Þátturinn fékk á dögunum fjórar tilnefningar til Emmy-verðlauna og vöktu ósvikin viðbrögð Jonathan Van Ness við tilnefningunum mikla lukku á samfélagsmiðlum, en hann hefur vakið athygli fyrir orkumikla framkomu í þáttunum.
Nú þegar hafa verið framleiddar tvær þáttaraðir þar sem hópurinn vinsæli aðstoðar menn sem þurfa leiðsögn, allt frá eldamennsku yfir í fatastíl og geta aðdáendur þáttanna glaðst yfir því að þriðja serían sé á leiðinni.
Þriðja þáttaröðin mun samanstanda af átta þáttum líkt og þær fyrri, en í þetta skiptið munu strákarnir færa sig um set frá Atlanta til Kansas og bjóða fram hjálparhönd sína á nýjum slóðum.