinnar. Hins vegar hefur stjórnvöldum í samvinnu við hergagna- og eftirlitsiðnaðinn tekist að búa svo um hnútana að fólk samþykkir ýmis konar afskipti og inngrip í líf sitt í nafni meira öryggis. Þannig fagna til dæmis íbúar Boston öllu frelsinu sínu á 4. júlí að þeir safnast saman við bakka Charles árinnar og horfa í öruggri fjarlægð á flugelda sem sérhæfðir skotmenn senda á loft í nafni hinna opinberu hátíðarhalda—og yfir hinum frelsiselskandi mannfjölda svífa lögregludrónar sem streyma stöðugt myndefni til lögreglumanna í brynheldum njósnabílum. Þar sitja lögreglumenn tilbúnir til þess að senda þungvopnuðu sérsveitirnar á vettvang ef eitthvað grunsamlegt gerist. Þjóðsöngur Bandaríkjanna lofsyngur heimaland hinna frjálsu og huguðu—„land of the free and the home of the brave“. Það var líka frelsisþráin sem var tilefni og tilgangur þess að Bandaríkin urðu sjálfstætt land. Virðing fyrir einstaklingnum og réttindum hans til þess að fá að vera í friði frá óþörfum afskiptum annarra manna eða stjórnvalda. En þeir sem stofnsettu Bandaríkin gerðu sér líka grein fyrir því að því fylgir áhætta að búa í frjálsu samfélagi. Enda sagði Benjamin Franklin, einn helsti hugmyndasmiður síns tíma, að sá sem vildi fórna frelsi sínu fyrir tímabundið öryggi ætti hvorki skilið að njóta frelsis né öryggis. Samfélag þar sem lögreglan tekur stöðugt myndir af saklausu fólki er komið býsna langt frá því að geta kallast alveg frjálst—og þegar fólki dettur fyrst af öllu í hug sprengja þegar það sér sakleysislegan böggul á gangstétt þá illa komið fyrir hughreystinni líka.
Sprengjusveit ræst út og götum lokað á Manhattan vegna gleymsku Íslendings Íslendingur fékk heldur betur að kenna á því fyrir að hafa gleymt pakka fyrir utan hótel í Manhattan. 10. júlí 2018 22:37
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun