Skrefi nær annarri myndarlegri útborgun eftir sigrana frábæru Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. júlí 2018 13:00 Stjarnan og FH eru sama og komin í aðra umferðina. vísir/bára FH og Stjarnan eru komin með annan fótinn í aðra umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta eftir glæsilega sigra í gærkvöldi. Stjarnan bar sigurorð af Nömme Kalju frá Eistlandi á Samsung-vellinum í Garðabæ, 3-0, en eistneska liðið er þrautreynt Evrópulið og hefur komist í gegnum fyrstu umferðina sjö ár í röð. FH gerði enn betur og vann finnska liðið Lahti á útivelli, 3-0, en mikið þarf að gerast svo nágrannaliðin fari ekki áfram í aðra umferð Evrópudeildarinar. Þar mætir FH liði Haopel Haifa frá Ísrael en Stjarnan líklega FCK frá Kaupmannahöfn. Eins og alltaf eru myndarlegar peningaupphæðir í boði fyrir liðin í Evrópu enda ekki að ástæðulausu að nær öll liðin deildarinnar setja stefnuna á að enda í Evrópusæti þegar stigin eru talin upp úr pokanum í lok móts. Stjarnan og FH fengu bæði 240 þúsund evrur eða 30 milljónir króna fyrir að taka þátt í fyrstu umferðinni en komist liðin áfram fá þau bæði 260 þúsund evrur eða 32,7 milljónir króna. Ríflega 60 milljónir í kassann fyrir tvö Evrópueinvígi. Eyjamenn fengu sömuleiðis 240 þúsund evrur fyrir einvígi sitt á móti norska liðinu Sarpsborg en það verður að teljast afar ólíklegt að ÍBV fari áfram eftir 4-0 skellinn á heimavelli í gærkvöldi. Aðeins meira er í boði fyrir Valsmenn í Meistaradeildinni en fyrir utan meistaragreiðsluna frá UEFA fékk liðið 280 þúsund evrur eða 35 milljónir króna fyrir að taka þátt í fyrstu umferð forkeppninnar þar sem að liðið er í miðri rimmu gegn Noregsmeisturum Rosenborgar. Geri Valsmenn hið ótrúlega og leggi norska liðið að velli fær það 380 þúsund evrur eða 47 milljónir króna fyrir að taka þátt í annarri umferð forkeppni Meistaradeildarinnar en annars fær það 32,7 eins og Stjarnan og FH því það „fellur“ niður í aðra umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Nömme Kalju 3-0 | Frábær sigur Stjörnunnar Stjörnumenn unnu frábæran sigur á Nömme Kalju frá Eistlandi í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í Garðabænum í kvöld 12. júlí 2018 22:30 Umfjöllun: Lahti - FH 0-3 | FH í frábærum málum FH er í góðri stöðu fyrir síðari leikinn gegn FC Lahti í Evrópudeildinni en FH vann 3-0 útisigur í Finnlandi í dag. Leikur FH var afar góður. 12. júlí 2018 17:45 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Sarpsborg 0-4 | Eyjamenn þurfa kraftaverk í Noregi Bikarmeistarar ÍBV töpuðu stórt fyrir norska liðinu Sarpsborg á Hásteinsvelli í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar 12. júlí 2018 21:45 Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR Sjá meira
FH og Stjarnan eru komin með annan fótinn í aðra umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta eftir glæsilega sigra í gærkvöldi. Stjarnan bar sigurorð af Nömme Kalju frá Eistlandi á Samsung-vellinum í Garðabæ, 3-0, en eistneska liðið er þrautreynt Evrópulið og hefur komist í gegnum fyrstu umferðina sjö ár í röð. FH gerði enn betur og vann finnska liðið Lahti á útivelli, 3-0, en mikið þarf að gerast svo nágrannaliðin fari ekki áfram í aðra umferð Evrópudeildarinar. Þar mætir FH liði Haopel Haifa frá Ísrael en Stjarnan líklega FCK frá Kaupmannahöfn. Eins og alltaf eru myndarlegar peningaupphæðir í boði fyrir liðin í Evrópu enda ekki að ástæðulausu að nær öll liðin deildarinnar setja stefnuna á að enda í Evrópusæti þegar stigin eru talin upp úr pokanum í lok móts. Stjarnan og FH fengu bæði 240 þúsund evrur eða 30 milljónir króna fyrir að taka þátt í fyrstu umferðinni en komist liðin áfram fá þau bæði 260 þúsund evrur eða 32,7 milljónir króna. Ríflega 60 milljónir í kassann fyrir tvö Evrópueinvígi. Eyjamenn fengu sömuleiðis 240 þúsund evrur fyrir einvígi sitt á móti norska liðinu Sarpsborg en það verður að teljast afar ólíklegt að ÍBV fari áfram eftir 4-0 skellinn á heimavelli í gærkvöldi. Aðeins meira er í boði fyrir Valsmenn í Meistaradeildinni en fyrir utan meistaragreiðsluna frá UEFA fékk liðið 280 þúsund evrur eða 35 milljónir króna fyrir að taka þátt í fyrstu umferð forkeppninnar þar sem að liðið er í miðri rimmu gegn Noregsmeisturum Rosenborgar. Geri Valsmenn hið ótrúlega og leggi norska liðið að velli fær það 380 þúsund evrur eða 47 milljónir króna fyrir að taka þátt í annarri umferð forkeppni Meistaradeildarinnar en annars fær það 32,7 eins og Stjarnan og FH því það „fellur“ niður í aðra umferð forkeppni Evrópudeildarinnar.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Nömme Kalju 3-0 | Frábær sigur Stjörnunnar Stjörnumenn unnu frábæran sigur á Nömme Kalju frá Eistlandi í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í Garðabænum í kvöld 12. júlí 2018 22:30 Umfjöllun: Lahti - FH 0-3 | FH í frábærum málum FH er í góðri stöðu fyrir síðari leikinn gegn FC Lahti í Evrópudeildinni en FH vann 3-0 útisigur í Finnlandi í dag. Leikur FH var afar góður. 12. júlí 2018 17:45 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Sarpsborg 0-4 | Eyjamenn þurfa kraftaverk í Noregi Bikarmeistarar ÍBV töpuðu stórt fyrir norska liðinu Sarpsborg á Hásteinsvelli í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar 12. júlí 2018 21:45 Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Nömme Kalju 3-0 | Frábær sigur Stjörnunnar Stjörnumenn unnu frábæran sigur á Nömme Kalju frá Eistlandi í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í Garðabænum í kvöld 12. júlí 2018 22:30
Umfjöllun: Lahti - FH 0-3 | FH í frábærum málum FH er í góðri stöðu fyrir síðari leikinn gegn FC Lahti í Evrópudeildinni en FH vann 3-0 útisigur í Finnlandi í dag. Leikur FH var afar góður. 12. júlí 2018 17:45
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Sarpsborg 0-4 | Eyjamenn þurfa kraftaverk í Noregi Bikarmeistarar ÍBV töpuðu stórt fyrir norska liðinu Sarpsborg á Hásteinsvelli í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar 12. júlí 2018 21:45