Segir Mueller halda sambandi Bandaríkjanna og Rússlands í gíslingu Samúel Karl Ólason skrifar 16. júlí 2018 23:11 Vladimir Pútín, forseti Rússlands. Vísir/AP Vladimir Pútín, forseti Rússlands, segir rannsókn Robert Mueller, sérstaks saksóknara dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, haldi sambandi Bandaríkjanna og Rússlands „í gíslingu“. Þetta sagði Pútín í viðtali við Chris Wallace hjá Fox News nú í kvöld. Fyrst sagðist hann þó ekki hafa nokkurn áhuga á málefninu, eftir að Wallace spurði út í álit hans á því að Mueller hefði gefið út ákærur gegn tólf starfsmönnum leyniþjónusta Rússlands, þremur dögum fyrir fund hans og Trump.„Þetta eru innri stjórnmálaleikir Bandaríkjanna. Ekki halda sambandi Bandaríkjanna og Rússlands í gíslingu með þessari innri deilu,“ sagði Pútín. Hann bætti við að Bandaríkjamenn ættu ekki að vera stoltir af rannsókn Mueller og svo „óheiðarlegum“ aðferðum, eins og hann orðaði það. Rannsóknin gæfi ekki góða mynd af bandarísku lýðræði. Hlutverk Mueller er að rannsaka afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016 og hvort að starfsmenn framboðs Trump hafi starfað með Rússum. Þá rannsakar hann einnig hvort Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar með því að reka James Comey, fyrrverandi yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI. Mueller var skipaður í embætti eftir að Trump viðurkenndi í sjónvarpsviðtali að hafa rekið Comey vegna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 25 rússneskir ríkisborgarar og þrír rússneskir lögaðilar hafa verið ákærðir fyrir afskipti af kosningunum. Ein rússnesk kona var handtekin á sunnudaginn.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í PétursborgWallace spurði Pútín því næst hvort hann teldi Mueller vera að reyna að skemma samband Bandaríkjanna og Rússlands. Pútín sagðist ekki vilja tjá sig um það. Þó sagðist hann telja að Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna sæji eftir því að hafa skipað Mueller í embætti sérstaks saksóknara. „Það kemur mér þó ekki við,“ bætti Pútín við.Russian President Putin on the Mueller probe: I'm not interested in this issue a single bit. It's the internal political games of the United States. #WallacePutinOnFox https://t.co/OqrOzjYveR pic.twitter.com/xejkVcxb8C— Fox News (@FoxNews) July 16, 2018 Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Ein „skammarlegasta framkoma“ forseta Bandaríkjanna í manna minnum Fjölmargir stjórnmálamenn beggja flokka Bandaríkjanna hafa gagnrýnt Trump harðlega og hefur hann jafnvel verið sakaður um landráð. 16. júlí 2018 19:45 Telur samskipti Rússlands og Bandaríkjanna hafa stórbatnað á maraþonfundi forsetanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að samskipti Rússlands og Bandaríkjanna hafi stórbatnað með fundi hans og Vladimirs Pútíns, forseta Rússlands. 16. júlí 2018 16:30 Rússnesk kona handtekin fyrir að ganga erinda Rússa í Bandaríkjunum Í ákæru dag segir að Mariia Butina hafi myndað tengsl við bandaríska stjórnmálamenn og hagsmunasamtök byssueigenda og hennar markmið hafi verið að opna hulda samskiptaleið til Bandaríkjanna fyrir rússneska embættismenn. 16. júlí 2018 22:00 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sandra tekin við af Guðbrandi Innlent Fleiri fréttir Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Sjá meira
Vladimir Pútín, forseti Rússlands, segir rannsókn Robert Mueller, sérstaks saksóknara dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, haldi sambandi Bandaríkjanna og Rússlands „í gíslingu“. Þetta sagði Pútín í viðtali við Chris Wallace hjá Fox News nú í kvöld. Fyrst sagðist hann þó ekki hafa nokkurn áhuga á málefninu, eftir að Wallace spurði út í álit hans á því að Mueller hefði gefið út ákærur gegn tólf starfsmönnum leyniþjónusta Rússlands, þremur dögum fyrir fund hans og Trump.„Þetta eru innri stjórnmálaleikir Bandaríkjanna. Ekki halda sambandi Bandaríkjanna og Rússlands í gíslingu með þessari innri deilu,“ sagði Pútín. Hann bætti við að Bandaríkjamenn ættu ekki að vera stoltir af rannsókn Mueller og svo „óheiðarlegum“ aðferðum, eins og hann orðaði það. Rannsóknin gæfi ekki góða mynd af bandarísku lýðræði. Hlutverk Mueller er að rannsaka afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016 og hvort að starfsmenn framboðs Trump hafi starfað með Rússum. Þá rannsakar hann einnig hvort Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar með því að reka James Comey, fyrrverandi yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI. Mueller var skipaður í embætti eftir að Trump viðurkenndi í sjónvarpsviðtali að hafa rekið Comey vegna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 25 rússneskir ríkisborgarar og þrír rússneskir lögaðilar hafa verið ákærðir fyrir afskipti af kosningunum. Ein rússnesk kona var handtekin á sunnudaginn.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í PétursborgWallace spurði Pútín því næst hvort hann teldi Mueller vera að reyna að skemma samband Bandaríkjanna og Rússlands. Pútín sagðist ekki vilja tjá sig um það. Þó sagðist hann telja að Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna sæji eftir því að hafa skipað Mueller í embætti sérstaks saksóknara. „Það kemur mér þó ekki við,“ bætti Pútín við.Russian President Putin on the Mueller probe: I'm not interested in this issue a single bit. It's the internal political games of the United States. #WallacePutinOnFox https://t.co/OqrOzjYveR pic.twitter.com/xejkVcxb8C— Fox News (@FoxNews) July 16, 2018
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Ein „skammarlegasta framkoma“ forseta Bandaríkjanna í manna minnum Fjölmargir stjórnmálamenn beggja flokka Bandaríkjanna hafa gagnrýnt Trump harðlega og hefur hann jafnvel verið sakaður um landráð. 16. júlí 2018 19:45 Telur samskipti Rússlands og Bandaríkjanna hafa stórbatnað á maraþonfundi forsetanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að samskipti Rússlands og Bandaríkjanna hafi stórbatnað með fundi hans og Vladimirs Pútíns, forseta Rússlands. 16. júlí 2018 16:30 Rússnesk kona handtekin fyrir að ganga erinda Rússa í Bandaríkjunum Í ákæru dag segir að Mariia Butina hafi myndað tengsl við bandaríska stjórnmálamenn og hagsmunasamtök byssueigenda og hennar markmið hafi verið að opna hulda samskiptaleið til Bandaríkjanna fyrir rússneska embættismenn. 16. júlí 2018 22:00 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sandra tekin við af Guðbrandi Innlent Fleiri fréttir Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Sjá meira
Ein „skammarlegasta framkoma“ forseta Bandaríkjanna í manna minnum Fjölmargir stjórnmálamenn beggja flokka Bandaríkjanna hafa gagnrýnt Trump harðlega og hefur hann jafnvel verið sakaður um landráð. 16. júlí 2018 19:45
Telur samskipti Rússlands og Bandaríkjanna hafa stórbatnað á maraþonfundi forsetanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að samskipti Rússlands og Bandaríkjanna hafi stórbatnað með fundi hans og Vladimirs Pútíns, forseta Rússlands. 16. júlí 2018 16:30
Rússnesk kona handtekin fyrir að ganga erinda Rússa í Bandaríkjunum Í ákæru dag segir að Mariia Butina hafi myndað tengsl við bandaríska stjórnmálamenn og hagsmunasamtök byssueigenda og hennar markmið hafi verið að opna hulda samskiptaleið til Bandaríkjanna fyrir rússneska embættismenn. 16. júlí 2018 22:00