Ljósmæður ætla ekki að slá af kröfum sínum á sáttafundi í dag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. júlí 2018 10:32 Kjaranefnd ljósmæðra í húsakynnum ríkissáttasemjara við upphaf fundarins í morgun. vísir/einar árnason Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands, segir að ljósmæður muni ekki slá af þeim kröfum sem þær hafi áður sett fram. Samningafundur í kjaradeilu þeirra við ríkið hófst klukkan 10:30 í húsakynnum ríkissáttasemjara í Borgartúni. „Staðan er þannig að við erum komnar í okkar allra lægstu kröfur. Það er alveg sama þó að við myndum skrifa undir eitthvað hér, ljósmæður snúa ekki til starfa nema þær fái leiðréttingu á sínum kjörum,“ segir Katrín Sif. Hún segir að kjaranefnd ljósmæðra sé mætt til ríkissáttasemjara til þess að vinna í því að skrifa undir samninga. Lausn er ekki í sjónmáli ef marka má orð Bryndísar Hlöðversdóttur, ríkissáttasemjara, á RÚV í morgun. Katrín kveðst vonast til að fundurinn í dag verði ekki til einskis. „Það er komið neyðarástand á stofnunum og ég skil ekki að fólk hafi umboð til þess að koma svona fram, hreinlega. Verðmætamatið er algjörlega út úr öll kortum,“ segir Katrín. Aðspurð hvort hún telji einhverjar líkur á því að deilan verði send í gerðardóm segist Katrín ekki vita það á þessari stundu.En á hún von á því að það verði sett lög á yfirvinnubann ljósmæðra, sem staðið hefur í tæpan einn og hálfan sólarhring, skili fundurinn í dag engum árangri? „Það kæmi mér ekkert á óvart í ljósi sögunnar. Það hafa öll verkfallsvopn verið slegin úr okkar höndum í gegnum tíðina þannig að það kæmi mér ekkert á óvart en það er engin lausn fólgin í því. Þú neyðir fólk ekki til þess að mæta í vinnu með lagasetningu. Nú eru ljósmæður að snúa frá störfum og hafa margar snúið frá störfum og þú neyðir þær ekki til þess að sækja um þessi störf aftur með lagasetningu,“ segir Katrín. Uppfært klukkan 11:59: Nú skömmu fyrir klukkan 12 var gert fundarhlé en fundurinn hófst ekki fyrr en 11:20 þar sem samninganefndir funduðu fyrst í sitthvoru lagi. Þær funda nú aftur í sitthvoru lagi og gátu lítið sagt um stöðuna eða hvernig dagurinn þróast fyrir þá fundi. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Álagið komið að þolmörkum á Landspítalanum 18. júlí 2018 19:45 Fljúga með þungaðar konur norður vegna neyðarástands Flogið hefur verið með þungaðar konur á Sjúkrahúsið á Akureyri og von er á fleirum þangað. Konur veigra sér við að hafa samband við fæðingardeildir því þær vilja ekki trufla. Deiluaðilar funda í dag. Tvisvar þurfti að óska eftir undanþágu frá yfirvinnubanni ljósmæðra á Landspítalanum í gær. 19. júlí 2018 07:00 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Sjá meira
Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands, segir að ljósmæður muni ekki slá af þeim kröfum sem þær hafi áður sett fram. Samningafundur í kjaradeilu þeirra við ríkið hófst klukkan 10:30 í húsakynnum ríkissáttasemjara í Borgartúni. „Staðan er þannig að við erum komnar í okkar allra lægstu kröfur. Það er alveg sama þó að við myndum skrifa undir eitthvað hér, ljósmæður snúa ekki til starfa nema þær fái leiðréttingu á sínum kjörum,“ segir Katrín Sif. Hún segir að kjaranefnd ljósmæðra sé mætt til ríkissáttasemjara til þess að vinna í því að skrifa undir samninga. Lausn er ekki í sjónmáli ef marka má orð Bryndísar Hlöðversdóttur, ríkissáttasemjara, á RÚV í morgun. Katrín kveðst vonast til að fundurinn í dag verði ekki til einskis. „Það er komið neyðarástand á stofnunum og ég skil ekki að fólk hafi umboð til þess að koma svona fram, hreinlega. Verðmætamatið er algjörlega út úr öll kortum,“ segir Katrín. Aðspurð hvort hún telji einhverjar líkur á því að deilan verði send í gerðardóm segist Katrín ekki vita það á þessari stundu.En á hún von á því að það verði sett lög á yfirvinnubann ljósmæðra, sem staðið hefur í tæpan einn og hálfan sólarhring, skili fundurinn í dag engum árangri? „Það kæmi mér ekkert á óvart í ljósi sögunnar. Það hafa öll verkfallsvopn verið slegin úr okkar höndum í gegnum tíðina þannig að það kæmi mér ekkert á óvart en það er engin lausn fólgin í því. Þú neyðir fólk ekki til þess að mæta í vinnu með lagasetningu. Nú eru ljósmæður að snúa frá störfum og hafa margar snúið frá störfum og þú neyðir þær ekki til þess að sækja um þessi störf aftur með lagasetningu,“ segir Katrín. Uppfært klukkan 11:59: Nú skömmu fyrir klukkan 12 var gert fundarhlé en fundurinn hófst ekki fyrr en 11:20 þar sem samninganefndir funduðu fyrst í sitthvoru lagi. Þær funda nú aftur í sitthvoru lagi og gátu lítið sagt um stöðuna eða hvernig dagurinn þróast fyrir þá fundi.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Álagið komið að þolmörkum á Landspítalanum 18. júlí 2018 19:45 Fljúga með þungaðar konur norður vegna neyðarástands Flogið hefur verið með þungaðar konur á Sjúkrahúsið á Akureyri og von er á fleirum þangað. Konur veigra sér við að hafa samband við fæðingardeildir því þær vilja ekki trufla. Deiluaðilar funda í dag. Tvisvar þurfti að óska eftir undanþágu frá yfirvinnubanni ljósmæðra á Landspítalanum í gær. 19. júlí 2018 07:00 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Sjá meira
Fljúga með þungaðar konur norður vegna neyðarástands Flogið hefur verið með þungaðar konur á Sjúkrahúsið á Akureyri og von er á fleirum þangað. Konur veigra sér við að hafa samband við fæðingardeildir því þær vilja ekki trufla. Deiluaðilar funda í dag. Tvisvar þurfti að óska eftir undanþágu frá yfirvinnubanni ljósmæðra á Landspítalanum í gær. 19. júlí 2018 07:00