Guðni: Erum með góða ráðgjafa sem hjálpa okkur í þjálfaraleitinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. júlí 2018 19:30 Guðni Bergsson, formaður KSÍ, og stjórn knattspyrnusambandsins þurfa nú að drífa sig í að finna eftirmann Heimis Hallgrímssonar sem lét af störfum í dag en verða að flýta sér hægt í leitinni. Aðeins eru 56 dagar þar til strákarnir okkar mæta Belgíu í fyrsta leik í Þjóðadeildinni en þeir eru í dag þjálfaralausir og óvíst er hvað af núverandi starfsliði heldur vinnunni. KSÍ hefur ekki mikinn tíma í þjálfaraleit en verður vitaskuld að vanda sig. „Ég leiði þessa vinnu sem formaður með minn bakgrunn og mína reynslu en það eru fleiri sem að munu koma að þessu. Þetta verður gert í samvinnu og samráði við stjórnina eins og vera ber. Við drífum okkur í þessu en pössum okkur á að vanda vel til verka,“ segir Guðni. Guðni er vel meðvitaður um tímarammann en segir lykilatriði að vanda valið á eftirmanni Heimis enda gríðarlega spennandi hlutir framundan eins og Þjóðadeildin og undankeppni EM alls staðar 2020. „Við munum passa upp á að sækja okkur góð ráð. Við munum varpa út góðu neti og þéttu. Ég efast ekki um að við munum fá marga frambærilega umsækjendur og menn sem við munum skoða og ræða við. Á sama tíma og við höskum okkur aðeins þá flýtum við okkur hægt og vöndum okkur. Það er mikilvægt. Við höfum nokkrar vikur í þetta en munum á endanum reyna að komast að réttri og góðri niðurstöðu,“ segir formaðurinn. Líklega verður rætt við nokkra þjálfara úr umsækjendahópnum og gott fólk fengið til að aðstoða við ráðningarferlið. „Við munum að sjálfsögðu fá menn til viðræðna okkur líst vel á einhverja umsækjendur. Það getur líka verið hollt og gott að tala við nokkra til að fá hugmyndir og svo framvegis. Heimir verður okkur líka innan handar ef til þarf. Við erum líka með fullt af ráðgjöfum og fleirum sem hjálpa okkur við að taka þessa ákvörðun. Við förum í þetta saman,“ segir Guðni Bergsson. Allt viðtalið má sjá hér að ofan. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Guðna Bergs vegna brotthvarfs Heimis Formaður KSÍ segir óformlegan lista yfir nýjan þjálfara til skoðunar. 17. júlí 2018 13:30 Heimi fannst ósanngjarnt að taka allan rjómann og sagði því nei takk Vísir var í beinni frá kveðjufundi Heimis Hallgrímssonar. 17. júlí 2018 11:45 KSÍ með óskalista yfir þjálfara Það er þegar kominn áhugi erlendis frá, segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ. 17. júlí 2018 13:29 Heimir hættur að þjálfa íslenska landsliðið Heimir Hallgrímsson semur ekki áfram við KSÍ. 17. júlí 2018 10:08 Hver verður eftirmaður Heimis? Gera má ráð fyrir því að margir muni verða áhugasamir um starf landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu þegar það verður auglýst. 17. júlí 2018 12:15 Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Sjá meira
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, og stjórn knattspyrnusambandsins þurfa nú að drífa sig í að finna eftirmann Heimis Hallgrímssonar sem lét af störfum í dag en verða að flýta sér hægt í leitinni. Aðeins eru 56 dagar þar til strákarnir okkar mæta Belgíu í fyrsta leik í Þjóðadeildinni en þeir eru í dag þjálfaralausir og óvíst er hvað af núverandi starfsliði heldur vinnunni. KSÍ hefur ekki mikinn tíma í þjálfaraleit en verður vitaskuld að vanda sig. „Ég leiði þessa vinnu sem formaður með minn bakgrunn og mína reynslu en það eru fleiri sem að munu koma að þessu. Þetta verður gert í samvinnu og samráði við stjórnina eins og vera ber. Við drífum okkur í þessu en pössum okkur á að vanda vel til verka,“ segir Guðni. Guðni er vel meðvitaður um tímarammann en segir lykilatriði að vanda valið á eftirmanni Heimis enda gríðarlega spennandi hlutir framundan eins og Þjóðadeildin og undankeppni EM alls staðar 2020. „Við munum passa upp á að sækja okkur góð ráð. Við munum varpa út góðu neti og þéttu. Ég efast ekki um að við munum fá marga frambærilega umsækjendur og menn sem við munum skoða og ræða við. Á sama tíma og við höskum okkur aðeins þá flýtum við okkur hægt og vöndum okkur. Það er mikilvægt. Við höfum nokkrar vikur í þetta en munum á endanum reyna að komast að réttri og góðri niðurstöðu,“ segir formaðurinn. Líklega verður rætt við nokkra þjálfara úr umsækjendahópnum og gott fólk fengið til að aðstoða við ráðningarferlið. „Við munum að sjálfsögðu fá menn til viðræðna okkur líst vel á einhverja umsækjendur. Það getur líka verið hollt og gott að tala við nokkra til að fá hugmyndir og svo framvegis. Heimir verður okkur líka innan handar ef til þarf. Við erum líka með fullt af ráðgjöfum og fleirum sem hjálpa okkur við að taka þessa ákvörðun. Við förum í þetta saman,“ segir Guðni Bergsson. Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Guðna Bergs vegna brotthvarfs Heimis Formaður KSÍ segir óformlegan lista yfir nýjan þjálfara til skoðunar. 17. júlí 2018 13:30 Heimi fannst ósanngjarnt að taka allan rjómann og sagði því nei takk Vísir var í beinni frá kveðjufundi Heimis Hallgrímssonar. 17. júlí 2018 11:45 KSÍ með óskalista yfir þjálfara Það er þegar kominn áhugi erlendis frá, segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ. 17. júlí 2018 13:29 Heimir hættur að þjálfa íslenska landsliðið Heimir Hallgrímsson semur ekki áfram við KSÍ. 17. júlí 2018 10:08 Hver verður eftirmaður Heimis? Gera má ráð fyrir því að margir muni verða áhugasamir um starf landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu þegar það verður auglýst. 17. júlí 2018 12:15 Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Sjá meira
Svona var blaðamannafundur Guðna Bergs vegna brotthvarfs Heimis Formaður KSÍ segir óformlegan lista yfir nýjan þjálfara til skoðunar. 17. júlí 2018 13:30
Heimi fannst ósanngjarnt að taka allan rjómann og sagði því nei takk Vísir var í beinni frá kveðjufundi Heimis Hallgrímssonar. 17. júlí 2018 11:45
KSÍ með óskalista yfir þjálfara Það er þegar kominn áhugi erlendis frá, segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ. 17. júlí 2018 13:29
Heimir hættur að þjálfa íslenska landsliðið Heimir Hallgrímsson semur ekki áfram við KSÍ. 17. júlí 2018 10:08
Hver verður eftirmaður Heimis? Gera má ráð fyrir því að margir muni verða áhugasamir um starf landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu þegar það verður auglýst. 17. júlí 2018 12:15