Nýr skólastjóri þarf að lægja öldurnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. júlí 2018 06:05 Rúmlega 200 manns skrifuðu undir áskorun þar sem kallað var eftir viðbrögðum vegna stöðu mála í Breiðholtsskóla. VÍSIR/ERNIR Ásta Bjarney Elíasdóttir hefur verið ráðin skólastjóri Breiðholtsskóla. Hún tekur við starfinu af Jónínu Ágústsdóttur. Ráðning Ástu kemur í kjölfar mikillar óánægju hóps foreldra og skólastjórnenda á síðustu misserum með starfsandann í skólanum. Ítrekað hefur verið greint frá ósættinu sem er sagt hafa bitnað á skólastarfi Breiðholtsskóla svo mánuðum skiptir. Bæði kennarar og tugir nemenda hafa hætt í skólanum sökum óánægjunnar. Í kjölfar undirskriftasöfnunar þar sem nemendur og foreldrar þeirra kölluðu eftir viðbrögðum frá borgaryfirvöldum ákvað skóla- og frístundasvið borgarinnar að bregðast við. Ætla má að ráðning Ástu sé liður í þeim viðbrögðum.Sjá einnig: Krakkar og kennarar streyma úr Breiðholtsskóla vegna óróa Á vef Reykjavíkurborgar segir að Ásta hafi lokið B.Ed. í grunnskólakennarafræðum frá Kennaraháskóla Íslands, hún sé með diplómu í stjórnun frá Kennaraháskóla Íslands og M.Ed. gráðu í uppeldis- og menntunarfræði með áherslu á stjórnunarfræði menntastofnana frá HÍ. Hún hefur starfað sem umsjónarkennari í sjö ár, sem deildarstjóri í tvö ár, sem aðstoðarskólastjóri í sjö ár og nú síðast sem skólastjóri Húsaskóla frá 2012. Á vef borgarinnar kemur jafnframt fram að Birna Sif Bjarnadóttir hafi verið ráðin sem skólastjóri Ölduselsskóla. Birna Sif hefur lokið M.Ed. gráðu í uppeldis- og menntunarfræði með áherslu á stjórnunarfræði menntastofnana frá HÍ. Birna Sif hefur starfað sem grunnskólakennari í 10 ár, sem deildarstjóri í eitt ár og sem aðstoðarskólastjóri Breiðholtsskóla í eitt ár, þar sem hún leysti einnig skólastjóra af um lengri og skemmri tíma. Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Krakkar og kennarar streyma úr Breiðholtsskóla vegna óróa Foreldrar eru óánægðir með tíðar uppsagnir kennara og óstöðugleika sem þær skapa meðal nemenda í Breiðholtsskóla. Dæmi eru um að nemendur fái nýjan umsjónarkennara árlega. 29. janúar 2018 06:00 Ætla að bregðast við áskorun foreldra vegna Breiðholtsskóla Skóla-og frístundasvið mun fá utanaðkomandi fagaðila til að sætta hóp foreldra og skólastjórnendur í Breiðholtsskóla. 27. mars 2018 21:00 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Fleiri fréttir Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Sjá meira
Ásta Bjarney Elíasdóttir hefur verið ráðin skólastjóri Breiðholtsskóla. Hún tekur við starfinu af Jónínu Ágústsdóttur. Ráðning Ástu kemur í kjölfar mikillar óánægju hóps foreldra og skólastjórnenda á síðustu misserum með starfsandann í skólanum. Ítrekað hefur verið greint frá ósættinu sem er sagt hafa bitnað á skólastarfi Breiðholtsskóla svo mánuðum skiptir. Bæði kennarar og tugir nemenda hafa hætt í skólanum sökum óánægjunnar. Í kjölfar undirskriftasöfnunar þar sem nemendur og foreldrar þeirra kölluðu eftir viðbrögðum frá borgaryfirvöldum ákvað skóla- og frístundasvið borgarinnar að bregðast við. Ætla má að ráðning Ástu sé liður í þeim viðbrögðum.Sjá einnig: Krakkar og kennarar streyma úr Breiðholtsskóla vegna óróa Á vef Reykjavíkurborgar segir að Ásta hafi lokið B.Ed. í grunnskólakennarafræðum frá Kennaraháskóla Íslands, hún sé með diplómu í stjórnun frá Kennaraháskóla Íslands og M.Ed. gráðu í uppeldis- og menntunarfræði með áherslu á stjórnunarfræði menntastofnana frá HÍ. Hún hefur starfað sem umsjónarkennari í sjö ár, sem deildarstjóri í tvö ár, sem aðstoðarskólastjóri í sjö ár og nú síðast sem skólastjóri Húsaskóla frá 2012. Á vef borgarinnar kemur jafnframt fram að Birna Sif Bjarnadóttir hafi verið ráðin sem skólastjóri Ölduselsskóla. Birna Sif hefur lokið M.Ed. gráðu í uppeldis- og menntunarfræði með áherslu á stjórnunarfræði menntastofnana frá HÍ. Birna Sif hefur starfað sem grunnskólakennari í 10 ár, sem deildarstjóri í eitt ár og sem aðstoðarskólastjóri Breiðholtsskóla í eitt ár, þar sem hún leysti einnig skólastjóra af um lengri og skemmri tíma.
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Krakkar og kennarar streyma úr Breiðholtsskóla vegna óróa Foreldrar eru óánægðir með tíðar uppsagnir kennara og óstöðugleika sem þær skapa meðal nemenda í Breiðholtsskóla. Dæmi eru um að nemendur fái nýjan umsjónarkennara árlega. 29. janúar 2018 06:00 Ætla að bregðast við áskorun foreldra vegna Breiðholtsskóla Skóla-og frístundasvið mun fá utanaðkomandi fagaðila til að sætta hóp foreldra og skólastjórnendur í Breiðholtsskóla. 27. mars 2018 21:00 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Fleiri fréttir Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Sjá meira
Krakkar og kennarar streyma úr Breiðholtsskóla vegna óróa Foreldrar eru óánægðir með tíðar uppsagnir kennara og óstöðugleika sem þær skapa meðal nemenda í Breiðholtsskóla. Dæmi eru um að nemendur fái nýjan umsjónarkennara árlega. 29. janúar 2018 06:00
Ætla að bregðast við áskorun foreldra vegna Breiðholtsskóla Skóla-og frístundasvið mun fá utanaðkomandi fagaðila til að sætta hóp foreldra og skólastjórnendur í Breiðholtsskóla. 27. mars 2018 21:00
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent