Ljósmæður ætla ekki að slá af kröfum sínum á sáttafundi í dag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. júlí 2018 10:32 Kjaranefnd ljósmæðra í húsakynnum ríkissáttasemjara við upphaf fundarins í morgun. vísir/einar árnason Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands, segir að ljósmæður muni ekki slá af þeim kröfum sem þær hafi áður sett fram. Samningafundur í kjaradeilu þeirra við ríkið hófst klukkan 10:30 í húsakynnum ríkissáttasemjara í Borgartúni. „Staðan er þannig að við erum komnar í okkar allra lægstu kröfur. Það er alveg sama þó að við myndum skrifa undir eitthvað hér, ljósmæður snúa ekki til starfa nema þær fái leiðréttingu á sínum kjörum,“ segir Katrín Sif. Hún segir að kjaranefnd ljósmæðra sé mætt til ríkissáttasemjara til þess að vinna í því að skrifa undir samninga. Lausn er ekki í sjónmáli ef marka má orð Bryndísar Hlöðversdóttur, ríkissáttasemjara, á RÚV í morgun. Katrín kveðst vonast til að fundurinn í dag verði ekki til einskis. „Það er komið neyðarástand á stofnunum og ég skil ekki að fólk hafi umboð til þess að koma svona fram, hreinlega. Verðmætamatið er algjörlega út úr öll kortum,“ segir Katrín. Aðspurð hvort hún telji einhverjar líkur á því að deilan verði send í gerðardóm segist Katrín ekki vita það á þessari stundu.En á hún von á því að það verði sett lög á yfirvinnubann ljósmæðra, sem staðið hefur í tæpan einn og hálfan sólarhring, skili fundurinn í dag engum árangri? „Það kæmi mér ekkert á óvart í ljósi sögunnar. Það hafa öll verkfallsvopn verið slegin úr okkar höndum í gegnum tíðina þannig að það kæmi mér ekkert á óvart en það er engin lausn fólgin í því. Þú neyðir fólk ekki til þess að mæta í vinnu með lagasetningu. Nú eru ljósmæður að snúa frá störfum og hafa margar snúið frá störfum og þú neyðir þær ekki til þess að sækja um þessi störf aftur með lagasetningu,“ segir Katrín. Uppfært klukkan 11:59: Nú skömmu fyrir klukkan 12 var gert fundarhlé en fundurinn hófst ekki fyrr en 11:20 þar sem samninganefndir funduðu fyrst í sitthvoru lagi. Þær funda nú aftur í sitthvoru lagi og gátu lítið sagt um stöðuna eða hvernig dagurinn þróast fyrir þá fundi. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Álagið komið að þolmörkum á Landspítalanum 18. júlí 2018 19:45 Fljúga með þungaðar konur norður vegna neyðarástands Flogið hefur verið með þungaðar konur á Sjúkrahúsið á Akureyri og von er á fleirum þangað. Konur veigra sér við að hafa samband við fæðingardeildir því þær vilja ekki trufla. Deiluaðilar funda í dag. Tvisvar þurfti að óska eftir undanþágu frá yfirvinnubanni ljósmæðra á Landspítalanum í gær. 19. júlí 2018 07:00 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira
Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands, segir að ljósmæður muni ekki slá af þeim kröfum sem þær hafi áður sett fram. Samningafundur í kjaradeilu þeirra við ríkið hófst klukkan 10:30 í húsakynnum ríkissáttasemjara í Borgartúni. „Staðan er þannig að við erum komnar í okkar allra lægstu kröfur. Það er alveg sama þó að við myndum skrifa undir eitthvað hér, ljósmæður snúa ekki til starfa nema þær fái leiðréttingu á sínum kjörum,“ segir Katrín Sif. Hún segir að kjaranefnd ljósmæðra sé mætt til ríkissáttasemjara til þess að vinna í því að skrifa undir samninga. Lausn er ekki í sjónmáli ef marka má orð Bryndísar Hlöðversdóttur, ríkissáttasemjara, á RÚV í morgun. Katrín kveðst vonast til að fundurinn í dag verði ekki til einskis. „Það er komið neyðarástand á stofnunum og ég skil ekki að fólk hafi umboð til þess að koma svona fram, hreinlega. Verðmætamatið er algjörlega út úr öll kortum,“ segir Katrín. Aðspurð hvort hún telji einhverjar líkur á því að deilan verði send í gerðardóm segist Katrín ekki vita það á þessari stundu.En á hún von á því að það verði sett lög á yfirvinnubann ljósmæðra, sem staðið hefur í tæpan einn og hálfan sólarhring, skili fundurinn í dag engum árangri? „Það kæmi mér ekkert á óvart í ljósi sögunnar. Það hafa öll verkfallsvopn verið slegin úr okkar höndum í gegnum tíðina þannig að það kæmi mér ekkert á óvart en það er engin lausn fólgin í því. Þú neyðir fólk ekki til þess að mæta í vinnu með lagasetningu. Nú eru ljósmæður að snúa frá störfum og hafa margar snúið frá störfum og þú neyðir þær ekki til þess að sækja um þessi störf aftur með lagasetningu,“ segir Katrín. Uppfært klukkan 11:59: Nú skömmu fyrir klukkan 12 var gert fundarhlé en fundurinn hófst ekki fyrr en 11:20 þar sem samninganefndir funduðu fyrst í sitthvoru lagi. Þær funda nú aftur í sitthvoru lagi og gátu lítið sagt um stöðuna eða hvernig dagurinn þróast fyrir þá fundi.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Álagið komið að þolmörkum á Landspítalanum 18. júlí 2018 19:45 Fljúga með þungaðar konur norður vegna neyðarástands Flogið hefur verið með þungaðar konur á Sjúkrahúsið á Akureyri og von er á fleirum þangað. Konur veigra sér við að hafa samband við fæðingardeildir því þær vilja ekki trufla. Deiluaðilar funda í dag. Tvisvar þurfti að óska eftir undanþágu frá yfirvinnubanni ljósmæðra á Landspítalanum í gær. 19. júlí 2018 07:00 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira
Fljúga með þungaðar konur norður vegna neyðarástands Flogið hefur verið með þungaðar konur á Sjúkrahúsið á Akureyri og von er á fleirum þangað. Konur veigra sér við að hafa samband við fæðingardeildir því þær vilja ekki trufla. Deiluaðilar funda í dag. Tvisvar þurfti að óska eftir undanþágu frá yfirvinnubanni ljósmæðra á Landspítalanum í gær. 19. júlí 2018 07:00