Deila um það hvort „forréttindapésinn“ Jenner sé í raun sjálfskapaður milljarðamæringur Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. júlí 2018 10:30 Kylie Jenner, yngsti milljarðamæringur heims, á MET-galakvöldverðinum í maí síðastliðnum. Vísir/Getty Undanfarna daga hafa netverjar brugðist við fréttum af því að athafnakonan Kylie Jenner stefni nú hraðbyri að því að verða yngsti „sjálfskapaði“ milljarðamæringurinn. Margir eru ánægðir fyrir hönd Jenner en aðrir setja stórt spurningamerki við það að hún hafi náð árangrinum af sjálfstáðum. Jenner er tvítug og eru auðæfi hennar metin á 900 milljónir dollara eða því sem nemur um rúmlega 96 milljörðum íslenskra króna. Hún auðgaðist fyrst og fremst á snyrtivörulínu sinni sem komið var á fót fyrir þremur árum. Samfélagsmiðlanotendur hafa nú margir bent á að Jenner, sem tilheyrir Kardashian-fjölskyldunni, hafi haft ákveðið forskot í vegferð sinni að milljarðinum. „Það er ekki móðgun að benda á að Kylie Jenner er ekki „sjálfsköpuð“. Hún var alin upp af efnaðri, frægri fjölskyldu. Velgengni hennar er lofsverð en hún er byggð á forréttindum hennar,“ skrifar einn Twitter-notandi.It is not shade to point out that Kylie Jenner isn't self-made. She grew up in a wealthy, famous family. Her success is commendable but it comes by virtue of her privilege. Words have meanings and it behooves a dictionary to remind us of that. https://t.co/2HzIJbLb8q— roxane gay (@rgay) July 11, 2018 Umræðan er að miklu leyti byggð á tísti orðabókarinnar Dictionary.com, sem birtist í kjölfar umfjöllunar Forbes-tímaritsins um hin miklu auðæfi Jenner. Orðabókin tekur gjarnan orð, sem hafa verið í deiglunni, og skýrir þau á Twitter-reikningi sínum en Dictionary.com notaði tækifærið á miðvikudag og birti skilgreininguna á „sjálfskapaður“, eða „self-made“ á ensku. Skilgreiningin hljóðar svo: „Sjálfskapaður merkir að hafa náð árangri í lífinu án hjálpar“ og notar orðið svo í setningu: „Forbes segir að Kylie Jenner sé sjálfsköpuð kona“. Margir telja sig hafa lesið milli línanna og saka orðabókina um að ýja að því að Jenner sé alls ekki sjálfskapaður milljónamæringur.This is uncalled for, seriously. And I'm not a Kylie fan but look up "salty," where you work, and have a seat. — ARFLucci (@lawgurrl) July 11, 2018 Gagnrýnin breytir því þó ekki að Jenner hefur náð gríðarlegum árangri í viðskiptum. Hana vantar þó enn 100 milljónir dollara upp í milljarðinn og hafa hugulsamir aðdáendur hennar stofnað GoFundMe-styrktarsíðu Jenner til aðstoðar. Áhugasamir geta lagt Kylie Jenner lið hér. Samfélagsmiðlar Viðskipti Tengdar fréttir Stefnir hraðbyri á að verða yngsti sjálfskapaði milljarðamæringurinn Auðæfi Kylie Jenner, sem er aðeins tvítug að aldri, eru metin á 900 milljónir dollara, eða því sem nemur um rúmlega 96 milljörðum íslenskra króna. 12. júlí 2018 12:17 Kylie Jenner lét fjarlægja hinar frægu varafyllingar Jenner greindi frá þessu í athugasemd við Instagram-mynd sem hún birti í fyrradag. 10. júlí 2018 16:54 Kylie Jenner opinberar nafn dótturinnar Eftir margra mánaða vangaveltur aðdáenda sagði Jenner loksins frá fæðingu dóttur sinnar á sunnudag. 6. febrúar 2018 21:43 Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Fleiri fréttir Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Sjá meira
Undanfarna daga hafa netverjar brugðist við fréttum af því að athafnakonan Kylie Jenner stefni nú hraðbyri að því að verða yngsti „sjálfskapaði“ milljarðamæringurinn. Margir eru ánægðir fyrir hönd Jenner en aðrir setja stórt spurningamerki við það að hún hafi náð árangrinum af sjálfstáðum. Jenner er tvítug og eru auðæfi hennar metin á 900 milljónir dollara eða því sem nemur um rúmlega 96 milljörðum íslenskra króna. Hún auðgaðist fyrst og fremst á snyrtivörulínu sinni sem komið var á fót fyrir þremur árum. Samfélagsmiðlanotendur hafa nú margir bent á að Jenner, sem tilheyrir Kardashian-fjölskyldunni, hafi haft ákveðið forskot í vegferð sinni að milljarðinum. „Það er ekki móðgun að benda á að Kylie Jenner er ekki „sjálfsköpuð“. Hún var alin upp af efnaðri, frægri fjölskyldu. Velgengni hennar er lofsverð en hún er byggð á forréttindum hennar,“ skrifar einn Twitter-notandi.It is not shade to point out that Kylie Jenner isn't self-made. She grew up in a wealthy, famous family. Her success is commendable but it comes by virtue of her privilege. Words have meanings and it behooves a dictionary to remind us of that. https://t.co/2HzIJbLb8q— roxane gay (@rgay) July 11, 2018 Umræðan er að miklu leyti byggð á tísti orðabókarinnar Dictionary.com, sem birtist í kjölfar umfjöllunar Forbes-tímaritsins um hin miklu auðæfi Jenner. Orðabókin tekur gjarnan orð, sem hafa verið í deiglunni, og skýrir þau á Twitter-reikningi sínum en Dictionary.com notaði tækifærið á miðvikudag og birti skilgreininguna á „sjálfskapaður“, eða „self-made“ á ensku. Skilgreiningin hljóðar svo: „Sjálfskapaður merkir að hafa náð árangri í lífinu án hjálpar“ og notar orðið svo í setningu: „Forbes segir að Kylie Jenner sé sjálfsköpuð kona“. Margir telja sig hafa lesið milli línanna og saka orðabókina um að ýja að því að Jenner sé alls ekki sjálfskapaður milljónamæringur.This is uncalled for, seriously. And I'm not a Kylie fan but look up "salty," where you work, and have a seat. — ARFLucci (@lawgurrl) July 11, 2018 Gagnrýnin breytir því þó ekki að Jenner hefur náð gríðarlegum árangri í viðskiptum. Hana vantar þó enn 100 milljónir dollara upp í milljarðinn og hafa hugulsamir aðdáendur hennar stofnað GoFundMe-styrktarsíðu Jenner til aðstoðar. Áhugasamir geta lagt Kylie Jenner lið hér.
Samfélagsmiðlar Viðskipti Tengdar fréttir Stefnir hraðbyri á að verða yngsti sjálfskapaði milljarðamæringurinn Auðæfi Kylie Jenner, sem er aðeins tvítug að aldri, eru metin á 900 milljónir dollara, eða því sem nemur um rúmlega 96 milljörðum íslenskra króna. 12. júlí 2018 12:17 Kylie Jenner lét fjarlægja hinar frægu varafyllingar Jenner greindi frá þessu í athugasemd við Instagram-mynd sem hún birti í fyrradag. 10. júlí 2018 16:54 Kylie Jenner opinberar nafn dótturinnar Eftir margra mánaða vangaveltur aðdáenda sagði Jenner loksins frá fæðingu dóttur sinnar á sunnudag. 6. febrúar 2018 21:43 Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Fleiri fréttir Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Sjá meira
Stefnir hraðbyri á að verða yngsti sjálfskapaði milljarðamæringurinn Auðæfi Kylie Jenner, sem er aðeins tvítug að aldri, eru metin á 900 milljónir dollara, eða því sem nemur um rúmlega 96 milljörðum íslenskra króna. 12. júlí 2018 12:17
Kylie Jenner lét fjarlægja hinar frægu varafyllingar Jenner greindi frá þessu í athugasemd við Instagram-mynd sem hún birti í fyrradag. 10. júlí 2018 16:54
Kylie Jenner opinberar nafn dótturinnar Eftir margra mánaða vangaveltur aðdáenda sagði Jenner loksins frá fæðingu dóttur sinnar á sunnudag. 6. febrúar 2018 21:43