Tólf Rússar ákærðir vegna Mueller-rannsóknarinnar Andri Eysteinsson skrifar 13. júlí 2018 18:43 Rod Rosenstein tilkynnti um ákærurnar á blaðamannafundi í Washington í dag. Vísir/EPA Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í dag um ákærur gegn 12 rússneskum ríkisborgurum í kjölfar Mueller rannsóknarinnar. CNN greinir frá. Mueller rannsóknin, sem stýrt er af fyrrverandi forstjóra alríkislögreglunnar, FBI, Robert Mueller, snýr að aðkomu Rússa að forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016. Rússarnir 12 eru sakaðir um að hafa af einbeittum brotavilja brotist inn í tölvukerfi og tölvupóstþjóna demókrataflokksins. Hinir ákærðu eru allir starfsmenn GRU, leyniþjónustu innan rússneska hersins.Demókratar vilja að Trump aflýsi fundi sínum með Pútín. Tímasetning tilkynningarinnar hefur vakið athygli en greint var frá ákærunum á sama tíma og heimsókn Donald Trump, Bandaríkjaforseta til Elísabetar Bretlandsdrottningar í Windsorhöll hófst. Heimsóknin er álitin hápunktur umdeildrar heimsóknar forsetans til Bretlands. Áætlað er að Trump muni á mánudag funda með Vladimir Putin, forseta Rússlands í Helsinki. Eingöngu forsetarnir ásamt túlkum sínum munu vera viðstaddir fundinn. Pútín hefur áður hafnað öllum ásökunum um aðkomu Rússa að kosningunum 2016. Háttsettir demókratar á borð við leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Öldungadeild Bandaríkjaþings, Chuck Schumer, hafa kallað eftir því að Trump aflýsi fundinum tafarlaust.Enginn bandarískur ríkisborgari ásakaður Varadómsmálaráðherra Bandaríkjanna, Rod Rosenstein, sagði á blaðamannafundi í dag að enginn bandarískur ríkisborgari sé nefndur í ákærunni en þó hafi hinir ákærðu hafi átt í samskiptum við bandaríska ríkisborgara. „Það er engin ásökun um að bandarískir ríkisborgarar hafi framið glæpi“ sagði Rosenstein og bætti við að ekki sé talið að hinir kærðu hafi átt við atkvæði eða breytt niðurstöðum kosninganna að nokkru leyti. 11 eru ákærðir fyrir persónuþjófnað, peningaþvætti og ráðabrugg um að fremja tölvuglæpi. „Rússneskir starfsmenn GRU, brutust inn á síðu kosningastjórnar og stálu þar upplýsingum um um það bil 500.000 kjósendur“ sagði Rosenstein. Aðstoðarfjölmiðlafulltrúi Bandaríkjastjórnar Lindsey Walters segir að kæran styðji við það sem stjórnin hefur sagt, að engin tengsl séu milli Trump og afskipta Rússa. Bandaríkin Donald Trump Erlent Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller varar við áframhaldandi afskiptum Rússa Saksóknarar á vegum sérstaka rannsakandans vilja að dómari í máli gegn rússneskri tröllaverksmiðju haldi leynd yfir sönnunargögnum vegna áframhaldandi afskipta Rússa af kosningum. 13. júní 2018 08:26 Fyrrverandi kosningastjóri Trumps sendur í fangelsi Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, hefur verið dæmdur til fangelsisvistar þar til réttarhöld yfir honum hefjast. 15. júní 2018 20:26 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Fleiri fréttir Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Sjá meira
Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í dag um ákærur gegn 12 rússneskum ríkisborgurum í kjölfar Mueller rannsóknarinnar. CNN greinir frá. Mueller rannsóknin, sem stýrt er af fyrrverandi forstjóra alríkislögreglunnar, FBI, Robert Mueller, snýr að aðkomu Rússa að forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016. Rússarnir 12 eru sakaðir um að hafa af einbeittum brotavilja brotist inn í tölvukerfi og tölvupóstþjóna demókrataflokksins. Hinir ákærðu eru allir starfsmenn GRU, leyniþjónustu innan rússneska hersins.Demókratar vilja að Trump aflýsi fundi sínum með Pútín. Tímasetning tilkynningarinnar hefur vakið athygli en greint var frá ákærunum á sama tíma og heimsókn Donald Trump, Bandaríkjaforseta til Elísabetar Bretlandsdrottningar í Windsorhöll hófst. Heimsóknin er álitin hápunktur umdeildrar heimsóknar forsetans til Bretlands. Áætlað er að Trump muni á mánudag funda með Vladimir Putin, forseta Rússlands í Helsinki. Eingöngu forsetarnir ásamt túlkum sínum munu vera viðstaddir fundinn. Pútín hefur áður hafnað öllum ásökunum um aðkomu Rússa að kosningunum 2016. Háttsettir demókratar á borð við leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Öldungadeild Bandaríkjaþings, Chuck Schumer, hafa kallað eftir því að Trump aflýsi fundinum tafarlaust.Enginn bandarískur ríkisborgari ásakaður Varadómsmálaráðherra Bandaríkjanna, Rod Rosenstein, sagði á blaðamannafundi í dag að enginn bandarískur ríkisborgari sé nefndur í ákærunni en þó hafi hinir ákærðu hafi átt í samskiptum við bandaríska ríkisborgara. „Það er engin ásökun um að bandarískir ríkisborgarar hafi framið glæpi“ sagði Rosenstein og bætti við að ekki sé talið að hinir kærðu hafi átt við atkvæði eða breytt niðurstöðum kosninganna að nokkru leyti. 11 eru ákærðir fyrir persónuþjófnað, peningaþvætti og ráðabrugg um að fremja tölvuglæpi. „Rússneskir starfsmenn GRU, brutust inn á síðu kosningastjórnar og stálu þar upplýsingum um um það bil 500.000 kjósendur“ sagði Rosenstein. Aðstoðarfjölmiðlafulltrúi Bandaríkjastjórnar Lindsey Walters segir að kæran styðji við það sem stjórnin hefur sagt, að engin tengsl séu milli Trump og afskipta Rússa.
Bandaríkin Donald Trump Erlent Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller varar við áframhaldandi afskiptum Rússa Saksóknarar á vegum sérstaka rannsakandans vilja að dómari í máli gegn rússneskri tröllaverksmiðju haldi leynd yfir sönnunargögnum vegna áframhaldandi afskipta Rússa af kosningum. 13. júní 2018 08:26 Fyrrverandi kosningastjóri Trumps sendur í fangelsi Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, hefur verið dæmdur til fangelsisvistar þar til réttarhöld yfir honum hefjast. 15. júní 2018 20:26 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Fleiri fréttir Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Sjá meira
Mueller varar við áframhaldandi afskiptum Rússa Saksóknarar á vegum sérstaka rannsakandans vilja að dómari í máli gegn rússneskri tröllaverksmiðju haldi leynd yfir sönnunargögnum vegna áframhaldandi afskipta Rússa af kosningum. 13. júní 2018 08:26
Fyrrverandi kosningastjóri Trumps sendur í fangelsi Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, hefur verið dæmdur til fangelsisvistar þar til réttarhöld yfir honum hefjast. 15. júní 2018 20:26