Rússnesk kona handtekin fyrir að ganga erinda Rússa í Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 16. júlí 2018 22:00 Rússneska konan Mariia Butina hefur verið handtekin af útsendurum Alríkislögreglunnar í Bandaríkjunum (FBI) og er hún sökuð um að vera útsendari yfirvalda Rússlands. Rússneska konan Mariia Butina hefur verið handtekin af útsendurum Alríkislögreglunnar í Bandaríkjunum (FBI) og er hún sökuð um að vera útsendari yfirvalda Rússlands. Butina, sem er mikill stuðningskona byssueignar í Bandaríkjunum, er sökuð um að hafa unnið með bandarískum aðilum og samtökum til þess að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum 2016. Í ákærunni sem birt var í dag segir að Butina hafi myndað tengsl við bandaríska stjórnmálamenn og hagsmunasamtök byssueigenda og hennar markmið hafi verið að opna hulda samskiptaleið til Bandaríkjanna fyrir rússneska embættismenn. Hún var handtekin í gær.Butina er sögð hafa unnið sérstaklega fyrir einn rússneskan embættismann, sem þó er ekki nafngreindur, og hún hafi fengið hjál frá minnst tveimur Bandaríkjamönnum sem sömuleiðis eru ekki nafngreindir í ákærunni. Þá eru áðurnefnd hagsmunasamtök ekki heldur nafngreind. New York Times segir hins vegar að rússneski embættismaðurinn sé Alexander Torshin, einn af æðstu mönnum Seðlabanka Rússlands, og er hann sagður tengjast leyniþjónustum landsins sem og skipulagðri glæpastarfsemi. Yfirvöld Spánar gáfu árið 2013 út handtökuskipun gagnvart Torshin en hann er sakaðu um peningaþvætti. Hann var þó aldrei ákærður. Enn fremur segir í frétt Times að bandaríski maðurinn heiti Paul Erickson og kynntust þau í Rússlandi.Þá segir NYT að samtökin séu National Rifle Association eða NRA. Stærstu hagsmunasamtök byssueigenda í Bandaríkjunum. Torshin er heiðursmeðlimur í NRA og Erickson er einnig meðlimur. Butina stofnaði samtökin Right to Bear Arms í Rússlandi og byrjuðu samskipti hennar og Bandaríkjamanna í árið 2013, samkvæmt kærunni. Hún hefur nokkrum sinnum boðið forsvarsmönnum NRA til Moskvu og hafa hún og Torshin sömuleiðis ferðast til Bandaríkjanna til að vera viðstödd viðburði NRA. Á einum slíkum viðburði reyndi Erickson að stofna til fundar á milli Torhsin og Donald Trump, þáverandi forsetaframbjóðenda og núverandi forseta Bandaríkjanna. Í tölvupósti til framboðs Trump titlaði Erickson Torshin sem „erindreka“ Vladimir Pútín, forseta Rússland.Meðal þess sem er til rannsóknar er hvort að Butina og Torshin hafi notað NRA til þess að koma fjármunum til framboðs Trump en slíkt er ólölegt í Bandaríkjunum.NRA varði um 30 milljónum dala til stuðnings Trump í aðdraganda kosninganna, sem er þrefalt það sem samtökin vörðu til stuðnings framboðs Mitt Romney árið 2012.Í áðurnefndri ákæru er vísað til ýmissa samskipta Butina og Torshin þar sem hún meðal annars sagðist tilbúin til að taka við frekari skipunum og Torshin sagðist ekki vilja ræða við hana í síma af ótta við að símtalið yrði hlerað. Þá voru þau að velta vöngum yfir því hver yrði utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Þau ræddu einnig saman um að bandarískir fjölmiðlar mættu ekki komast á snoðir um aðgerðir þeirra.„Stríðið um framtíðina“ Skömmu fyrir kosningarnar 2016 sendi Butina Torshin eftirfarandi skilaboð: „Tíminn mun leiða það í ljós. Við erum búin að veðja og ég er að fylgja leikáætlun okkar...“ Torshin svaraði: „Auðvitað munum við vinna.“ Hann bætti við að aðalmálið væri ekki að vinna orrustu dagsins, heldur stríðið í heild. „Þetta er stríðið um framtíðina og það má ekki tapast. Annars munu allir tapa.“ Í ákærunni er einnig vísað til samskipta Butina og Erickson þar sem hann virðist hafa verið að aðstoða hana og benda henni á hvaða aðila hún ætti að mynda tengsl við. Þar kemur einnig fram að hún sé að vinna fyrir Torshin og hann sé að vinna fyrir yfirvöld Rússlands. Í tölvupóstum til annars Bandaríkjamanns segir Butina að erindreki forsetaembættis Rússlands hafi lýst yfir ánægju með verkefni þeirra sem sneri að einhverskonar „samskiptaleið“.Neitar ásökunum Butina mætti fyrir dómara nú í kvöld og neitaði lögmaður hennar ásökunum um að hún væri útsendari yfirvalda Rússlands. Hann sagði hana einfaldlega hafa verið að vinna að því að mynda eigið tengslanet. Þá sagði lögmaður hennar að hún hefði starfað með yfirvöldum Bandaríkjanna vegna rannsóknar þeirra á afskiptum Rússlands af kosningunum. Butina hefði meðal annars borið vitni fyrir leyniþjónustunefnd þingsins á rúmlega átta klukkustunda lokuðum nefndarfundi. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ein „skammarlegasta framkoma“ forseta Bandaríkjanna í manna minnum Fjölmargir stjórnmálamenn beggja flokka Bandaríkjanna hafa gagnrýnt Trump harðlega og hefur hann jafnvel verið sakaður um landráð. 16. júlí 2018 19:45 Telur samskipti Rússlands og Bandaríkjanna hafa stórbatnað á maraþonfundi forsetanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að samskipti Rússlands og Bandaríkjanna hafi stórbatnað með fundi hans og Vladimirs Pútíns, forseta Rússlands. 16. júlí 2018 16:30 Pútín lét Trump bíða eftir sér Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, lét bandaríska starfsbróður sinn bíða eftir sér í Helsinki í morgun. 16. júlí 2018 10:20 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Sjá meira
Rússneska konan Mariia Butina hefur verið handtekin af útsendurum Alríkislögreglunnar í Bandaríkjunum (FBI) og er hún sökuð um að vera útsendari yfirvalda Rússlands. Butina, sem er mikill stuðningskona byssueignar í Bandaríkjunum, er sökuð um að hafa unnið með bandarískum aðilum og samtökum til þess að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum 2016. Í ákærunni sem birt var í dag segir að Butina hafi myndað tengsl við bandaríska stjórnmálamenn og hagsmunasamtök byssueigenda og hennar markmið hafi verið að opna hulda samskiptaleið til Bandaríkjanna fyrir rússneska embættismenn. Hún var handtekin í gær.Butina er sögð hafa unnið sérstaklega fyrir einn rússneskan embættismann, sem þó er ekki nafngreindur, og hún hafi fengið hjál frá minnst tveimur Bandaríkjamönnum sem sömuleiðis eru ekki nafngreindir í ákærunni. Þá eru áðurnefnd hagsmunasamtök ekki heldur nafngreind. New York Times segir hins vegar að rússneski embættismaðurinn sé Alexander Torshin, einn af æðstu mönnum Seðlabanka Rússlands, og er hann sagður tengjast leyniþjónustum landsins sem og skipulagðri glæpastarfsemi. Yfirvöld Spánar gáfu árið 2013 út handtökuskipun gagnvart Torshin en hann er sakaðu um peningaþvætti. Hann var þó aldrei ákærður. Enn fremur segir í frétt Times að bandaríski maðurinn heiti Paul Erickson og kynntust þau í Rússlandi.Þá segir NYT að samtökin séu National Rifle Association eða NRA. Stærstu hagsmunasamtök byssueigenda í Bandaríkjunum. Torshin er heiðursmeðlimur í NRA og Erickson er einnig meðlimur. Butina stofnaði samtökin Right to Bear Arms í Rússlandi og byrjuðu samskipti hennar og Bandaríkjamanna í árið 2013, samkvæmt kærunni. Hún hefur nokkrum sinnum boðið forsvarsmönnum NRA til Moskvu og hafa hún og Torshin sömuleiðis ferðast til Bandaríkjanna til að vera viðstödd viðburði NRA. Á einum slíkum viðburði reyndi Erickson að stofna til fundar á milli Torhsin og Donald Trump, þáverandi forsetaframbjóðenda og núverandi forseta Bandaríkjanna. Í tölvupósti til framboðs Trump titlaði Erickson Torshin sem „erindreka“ Vladimir Pútín, forseta Rússland.Meðal þess sem er til rannsóknar er hvort að Butina og Torshin hafi notað NRA til þess að koma fjármunum til framboðs Trump en slíkt er ólölegt í Bandaríkjunum.NRA varði um 30 milljónum dala til stuðnings Trump í aðdraganda kosninganna, sem er þrefalt það sem samtökin vörðu til stuðnings framboðs Mitt Romney árið 2012.Í áðurnefndri ákæru er vísað til ýmissa samskipta Butina og Torshin þar sem hún meðal annars sagðist tilbúin til að taka við frekari skipunum og Torshin sagðist ekki vilja ræða við hana í síma af ótta við að símtalið yrði hlerað. Þá voru þau að velta vöngum yfir því hver yrði utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Þau ræddu einnig saman um að bandarískir fjölmiðlar mættu ekki komast á snoðir um aðgerðir þeirra.„Stríðið um framtíðina“ Skömmu fyrir kosningarnar 2016 sendi Butina Torshin eftirfarandi skilaboð: „Tíminn mun leiða það í ljós. Við erum búin að veðja og ég er að fylgja leikáætlun okkar...“ Torshin svaraði: „Auðvitað munum við vinna.“ Hann bætti við að aðalmálið væri ekki að vinna orrustu dagsins, heldur stríðið í heild. „Þetta er stríðið um framtíðina og það má ekki tapast. Annars munu allir tapa.“ Í ákærunni er einnig vísað til samskipta Butina og Erickson þar sem hann virðist hafa verið að aðstoða hana og benda henni á hvaða aðila hún ætti að mynda tengsl við. Þar kemur einnig fram að hún sé að vinna fyrir Torshin og hann sé að vinna fyrir yfirvöld Rússlands. Í tölvupóstum til annars Bandaríkjamanns segir Butina að erindreki forsetaembættis Rússlands hafi lýst yfir ánægju með verkefni þeirra sem sneri að einhverskonar „samskiptaleið“.Neitar ásökunum Butina mætti fyrir dómara nú í kvöld og neitaði lögmaður hennar ásökunum um að hún væri útsendari yfirvalda Rússlands. Hann sagði hana einfaldlega hafa verið að vinna að því að mynda eigið tengslanet. Þá sagði lögmaður hennar að hún hefði starfað með yfirvöldum Bandaríkjanna vegna rannsóknar þeirra á afskiptum Rússlands af kosningunum. Butina hefði meðal annars borið vitni fyrir leyniþjónustunefnd þingsins á rúmlega átta klukkustunda lokuðum nefndarfundi.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ein „skammarlegasta framkoma“ forseta Bandaríkjanna í manna minnum Fjölmargir stjórnmálamenn beggja flokka Bandaríkjanna hafa gagnrýnt Trump harðlega og hefur hann jafnvel verið sakaður um landráð. 16. júlí 2018 19:45 Telur samskipti Rússlands og Bandaríkjanna hafa stórbatnað á maraþonfundi forsetanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að samskipti Rússlands og Bandaríkjanna hafi stórbatnað með fundi hans og Vladimirs Pútíns, forseta Rússlands. 16. júlí 2018 16:30 Pútín lét Trump bíða eftir sér Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, lét bandaríska starfsbróður sinn bíða eftir sér í Helsinki í morgun. 16. júlí 2018 10:20 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Sjá meira
Ein „skammarlegasta framkoma“ forseta Bandaríkjanna í manna minnum Fjölmargir stjórnmálamenn beggja flokka Bandaríkjanna hafa gagnrýnt Trump harðlega og hefur hann jafnvel verið sakaður um landráð. 16. júlí 2018 19:45
Telur samskipti Rússlands og Bandaríkjanna hafa stórbatnað á maraþonfundi forsetanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að samskipti Rússlands og Bandaríkjanna hafi stórbatnað með fundi hans og Vladimirs Pútíns, forseta Rússlands. 16. júlí 2018 16:30
Pútín lét Trump bíða eftir sér Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, lét bandaríska starfsbróður sinn bíða eftir sér í Helsinki í morgun. 16. júlí 2018 10:20