Hvíta húsið ítrekar að Trump trúi því að ógn stafi enn af Rússum Birgir Olgeirsson skrifar 18. júlí 2018 21:56 Donald Trump Bandaríkjaforseti GETTY/Olivier Douliery-Pool Embætti forseta Bandaríkjanna hefur neitað því að forsetinn sjálfur, Donald Trump, telji enga ógn stafa af Rússum í dag, nokkrum tímum eftir að hann virtist hafa gefið það til kynna. Á meðan ríkisráðsfundi stóð var Trump spurður af fréttamanni hvort að ógn stæði enn af Rússum og frekari afskiptum þeirra af kosningum í Bandaríkjunum. „Þakka þér fyrir, nei,“ svaraði Trump. Fjölmiðlafulltrúi forsetaembættisins, Sarah Sanders, sagði Trump hafa með þessu svari verið að neita að svara fleiri spurningum. Þetta fár kemur í kjölfar mikillar gagnrýni sem Trump hefur fengið á sig vegna fyrri ummæla um Rússland. Sanders sagði forsetann og stjórn hans vinna hörðum höndum að því að tryggja að Rússum sé ekki fært að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. Það var fréttamaður ABC News, Cecilia Vega, sem spurðir Trump hvort búast mætti við því að Rússar myndu reyna að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. Trump hristi höfuðið og sagði: „Þakka þér fyrir, nei.“ Vega spurði Trump frekar út í viðbrögð hans og bað hann um að útskýra hvað hann ætti við með neituninni. Spurði hún hvort hann trúði því að sú væri ekki raunin, það er að Rússar myndu reyna að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum.Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC segir að svo virðist vera sem að Trump hafi aftur svarað: „Nei“ Sanders ítrekaði hins vegar að Trump hefð verið að neita að svara fleiri spurningum. „Við værum ekki að leggja jafn mikið af mörkum og raun ber vitni ef við værum ekki þeirrar skoðunar að Rússar væru enn með augastað á okkur,“ sagði Sanders. Donald Trump Tengdar fréttir Hakka útskýringar Trump um mismæli í sig Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær hafa mismælt sig á blaðamannafundi hans með Vladimir Pútín, forseta Rússlands á mánudaginn. 18. júlí 2018 14:00 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Embætti forseta Bandaríkjanna hefur neitað því að forsetinn sjálfur, Donald Trump, telji enga ógn stafa af Rússum í dag, nokkrum tímum eftir að hann virtist hafa gefið það til kynna. Á meðan ríkisráðsfundi stóð var Trump spurður af fréttamanni hvort að ógn stæði enn af Rússum og frekari afskiptum þeirra af kosningum í Bandaríkjunum. „Þakka þér fyrir, nei,“ svaraði Trump. Fjölmiðlafulltrúi forsetaembættisins, Sarah Sanders, sagði Trump hafa með þessu svari verið að neita að svara fleiri spurningum. Þetta fár kemur í kjölfar mikillar gagnrýni sem Trump hefur fengið á sig vegna fyrri ummæla um Rússland. Sanders sagði forsetann og stjórn hans vinna hörðum höndum að því að tryggja að Rússum sé ekki fært að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. Það var fréttamaður ABC News, Cecilia Vega, sem spurðir Trump hvort búast mætti við því að Rússar myndu reyna að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. Trump hristi höfuðið og sagði: „Þakka þér fyrir, nei.“ Vega spurði Trump frekar út í viðbrögð hans og bað hann um að útskýra hvað hann ætti við með neituninni. Spurði hún hvort hann trúði því að sú væri ekki raunin, það er að Rússar myndu reyna að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum.Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC segir að svo virðist vera sem að Trump hafi aftur svarað: „Nei“ Sanders ítrekaði hins vegar að Trump hefð verið að neita að svara fleiri spurningum. „Við værum ekki að leggja jafn mikið af mörkum og raun ber vitni ef við værum ekki þeirrar skoðunar að Rússar væru enn með augastað á okkur,“ sagði Sanders.
Donald Trump Tengdar fréttir Hakka útskýringar Trump um mismæli í sig Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær hafa mismælt sig á blaðamannafundi hans með Vladimir Pútín, forseta Rússlands á mánudaginn. 18. júlí 2018 14:00 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Hakka útskýringar Trump um mismæli í sig Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær hafa mismælt sig á blaðamannafundi hans með Vladimir Pútín, forseta Rússlands á mánudaginn. 18. júlí 2018 14:00