Heimir hættur að þjálfa íslenska landsliðið Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. júlí 2018 10:08 Heimir Hallgrímsson kveður eftir sjö ára starf. Fréttablaðið/Eyþór Heimir Hallgrímsson verður ekki áfram landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta en þetta staðfestir KSÍ með fréttatilkynningu til fjölmiðla. Samningur Heimis við KSÍ rann út eftir heimsmeistaramótið í Rússlandi en vitað var að hann myndi gefa sér að minnsta kosti tvær vikur til að ákveða næstu skref. Heimir varð aðstoðarlandsliðsþjálfari Lars Lagerbäck árið 2011 og samþjálfari hans árið 2014 en hann hefur stýrt íslenska liðinu sem aðalþjálfari síðan 2016 og náð ótrúlegum árangri.Heimir hefur verið í þjálfarateyminu og þjálfað liðið síðan árið 2011.vísir/vilhelmHeimir var fyrsti kostur KSÍ fer nú í það að finna eftirmann Heimis en frekar verður greint frá málum á fréttamannafundi sem fram fer í höfuðstöðvum KSÍ klukkan 13.15. Knattspyrnusambandið má ekki vera of lengi að ráða eftirmann Heimis því liðið mætir Belgíu í fyrsta leik Þjóðadeildarinnar 11. september. „Heimir var auðvitað okkar fyrsti kostur í starfið, enda hefur hann unnið frábært starf á þessum árum sem hann hefur verið með liðið. Íslensk knattspyrna hefur aldrei staðið jafn framarlega og aldrei áður notið jafn mikillar athygli hérlendis sem erlendis,“ segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ. „Við bundum miklar vonir við að Heimir yrði áfram, en niðurstaðan er þó sú að Heimir hættir með liðið að eigin ósk og vil ég fyrir hönd KSÍ þakka honum kærlega fyrir samstarfið og óska honum alls hins besta í framtíðinni. KSÍ mun nú taka næstu skref í ráðningu nýs landsliðsþjálfara,“ segir Guðni.Hvað tekur við?Vísir/GettyÞakkar öllum „Eftir sjö góð ár hjá Knattspyrnusambandi Íslands hef ég ákveðið að halda ekki áfram með A-landslið karla,“ segir Heimir í fréttatilkynningunni. „Ég skil sáttur og þakklátur fyrir að hafa fengið að vera hluti af þessari sterku liðsheild sem þessi hópur hefur fyrst og fremst staðið fyrir. Hluti af hópi sem hefur rutt leiðina fyrir komandi kynslóðir og gert svo ótal margt í fyrsta skipti í sögunni. Það eru forréttindi að geta yfirgefið verkefnið á tímapunkti eins og í dag. Leikmenn á toppi síns ferils og hópurinn með mikla reynslu.“ „Umgjörð, vinnuumhverfi og verkferlar í föstum skorðum. Góður árangur hefur tryggt okkur sæti meðal þeirra bestu næstu ár. Árangurinn og frammistaðan hefur skapað virðingu fyrir íslenskri knattspyrnu. Þó leikmenn eigi heiðurinn og stærsta þáttinn í velgengninni þá er þáttur starfsfólksins í kringum liðið ómetanlegur.“ „Verkefnin framundan eru stór og spennandi. Um leið og ég þakka öllu samstarfsfólki, leikmönnum og stuðningsmönnum fyrir samstarfið, þá óska ég ykkur öllum velgengni næstu árin því ferðalagið er rétt að hefjast,“ segir Heimir Hallgrímsson.Hér fyrir neðan má lesa textalýsingu af blaðamannafundi Heimis á Nordica.
Heimir Hallgrímsson verður ekki áfram landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta en þetta staðfestir KSÍ með fréttatilkynningu til fjölmiðla. Samningur Heimis við KSÍ rann út eftir heimsmeistaramótið í Rússlandi en vitað var að hann myndi gefa sér að minnsta kosti tvær vikur til að ákveða næstu skref. Heimir varð aðstoðarlandsliðsþjálfari Lars Lagerbäck árið 2011 og samþjálfari hans árið 2014 en hann hefur stýrt íslenska liðinu sem aðalþjálfari síðan 2016 og náð ótrúlegum árangri.Heimir hefur verið í þjálfarateyminu og þjálfað liðið síðan árið 2011.vísir/vilhelmHeimir var fyrsti kostur KSÍ fer nú í það að finna eftirmann Heimis en frekar verður greint frá málum á fréttamannafundi sem fram fer í höfuðstöðvum KSÍ klukkan 13.15. Knattspyrnusambandið má ekki vera of lengi að ráða eftirmann Heimis því liðið mætir Belgíu í fyrsta leik Þjóðadeildarinnar 11. september. „Heimir var auðvitað okkar fyrsti kostur í starfið, enda hefur hann unnið frábært starf á þessum árum sem hann hefur verið með liðið. Íslensk knattspyrna hefur aldrei staðið jafn framarlega og aldrei áður notið jafn mikillar athygli hérlendis sem erlendis,“ segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ. „Við bundum miklar vonir við að Heimir yrði áfram, en niðurstaðan er þó sú að Heimir hættir með liðið að eigin ósk og vil ég fyrir hönd KSÍ þakka honum kærlega fyrir samstarfið og óska honum alls hins besta í framtíðinni. KSÍ mun nú taka næstu skref í ráðningu nýs landsliðsþjálfara,“ segir Guðni.Hvað tekur við?Vísir/GettyÞakkar öllum „Eftir sjö góð ár hjá Knattspyrnusambandi Íslands hef ég ákveðið að halda ekki áfram með A-landslið karla,“ segir Heimir í fréttatilkynningunni. „Ég skil sáttur og þakklátur fyrir að hafa fengið að vera hluti af þessari sterku liðsheild sem þessi hópur hefur fyrst og fremst staðið fyrir. Hluti af hópi sem hefur rutt leiðina fyrir komandi kynslóðir og gert svo ótal margt í fyrsta skipti í sögunni. Það eru forréttindi að geta yfirgefið verkefnið á tímapunkti eins og í dag. Leikmenn á toppi síns ferils og hópurinn með mikla reynslu.“ „Umgjörð, vinnuumhverfi og verkferlar í föstum skorðum. Góður árangur hefur tryggt okkur sæti meðal þeirra bestu næstu ár. Árangurinn og frammistaðan hefur skapað virðingu fyrir íslenskri knattspyrnu. Þó leikmenn eigi heiðurinn og stærsta þáttinn í velgengninni þá er þáttur starfsfólksins í kringum liðið ómetanlegur.“ „Verkefnin framundan eru stór og spennandi. Um leið og ég þakka öllu samstarfsfólki, leikmönnum og stuðningsmönnum fyrir samstarfið, þá óska ég ykkur öllum velgengni næstu árin því ferðalagið er rétt að hefjast,“ segir Heimir Hallgrímsson.Hér fyrir neðan má lesa textalýsingu af blaðamannafundi Heimis á Nordica.
Íslenski boltinn Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira