Bein útsending: Trump og Pútín ræða við fréttamenn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. júlí 2018 13:19 Trump og Pútín tókust í hendur og ræddu stuttlega við fréttamenn fyrir fund þeirra. Vísir/Getty Áætlað er að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Vladimir Pútín, forseti Rússlands, muni ræða við fréttamenn að loknum fundi þeirra í Helsinki sem hófst fyrir hádegi að íslenskum tíma. Horfa má á beina útsendingu frá fundinum að neðan auk þess sem að fylgst verður með honum í beinni textalýsingu. Fundi forsetanna hefur verið beðið með talsverðri eftirvæntingu enda talsverð spenna á milli ríkjanna tveggja, ekki síst í ljósi ásakana um að Rússar hafi skipt sér af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016. Trump kom til Helsinki í morgun en Pútín lenti hins vegar ekki í Helsinki fyrr en um klukkan 10 að íslenskum tíma í morgun og seinkaði fundinum af þeim ástæðum. Því má jafn vel búast við því að blaðamannafundinum seinki eitthvað, en samkvæmt áætlun á hann að hefjast klukkan 13.50 að íslenskum tíma. Líkt og fyrr segir má fylgjast með fundinum í beinni útsendingu hér að neðan og þar fyrir neðan verður því sem þar fram kemur lýst í beinni textalýsingu.
Áætlað er að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Vladimir Pútín, forseti Rússlands, muni ræða við fréttamenn að loknum fundi þeirra í Helsinki sem hófst fyrir hádegi að íslenskum tíma. Horfa má á beina útsendingu frá fundinum að neðan auk þess sem að fylgst verður með honum í beinni textalýsingu. Fundi forsetanna hefur verið beðið með talsverðri eftirvæntingu enda talsverð spenna á milli ríkjanna tveggja, ekki síst í ljósi ásakana um að Rússar hafi skipt sér af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016. Trump kom til Helsinki í morgun en Pútín lenti hins vegar ekki í Helsinki fyrr en um klukkan 10 að íslenskum tíma í morgun og seinkaði fundinum af þeim ástæðum. Því má jafn vel búast við því að blaðamannafundinum seinki eitthvað, en samkvæmt áætlun á hann að hefjast klukkan 13.50 að íslenskum tíma. Líkt og fyrr segir má fylgjast með fundinum í beinni útsendingu hér að neðan og þar fyrir neðan verður því sem þar fram kemur lýst í beinni textalýsingu.
Donald Trump Tengdar fréttir Bandaríkjaforseti hefur ekki miklar væntingar til fundarins við Pútín Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lenti í Helsinki í gær, þar sem hann heldur á fund Vladimírs Pútín Rússlandsforseta sem fram fer í dag. 16. júlí 2018 06:00 Pútín lét Trump bíða eftir sér Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, lét bandaríska starfsbróður sinn bíða eftir sér í Helsinki í morgun. 16. júlí 2018 10:20 Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Sjá meira
Bandaríkjaforseti hefur ekki miklar væntingar til fundarins við Pútín Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lenti í Helsinki í gær, þar sem hann heldur á fund Vladimírs Pútín Rússlandsforseta sem fram fer í dag. 16. júlí 2018 06:00
Pútín lét Trump bíða eftir sér Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, lét bandaríska starfsbróður sinn bíða eftir sér í Helsinki í morgun. 16. júlí 2018 10:20