Hvíta húsið ítrekar að Trump trúi því að ógn stafi enn af Rússum Birgir Olgeirsson skrifar 18. júlí 2018 21:56 Donald Trump Bandaríkjaforseti GETTY/Olivier Douliery-Pool Embætti forseta Bandaríkjanna hefur neitað því að forsetinn sjálfur, Donald Trump, telji enga ógn stafa af Rússum í dag, nokkrum tímum eftir að hann virtist hafa gefið það til kynna. Á meðan ríkisráðsfundi stóð var Trump spurður af fréttamanni hvort að ógn stæði enn af Rússum og frekari afskiptum þeirra af kosningum í Bandaríkjunum. „Þakka þér fyrir, nei,“ svaraði Trump. Fjölmiðlafulltrúi forsetaembættisins, Sarah Sanders, sagði Trump hafa með þessu svari verið að neita að svara fleiri spurningum. Þetta fár kemur í kjölfar mikillar gagnrýni sem Trump hefur fengið á sig vegna fyrri ummæla um Rússland. Sanders sagði forsetann og stjórn hans vinna hörðum höndum að því að tryggja að Rússum sé ekki fært að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. Það var fréttamaður ABC News, Cecilia Vega, sem spurðir Trump hvort búast mætti við því að Rússar myndu reyna að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. Trump hristi höfuðið og sagði: „Þakka þér fyrir, nei.“ Vega spurði Trump frekar út í viðbrögð hans og bað hann um að útskýra hvað hann ætti við með neituninni. Spurði hún hvort hann trúði því að sú væri ekki raunin, það er að Rússar myndu reyna að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum.Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC segir að svo virðist vera sem að Trump hafi aftur svarað: „Nei“ Sanders ítrekaði hins vegar að Trump hefð verið að neita að svara fleiri spurningum. „Við værum ekki að leggja jafn mikið af mörkum og raun ber vitni ef við værum ekki þeirrar skoðunar að Rússar væru enn með augastað á okkur,“ sagði Sanders. Donald Trump Tengdar fréttir Hakka útskýringar Trump um mismæli í sig Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær hafa mismælt sig á blaðamannafundi hans með Vladimir Pútín, forseta Rússlands á mánudaginn. 18. júlí 2018 14:00 Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Fleiri fréttir Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Sjá meira
Embætti forseta Bandaríkjanna hefur neitað því að forsetinn sjálfur, Donald Trump, telji enga ógn stafa af Rússum í dag, nokkrum tímum eftir að hann virtist hafa gefið það til kynna. Á meðan ríkisráðsfundi stóð var Trump spurður af fréttamanni hvort að ógn stæði enn af Rússum og frekari afskiptum þeirra af kosningum í Bandaríkjunum. „Þakka þér fyrir, nei,“ svaraði Trump. Fjölmiðlafulltrúi forsetaembættisins, Sarah Sanders, sagði Trump hafa með þessu svari verið að neita að svara fleiri spurningum. Þetta fár kemur í kjölfar mikillar gagnrýni sem Trump hefur fengið á sig vegna fyrri ummæla um Rússland. Sanders sagði forsetann og stjórn hans vinna hörðum höndum að því að tryggja að Rússum sé ekki fært að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. Það var fréttamaður ABC News, Cecilia Vega, sem spurðir Trump hvort búast mætti við því að Rússar myndu reyna að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. Trump hristi höfuðið og sagði: „Þakka þér fyrir, nei.“ Vega spurði Trump frekar út í viðbrögð hans og bað hann um að útskýra hvað hann ætti við með neituninni. Spurði hún hvort hann trúði því að sú væri ekki raunin, það er að Rússar myndu reyna að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum.Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC segir að svo virðist vera sem að Trump hafi aftur svarað: „Nei“ Sanders ítrekaði hins vegar að Trump hefð verið að neita að svara fleiri spurningum. „Við værum ekki að leggja jafn mikið af mörkum og raun ber vitni ef við værum ekki þeirrar skoðunar að Rússar væru enn með augastað á okkur,“ sagði Sanders.
Donald Trump Tengdar fréttir Hakka útskýringar Trump um mismæli í sig Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær hafa mismælt sig á blaðamannafundi hans með Vladimir Pútín, forseta Rússlands á mánudaginn. 18. júlí 2018 14:00 Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Fleiri fréttir Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Sjá meira
Hakka útskýringar Trump um mismæli í sig Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær hafa mismælt sig á blaðamannafundi hans með Vladimir Pútín, forseta Rússlands á mánudaginn. 18. júlí 2018 14:00