Skoskir mótmælendur trufluðu Trump í golfi Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. júlí 2018 17:41 Fjölmennt lögreglulið stóð vaktina við Turnberry-golfvöll Trumps í dag. Forsetinn sést hér veifa mótmælendum, sem tóku illa í kveðjuna. Vísir/Getty Mörg þúsund manns söfnuðust saman á götum hinnar skosku Edinborgar til að mótmæla heimsókn Bandaríkjaforseta Donalds Trumps. Forsetinn hefur nýtt helgarfríið í kjölfar opinberrar heimsóknar sinnar í Bretlandi til að spila golf og létu mótmælendur einnig í sér heyra fyrir utan golfvöllinn. Myndir náðust af Trump leika golf ásamt syni sínum, Eric, á Turnberry-golfvellinum sem forsetinn keypti árið 2014. Fyrr í dag gerði Trump grein fyrir áætlunum helgarinnar í Skotlandi á Twitter. Hann sagðist ætla að funda, taka nokkur símtöl og spila golf – „aðallíkamsrækt“ forsetans.I have arrived in Scotland and will be at Trump Turnberry for two days of meetings, calls and hopefully, some golf - my primary form of exercise! The weather is beautiful, and this place is incredible! Tomorrow I go to Helsinki for a Monday meeting with Vladimir Putin.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 14, 2018 Um hádegisbil í dag höfðu um 50 mótmælendur safnast saman í útjaðri vallarins og veittu Trump óblíðar móttökur þegar hann mætti til golfiðkunar um tveimur tímum síðar. „Enginn Trump, engin rasísk Bandaríki,“ heyrðust mótmælendur kalla að forsetanum er hann veifaði til þeirra. Þá taldi mótmælendahópurinn á götum Edinborgar um tíu þúsund manns í dag. Mótmælendur nutu aðstoðar hinnar frægu Trump-blöðru, sem varð að láta sér lynda að svífa yfir mótmælagöngunni í Edinborg þar eð hún fékk ekki leyfi frá lögreglu til að hefjast á loft við Turnberry-golfvöllinn.Trump-blaðran, og önnur til, í Edinborg í dag.Vísir/GEttyForsetinn hefur þó ekki fengið algjöran frið fyrir ógnum úr lofti. Fyrr í dag var greint frá því að skoska lögreglan leiti nú manns sem flaug inn á bannsvæði yfir golfvellinum á svifvæng. Í eftirdragi hafði flugmaðurinn borða sem á stóð: Trump, well below par #Resist, sem má þýða sem Trump, vel undir pari. Þá hefur opinber heimsókn Trumps mætt töluverðri andstöðu í Bretlandi en í gær mótmæltu 250 þúsund manns heimsókninni í London. Einnig var efnt til fjöldamótmæla í skosku borginni Glasgow. Trump og eiginkona hans, Melania, lentu í Skotlandi í gærkvöldi og verða þar fram á mánudag. Því næst heldur forsetinn til fundar við Vladimir Putin forseta Rússlands í Helsinki.Þessir mótmælendur virðast hafa skopstælt Bandaríkjaforseta.Vísir/GettyDonald og Melania sjást hér stíga út úr forsetaþotunni, Air Force One, í Skotlandi á föstudag.Vísir/Getty Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Lögregla leitar mótmælandans á svifvængnum Mótmælandi á svifvæng komst í gær framhjá lokunum lögreglu og sveif yfir Trump Turnberry hótelið í Skotlandi í gær. Þar hafði verið sett upp bannsvæði vegna heimsóknar Donald Trump, Bandaríkjaforseta og eiganda hótelsins. 14. júlí 2018 12:19 Tugir þúsunda mótmæltu heimsókn Trump Donald Trump er staddur á Bretlandseyjum í sinni fyrstu opinberu heimsókn sem forseti Bandaríkjanna. 13. júlí 2018 22:36 Trump viðraði „of brútal“ hugmyndir á fundinum með May Donald Trump Bandaríkjaforseti skipti heldur betur um gír á blaðamannafundi með Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, í dag. Þar virtist hann bakka með harða gagnrýni sína á May. 13. júlí 2018 14:59 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Sjá meira
Mörg þúsund manns söfnuðust saman á götum hinnar skosku Edinborgar til að mótmæla heimsókn Bandaríkjaforseta Donalds Trumps. Forsetinn hefur nýtt helgarfríið í kjölfar opinberrar heimsóknar sinnar í Bretlandi til að spila golf og létu mótmælendur einnig í sér heyra fyrir utan golfvöllinn. Myndir náðust af Trump leika golf ásamt syni sínum, Eric, á Turnberry-golfvellinum sem forsetinn keypti árið 2014. Fyrr í dag gerði Trump grein fyrir áætlunum helgarinnar í Skotlandi á Twitter. Hann sagðist ætla að funda, taka nokkur símtöl og spila golf – „aðallíkamsrækt“ forsetans.I have arrived in Scotland and will be at Trump Turnberry for two days of meetings, calls and hopefully, some golf - my primary form of exercise! The weather is beautiful, and this place is incredible! Tomorrow I go to Helsinki for a Monday meeting with Vladimir Putin.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 14, 2018 Um hádegisbil í dag höfðu um 50 mótmælendur safnast saman í útjaðri vallarins og veittu Trump óblíðar móttökur þegar hann mætti til golfiðkunar um tveimur tímum síðar. „Enginn Trump, engin rasísk Bandaríki,“ heyrðust mótmælendur kalla að forsetanum er hann veifaði til þeirra. Þá taldi mótmælendahópurinn á götum Edinborgar um tíu þúsund manns í dag. Mótmælendur nutu aðstoðar hinnar frægu Trump-blöðru, sem varð að láta sér lynda að svífa yfir mótmælagöngunni í Edinborg þar eð hún fékk ekki leyfi frá lögreglu til að hefjast á loft við Turnberry-golfvöllinn.Trump-blaðran, og önnur til, í Edinborg í dag.Vísir/GEttyForsetinn hefur þó ekki fengið algjöran frið fyrir ógnum úr lofti. Fyrr í dag var greint frá því að skoska lögreglan leiti nú manns sem flaug inn á bannsvæði yfir golfvellinum á svifvæng. Í eftirdragi hafði flugmaðurinn borða sem á stóð: Trump, well below par #Resist, sem má þýða sem Trump, vel undir pari. Þá hefur opinber heimsókn Trumps mætt töluverðri andstöðu í Bretlandi en í gær mótmæltu 250 þúsund manns heimsókninni í London. Einnig var efnt til fjöldamótmæla í skosku borginni Glasgow. Trump og eiginkona hans, Melania, lentu í Skotlandi í gærkvöldi og verða þar fram á mánudag. Því næst heldur forsetinn til fundar við Vladimir Putin forseta Rússlands í Helsinki.Þessir mótmælendur virðast hafa skopstælt Bandaríkjaforseta.Vísir/GettyDonald og Melania sjást hér stíga út úr forsetaþotunni, Air Force One, í Skotlandi á föstudag.Vísir/Getty
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Lögregla leitar mótmælandans á svifvængnum Mótmælandi á svifvæng komst í gær framhjá lokunum lögreglu og sveif yfir Trump Turnberry hótelið í Skotlandi í gær. Þar hafði verið sett upp bannsvæði vegna heimsóknar Donald Trump, Bandaríkjaforseta og eiganda hótelsins. 14. júlí 2018 12:19 Tugir þúsunda mótmæltu heimsókn Trump Donald Trump er staddur á Bretlandseyjum í sinni fyrstu opinberu heimsókn sem forseti Bandaríkjanna. 13. júlí 2018 22:36 Trump viðraði „of brútal“ hugmyndir á fundinum með May Donald Trump Bandaríkjaforseti skipti heldur betur um gír á blaðamannafundi með Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, í dag. Þar virtist hann bakka með harða gagnrýni sína á May. 13. júlí 2018 14:59 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Sjá meira
Lögregla leitar mótmælandans á svifvængnum Mótmælandi á svifvæng komst í gær framhjá lokunum lögreglu og sveif yfir Trump Turnberry hótelið í Skotlandi í gær. Þar hafði verið sett upp bannsvæði vegna heimsóknar Donald Trump, Bandaríkjaforseta og eiganda hótelsins. 14. júlí 2018 12:19
Tugir þúsunda mótmæltu heimsókn Trump Donald Trump er staddur á Bretlandseyjum í sinni fyrstu opinberu heimsókn sem forseti Bandaríkjanna. 13. júlí 2018 22:36
Trump viðraði „of brútal“ hugmyndir á fundinum með May Donald Trump Bandaríkjaforseti skipti heldur betur um gír á blaðamannafundi með Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, í dag. Þar virtist hann bakka með harða gagnrýni sína á May. 13. júlí 2018 14:59