Hátíð í skugga skammar Þorvaldur Gylfason skrifar 19. júlí 2018 07:00 Reykjavík – Alþingi hélt í gær hátíðarfund á Þingvöllum svo þingmenn gætu fagnað 100 ára fullveldisafmæli í friði fyrir þjóðinni. Fundurinn kostaði 80 m.kr. Hann var kynntur svo á vefsetri þingsins: „Á þingfundinum er ætlunin að samþykkja ályktun sem full samstaða er um.“ Alþingi er að segja: Við erum lægsti samnefnarinn. Lömbin komast ekki lengra en ljónin leyfa.Stjórnmálamenning í molum Ferill Alþingis frá hruni er hroðalegur á heildina litið. Hrunið var einkum Alþingi að kenna. Það var Alþingi sem einkavæddi bankana með því að leggja þá í hendur óhæfra eigenda úr vinahópi valdsins. Áður hafði Alþingi afhent útvegsmönnum ókeypis aðgang að sameignarauðlindinni í sjónum. Meðal þeirra sjö embættis- og stjórnmálamanna sem rannsóknarnefnd Alþingis taldi hafa sýnt af sér vanrækslu í skilningi laga fyrir hrun voru þrír alþingismenn og ráðherrar og einn fv. slíkur, samtals fjórir af sjö. Alþingi sat og stóð eins og bankarnir buðu. Tíu þingmenn af 63 skulduðu bönkunum 100 m.kr. eða meira hver og einn skv. skýrslu RNA. Ekki hefur enn verið greint frá því hvort eða hvernig skil voru staðin á þessum skuldum. Alþingi lofaði bót og betrun eftir hrun, m.a. með því að samþykkja einum rómi ályktun um „að taka verði gagnrýni á íslenska stjórnmálamenningu alvarlega og … að af henni verði dreginn lærdómur“. Þetta heit var ekki efnt. Af þeim fjórum evrópsku ráðherrum sem fundust í Panama-skjölunum voru þrír Íslendingar. Tveir þeirra sitja enn á þingi og eru formenn flokka sinna. Ekki hefur enn verið greint frá því hvort mál þeirra voru rannsökuð. Meint brot 57 sjómanna voru rannsökuð og kærð. Alþingi rauf skilorðið Alþingi lofaði að láta semja nýja stjórnarskrá. Það tókst vel að öllu leyti öðru en því að Alþingi hefur ekki enn fengizt til að staðfesta frumvarpið sem tveir þriðju hlutar kjósenda lýstu sig fylgjandi í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012. „Alþingi er á reynslutíma hjá þjóðinni,“ sagði þv. forsætisráðherra eftir atkvæðagreiðsluna. Alþingi rauf skilorðið. Hvers vegna hefur Alþingi ekki fengizt til að staðfesta nýju stjórnarskrána? Skýringin blasir við. Of margir þingmenn nærast á mismunun í kvótakerfinu og kjördæmaskipaninni, mismunun og meðfylgjandi mannréttindabrotum sem nýju stjórnarskránni er ætlað að hemja. Of margir þingmenn nærast á leynd og meðfylgjandi spillingu. Fólkið í landinu hefur t.d. ekki aðgang að upplýsingum um (afskrifaðar) lánveitingar bankanna til stjórnmálamanna. Of margir þingmenn senda lýðræðinu langt nef án þess að blikna. Þeir skáka í skjóli þess að lýðræði á nú undir högg að sækja víða úti í heimi. Forseti Bandaríkjanna situr undir ámæli fyrir að ögra lýðræðinu heima fyrir og víðar. Hann situr á tifandi tímasprengju. Verkföll eða verðbólgugusa? Hér heima situr einnig ríkisstjórn á tifandi tímasprengju. Launahækkun alþingismanna um 45% 2016 var stríðsyfirlýsing á hendur launþegum. Reyndir menn á vinnumarkaði sjá fram á heiftarlegt uppgjör, þ.e. kollsteypu af völdum Alþingis, annaðhvort verkföll eða verðbólgugusu með gamla laginu. Alþingi er að vísu ekki eitt um hituna heldur hafa margir forstjórar fyrirtækja einnig skammtað sjálfum sér og hver öðrum ofurlaun. Alþingi virðist ætlast til að fólkið í landinu fagni 100 ára afmæli fullveldisins í skugga þeirrar skammar sem þingið hefur kallað yfir land og þjóð, einkum með því að synja nýju stjórnarskránni staðfestingar. Síðasta ríkisstjórn sat í níu mánuði. Ríkisstjórnin næst á undan hrökklaðist einnig frá völdum vegna hneykslismála. Hvernig væri að halda áfram að knýja fram kosningar á níu mánaða fresti þar til við fáum skaplega skipað Alþingi? – þing sem nýtur trausts. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Sjá meira
Reykjavík – Alþingi hélt í gær hátíðarfund á Þingvöllum svo þingmenn gætu fagnað 100 ára fullveldisafmæli í friði fyrir þjóðinni. Fundurinn kostaði 80 m.kr. Hann var kynntur svo á vefsetri þingsins: „Á þingfundinum er ætlunin að samþykkja ályktun sem full samstaða er um.“ Alþingi er að segja: Við erum lægsti samnefnarinn. Lömbin komast ekki lengra en ljónin leyfa.Stjórnmálamenning í molum Ferill Alþingis frá hruni er hroðalegur á heildina litið. Hrunið var einkum Alþingi að kenna. Það var Alþingi sem einkavæddi bankana með því að leggja þá í hendur óhæfra eigenda úr vinahópi valdsins. Áður hafði Alþingi afhent útvegsmönnum ókeypis aðgang að sameignarauðlindinni í sjónum. Meðal þeirra sjö embættis- og stjórnmálamanna sem rannsóknarnefnd Alþingis taldi hafa sýnt af sér vanrækslu í skilningi laga fyrir hrun voru þrír alþingismenn og ráðherrar og einn fv. slíkur, samtals fjórir af sjö. Alþingi sat og stóð eins og bankarnir buðu. Tíu þingmenn af 63 skulduðu bönkunum 100 m.kr. eða meira hver og einn skv. skýrslu RNA. Ekki hefur enn verið greint frá því hvort eða hvernig skil voru staðin á þessum skuldum. Alþingi lofaði bót og betrun eftir hrun, m.a. með því að samþykkja einum rómi ályktun um „að taka verði gagnrýni á íslenska stjórnmálamenningu alvarlega og … að af henni verði dreginn lærdómur“. Þetta heit var ekki efnt. Af þeim fjórum evrópsku ráðherrum sem fundust í Panama-skjölunum voru þrír Íslendingar. Tveir þeirra sitja enn á þingi og eru formenn flokka sinna. Ekki hefur enn verið greint frá því hvort mál þeirra voru rannsökuð. Meint brot 57 sjómanna voru rannsökuð og kærð. Alþingi rauf skilorðið Alþingi lofaði að láta semja nýja stjórnarskrá. Það tókst vel að öllu leyti öðru en því að Alþingi hefur ekki enn fengizt til að staðfesta frumvarpið sem tveir þriðju hlutar kjósenda lýstu sig fylgjandi í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012. „Alþingi er á reynslutíma hjá þjóðinni,“ sagði þv. forsætisráðherra eftir atkvæðagreiðsluna. Alþingi rauf skilorðið. Hvers vegna hefur Alþingi ekki fengizt til að staðfesta nýju stjórnarskrána? Skýringin blasir við. Of margir þingmenn nærast á mismunun í kvótakerfinu og kjördæmaskipaninni, mismunun og meðfylgjandi mannréttindabrotum sem nýju stjórnarskránni er ætlað að hemja. Of margir þingmenn nærast á leynd og meðfylgjandi spillingu. Fólkið í landinu hefur t.d. ekki aðgang að upplýsingum um (afskrifaðar) lánveitingar bankanna til stjórnmálamanna. Of margir þingmenn senda lýðræðinu langt nef án þess að blikna. Þeir skáka í skjóli þess að lýðræði á nú undir högg að sækja víða úti í heimi. Forseti Bandaríkjanna situr undir ámæli fyrir að ögra lýðræðinu heima fyrir og víðar. Hann situr á tifandi tímasprengju. Verkföll eða verðbólgugusa? Hér heima situr einnig ríkisstjórn á tifandi tímasprengju. Launahækkun alþingismanna um 45% 2016 var stríðsyfirlýsing á hendur launþegum. Reyndir menn á vinnumarkaði sjá fram á heiftarlegt uppgjör, þ.e. kollsteypu af völdum Alþingis, annaðhvort verkföll eða verðbólgugusu með gamla laginu. Alþingi er að vísu ekki eitt um hituna heldur hafa margir forstjórar fyrirtækja einnig skammtað sjálfum sér og hver öðrum ofurlaun. Alþingi virðist ætlast til að fólkið í landinu fagni 100 ára afmæli fullveldisins í skugga þeirrar skammar sem þingið hefur kallað yfir land og þjóð, einkum með því að synja nýju stjórnarskránni staðfestingar. Síðasta ríkisstjórn sat í níu mánuði. Ríkisstjórnin næst á undan hrökklaðist einnig frá völdum vegna hneykslismála. Hvernig væri að halda áfram að knýja fram kosningar á níu mánaða fresti þar til við fáum skaplega skipað Alþingi? – þing sem nýtur trausts.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun