Álagið komið að þolmörkum á Landspítalanum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. júlí 2018 19:45 Gríðarlegt álag er á kvennadeild Landspítalans eftir að yfirvinnubann ljósmæðra hófst á miðnætti. Yfirlæknir segir þjónustuna komna að þolmörkum og mannekla bitni verulega á öryggi. Formaður samninganefndar ljósmæðra er þó bjartsýnn fyrir fund hjá ríkissáttasemjara á morgun. Yfirvinnubann ljósmæðra hófst í dag, en nú munu ljósmæður ekki vinna umfram vinnuskyldu sína. Seinnipart dags höfðu átta börn fæðst á Landspítalanum en búist er við fleiri fæðingum í júlí en að meðaltali á mánuði. Ljóst er að mikið álag er á Landspítalanum, en starfsmenn fæðingardeildarinnar höfðu ekki undan þegar fréttastofa náði tali af þeim í morgun. Að sögn ljósmóður á Landspítalanum hafa síðustu nætur verið mjög strembnar, en búist er við tæplega 300 fæðingum í júlí sem er töluvert yfir meðaltali. Eva Jónasdóttir, yfirlæknir á fæðingardeild Landspítalans segir ástandið komið að þolmörkum. „Þær eru undirmannaðar á hverri einustu vakt. Á morgunvöktum, kvöldvöktum og næturvöktum. Núna eftir að yfirvinnubannið skall á, þá finnum við að þunginn er að aukast enn meira,“ segir Eva. Hún segir að tvær til fjórar ljósmæður vanti núna á hverja vakt til að þjónustan haldist örugg. „Á meðgöngu- og sængurlegudeild, þar sem vöntunin er mest ættu að vera átta ljósmæður á fullmannaðri morgunvakt, átta á kvöldvakt og fimm á næturvakt,“ segir Eva.Náið þið að halda þeirri mönnun?„Nei, langt frá því. Það hefur vantað tvær til fjórar ljósmæður að minnsta kosti á hverja einustu vakt og við horfum fam á verra ástand eftir því sem tíminn líður,“ segir Eva. Boðað hefur verið til fundar ljósmæðra og ríkisins klukkan 10:30 í fyrramálið. Í samtali við Vísi, sagðist ríkissáttasemjari ekki geta tjáð sig um það hvort hún hyggist leggja fram sáttatillögu á fundinum. Formaður kjaranefndar ljósmæðra segist bjartsýn fyrir fundinum „Já, ég ætla að leyfa mér að vera það. Það hlýtur að vera ljós í enda ganganna. Sólin skein í gær. Ég held þetta sé að brjótast í gegn,“ sagði Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar ljósmæðra. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir Yfirvinnubann ljósmæðra hafið Álagstoppur var í fæðingum á Landspítalanum í gær og segir framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs stöðuna bara verða erfiðari. Yfirvinnubann ljósmæðra hófst á miðnætti og búist er við þungum róðri. 18. júlí 2018 06:00 Fundur í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins í fyrramálið Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins klukkan 10:30 í fyrramálið í húsakynnum ríkissáttasemjara við Borgartún. 18. júlí 2018 15:08 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Fleiri fréttir Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Gríðarlegt álag er á kvennadeild Landspítalans eftir að yfirvinnubann ljósmæðra hófst á miðnætti. Yfirlæknir segir þjónustuna komna að þolmörkum og mannekla bitni verulega á öryggi. Formaður samninganefndar ljósmæðra er þó bjartsýnn fyrir fund hjá ríkissáttasemjara á morgun. Yfirvinnubann ljósmæðra hófst í dag, en nú munu ljósmæður ekki vinna umfram vinnuskyldu sína. Seinnipart dags höfðu átta börn fæðst á Landspítalanum en búist er við fleiri fæðingum í júlí en að meðaltali á mánuði. Ljóst er að mikið álag er á Landspítalanum, en starfsmenn fæðingardeildarinnar höfðu ekki undan þegar fréttastofa náði tali af þeim í morgun. Að sögn ljósmóður á Landspítalanum hafa síðustu nætur verið mjög strembnar, en búist er við tæplega 300 fæðingum í júlí sem er töluvert yfir meðaltali. Eva Jónasdóttir, yfirlæknir á fæðingardeild Landspítalans segir ástandið komið að þolmörkum. „Þær eru undirmannaðar á hverri einustu vakt. Á morgunvöktum, kvöldvöktum og næturvöktum. Núna eftir að yfirvinnubannið skall á, þá finnum við að þunginn er að aukast enn meira,“ segir Eva. Hún segir að tvær til fjórar ljósmæður vanti núna á hverja vakt til að þjónustan haldist örugg. „Á meðgöngu- og sængurlegudeild, þar sem vöntunin er mest ættu að vera átta ljósmæður á fullmannaðri morgunvakt, átta á kvöldvakt og fimm á næturvakt,“ segir Eva.Náið þið að halda þeirri mönnun?„Nei, langt frá því. Það hefur vantað tvær til fjórar ljósmæður að minnsta kosti á hverja einustu vakt og við horfum fam á verra ástand eftir því sem tíminn líður,“ segir Eva. Boðað hefur verið til fundar ljósmæðra og ríkisins klukkan 10:30 í fyrramálið. Í samtali við Vísi, sagðist ríkissáttasemjari ekki geta tjáð sig um það hvort hún hyggist leggja fram sáttatillögu á fundinum. Formaður kjaranefndar ljósmæðra segist bjartsýn fyrir fundinum „Já, ég ætla að leyfa mér að vera það. Það hlýtur að vera ljós í enda ganganna. Sólin skein í gær. Ég held þetta sé að brjótast í gegn,“ sagði Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar ljósmæðra.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir Yfirvinnubann ljósmæðra hafið Álagstoppur var í fæðingum á Landspítalanum í gær og segir framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs stöðuna bara verða erfiðari. Yfirvinnubann ljósmæðra hófst á miðnætti og búist er við þungum róðri. 18. júlí 2018 06:00 Fundur í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins í fyrramálið Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins klukkan 10:30 í fyrramálið í húsakynnum ríkissáttasemjara við Borgartún. 18. júlí 2018 15:08 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Fleiri fréttir Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Yfirvinnubann ljósmæðra hafið Álagstoppur var í fæðingum á Landspítalanum í gær og segir framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs stöðuna bara verða erfiðari. Yfirvinnubann ljósmæðra hófst á miðnætti og búist er við þungum róðri. 18. júlí 2018 06:00
Fundur í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins í fyrramálið Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins klukkan 10:30 í fyrramálið í húsakynnum ríkissáttasemjara við Borgartún. 18. júlí 2018 15:08