Tulipop með nýja seríu í bígerð Stefán Þór Hjartarson skrifar 18. júlí 2018 06:00 Helga Árnadóttir og Signý Kolbeinsdóttir, eigendur Tulipop, stofnuðu fyrirtækið árið 2010. SARA SIG Tulipop vinnur nú að framleiðslu stórrar sjónvarpsþáttaraðar byggðar á ævintýraheimi fyrirtækisins og persónum. Með þeim í verkefninu er stórfyrirtækið Zodiak Kids en það mun framleiða seríuna í samstarfi við Tulipop og sjá um alþjóðlega sölu og dreifingu. „Vinnan við þróun þessarar sjónvarpsseríu hófst fyrir 18 mánuðum en þá fengum við til liðs við okkur sterkan hóp reynslubolta í teiknimyndabransanum til að þróa handrit og búa til stuttmynd sem sýnir útlitið sem við viljum hafa á seríunni. Við kynntum verkefnið á Cartoon Forum í Toulouse í Frakklandi í september í fyrra og á MIP Junior í Cannes í október sem það fékk frábærar viðtökur og í kjölfarið hófust viðræður við aðila sem lýstu yfir áhuga á samstarfi. Eftir að hafa rætt við marga mögulega meðframleiðendur þá leist okkur best á Zodiak. Fyrirtækið deilir okkar sýn á hvernig sjónvarpsserían á að vera auk þess sem það er traust og stórt fyrirtæki sem hefur burði til búa til hágæðasjónvarpsseríu og koma henni í sýningu um allan heim. Zodiak er mjög virt fyrirtæki í þessum geira og af því fer gott orð sem skiptir miklu máli,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Tulipop. Zodiak Kids er krakkaarmur franska fyrirtækisins Zodiak Media sem hefur framleitt efni og dreift um allan heim um árabil. Í seríunni sem Zodiak Kids framleiðir með Tulipop verða 52 þættir og verður hver þáttur ellefu mínútur. Framleiðslan mun kosta um 700 milljónir króna. Helga segir að Tulipop njóti dýrmæts stuðnings frá Kvikmyndasjóði við verkefnið. Seríunni verði dreift víða um heiminn og á fjölda tungumála. „Hér er um að ræða lengri teiknimyndaþætti en við höfum áður framleitt og það verður mjög mikið lagt í þessa seríu. Nú fer af stað lokahnykkurinn í þróunarvinnu á þáttunum og vinna með handritshöfundum. Formleg sala mun hefjast á MIP-hátíðinni í Cannes í október og ef allt gengur að óskum fer svo framleiðsla af stað fyrir lok næsta árs og serían í sýningar fyrir lok árs 2020. Zodiak mun sjá um alþjóðlega sölu og dreifingu á seríunni, en Norðurlöndin eru undanskilin og gert er ráð fyrir að Tulipop selji beint til þeirra landa,“ segir Helga. Tulipop hefur framleitt örstutta þætti, tveggja og hálfrar mínútu langa, sem nú eru sýndir á RÚV en líka á ensku á YouTube þar sem þeir hafa notið mikilla vinsælda og eru með hátt í tvær milljónir áhorfa. „Við erum að undirbúa að setja þættina í loftið á þýsku og spænsku á næstu vikum á YouTube og erum með seríu tvö í framleiðslu sem fer í loftið á RÚV í haust. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Björg ráðin til Tulipop Björg Arnardóttir hefur verið ráðin til Tulipop sem sérfræðingur í nytjaleyfum. 19. desember 2017 12:56 66°Norður og Tulipop i samstarf á HönnunarMars Um er að ræða hina klassísku húfukollu 66°Norður sem fyrirtækið hefur framleitt í áratugi og hefur Tulipop nú sett svip sinn á þær með ævintýraheimi sínum. 14. mars 2018 10:15 Ævintýrapersónur Tulipop á forsíðu Kidscreen, tímarits um afþreyingu krakka 17. ágúst 2017 16:00 Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Fleiri fréttir Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Sjá meira
Tulipop vinnur nú að framleiðslu stórrar sjónvarpsþáttaraðar byggðar á ævintýraheimi fyrirtækisins og persónum. Með þeim í verkefninu er stórfyrirtækið Zodiak Kids en það mun framleiða seríuna í samstarfi við Tulipop og sjá um alþjóðlega sölu og dreifingu. „Vinnan við þróun þessarar sjónvarpsseríu hófst fyrir 18 mánuðum en þá fengum við til liðs við okkur sterkan hóp reynslubolta í teiknimyndabransanum til að þróa handrit og búa til stuttmynd sem sýnir útlitið sem við viljum hafa á seríunni. Við kynntum verkefnið á Cartoon Forum í Toulouse í Frakklandi í september í fyrra og á MIP Junior í Cannes í október sem það fékk frábærar viðtökur og í kjölfarið hófust viðræður við aðila sem lýstu yfir áhuga á samstarfi. Eftir að hafa rætt við marga mögulega meðframleiðendur þá leist okkur best á Zodiak. Fyrirtækið deilir okkar sýn á hvernig sjónvarpsserían á að vera auk þess sem það er traust og stórt fyrirtæki sem hefur burði til búa til hágæðasjónvarpsseríu og koma henni í sýningu um allan heim. Zodiak er mjög virt fyrirtæki í þessum geira og af því fer gott orð sem skiptir miklu máli,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Tulipop. Zodiak Kids er krakkaarmur franska fyrirtækisins Zodiak Media sem hefur framleitt efni og dreift um allan heim um árabil. Í seríunni sem Zodiak Kids framleiðir með Tulipop verða 52 þættir og verður hver þáttur ellefu mínútur. Framleiðslan mun kosta um 700 milljónir króna. Helga segir að Tulipop njóti dýrmæts stuðnings frá Kvikmyndasjóði við verkefnið. Seríunni verði dreift víða um heiminn og á fjölda tungumála. „Hér er um að ræða lengri teiknimyndaþætti en við höfum áður framleitt og það verður mjög mikið lagt í þessa seríu. Nú fer af stað lokahnykkurinn í þróunarvinnu á þáttunum og vinna með handritshöfundum. Formleg sala mun hefjast á MIP-hátíðinni í Cannes í október og ef allt gengur að óskum fer svo framleiðsla af stað fyrir lok næsta árs og serían í sýningar fyrir lok árs 2020. Zodiak mun sjá um alþjóðlega sölu og dreifingu á seríunni, en Norðurlöndin eru undanskilin og gert er ráð fyrir að Tulipop selji beint til þeirra landa,“ segir Helga. Tulipop hefur framleitt örstutta þætti, tveggja og hálfrar mínútu langa, sem nú eru sýndir á RÚV en líka á ensku á YouTube þar sem þeir hafa notið mikilla vinsælda og eru með hátt í tvær milljónir áhorfa. „Við erum að undirbúa að setja þættina í loftið á þýsku og spænsku á næstu vikum á YouTube og erum með seríu tvö í framleiðslu sem fer í loftið á RÚV í haust.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Björg ráðin til Tulipop Björg Arnardóttir hefur verið ráðin til Tulipop sem sérfræðingur í nytjaleyfum. 19. desember 2017 12:56 66°Norður og Tulipop i samstarf á HönnunarMars Um er að ræða hina klassísku húfukollu 66°Norður sem fyrirtækið hefur framleitt í áratugi og hefur Tulipop nú sett svip sinn á þær með ævintýraheimi sínum. 14. mars 2018 10:15 Ævintýrapersónur Tulipop á forsíðu Kidscreen, tímarits um afþreyingu krakka 17. ágúst 2017 16:00 Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Fleiri fréttir Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Sjá meira
Björg ráðin til Tulipop Björg Arnardóttir hefur verið ráðin til Tulipop sem sérfræðingur í nytjaleyfum. 19. desember 2017 12:56
66°Norður og Tulipop i samstarf á HönnunarMars Um er að ræða hina klassísku húfukollu 66°Norður sem fyrirtækið hefur framleitt í áratugi og hefur Tulipop nú sett svip sinn á þær með ævintýraheimi sínum. 14. mars 2018 10:15